Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2002, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 Fréttir I>V Innlend eiturlyf aukast á kostnað innflutnings: Tvo daudsföll talin tengd morfínneyslu - á hálfum mánuði. Ung kona lést í fyrradag eftir að hafa sprautað sig Tvö dauðsfóll hafa orðið á nokkrum vikum eftir að ungar konur sprautuðu sig. Fyrra tilvikið varð í síðasta mán- uði þegar kona á þrítugsaldri fannst látin í Reykjavík. Hið síðara varð í fyrradag þegar kona á fertugsaldri og einnig búsett í Reykjavík fannst látin eftir að hafa sprautað sig. Báðar kon- umar létu eftir sig böm. Engin tengsl em talin hafa verið á milli kvennanna tveggja eða kunningja þeima, sam- kvæmt heimildum DV. Lögreglan rannsakar bæði málin með tilliti til þess að þama sé um að ræða morfmtengd efni sem sprautað er í æð. Engin leið er þó að segja til um dánarorsök fyrr en tveimur til þremur mánuðum eftir að krufhing á sér stað. Mjög flókið er að greina efnin og sú að- gerð tekur þennan tíma að sögn Gunn- laugs Geirssonar læknis og sérfræð- ings á sviði slíkra rannsókna. Meðal þeirra sem starfa að meðferð vímuefhasjúklinga er mikið rætt um Þórarinn Tyrfingsson. fjölgun dauðsfalla vegna neyslu mor- fíntengdra lyfja sem fengin era innanlands og tek- in í æð. Sumir taka svo djúpt í ár- inni að segja að um gríöarlega fjölgun sé að ræða. Það hefur þó ekki verið staðfest. Þórarinn Tyrfmgsson, yfirlæknir á meðferðarstöðinni Vogi, segist verða var við að fleiri ánetjist með þeim dýr- keyptu afleiðingum í einhverjum til- vikum að fólk láti lífið. „Ég sé greini- lega fleiri dauðsfóll af völdum ópíum- efna í minni sjúklingavinnu,“ segir Þórarinn um breytt munstur á neyslu eiturlyfja hérlendis. Hann segir að í stað þess að flytja inn eiturlyf frá öðr- um löndum fjölgi þeim sem notfæri sér þau efhi sem framleidd séu innanlands. Hörður Jóhannesson. Hann segist ekki hafa tölulegt yfirlit yfir það hve margir hafi dáið af völdum neyslu að undaníömu. Vand- inn sé sá að skýrsl- ur um krufhingu, sem varpi ljósi á dánarorsakir, hafi ekki verið gerðar opinberar síðan árið 1999. „Við höfum engar tölulegar upplýs- ingar um málið,“ segir Þórarinn. Fiklar sem sprauta sig í æð nota gjarnan svokölluö contalginlyf sem era í töfluformi en leyst upp í vatni og síð- an sprautað í æð. Lyfm fást gegn lyf- seðli eða þá að þeim er stolið. Hjalti Bjömsson, meðferðarfulltrúi á Vogi, segir mikla fjölgun hafa átt sér stað á tilvikum þar sem fólk sprautar sig íæð. „Það er rosaleg aukning á neyslu þessara morftntengdu efna. Við sjáum það í þessum hópum okkar sem hingað leitað. Öll lyf sem heita codeinefni era leyst upp í vatni og breytt í morfin og sprautað í æð,“ segir hann. Samkvæmt heimildum DV beinist rannsókn lögreglu að því að fmna upp- runa efhanna með það fyrir augum að upplýsa dauðsföll kvennanna tveggja. Helst er þar um að ræða innbrot í apó- tek og lyfiakistur báta sem átt hafa sér stað að undanfómu. „Ég heyri að það hafi farið mikið af þessum efhum út í samfélagið og þau komi ekki frá læknum," segir Hjalti. Hörður Jóhannesson, yfirlögreglu- þjónn rannsóknardeildar Lögreglunnar í Reykjavík, staðfestir að tvo voveifleg dauðsföll hafi átt sér stað. „Get aðeins staðfest að tvær ungar konur létust með voveiflegum hætti. Það liggja engar niðurstöður fyrir,“ segir Hörður. -rt Niðurlagning Pjóðhagsstofnunar: Hagræðingin dregin mjog i efa - stjómarandstaðan harðorð - ekki geðvonska eins manns, segir Geir Haarde Reiðikast Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra um að leggja Þjóðhags- stofnun niður á eftir að verða þjóð- inni dýrt. Þetta sagði Jóhanna Sig- urðardóttir, þingmaður Samfylking- arinnar, þegar umræður um frum- varpið hófust á þingi í gær. Skiptar skoðanir eru um málið og gengu ásakanir um að mikilvægum gögn- um hafi verið leynt við 1. umræðuna. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, lýsti yfir áhyggjum af kostnaði samfara breytingunum. Mjög var deilt um hagkvæmni þess- arar ráðstöfunar fyrir þjóðarbúið. Halldór Ásgrímsson, starfandi for- sætisráðherra, mælti fyrir frumvarp- inu og kom fram í máli hans að Hag- stofan og fiármálaráðuneyti væru vel í stakk búin til að leysa störf stofnun- arinnar af hendi. össur Skarphéðinsson taldi vanhöld á að aukakostnaðar væri getið. Hann kallaði fhunvarpið hreina hefndarað- gerð hjá forsætisráðherra sem gæti kostað ríkið allt að 150 milljónir króna. Jóhanna Siguróardóttir. Halldór Ásgrímsson. Ossur Skarpheöinsson. Geir Haarde. Steingrímur J. Sigfusson. Jóhanna Sigurðardóttir gagnrýndi að þingmenn skorti gögn með málinu fyrir umræðuna. Annars vegar sér- álit Þórðar Friðjónssonar, fyrrum forstjóra stofnunarinnar, og hins veg- ar álit starfsmanna stofhunarinnar. Halldór Ásgrímsson sagði að þau gögn yrðu lögð fyrir efhahags- og við- skiptanefnd þingsins. í áliti Þórðar segir að hann telji hagkvæmt að starfrækja greiningar- stöö sem þjóni jafnt almenningi sem Alþingi. Viðamikil reiknilíkön Þjóð- hagsstofnunar eigi varla heima í ráðuneytum og frumvarpið hafi ver- ið vanbúið í undirbúningi. í áliti starfsmanna Þjóðhagsstofnunar er öll málsmeðferð mjög gagnrýnd. Stjómarandstæðingar lýstu heilt yfir þeirri skoðun að málið væri illa unnið og yrðu breytingamar margfalt dýrari en rekstur Þjóðhagsstofnunar. Steingrímur J. Sigfússon sagði öm- urlegt að sjá formann Framsóknar- flokksins og utanríkisráðherra standa í „flórmokstrinum“ á meðan Davíð væri að sóla sig í Víetnam. „Þeir vaða flórinn upp að hnjám, framsóknar- menn,“ sagði Steingrímur og dró fram frum- varp frá árinu 1997 um að Þjóð- hagsstofnun skyldi starfa á vegum Al- þingis. Fyrsti flutningsmaður þess frumvarps var K ristinn H. Gunnarsson, núverandi formaður þing- flokks Framsóknarflokksins. Geir Haarde fiármálaráðherra sagði málið ekki nýtt af nálinni og minnti á að Sverrir Hermannsson, sem talaði gegn frumvarpinu nú, heföi áður verið á annarri skoðun í fyrri ríkisstjóm. Sinnaskipti virtust hafa orðið hjá fleiri þingmönnum. Það væri fráleitt að halda því fram að þetta mál væri tilkomið vegna sérskoðana, geðvonsku eða duttl- unga ákveðins manns og vísaði Geir þar til atlögu stjómarandstöðu gegn forsæt- isráðherra. -BÞ DV flytur í nýtt húsnæði í Skaftahlíð 24 á morgun og opnar þar á sunnudag: Mikill hugur í starfsfólkinu DV flytur á morgun í nýtt húsnæði í Skaftahlíð 24 en í lok janúar var undir- ritaður 10 ára leigusamningur milli Út- gáfufélagsins DV og Þyrpingar, eiganda hússins. Smáauglýsingadeild og ritstjóm hefia starfsemi þar á sunnudag. Mikill hugur er í starfsfólki vegna flutninganna og bjartsýni ríkjandi en síðustu vikur hafa verið miklar annir við að pakka niður og undirbúa flum- ingana. Nýja DV-húsið er sögufrægt en þar var áður félagsmiðstöðin Tónabær og veitingahúsið Lídó, auk verslana. Húsið er á tveimur hæðum með kjallara, alls um 2100 fermetrar. Ritstjóm DV verður á 2. hæð en móttaka, skrifstofur, auglýs- inga- og markaðsdeild, þjónustuver og dreifing á 1. hæð. I kjallara er matsalur, tölvuver, geymslurými og ljósmynda- stúdíó. Fyrirtæki, tengd Útgáfufélaginu DV, flyfia einnig í húsið. Ritstjómar- skrifstofur Viðskiptablaðsins verða á 2. hæð og skrifstofur PSN og Greiningar- hússins á 1. hæð. OV-MYND ÞOK Síöustu handtökin Fjöldi manna vann aö lokafrágangi í nýja DV-húsinu í Skaftahlíö 24 í gær. Inn- réttingar voru bornar inn ogýmsir lausir endar festir. Húsið sem DV flytur í hefur tekið gagngeram breytingum en á einu ári hefur það nánast verið endurbyggt frá granni. Var allt lauslegt rifið úr húsinu í fyrravor þannig að einungis gólf, súl- ur, burðarbitar, gaflar og þak var eftir. Þar sem áður stóð heldur hrörlegt hús blasir nú við afar glæsileg og nútímaleg bygging sem hýsa mun starfsemi blaðs- ins. Yfiramsjón með hönnun hússins var í höndum teiknistofu Halldórs Guð- mundssonar en aðalverktaki er fyrir- tækið Þarfaþing. i DV hefur verið með höfuðstöðvar sín- ar í Þverholti 11 síðastliðin 17 ár en þar á undan var blaðið til húsa í Síðumúla 14. DV varð til fyrir rúmum 20 árum með sameiningu Vísis og Dagblaðsins sem þá vora með ritstjómarskrifstofúr í sama húsi i Síðumúlanum. Á einni nóttu slíðraðu svamir óvinir sverðin, veggir sem aðskildu blöðin vora brotnir niður og til varð nýtt dagblað, DV. Á DV era menn trúir upprunanum en í blað- hausnum segir að nú sé bæði 92. og 28. árgangur blaðsins. Útgáfufélag DV hef- ur gefið DV út frá 1. maí 2001. Með flutningi DV í nýja húsið verða kaflaskil í starfsemi blaðsins. Við taka nýir tímar þar sem afar samhentur og metnaðarfullur hópur starfsmanna mun leggjast á eitt um að gefa út enn betra og vandraðra dagblað. -hlh Ótrúlegt að heimilt sé Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra telur ótrúlegt að heimilt sé að sjúkra- liði gegni starfi hjúkrunarforstjóra. Snæfellsbær réð sjúkraliða í stöðu hjúkrunarforsfióra fyrir 3 árum. Nú hefúr aftur veriö aug- lýst og án þess að geta hæfniskrafna. Félag hjúkranarfræðinga hefur kært þetta. Vill nýjan Baldur Kominn er tími til að endumýja Breiðafiarðarfeijuna Baldur sem tekin var í notkun fyrir þrettán árum. Lang- tímavegaáætlun gerir ráð fýrir aö vetr- arfær vegur verði kominn á milli Pat- reksfiarðar og Reykjavíkur árið 2007. Útvarp Vestfiarða greindi frá. Undirritað í morgun Fulltrúar rikis og borgar undirrit- uðu við upphaf æfmgar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands á tíunda tímanum í morgun samning um byggingu tónlist- ar- og ráðstefiiuhúss við Reykjavíkur- höfii. Miðað við áætlaðan byggingar- tíma verður húsið í fyrsta lagi tilbúið eftir fiögur ár, að því er fram kom í Mbl. Ráðinn forstjórí Jón Snorri Snorrason viðskiptafræð- ingur hefúr verið ráðinn forsfióri B&L og tekur hann við af Gísla Guðmunds- syni sem verður starfandi sfiómarfom- aður fyrirtækisins. Undanfarin sex ár hefúr Jón Snorri verið framkvæmda- stjóri Ölgerðarinnar Egils Skallagríms- sonar. Athugasemd Edda Rós Karls- dóttir, forstöðumaður greiningardeildar Búnaðarbanka is- lands, vill koma þeim upplýsingum á fram- færi aö hún telji að blaðið hafi oftúlkað ummæli sín um áhrif ríkisábyrgðar vegna deCODE á láns- hæfi íslenska rikisins. Hún hafi ekki viljað láta í það skina að hún teldi að ábyrgðin gæti skaðað lánshæfi ríkis- sjóðs. Blaðið vill taka fram að aðrir við- mælendur þess í sömu frétt, sem vora ónafiigreindir, töldu að ábyrgðin gæti skaðað lánshæfið. Leiðrétting Björk Vilhelmsdóttir, eiginkona Sveins Rúnars Haukssonar læknis og formanns félagsins ísland- Palestína, var ranglega nefnd Björg á einum stað á baksíðu blaðsins i gær. Eins var ranglega fariö með nafn Mustapha Barghouti læknis í Palestínu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. f ókus Á MORGUN Hneyksli íslendinga í Fókus á morgun er að finna viðtal við Gísla Einarsson sem rekur verslunina Nexus sem er athvarf þeirra sem lifa og hrærast í heimi myndasagna og hlut- verkaspila. Rifiuð verða upp 10 góð hneykslismál okkar íslendinga og sagt frá nýjum sjón- varpsþætti sem er að fara í loftið á Popptíví. Þá kíkjum við í nokkrar tískuverslanir og skoðum gallatískuna sem er að tröllríða öllu, ræðum við leikkonuna Nínu Dögg Filippusdóttur og aðstandendur Tilverannar.is sem þeir segja vinsælasta ruslahaug lands- ins. Lífið eflir vinnu er svo góður upp- lýsingapakki fyrir helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.