Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 Helgarblað Jón Oddur og Jón Bjarni hafa í gegnum tíðina verið vinsælustu bræður íslenskra bókmennta. Guð- rún Helgadóttir skrifaði þrjár bæk- ur um þessa skemmtilegu stráka sem síðar birtust íslenskri alþýðu í vinsælli kvikmynd. Nú eru bræð- umir i fyrsta sinn komnir á fjalir leikhússins því um síðustu helgi var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu leik- ritið Jón Oddur og Jón Bjami. Fjór- ir ungir menn skiptast á að leika bræðuma og á helmingur þeirra stutt að leita með leikhúsbakterí- una. Benedikt Clausen er sonur Elvu Óskar Ólafsdóttur leikkonu og Sigurbjartur er sonur Atla Rafns Sigurðarsonar leikara. Báöir drengimir hafa komið nálægt leik- list áður, Benedikt leikur stórt hlut- verk í kvikmyndinni Regínu og Sig- urbjartur lék í Vatni lífsins sem var sýnt í Þjóðleikhúsinu síðastliðið haust. Þar skiptu feðgarnir Atli Rafn og Sigurbjartur með sér einni persónu, Sigurði. Leikhúsrottur Oft heyrast sögur af börnum sem beinlínis alast upp í myrkviöum leikhússins, fylgja foreldrum sinum í vinnunni frá því þau eru tekin af fæðingardeildinni og verða þannig annaðhvort elsk að leikhúsinu eöa fullkomlega fráhverf því. „Þegar ég var í Le iklistarskólanum, “ segir Atli Rafn, „var hann með mér og það gekk vel. Við settum upp bama- leikrit á þriðja ári og hann fylgdist mjög vel með því fjögurra ára gam- all. Hann hefur komið og séð það sem ég hef gert.“ Það má því segja að Sigurbjartur sé búinn að vera í Leiklistarskólanum. Elva Ósk hefur ekki sömu sögu að segja. „Ég hef verið mjög lítið með krakkana í leikhúsinu. Ég hef lent svo oft í stórum dramatískum sýningum að það er eiginlega ekki hægt. Ég er til dæmis að æfa Veisl- una eða Festen núna og ég get ekk- ert haft Benedikt með á æfingum. Það er ekkert við hæfi barna. Böm- in hafa stundum komið með mér ef þau hafa verið lasin og þá hafa þau vanalega setið í homstofunni og lit- að eða þvíumlíkt. Ég get því ekki sagt að Benedikt sé nein leikhús- rotta." Leikhúsið erfiðara Benedikt og Sigurbjartur eru ekki í leikhúsinu fyrir foreldra sina held- ur sjálfa sig. „Mér finnst skemmti- legt að leika,“ segir Sigurbjartur. Benedikt tekur undir það og þegar ég spyr hann um muninn á því að leika í leikhúsi eða i kvikmynd seg- ir hann: „Ég get ekki alveg útskýrt það. Ég get alla vega sagt að það er erfiðara að leika í leikriti en í kvik- mynd. I leikhúsinu er bara hægt að gera hlutinn einu sinni en i kvik- mynd er hann endurtekinn þangað til leikstjórinn gefst upp.“ Strákamir láta vel af Jóni Oddi og Jóni Bjama. „Ég kann vel við þá, þeir eru skemmtilegir," segir Sigur- bjartur. Þeir höfðu kynnst þeim að- eins áður. „Ég er búinn að lesa fyrstu bókina og er byrjaður á annarri," segir Sigurbjartur og Benedikt segir svipaða sögu, hann er að rifja upp fyrstu bókina. Þeir vom svo heppnir að fá allar bæk- umar áritaðar af höfundinum, Guð- rúnu Helgadóttur. „Benedikt sagði um daginn að hún væri uppáhálds eldri konan sin,“ segir Elva Ósk og Benedikt bætir við: „Hún er svo skemmtileg." „Sjö snúðar“ Atli Rafn hóf feril sinn sem leik- ari á svipuðum aldri og Benedikt og Sigurbjartur. „Ég lék fyrst héma í Þjóðleikhúsinu i leikritinu um Línu langsokk," segir Atli. „Ég lék síðan í Kardimommubænum og þriðja verkið sem ég lék í sem bam var Ríkharður III eftir William Shakespeare. Þegar ég lék í Rík- harði HI var ég orðinn þrettán ára. Það var rosalega gaman og ég býst við að hafa fengið leiklistarbakterí- una þá.“ Fyrsta verkefni Atla Rafns á leik- sviði var hlutverk Kela í Línu langsokk. „Hann átti eina línu í ria@ismennt.is Umsjón Ragnar Ingi Aðaisteinsson Alþingismanna allur skarinn æfir nú box í þingsins höll Hagyrðingamót var haldið á Akranesi fóstudagskvöldið 1. mars. Þar vom saman komnir þekktir vísnasmiðir sem allir hafa m.a. komið við sögu hér í dálkunum hjá mér. Stjómandi var Birgir Sveinbjömsson. Yrkisefiii tengdust gjaman umræðu líðandi stundar, auk þess sem menn ortu hver um annan og um eigið ágæti. Eitt af því sem íjallað var um á Skaganum þetta kvöld var elja framtakssamra al- þingismanna við það að fá boxíþrótt- ina lögleidda. Þar vannst sem kunnugt er mikill sigur á dögunum. Um þetta orti Bjöm Ingólfsson: Alþingismanna allur skarinn œjir nú box i þingsins höll. Nú verður Halldór Blöndal barinn ef bannar hann mönnum frammíköll. Hjálmar Freysteinsson sá jákvæðar hliðar á málinu: Nú fer allt að leika í lyndi lokasigur Gunnar vann. Það eru mikil mannréttindi að mega berja náungann. Og Bjöm Þórleifsson skilaði sínu svona: Þursaflokks má skjóóur skrokks og skítamokstur þróa, þegar loksins leyft er box í landi roks og snjóa. Enn verður hagyrðingum tíðort um það þegar Bjöm Bjamason tók samlík- ingu af sundi til að lýsa kosningabar- áttu sinni og Ingibjargar Sólrúnar og kvaðst ekki vera kominn í skýluna þegar hún væri komin út í miðja laug. Þórdís Sigurbjömsdóttir í Hrísum yrk- ir hvatningu til Bjöms og ávarpar hann beint: Sóla er byrjuö að svamla út í tjöm; silakeppsorðinu hrintu. Vertu ekki að hugsa um brókina, Björn, byltu þér útí og syntu. Borgarstjóraslagurinn varð líka Inga Steinari Gunnlaugssyni að yrkisefhi: Allt er bröltió eintómt spé og engumfœr sá vegur, og ekkifinnst mér Bjössi B neitt borgarstjóralegur. Og svo var ort um George Bush. Bjöm Þórleifsson minntist þess þegar við lá að saltstöngull yrði honum að ald- urtila: Hvort vorufleiri eóa færri semfógnuðu er dauðinn var nœrri? Nú um þaó er kveðið, kvakaó og beðið að nœst veröi stöngullinn stœrri. Bjöm Ingólfsson sá aðra hlið á málinu: Lítið mann ég þennan þekki þó er Ijóst af fréttablöðum aó það er happ að hann er ekki húsráóandi á Bessastöðum. Hagyrðingamir ortu líka hver um annan. Hjálmar komst að því að bæði Bimfrnir og Birgir stjómandi væra gamlir skólabræður hans: Hér er ekki hægt um vik hrósyröi að finna, um skítlegt eðli og skammarstrik skólabrœðra minna. Og Bjöm Ingólfsson orti fallega vísu um stjómandann en sá svo eftir öllu saman og leiðrétti sig. Fyrri vísan er þannig: Eins og tindur alltaf stár, œ til synda tregur, hann erfyndinn, hann er klár, hann er yndislegur. Seinni vísuna má að líkindum kalla bragarbót: Eins og dindill alltaf stár, ei til synda tregur, hann er blindur, hann er þrár, hann er rindilsiegur. DV-MYND HILMAR ÞÖR Leikhúsgen Elva Ósk Ólafsdóttir og Atli Rafn Sigurðarson með Benedikt Clausen, syni Elvu Óskar, og Sigurbjarti, syni Atla Rafns. Bene- dikt og Sigurbjartur eru annað tvíeykið sem fæst viö hlutverk Jóns Odds og Jóns Bjarna í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir. Með leikhúsið í blóðinu - Benedikt Clausen og Sigurbjartur S. Atlason leika Jón Odd og Jón Bjama. verkinu og hún var „sjö snúðar". Mamma er ekki enn þá búin að jafna sig eftir spennuþrungin augnablikin þegar hún beið eftir þvi að sonurinn segði: „sjö snúðar“ á stóra sviöi Þjóðleikhússins," segir Atli Rafn hlæjandi. Benedikt og Sigurbjartur eiga hins vegar nokkuð fleiri línur í Jóni Oddi og Jóni Bjama. „Þeir hafa eng- an tíma til að vera stressaðir að bíða eftir setningunum því þær koma stanslaust," segir Elva Ósk. „Það er hlé í átta setningar," segir Sigurbjartur og Benedikt bætir við: „Það er annaðhvort að vera ekkert stressaður eða vera stressaður aUa sýninguna." Aldrei stressaðir „Ég lét æfingamar alveg afskipta- lausar,“ segir Elva Ósk þegar spurt er um hvernig foreldramir hafi komið að sýningunni. „Ég mætti á eina æfingu viku fyrir frumsýningu." Atli Rafn hefur sömu sögu að segja. Þegar kom að því að þau sátu úti í sal og horfðu á synina brill- era á sviðinu var ekkert stress. „Það var ofsalega gaman,“ segja þau. „Þetta er ekkert mál,“ segir Elva Ósk. „Þetta er okltar starf, við vitum út á hvað það gengur að leika og vitum hvað synir okkar geta og þeir gera þetta vel. Ég naut þess að horfa á þá og fylltist stolti að þetta skuli vera blóð af manns blóði,“ segir Elva. „Þegar mamma og pabbi horfðu á mig að leika í gamla daga var mamma alltaf sveitt og með í maganum allan daginn. Ég hafði alltaf áhyggjur af því hvort ég yrði þannig en þegar maður þekkir út á hvað þetta gengur verður þetta allt öðruvísi." Strákarnir höfðu ekki áhyggjur af því að foreldrar þeirra lægju í stresskasti úti i sal. „Við hugsuð- um ekkert um þau. Við hugsuðum bara um leikritið," segja þeir. „Þessir karlar verða ekkert stress- aðir,“ segir Atli. -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.