Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2002, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2002, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 27 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjórí: Hjalti Jónsson Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoðarritstjórí: Jónas Haraldsson Fróttastjóri: Birgír Guömundsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Ritsfjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akuroyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setnlng og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtðl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Sturla og þjóðin Það kemur fyrir að ráðamenn þekkja ekki þjóð sína. Það kemur fyrir að menn sem einhverra hluta vegna komast til hæstu metorða fá ekki skilið hvað þjóð þeirra er að segja. Og því síður hvað hún meinar innst inni. Mönnum sem svona er komið fyrir hættir til að ráfa af réttri slóð og halda sig þar til frambúðar. Þeir telja sér trú um að ógöngurnar séu í lagi og furða sig á því að all- ur almenningur skuli halda sig á breiða veginum. Þeir skilja ekki og vilja ekki þjóð sína. Það verður allt að steini hjá Sturlu ráðherra. Rétt í þann mund sem allur almenningur uppi á íslandi taldi sér trú um að mesta fárinu i kringum Landssima íslands væri að linna tók leikstjóri fáránleikans sig til og bætti við einum leikþætti, svona til að kóróna vitleysuna. Sama dag og starfsmenn Hagstofu íslands voru að ljúka við að reikna út nýja neysluverðsvísitölu tók ráðherra simamála sig til að hækkaði stjórnarlaunin í umtalað- asta fyrirtæki íslands um 100 prósent. Spyrja má hvort taktleysið geti verið meira. Spyrja má hvort margir ráðherrar í bráðum 100 ára sögu heima- stjórnar á íslandi hafi tapað jafn rækilega taktinum og Sturla Böðvarsson hefur gert í máli Landssíma íslands. Það virðist vera sama hvar gripið er niður í nokkurra ára raunasögu Símans: alltaf skýtur þar upp kolli þessa sama ráðherra. Og jafnvel eftir sjálfa „afferuna“ tekst honum að trufla þjóð sína með landsins mestu launa- hækkun frá því löngu fyrir tíma þjóðarsáttar. Auðvitað reyndust viðbrögðin vera á einn veg, með þeim einu undantekningum sem heita Davíð Oddsson og Pétur Blöndal. Aðrir hafa ekki lagt nafn sitt við varnir í þessu máli enda verður ekki séð hvaða heilbrigðu rök- um er þar til að dreifa. Sjálfur nefndi Sturla einkum ein rök; nefndarmönnum hefði fækkað um tvo. Og auðvitað halda þau ekki einu sinni. Með þeim rökum hefði átt að hækka laun hvers stjórnarmanns um 30 þúsund en ekki 75 þúsund. Þar er líka mikill munur á. Það sem gerir þessa glórulausu ákvörðun Sturlu enn gremjulegri en ella er einkum tvennt. Útlit var fyrir að með afsögn gömlu stjórnarinnar myndi skapast friður um málefni Símans. Og það sem meira var: Sturla var aldrei þessu vant á réttri leið þegar hann valdi nýju vendina sem eiga að sópa valt stjórnarborðið niðri við Fógetagarðinn. Þar valdi hann vant og hæft fólk úr at- vinnulífinu. En ljóminn af þessu vali fór beint í skugg- ann af skrýtnustu launaákvörðun seinni tíma. Sturla Böðvarsson hefur ekki verið samferða þjóð sinni um nokkra hríð. Það er hans val. Hann kom fram i morgunþætti Stöðvar 2 á þriðjudag og sagði eftirfarandi um þá falleinkunn sem störf hans fengu í nýlegri skoðanakönnun DV: „Hún (þjóðin) var afvegaleidd, m.a. með mjög einkennilegri fjölmiðlaumræðu og stórárásum í þinginu. Ég hef unnið mitt verk og er alveg sannfærð- ur um það að ég er á réttri braut. Stundum hefur þjóðin rangt fyrir sér og í þessu tilfelli var það.“ Það er í sjálfu sér erfitt að bæta miklu við orð og mein- ingar af þessu tagi. Þau verða á skrýtnum stað í sögunni. Hér mælir ráðherra sem kveðst vera sannfærður um að hann viti betur en þjóðin. Leitun mun vera að ráða- manni sem farið hefur fram með viðlíka ummæli og hér hefur verið vitnað orðrétt til. Leitun mun vera að ráða- manni sem verið hefur jafn rækilega ósammála þjóð sinni og núverandi samgönguráðherra. Og það er sumsé þjóðin sem fer með fleipur. Sigmundur Ernir 4" X>"V Skoðun Austfirðingar í álgildru Austfirðingar hafa látið lokka sig í álgildru. Fyrir Alþingi liggur frumvarp rikisstjórnarinnar til heim- ildarlaga um Kárahnjúka- virkjun. Látið er í veðri vaka að orka frá virkjun- inni eigi að knýja risaál verksmiðju á Reyðarfirði Engin formleg tengsl eru hins vegar á milli frum- varpsins um virkjunina og ráðstöfunar á orkunni. Að fengnu leyfi fyrir Kárahnjúkavirkjun getur Landsvirkjun ráðstafað orkunni hvert á land sem vill, þótt á það reyni lík- lega ekki fyrr en að nokkrum árum liðnum. Markmið forystu Landsvirkj- unar og stóriðjusinna hefur verið að koma Kárahnjúkavirkjun í gegnum mat á umhverflsáhrifum og komast sem lengst með önnur tilskilin leyfi óháð því hvað verður um hugmynd- ina Reyðarál. Dýrkeypt náttúruspjöll Kárahnjúkavirkjun, ef reist verður, mun leiða af sér meiri náttúruspjöll en nokkur einstök framkvæmd hér- Hjörleifur Guttormsson fyrrv. alþingismaöur lendis til þessa. Mikið af eyðileggingunni er óendur- kræft og verður því aldrei bætt, um annað er teflt I mikla tvísýnu eins og áfok á gróðurlendi að ógleymdri hættu af flóðum og stíflurofi. Fljótsdalur og Jökuldalur verða aldrei samir og áður og ásýnd og lífríki Lagarfljóts mun bíða mikinn hnekki. Fyrir þessum óskunda er verið að afla leyfa með póli- tískri valdbeitingu ráðherra og stuðningi meirihluta stjórnarflokkanna á Alþingi. Austfirð- ingum er sagt að álverksmiöjan sé bjarghringur fyrir fjórðunginn. Því miður hefur þorri auðtrúa sveitar- stjórnarmanna ginið við þessum áróðri og er þar aumastur hlutur for- ráðamanna Fjarðabyggðar. Ef i ljós kemur sem líklegt er að ekkert verði úr álversframkvæmdum sitja menn uppi með skömmina eina en Lands- virkjun hefur virkjunina i hendi til að egna fyrir kaupendur annars staðar. Áhrif stóriðjuframkvæmda Að mínu mati yrðu samfélagsleg „Að mínu mati yrðu samfélagsleg áhrif risaverksmiðju á Reyðarfirði ófarscel fyrir Austurland í heild. Hvergi nokkurs staðar annars staðar dytti mönnum í hug nú á dögum að planta slíku fyrirtœki niður í fámennar byggðir. Reynsla erlendis frá af einhœfum iðnaðarstöð- um er víða dapurleg. “ áhrif risaverksmiðju á Reyðarfirði ófarsæl fyrir Austurland í heild. Hvergi nokkurs staðar annars staðar dytti mönnum í hug nú á dögum að planta slíku fyrirtæki niður í fá- mennar byggðir. Reynsla erlendis frá af einhæfum iðnaðarstöðum er víða dapurleg. Talsmenn stóriðjuframkvæmdanna gera ráð fyrir að þær leiði af sér nokkur þúsund manna fjölgun íbúa á Mið-Austurlandi og stöðvun á fólks- Uppgjör í Símanum Það hefur verið heldur ámátlegt að fylgjast með því hvemig fyrrum stjórnarformaður Símans, Friðrik Pálsson, og samgönguráðherra hafa staðið að uppgjöri við mistakasög- una hjá Símanum. Þeir félagar hafa birst okkur hver á eftir öðrum í fjöl- miðlum, heilagir af vandlætingu yFn' umræðunni um Símann og ásakað fjölda manns fyrir óábyrgan mál- flutning og ábyrgðarleysi. Lítum á sakamannabekkinn Stjómarandstaðan er óvinur núm- er eitt og þeir félagar hafa báðir lýst hneykslan sinni og sárindum yfir því að þar á bæ hafi menn „í skjóli þinghelgi" ásakað þá um alls kyns ósiðlega hluti eins og sjálftöku og óráðsíu. Þannig hafa þeir félagar haldið fram að þingmenn séu að ráð- ast ómaklega að fyrirtækinu og ein- staklingum úr ræðustóli Alþingis, í skjóli þess að þeir sem fyrir árásun- um verði geti ekki varið sig. Með því að benda á þinghelgina eru þeir Friðrik og Sturla að láta að því liggja að það væri hægt að sækja okkur stjórnarandstæðinga til saka fyrir verknaðinn, ef við hefðum bara þorað að fremja hann utan ræðu- stólsins. Um þetta geta þeir félagar sameinast og það hefur ekki verið að heyra á samgönguráðherranum að Friðrik Pálsson eigi nokkra sök á óförum fyrir- tækisins, hvað þá heldur hann sjálfur. - Nei, það er stjómarandstaðan. Fjölmiðlar eru óvinur númer tvö, um það samein- ast líka þeir Sturla og Frið- rik. Óvægin fjölmiðlaumræða Bryndís Hlöðversdóttir formaöur þingfiokks Samfylkingarinnar Og ■ á „Með því að benda á þinghelgina eru þeir Friðrik og Sturla að láta að því liggja að það vœri hœgt að sœkja okkur stjórnarandstæðinga til saka fyrir verknaðinn, ef við hefðum bara þorað að fremja hann utan ræðu- stólsins. Um þetta geta þeir félagar sameinast..." - Friðrik Pálsson, fyrrv. stjórnarform. Símans, og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. gagnrýnislaus hefur valdið fyrirtæk- inu miklu tjóni. Þeir hafa mátt sitja undir henni, einkum taldi Friðrik í ræðu sinni á aðalfundi Símans, að einn fjölmiðill (lesist DV) hafi valdið fyrirtækinu miklu tjóni með óvæg- inni umræðu. Enda var starfsmaður Símans sem leysti frá skjóðunni um samninginn, sem þeir félagar Frið- rik og Sturla gerðu á bak við stjóm- ina, rekinn með skömm frá fyrirtæk- inu. Formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra þjóðarinnar sá auk þess sérstaka ástæðu til að minna á að það væri fyrir neðan all- ar heflur að gera einhverja þjóðhetju úr þeim manni. Hann hafði nefnilega brugðist trúnaði. Flosi Eiríksson og Sigrún Bene- diktsdóttir, fyrrv. stjómarmenn, eru líka óvinir Símans, samgönguráð- herra lýsti sérstaklega vonbrigðum sínum með þetta fólk. Þau voru, fyr- ir þá sem ekki muna, einu stjómar- menn Símans sem sögðu af sér vegna þeirra stóm mála sem yfir þjóðina hafa dunið úr herbúðum þeirra Sturlu og Friðriks. Þau öxl- uðu ábyrgð og sögðu af sér og rökstuddu afsögn sína ágætlega með vísan til hlut- verks síns sem stjórnar- manna og þess að stjómin nyti ekki trausts lengur og þyrfti því að víkja. - Nú em þau gerð tortryggileg líka. Hagsmunaárekstur Samgönguráðherra og fyrram stjórnarformaður Símans verða að átta sig á því að það eru þeir og Sjálf- stæðisflokkurinn sem bera ábyrgð á þeim óforam sem þetta fyr- irtæki er komið í. Ráðherrar, sem væntanlega í skjóli flokksins, lofa mönnum forstjórastólum með löngum fyrirvara án þess að spyrja rétt kjörna stjórn fyrirtækisins fyrst, ráð- herra og stjórnarformaður sem gera samning um ráðgjafarlaun til hins síðarnefnda á bak við stjórnina og átta sig ekki einu sinni á því að það sé óeðlilegt, stjórnarformaður sem telur eðlilegt að gegna hlutverki ráð- gjafa fyrirtækisins llka og skilur ekki að það sé hagsmunaárekstur - þetta eru mennirnir sem hafa brugðist Símanum. Þeir hafa ekki efni á því að hnýta í þingmenn sem hafa verið að sinna eftirlitshlutverki sínu með þeim, þeir hafa ekki heldur efni á því að ausa skömmum yfir fjölmiðla sem upplýstu um þá óeðlilegu stjómunar- hætti sem voru farnir að þrífast hjá Símanum, hvað þá heldur stjómar- menn sem reyndu að gera sitt besta við erfiðar aðstæður. Þeir ættu aö skammast sín. Bryndís Hlöðversdóttir flutningum af svæðinu. Það er spá út í vindinn og hitt allt eins líklegt að nettóáhrif að byggingatíma loknum verði þveröfug. Stóriðjuframkvæmd- irnar myndu verða þeim atvinnu- rekstri sem fyrir er á svæðinu, bæði til sjávar og sveita, afar þungbærar vegna mikils þensluástands og soga til sín fólk frá byggðum sunnan Fá- skrúðsfjarðar og úr Vopnafirði. Margir óvissuþættir óútkljáöir Ýmislegt bendir til að NORAL- áformin renni út i sandinn. Málaferli standa yfir vegna úrskurðar um- hverfisráðherra. Óvissa er um niður- stöðu úr kæruferli vegna mats á um- hverfisáhrifum Reyðaráls-verksmiðj- unnar. Umhverfisráðherra hefur þegar farið þijá mánuði fram yfir lögboðinn frest um úrskurð. Þungt er undir fæti um innlenda fjáröflun til framkvæmdanna og alls óvist um raunverulegan vilja Norsk Hydro. Austfirðingar gerðu rétt í því að leita hið fyrsta úgönguleiða úr ál- gildranni og leggjast gegn því að lagaheimild verði veitt fyrir Kára- hnjúkavirkjun. Hjörleifur Guttormsson Ummæli Stéttaskipting myndast „Versta dæmið er allt að því hundrað prósent brottfall nema af asisk- um ættum úr framhald- skólum landsins. Fátt veldur meiri mismunun en skortur á tækifær- um til menntunar og ef þessari þróun verður ekki snúið við með hraði er þess ekki langt að bíða að horfinn verður sá veruleiki sem við íslending- ar höfum svo lengi verið stoltir af, að hér búi þjóð við stéttlausara og fyrir vikið jafnara samfélag en víðast hvar annars staðar. Þess sér reyndar stað nú þegar að ákveðin stéttskipting er að myndast í landinu. Innflytjendur og innflutt vinnuafl sinna ýmsum störfum sem íslendingar kæra sig ekki um. Ástæða virðist ekki vera launin sem eru í boði heldur frekar sú virðing, eða öllu heldur skortur á virðingu, sem fylgir þessum störfum." Jón Kaldal í Skýjum Ofsóknarbrjáluð elíta „Dlu heifli er núver- andi ríkisstjóm í Bandaríkjunum ekki líkleg til að velta lær- dómum sögunnar mik- ið fyrir sér en það ber ekki að skilja það svo að það geri hana neitt sérstaka i sinni röð. Bandaríkjunum hefur í óralangan tfma meira og minna verið stjórnað af ofsóknarbrjálaðri elítu sem hefur ekki séð aðrar leiðir til að treysta öryggi sitt en að færa allar hugsanlegar víg- linur sem lengst i burtu. Á heimavefli hafa ýmsir þjóðfélagshópar verið gerð- ir tortryggilegir og sagðir hættulegir fyrir öryggi ríkisins, s.s. indíánar, blökkumenn og sósíalistar, og beittir „viðeigandi" meðulum.“ Steinþór Hreiðarsson á Múrinn.is Spurt og svaraö Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfrœdingur: Leysist með samningum „Þetta eru mikil tíðindi því þarna tekur Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna þetta skref sem skiptir lausn deilunnar vissu- lega miklu máli. En samþykktin gengur ekki nógu langt því ráðið þarf að beita sér fyrir því að Israelsmenn hætti árásum og dragi sig algjörlega til baka. Palestínumenn þurfa þá einnig að vera til í vopnahlé, samfara þvi. Sá vítahringur sem þessi mál eru komin í verður aldrei leystur nema með samningaleiðinni og íslendingar gætu verið miklu afdráttarlausari í stuðningi sínum við frið á svæðinu - með því að hvetja til að nýjar leiðir til samninga verði farnar." Kristrún Heimisdóttir lögfrœðingur: Stríðsherrar skjóta á sjúkrabíla „Ályktun Öryggisráðsins er mikilvægt skref í rétta átt. Það sem vantar í hana er að landa- mæri séu skilgreind og ályktun- in sett í samhengi við fyrri ályktanir SÞ. Alþjóðasamfélagið vérður að senda inn friðar- gæslusveitir og undirbúa að í Palestínu geti far- ið fram lýðræðislegar kosningar en stoppa Shar- on. Hvaða stríðsherrar fyrri tíma hafa komist upp með að skjóta á sjúkrabíla?" Sigurður G. Tómasson blaðamaður: Sharon mun hrökklast frá „Meginatriði þessa máls er að aldrei verður hægt að semja um frið í þessum heimshluta nema Palest- ínumenn fái sitt eigið ríki og sjálf- sögð mannréttindi þjóðarinnar verði virt. Þar á ég við að leysa verður flóttamannavandann sem er mikill á þessum slóðum. Stóra fréttin í þessu máli er hins veg- ar sú að Bandaríkjamenn skuli ekki beita neitunar- valdi í Öryggisráðinu - og það er vegna þrýstings frá bandamönnum þeirra í arabaheiminum. Ég spái því að Sharon muni hrökklast frá fyrr en síðar - eina frið- arvonin er sú að þessi stríðsæsingamaður hverfi frá völdum. Herstyrkur isrela er mikill og þeir gætu þurrkað Palestínuménn út ef því væri að skipta." Sr. Halldór Reynisson, verkefnisstjóri á Biskupsstofu: Framtíðin rœðst í Washington „Þessi yfirlýsing er í sjálfu sér fagn- aðarefni - í fyrsta lagi vegna þess að hún talar um sjálfstætt ríki Palestínu- manna og í öðru lagi vegna þess að það eru Bandaríkjamenn sem leggja hana fram, en undar- legt og illskiijanlegt samband þeirra við stríðsæsinga- manninn Sharon hefur gefið honum lausan tauminn. Rík- isstjóm israels hefur verið að segja skilið við hugmyndir um siðmenningu, mannúð og réttarríki í öfgafullum að- gerðum sínum. Hvort þessi yfirlýsing Öryggisráðsins nægir til að koma aftur á þá böndum siðmenningarinnar er komið undir því hversu ákveðnir Bandaríkjamenn eru í því að koma þeim i skrúfstykkið aftur. Framtið Palest- ínu ræðst nefnilega fyrst og fremst í Washington.“ ^ , 'ÍPFK? SrETlNiCJOO7 , HEtx’NF? ± rR’ÉTT UÞfl ETlNiXW GR (e 5TÖP IIM^ TDoDM VF?MHE:ri_UR REiYNH HEÞ KJOMH FH-r? EIMGIR RETVsl IKlCrrH R* z k®' H v 'mmwA komdux? SNÓ6GVR8T heilliki? te S&7L HV'RI? PETR UZ'—O'Z- Þeirra eigin dómur Oryggisráölð hefur samþykkt ályktun um sjálfstætt ríki Palestínumanna og hvetur deiluaöila til að leggja niður vopn. Sýrlendingar sátu hjá við samþykktina og segja hana of veika. Forystumenn R-listans hafa ekki fengið góða útkomu úr prófkjörum að undanförnu. Helgi Hjörvar og Hrannar B. Amarsson guldu afhroð hjá Samfylkingunni og aðeins mun- aði 15 atkvæðum að Alfreð Þor- steinsson hyrfi af vettvangi borgar- málanna. Þessi niðurstaða er ótví- ræð vísbending um að veralegrar óá- nægju gæti meðal stuðningsmanna R-listans, þótt ef til viU hafi ekki mikið á henni borið fyrr en nú. Þre- menningarnir, sem nú fá svo veika útkomu úr prófkjörum í flokkum sínum, hafa verið í forystu R-listans á liðnu kjörtímabfli og áberandi tals- menn hans, jafnvel skyggt á borgar- stjórann þegar mest hefur gengið á. En hvað veldur þessari útreið sem þeir fá nú hjá eigin flokksmönnum? Álfar í prófkjörsslag Hrannar B. Amarsson hefur farið fyrir heUbrigðis- og umhverfisnefhd borgarinnar sem staðið hefur fyrir ýmsum sérkennUegum uppátækjum. Ber þar fyrst að nefna aðgerðir tU þess að útrýma útigangsköttum sem mæltust Ula fyrir og urðu loks að al- mennu athlægi þegar ljóst varð að aðeins tókst að fanga nokkra spaka heimUisketti. Og voru sömu kettim- ir reyndar færðir i jám nokkrum sinnum. Ejölmörg dæmi mætti tína tU en nýjasta útspflið er strikamerk- ingar á ruslatunnum tU þess að hægt sé að mæla af sem mestri nákvæmni sorpið sem hver og einn borgarbúi lætur frá sér. Borgarbúar fengu nýlega litprent- aðan bækling frá borgaryfirvöldum þar sem málið var kynnt og urðu jafn- framt þeirrar ánægju aðnjótandi að fá persónulegt bréf frá nefndarformann- inum (sem var einmitt fyrir tUvUjun í hörðum prófkjörsslag á sama tíma). Ásamt þessum fróðleik voru kynntir tU sögunnar í bæklingnum blaðaálfur- inn, garðálfurinn, flöskuálfurinn og fleiri góðir álfar sem væntEinlega hafa átt að kæta borgarbúa og auka áhuga þeirra á málefninu. En einhverra hluta vegna hafa uppátæki þessa hugmyndaríka borg- arfuUtrúa ekki hitt í mark. Kann að vera að öU þessi verk hafi orðið tU þess að formaður heUbrigðisnefndar- innar hlaut dræmt gengi í prófkjöri? Kann að vera að jafnvel einlægustu stuöningsmenn R-listans kunni ekki meta kattaveiðar og litríka bæklinga um flösku- og raslálfana? Kóngur vill sigla... Helgi Hjörvar og Alfreð Þorsteins- son hafa ekki síður farið mikinn á undanfómum misseram. Ber þar sjálfsagt hæst fjáraustur úr sameig- inlegum sjóðum borgarbúa í Línu.Net sem þeir félagar hafa haft forystu um. Fyr- irtækið stendur höUum fæti og átti 50 þúsund kaU inn á bankabók síðast þeg- ar tU spurðist. Kann að vera að harðdrægustu stuðningsmönnum R-list- ans hafi þótt nóg mn sukk- ið í Línu.Neti? Þegar fjölmiðlar gerðust aðgangsharðir vegna und- arlegra mála fyrirtækisins brást Alfreð við með því að hóta að selja Perluna. Því miður hefur ekki enn orðið af sölunni (borg- arsjóði veitti ekki af nokkrum aur- um tU þess að greiða niður skuldim- ar sem hrannast hafa upp). Honum tókst hins vegar að afvegaleiða um- ræðuna um stund, en nú hljóta menn að spyrja hvort einhver alvara hafi legið að baki þessu upphlaupi. Ágætir stuðningsmenn R-listans hafa í nýafstöðnu prófkjöri jafnvel spurt hvort nokkurt mark sé takandi á slíkum herramanni? Og enn viU kóngur sigla. Alfreð lýsti því nýlega yfir að R-listinn hefði tU skoðunar að láta Orkuveitu Reykjavíkur kaupa kjölfestuhlut í Landssímanum, enda færi rekstur þessara fyrirtækja einkar vel saman, og staðfesti Ingibjörg S. Gísladóttir þessa ólíkindalegu yfirlýsingu. Vakti þetta athygli enda fátt jafn frumlegt heyrst í íslenskum stjórnmálum um Ingví Hrafn Óskarsson formaöur Sambands ungra sjálfstæöismanna hríð. Sú spurning vaknar hins vegar eðlUega hvort jafnvel áköfum fylgismönn- um R-listans hafi þótt kynd- ugt að heyra að starfræksla Gvendarhrunna og þriðju kynslóðar farsíma yrði að fara fram í sama fyrirtæki. Þessi ævintýri þremenn- inganna hafa átt sér stað í skugga síversnandi fjárhags- stöðu borgarinnar og auk- innar skattpíningar. Það er ekki ólíklegt að stuðnings- menn R-listans hafi leitt að því hugann í nýafstöðnum prófkjöram. Kann ef tU viU að vera að þeim hafi þótt súrt í brot- ið að Helga Hjörvari hafi ásamt félög- um sinum ekki tekist aö standa við gefin loforð um lækkun skatta? Kann að vera að jafnvel einlægustu stuðn- ingsmönnum R-listans þyki verra að kosningaloforð hafi verið svikin? Helstu aðstandendur R-listans hafa feUt sinn dóm, forystumenn list- ans í borgarstjóm hafa fengið heldur dapurlega útreið í prófkjörum. Borg- arbúar þurfa í vor að meta hvort frammistaða R-listans á undanföm- um árum kaUi á endumýjað umboð. Erfitt er að sjá hvers vegna þeir ættu að gefa núverandi meirihluta hærri einkunn en trúnaðarmenn flokk- anna sem að listanum standa hafa sjálfir gert. Tæpast munu kjósendur gera minni kröfur. Ingvi Hrafn Óskarsson „Helstu aðstandendur R-listans hafa fellt sinn dóm, forystumenn listans í borgarstjóm hafa fengið heldur dapurlega útreið í prófkjörum. Borgarbúar þurfa í vor að meta hvort frammistaða R-listans á undanförnum árum kalli á endumýjað umboð.“ - R-listinn fundar vegna framboðsmála. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.