Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2002, Blaðsíða 22
34
FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002
Hundrað og eins árs
Islendingaþættir_______________________________________________________________________________________________________DV
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
8$ ára
Helga Pétursdóttir,
Hæðargarði 33, Reykjavík.
75 ára
Guðbjörg Einarsdóttir,
Heiöargerði 35, Reykjavík.
Hálfdán Björnsson,
Kvískerjum, Fagurhóismýri.
Regína Magnúsdóttir,
Bárustíg 2, Sauðárkróki.
70 ára
Eiður Jóhannesson,
Gullsmára 11, Kópavogi.
Jón Pálmi Gíslason,
Sámsstöðum, Akureyri.
Jón Sigurðsson,
Karfavogi 56, Reykjavík.
Steinþór Runólfsson,
Laufskálum 7, Hellu.
Hann er að heiman.
60 ára
Sigríður Þorsteinsdóttir,
Hjaltabakka 24, Reykjavík.
50 ára
Bjarni Rúnar Guðmundsson,
Rimasíðu 2, Akureyri.
Guðbjörg M. Matthíasdóttir,
Birkihlíö 17, Vestmannaeyjum.
Guðmundur Hafsteinsson,
Hofgörðum 25, Seltjarnarnesi.
Hörður Þóröarson,
Búhamri 72, Vestmannaeyjum.
Jðn Stefánsson,
Hálsvegi 2, Þórshöfn.
Jónína Jónsdóttir,
Kaplaskjólsvegi 61, Reykjavík.
Karl Georg Ragnarsson,
Leifsgötu 11, Reykjavík.
Sigríður Dagmar Agnarsdóttir,
Marbakkabraut 36, Kópavogi.
Sverrir Haraldsson,
Hólum 2. Reykjadal, Húsavík.
Valgeir Guðmundsson,
Barmahlíð 7, Reykjavík.
Stefán Sigurðsson
fyrrv. skólastjóri í Reykholti í Biskupstungum
Stefán Sigurðsson, Hveramörk 4,
Hveragerði, er hundrað og eins árs
í dag.
Starfsferill
Stefán fæddist á Reyðará í Lóni í
Austur-Skaftafellssýslu. Hann tók
kennarapróf 1923 og var síðan far-
kennari í átthögum sínum í flmm
vetur. Stefán stundaði nám í
Gymnastikhojskolen í Danmörku
1928-29 og dvaldi við nám í Kiel í
Þýskalandi vorið 1929.
Stefán var skólastjóri í heimavist-
arskóla í Reykholti i Biskupstung-
um 1929-46. Hann flutti þá til
Reykjavíkur og gerðist kennari við
Melaskólann þar sem hann var fast-
ur kennari til 1966 og síðan stunda-
kennari til 1968. Á sumrin var Stef-
án m.a. starfsmaður í Pósthúsinu í
Reykjavík.
Stefán var formaður Ungmenna-
félags Biskupstungna í nokkur ár og
hefur verið heiðursfélagi þess frá
1968. Hann sat í stjórn Kennarafé-
lags Ámessýslu í nokkur ár, í stjórn
Byggingafélags barnakennara um
árabil frá 1951 og var formaður
Sjúkrasamlags Biskupstungna frá
stofnun, 1941-46. Hann sat í stjóm
Esperantistafélagsins Auroru í
Reykjavík um skeið, hefur tekið
þátt i flmmtán alþjóðaþingum
Esperantosambandsins og er heið-
ursfélagi íslenska esperantosam-
bandsins.
Stefán hefur fengist töluvert við
þýðingar og má þar m.a. nefna
sautján bækur eftir norska höfund-
inn Anne Cath. Vestly en auk þess
hefur hann þýtt nokkuð úr esper-
anto á íslensku og úr íslensku á
esperanto. Islensk ljóð sem hann
þýddi úr esperanto voru gefin út í
sambandi við níræðisafmæli hans.
Fjölskylda
Stefán kvæntist 25.6. 1940 Vil-
borgu Ingimarsdóttur, f. 22.11. 1902,
d. 22.8. 1974, kennara á Húsavík.
Hún var dóttir Ingimars Guðmunds-
sonar, bónda á Efri-Reykjum í Bisk-
upstungum, og k.h., Ingibjargar
Guðmundsdóttur frá Kjamholtum í
Biskupstungum.
Dætur Stefáns og Vilborgar era
Þóra Ingibjörg, f. 12.6. 1941, píanó-
kennari og félagsráðgjafi, nú búsett
á Öland í Svíþjóð, var gift Ingvari
Ingvarssyni; Anna Jórunn, f. 21.12.
1942, tónmenntakennari og talkenn-
ari, búsett í Hveragerði, gift Þór-
halli Hróðmarssyni kennara, syni
Hróðmars, bróður Stefáns.
Bræður Stefáns: Geir, f. 1898, d
1974, bóndi á Reyðará, átti Margréti
Þorsteinsdóttur húsmóður; Ás-
mundur, f. 26.5. 1903, nú látinn
kennari og fyrrv. alþm. og starfs-
maður við Búnaðarbankann, átti
Guðrúnu Árnadóttur hjúkrunar-
konu; Hlöðver, f. 1906, d. 1982, skóla
stjóri á Sigluflrði, átti Katrínu Páls
dóttur hjúkrunarkonu; Þórhallur, f
1907, d. 1933, átti Guðrúnu Jónsdótt
ur húsmóður; Hróðmar, f. 1912, d.
1957, kennari, síðast í Hveragerði,
átti Ingunni Bjamadóttur tónskáld.
Foreldrar Stefáns: Sigurður Jóns-
son, f. 6.6. 1868, d. 1.3. 1917, bóndi á
Reyðará í Lóni, og k.h., Jórunn
Anna Lúðviksdóttir Schou (Anna
Hlöðversdóttir), f. 29.9. 1876, d. 14.4.
1953, húsmóðir.
Ætt
Sigurður var sonur Jóns, söðla-
smiðs á Setbergi í Nesjum, Jónsson-
ar og Sesselju Sigurðardóttur.
Anna var dóttir Lúðvíks J.
Christian Schou, faktors á Húsavík,
Hermannssonar Schou, verslunar-
manns á Sigluflrði.
Móðir Önnu var Elín, systir Hjör-
leifs, pr. á Undirfelli, föður Einars
H. Kvarans rithöfundar, afa Ævars
Kvarans, leikara og rithöfundar.
Bróðir Elínar var Jón í Saurhaga á
Völlum, afi Guðmundar Sveinsson-
ar, skólameistara Fjölbrautaskólans
í Breiðholti, og langafl Einars Jóns-
sonar, pr. á Kálfafellsstað. Elín var
dóttir Einars, pr. í Vallanesi, Hjör-
leifssonar, pr. á Hjaltastöðum, Þor-
steinssonar, bróður Guttorms, pró-
fasts á Hofi, langafa Þórarins á
Tjörn, föður Kristjáns Eldjárn for-
seta. Móðir Elínar var Þóra Jóns-
dóttir Schjölds, vefara á Kórreks-
stöðum og ættföður Vefaraættar,
Þorsteinssonar.
Stefán Sigurðsson
Stefán var skólastjóri í Biskupstungum 1929-46 og kennari vió Melaskólann
til 1968. Þessi mynd er tekinn er Stefán las upp á niöjamóti fyrir rúmu ári.
40 ára___________________
Ágúst Ómar Valtýsson,
Eyjabakka 20, Reykjavík.
Guölaug Arnardóttir,
Krókamýri 78, Garðabæ.
Hulda Kristmannsdóttir,
Háulind 21, Kópavogi.
Jón Atli Eðvarðsson,
Grenimel 26, Reykjavík.
Stefán Örn Einarsson,
Þórufelli 12, Reykjavík.
Þórir Magnússon,
Bæjargili 108, Garðabæ.
550 5000
(/>
XXD
3
03
'03
550 5727
Þverholt 11,
105 Reykjavfk
Jón Kaldal
byggingafræðingur í Reykjavík
Jón Kaldal byggingafræðingur,
Laugarásvegi 18, Reykjavík, er sex-
tugur í dag.
Starfsferill
Jón fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp, auk þess sem hann var í
sveit að Akri í Austur-Húnavatns-
sýslu i fimm sumur. Jón stundaði
nám við Myndlistarskólann í Ás-
mundarsal 1958-62, hjá Veturliða
Gunnarssyni, Ragnari Kjartanssyni
og Hafsteini Austmann. Hann lauk
sveinsprófl í húsasmíði 1964 hjá
Magnúsi K. Jónssyni og lauk prófl
sem byggingafræðingur 1966 frá
Köbenhavns Bygningskonstruktur-
skole.
Jón starfaði á Teiknistofunni Ár-
múla 6 1966-71 en hefur unnið sjálf-
stætt frá 1971.
Jón var fyrsti formaður Bygg-
ingafræðingafélags Islands 1967-72.
Auk þess hefur hann sinnt félags-
málum sem tengjast áhugamálum
hans, jasstónlist og skíðaíþróttinni.
Fjölskylda
Jón kvæntist 31.4. 1967 Steinunni
K. Kaldal, f. 9.12. 1945, tækniteikn-
ara. Hún er dóttir Kristins R. Sigur-
jónssonar bygginga
meistara og Rögnu Halldórsdótt-
ur húsmóður.
Börn Jóns og Steinunnar: Krist-
inn Ragnar Sigurbergsson, f. 1.2.
1963, kennari, kvæntur Helgu Guð-
rúnu Jónasdóttur, formanni Lands-
sambands sjálfstæðiskvenna, og eru
böm þeirra Tinna, Lára, Hulda og
Jökull; Anna Kaldal, f. 25.5. 1966,
lögfræðingur í Stokkhólmi í Sví-
þjóð, en maður hennar er Henrik
Mondrian Lúrstadt tónskáld og eru
börn þeirra Felix og Vera; Jón
Kaldal, f. 24.6. 1968, ritstjóri Iceland
Review, Atlanticu og Skýja, kvænt-
ur Rögnu Sæmundsdóttur, starfs-
manni ABS birtingahúss, og eru
böm þeirra Jón og Ama; Guðrún
Kaldal, f. 16.7. 1970, forstöðumaður
félagsmiðstöðvarinnar Frostaskjóls,-
gift Jóhanni G. Jóhannssyni, leik-
ara og rekstrarhagfræðingi, og er
sonur þeirra Jóhann; Steinar
Kaldal, f. 24.5. 1979, nemi i stjóm-
málafræði við'HÍ; Sóley Kaldal, f.
21.1. 1983, verslunarskólanemi.
Systur Jóns eru Ingibjörg Kaldal,
f. 11.4. 1947, ljósmyndari, og á hún
einn son; Dagmar Kaldal, f. 30.1.
1945, gluggaskreytingamaður, gift
Ágústi Friðrikssyni hárskerameist-
ara og eiga þau þrjá syni.
Foreldrar Jóns vora Jón Kaldal, f.
24.8. 1896, d. 30.10. 1981, ljósmyndari
í Reykjavík, og Guðrún Kaldal, f.
14.8. 1918, d. 10.1. 1984, húsmóðir.
Ætt
Jón ljósmyndari var bróðir Leifs
Kaldal gullsmiðs. Jón var sonur
Jóns, b. í Stóradal, bróður Þorleifs,
póstmeistara og alþm., föður Jóns
Leifs tónskálds. Annar bróðir Jóns
var Pálmi, b. á Ytri-Löngumýri, fað-
ir Jóns, alþm. á Akri, föður Pálma,
fyrrv. ráðherra á Akri. Systir Jóns
var Guðrún í Stóradal, móðir Jóns,
alþm. í Stóradal. Pálmi var sonur
Jóns, alþm. í Sólheimum og Stóra-
dal, bróður Erlends, föðurafa Sig-
urðar Guðmundssonar skólameist-
ara, föður Örlygs og Steingríms list-
málara. Systir Jóns var Ingibjörg,
amma Ingvars Pálmasonar alþm.,
afa Ingvars Gíslasonar, fyrrv. alþm.
og ráðherra. Jón var sonur Pálma,
b. í Sólheimum, Jónssonar, b. þar,
Benediktssonar, af Eiðsstaðaætt.
Móðir Pálma í Sólheimum var
Ingiríður Jónsdóttir, ættföður
Skeggstaðaættar, Jónssonar. Móðir
Jóns í Stóradal var Ingibjörg
Salóme, systir Ingibjargar,
langömmu Jakobs Benediktssonar
orðabókarhöfundar. Bróðir Ingi-
bjargar Salóme var Þorleifur í
Stóradal, langafi Sigríðar í Djúpa-
dal, ömmu Sigurgeirs, bæjarstjóra á
Seltjarnarnesi. Ingibjörg Salóme
var dóttir Þorleifs „ríka“ í Stóradal
Þorkelssonar, bróður Ingigerðar,
langömmu Jóhönnu, ömmu Páls Ás-
geirs sendiherra, föður Tryggva,
framkvæmdastjóra við Islands-
banka. Móðir Ingibjargar Salóme
var Ingibjörg Guðmundsdóttir ríka
í Stóradal, Jónssonar, ættföður
Skeggstaðaættar, Jónssonar.
Guðrún var dóttir Sigurðar,
jámsmiðs i Reykjavik og eins af
stofnendum Járnsmíðafélags
Reykjavikur, Sigurðssonar járn-
smiðs, Jónssonar, b. frá Hliðnesi á
Álftanesi, Halldórssonar.
Móðir Guðrúnar var Dagmar
Finnbjörnsdóttir Elíassonar Eld-
járnssonar, ættuð frá Hnífsdal og
Aðalvík.
Jón og Steinunn eru að heiman á
afmælisdaginn.
Andlát
Valur Arnar Magnússon, Hamraborg
26, Kópavogi, lést laugard. 9.3.
Ingvar Guömundsson, Bankavegi 2, Sel-
fossi, lést af slysförum föstud. 8.3.
Magnþóra Magnúsdóttir, Túngötu 1,
Bessastaöahreppi, lést á líknardeild
Landspítalans I Kópavogi laugard. 9.3.
Guðfinna Sigurðardóttir, Hrafnistu í
Reykjavík, áöur Skipholti 49, lést á
Hrafnistu í Reykjavlk föstud. 8.3.
Þórey Pálsdóttir frá Ósgeröi, Sæviöar-
sundi 25, lést á Landspítalanum viö
Hringbraut fimmtud. 28.2. Útförin fór
fram I kyrrþey mánud. 11.3.
Ásta María Jónsdóttir, áöur til heimilis
á Hagamel 29, Reykjavlk, lést á hjúkr-
unarheimilinu Eir laugard. 9.3.
Baldur Kristjónsson íþróttakennari,
Kópavogsbraut 69, Kópavogi, lést aö
kvöldi laugard. 9.3. sl.
Merkir Islendingar
gj|l
Valberg Hannesson
Guðvarður Valberg Hannesson,
skólastjóri og bóndi, fæddist aö Melbreið í
Stíflu í Skagafirði 14. mars 1922. Hann ólst upp
við öll almenn sveitastörf þess tíma, stundaði
nám við Héraðsskólann í Reykholti og lauk
þaðan prófi 1941, lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskólanum á Siglufirði 1942 og lauk
íþróttakennaraprófi 1947.
Valberg stundaði sund og íþróttir á sínum
yngri árum á vegum ýmissa ungmennafélaga,
kenndi sund við Sundhöll ísafjarðar og hélt
sundnámskeið á sumrin við Barðslaug í Fljót-
um í nokkur ár. Hann var skólastjóri í Holts-
skólahéraði í Skagafirði 1959-1972 og síðan
lengst af skólastjóri við Sólgarðaskóla í Fljót-
um frá 1972.
Guðvarður var bóndi á foðurleifð sinni á
Melbreið í Stiflu á árunum 1959-1972 og sinnti
ýmsum félags- og trúnaðarstörfum fyrir sína
sveit. Hann var t.d. hreppsnefndarmaður í
Holtshrepp og síðar hreppsnefndarmaður og
oddviti Haganeshrepps frá 1974. Þá sat hann í
stjórn SFH á árunum 1974-1978 og var sýslu-
nefndarmaður í Skagafjarðarsýslu um skeið.
Valberg var kvæntur Áshildi Magnúsdóttur
frá Gaulverjabæ í Flóa og eignuðust þau sex
börn.
Valberg lést 17. september 1993.
Jónas Sigurðsson, fýrrum skólastjóri
Stýrimannaskólans I Reykjavík, verður
jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtud.
14.3. kl. 13.30.
Útför Svanhildar Sigurðardóttur frá
Seyöisfirði, Eyjahrauni 5, Vestmannaeyj-
um, fer fram frá Laugarneskirkju föstud.
15.3. kl. 13.30.
Elísabeth Lísa G. Berndsen veröur jarö-
sungin frá Hafnarfjaröarkirkju föstud.
15.3. kl. 15.00.
Sigríður Magnúsdóttir, Æsufelli 2,
Reykjavík, veröur jarðsungin frá Fella- og
Hólakirkju föstud. 15.3. kl. 13.30.
Þórir Jón Jensson, Heiöargeröi 54,
Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dóm-
kirkjunni föstud. 15.3. kl. 13.30.
Eiínborg Ágústsdóttir frá Mávahllö á
Snæfellsnesi veröur jarösungin frá
Ólafsvlkurkirkju föstud. 15.3. kl. 14.00.