Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2002, Blaðsíða 34
42 LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 Helgarblað DV > Ástir í bröggunum Braggahverfí Reykjavíkur voru athvarf fjölmargra og fólksstraumurinn sem þá eins og nú lá utan af landi til borgarinnar nam staðar í bröggunum. Braggahverfin voru vettvangur átaka og jafnvei ástríðuglæpa eins og eftirfarandi frásögn ber með sér en þar segir frá manni sem barði friðil konu sinnar til óbóta. Barist í bröggum - maður barinn til óbóta vegna framhjáhalds Þegar hemámslið Ameríkana yf- irgaf ísland i lok seinni heimsstyrj- aldarinnar stóðu eftir samfelld hverfi braggabyggðar um alla Reykjavíkurborg, breiður fátæklegs bráðabirgðahúsnæðis sem herinn hafði hrófað upp i skyndingu. Inn í þessar vistarverur streymdu hús- næðislausir íslendingar en straum- ur fólks til höfuðborgarinnar á stríðsárunum var gríðarlegur og eft- ir stríðið var húsnæðisskortur í borginni án efa stærsta félagslega vandamálið sem yfirvöld stóðu frammi fyrir. Braggahverfm tæmdust ekki öll á einum degi því mikil umskipti urðu þegar Bretar hurfu héðan og Amer- íkanar tóku við hemámi landsins því þeir byggðu sína eigin bragga og vildu ekki líta við þeim bresku. Þess vegna vom íslendingar famir að flytja inn i braggahverfm löngu áður en stríðinu lauk. Það liggur eiginlega í hlutarins eðli að í sumum tilvikum var það fólk úr lægstu þrepum samfélagsins sem safnaðist saman í bröggunum. Þótt það ætti alls ekki við um alla var þama hátt hlutfall fólks sem átti við óregluvandamál að stríða eða hafði farið haUoka í lífmu með ein- hverjum hætti. Drukkinn um hádegi Laugardaginn 12. maí árið 1945, um hádegisbil, var verkamaður nokkur á leið heim til sín í skála númer 64 á Skólavörðuholti. Það kann að varpa nokkru ljósi á heim- ilisaðstæður hans að meðferðis hafði hann kjöt og önnur matvæli, trékassa sem hann hafði hirt og hugðist nota i uppkveikju og skó sem hann hafði keypt handa unn- ustu sinni sem bjó hjá honum í bragganum. Sú sambúð hafði varað nokkur ár og áttu þau eitt bam sam- an. Verkamaður þessi var úr sveit í nágrenni Reykjavikur og var 31 árs þegar þeir atburðir gerðust sem verður lýst hér á eftir. Samkvæmt dómum Hæstaréttar hafði hann þeg- ar þama er komið sögu fengið þrett- án kærur sem lauk ýmist með dómsátt eða niðurfellingu ákæra. Eitt brotið var gegn umferöarlögum en hin 12 fyrir ölvun á almannafæri eöa í heimahúsum. Þetta er stuttur afbrotaferUl sem nær einungis yfir tvö og hálft ár og er því freistandi að halda að þama sé skólabókar- dæmi um saklausan sveitapilt sem stórborgin hefur náð að spilla og koma í svaðið. Köttur í bóli bjarnar Þegar verkamaðurinn kom heim að bragga sínum þennan fagra maí- dag brá honum heldur í brún því fyrir utan braggann stóð bamsmóð- ir hans á tali við prentara nokkum sem bjó í grenndinni, eða á Karla- götu í Norðurmýri. Fyrst þau stóðu saman úti á tali hlýtur veður í Reykjavík að hafa verið með þolan- legu móti þennan dag. Þetta fannst verkamanninum ekki gott því hann grunaði téðan prentara um að eiga vingott við barnsmóður sína og hafði hann sterkan gran um að kunningsskap- ur þeirra væri allnáinn og þau hefðu haft líkamleg mök saman. Hér er rétt að það komi fram að verkamaðurinn var allölvaður þeg- ar hann kom heim þennan laugar- dag þótt enn væri aðeins hádegi. Hann bauð prentaranum að gangast við þeirri sök að vera friðill bams- móðurinnar en væri hann hafður fyrir rangri sök skyldu þeir sættast heilum sáttum og innsigla sáttina með því að drekka saman úr einni brennivínsflösku sem verkamaður- inn kvaðst eiga í fórum sínum. Eitt- hvað mun hafa staöið á svardögum prentarans um sakleysi sitt því samskiptum þeirra lauk með því að verkamaðurinn barði hann með krepptum hnefa í andlitið og þegar prentarinn lagði á flótta niöur Bar- ónsstíg, undan barsmíðum hins kokkálaða, grýtti verkamaðurinn í hann trékassanum sem fara átti í eldinn, orðum sinum til áréttingar. Prentarinn hélt því reyndar fram fyrir dómi að árásarmaðurinn hefði elt sig með grjótkasti langt niður Barónsstíg en ákærði viöurkenndi það ekki. Konan horfin Eftir þessa uppáfallan hvarf verkamaðurinn til skála sins og lagðist til svefns og segir ekki frek- ar af samskiptum þeirra hjúa fyrr en hann vaknar um kvöldið og verð- ur þess áskynja að bamsmóðir hans er ekki heima. Hann ákvað að bíða nokkra stund ef hún kynni að hafa brugðið sér frá í næsta bragga en tekur upp flösku af brennivíni og drekkur meðan hann biður. Eftir drykklanga stund fór verkamaður- inn að heiman og rakleiðis að heim- ili prentarans við Karlagötu. Þar taldi hann líklegt að bamsmóðirin væri hjá friðli sinum og það reynd- ist rétt því þegar hann raddist þar inn kom hann að þeim liggjandi uppi í rúmi með sæng yfir sér. Fyr- ir réttinum bar verkamaðurinn að við þessa sýn hefði hann reiðst nokkuð og ráðist á prentarann en kvaðst ekki muna með hvaða hætti. Bamsmóðirin bar fyrir réttinum að hún hefði verið að skila bók sem prentarinn hefði lánað henni. Hún sagði að þau hefðu ekki haft líkam- leg mök saman í þetta skipti. Hún sagði að hurðin hefði verið brotin upp og bamsfaðir hennar hefði ráð- ist að prentaranum og barið hann í höfuðið með vínflösku. Hún flúði inn á baðherbergi meðan á barsmíð- unum stóð og dvaldi þar uns lög- reglan kom á staðinn. Neyðaróp út um gluggann Nágrannar sem voru úti við að laga gangstétt við húsið á Karlagötu heyrðu hjálparköll og neyðaróp stúlkunnar út um baðherbergis- gluggann og hringdu á lögregluna sem kom á staðinn um hæl. Þá lá prentarinn alblóðugur og illa leik- inn í rúmi sínu og stúlkan hjá hon- um. Lögreglumennimir óku henni heim til sín en þangað kom verka- maðurinn skömmu síðar og gerði sig líklegan til að ráðast að henni. Var hann þá settur í jám og færður í fangageymslu. Prentarinn kvaðst hafa hlotið mjög mikla áverka eftir árás ákærða og legið mjög þungt haldinn á Landspítalanum i tæpan mánuð eftir hana. Höfuðkúpa hans og neðri kjálki hafi brotnað og skekkst og hann hafi hlotið mörg sár á höfuðið svo raka þurfti af honum allt hár til að sauma þau saman. Hann hafi hlotið svo mikla áverka á vinstra auga að sjón dapraðist og minni hans hafi mjög sljóvgast við þessar barsmíðar. Enn fremur kvaö hann bæði efri og neðri góm gervitanna sem hann notaði hafa brotnað við átökin. Hann var frá vinnu í heilt ár eftir þetta og bar fyrir dómi og hann hefði hlotið varanlega skaða auk sjóntaps. Þannig sé vinstri kinn hans stöðugt bólgin, dæld i höfðinu sjálfu og eitthvað gangi til í kjálkalið hans í hvert sinn sem hann opni munninn. Fimmtán sár á höfði í læknisvottorði sem lagt var fram í réttinum er ástandi prentar- ans lýst svo við komu á sjúkrahús- iö. „Við komu var maðurinn alblóð- ugur og föt mjög blóðug - mjög hræddur og shockeraður en þó með rænu. Á höfði voru fimmtán sár sem náðu flest inn í bein, lengd frá 2-10 cm.“ 1 vottorðinu kemur einnig fram að höfuðkúpan var brotin og neðri kjálki og að prentarinn hafi verið útskrifaður eftir mánuð, þá sæmi- lega hress en enn með höfuðverk. Prentarinn krafðist verulegra skaðabóta fyrir vinnutap, viðgerð á gervitönnum og röskun á stöðu og högum, óþægindi og lýti. Hæstirétt- ur tók kröfur hans að mestu gildar og dæmdi verkamanninn til þess að greiða prentaranum ríflega 15 þús- und krónur í skaðabætur. Það var allverulegt fé á þeirra tíma mæli- kvarða og mun hafa farið nálægt árslaunum verkamanns. Fangelsi að auki Að auki var verkamaðurinn dæmdur til þess að sæta fangelsis- vist í níu mánuði og er þar tekið með í reikninginn að mánuði eftir þessa atburði réðst hann drukkinn að strætisvagni og braut rúðu í hon- um og slettist blóð um allan vagn og meðal annars yfir vagnstjórann í verulegum mæli. Það kemur fram í skjölum Hæsta- réttar um þetta mál að erfitt hafi reynst að ijúka því þar sem erfið- lega gekk að finna verkamanninn og bamsmóður hans sem var mikil- vægt vitni í málinu. Þau reyndust vera flutt til Vestmannaeyja og þótt rétturinn segi ekkert um það er freistandi að halda að þau hafi ákveðið að. yfirgefa lastabælið Reykjavík og hefja saman nýtt líf í friðsælu sjávarþorpi þar sem rétt- vísin fann þau þó að lokum. Athvarf hlnna mörgu Þúsundir Reykvíkinga bjuggu í bröggum á stríösárunum og á árunum eftir stríðiö. Þetta þóttu varla boðlegir mannabústaöir. Fréttir fortíðar • 194‘ ■ Róstur við lögreglustöðina Tíminn Ror:zi:rr' sreinír því r~....., ,r - .. í arsbyrjun ■ 1947 og er eig- inlega fyrsta frétt ársins að mjög róstu- samt hafi ver- ið i Reykjavík á gamlárskvöld og lögreglan í bænum haft ærinn starfa alla nóttina. Það helsta sem menn gerðu sér til hátíðabrigða var að varpa grjóti að lögreglustöðinni og brjóta rúður. Einnig var ráðist að Stjórnarráðs- húsinu í sama tilgangi og virtist að sögn blaðsins einkum vera um að ræða hóp unglinga sem fór um göt- urnar með þess háttar skrílslátum. Talsvert var um íkveikjur og þurfti t.d. sérstakan lögregluvörð um stóra jólatréð á Austurvelli því hart var sótt að trénu alla nóttina af mönn- um sem vildu leggja eld að því. Tíminn grein- ir frá því með mynd á forsíðu í janúar 1947 að Ólafur Jóhannes- son hefði verið ráðinn prófessor við lagadeild Há- skóla íslands að- eins 33 ára gam- all. Þetta var ekki í síðasta sinn sem mynd af Ólafi átti eftir að birtast á síðum Tímans. Það átti fyrir Ólafi að liggja að verða formaður Framsóknarflokksins og einn atkvæðamesti leiðtogi íslands á seinni hluta tuttugustu aldar. Hann var forsætisráðhen-a og þótti hægur en traustur stjórnmálamaður og mik- ill lögspekingur. Óli Jó mættur Allt á kafi í sfld Samkvæmt fréttum Tímans í febrúar 1947 stóð Reykjavíkurhöfn nær full af ágætri síld og þurftu síldarbátar rétt að fara út 1 hafnar- mynnið til þess að fá ágætan afla. Ágúst Þórarinsson, nýr og stór bát- ur frá Stykkishólmi, fékk 700 mál í einu kasti og fylltist skipið rétt í hafnarmynninu. Þetta vakti mikla athygli í bænum enda Reykvíkingar vanir því að Siglufjörður og slíkir bæir væru vettvangur mikillar síld- veiði en nú var Reykjavík komin í hóp síldarbæja. Hekla gýs Ein af stærstu fréttum ársins 1947 var stórgos í Heklu sem hófst 29. mars með gífurlegri sprengingu og í kjölfar hennar fylgdi jarðskjálftakipp- ur sem fannst um allt Suðurland. Gríðarlega drunur og dynkir heyrð- ust frá fjallinu og fullyrðir Tíminn í umfjöllun sinni um gosið að þeir hafi heyrst allar götur norður í Grímsey. t Tímanum er gosinu lýst svo: „Þar sem reykurinn hvarflaði frá kom í ljós dumbrautt eldhafið upp úr gígnum og mátti þá greinilega sjá þétta hríð af heljarbjörgum sem þeytt- ust í sifellu svo hátt sem séð varð. Munu allir sjónarvottar sammála um að forfeðrum okkar sem töldu Heklu- gíga reykháfa Helvítis hafi verið mik- ið vorkunnarmál að hallast að fyrr- greindri skoðun." Þetta Heklugos, sem var hið fyrsta í 102 ár, átti eftir að verða stærsta gos tuttugustu aldar og meðal stærri Heklugosa á seinni tímum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.