Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2002, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2002, Blaðsíða 22
34 íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 85 ára_____________________ Anna Kristín Valdimarsdóttir, Stekkum 1, Árborg. 70 ára_________________________________ Jón Þórarinn Tryggvason, Hafnargötu 29, Grindavik. Eiginkona hans er Guðríð- ur Bogadóttir. Þau munu verja afmælisdeginum á æskuslóðum Jóns. Baidvin Pétursson, Öldugötu 4b, Dalvík. Guömundur Magnús Jónsson, Garðabraut 6, Akranesi. Per Sören Jörgensen, Vallholti 2, Ólafsvík. Þorsteinn Jónasson, Árskógum 34, Egilsstööum. 60 ára_________________________________ Valgeir Friðþjófsson, Þinghólsbraut 26, Kópavogi. 50 ára_________________________________ Árni Jón Hannesson, Skeljatanga 26, Mosfellsbæ. 40 ára_________________________________ Árni Bjarnar Eiðsson, Einholti 12b, Akureyri. Árni Jón Reginsson, Melhaga 16, Reykjavík. Bjarni Arnarson, Miðvangi 99, Hafnarfirði. Björn Bragi Sigurðsson, Breiðvangi 20, Hafnarfirði. Björn Elíson, Hvammstangabraut 15, Hvammstanga. Brynja Slguróladóttir, Múlasíðu 9a, Akureyri. Elín Böðvarsdóttir, Hjallabraut 1, Hafnarfirði. Hrefna Gunnarsdóttir, Lágmóa 17, Njarðvík. Hrönn Einarsdóttir, Syðri-Grund, Blönduósi. Kolbrún Gunnarsdóttir, Holtsgötu 33, Njarðvík. Kristinn Hreinsson, Mararbyggð 49, Ólafsfirði. Lárus Erlendsson, Fagrahvammi 2a, Hafnarfirði. Magnús Guðmundur Ólafsson, Ægisgötu 26, Ólafsfirði. Margrét Ásgeirsdóttir, Grundarási 7, Reykjavík. Róbert Vllhjálmsson, Austurgerði 3, Kópavogi. Sigurður Grétarsson, Grasarima 17, Reykjavík. Trausti Sigurðsson, Stekkjarbergi 7, Hafnarfirði. Smáauglýsingar DV Allt til alls ►I 550 5000 Hinrik Jóhannsson, fyrrv. bóndi á Helgafelli, lést á Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi mánud. 8.4. Guðrún Blöndal, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum föstud. 29.3. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Ólafur H. Bachmann lést á sjúkrahúsi í Kaliforníu þriðjud. 26.3. sl. Páll Ólafsson, Silfurgötu 28, Stykkishólmi, andaðist á St. Franciskussjúkrahúsinu Stykkishólmi þriöjud. 9.4. FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 ÐV Unnsteinn Guðmundsson trilluútgerðarmaður á Höfn í Hornafirði Unnsteinn Guðmundsson, triilu- útgerðarmaður á Höfn hafði í nógu að snúast fyrir Bretana sem voru að kvikmynda nýja Bond-mynd við Jökulsárlón og á Skálafellsjökli en kvikmyndatökum þar er nú lokið. Þetta kom í stuttu viðtali við Unn- stein í DV í gær. Starfsferill Unnsteinn fæddist í Stykkishólmi 5.5. 1945 en ólst upp við öll almenn sveitastörf í foreldrahúsum að Dröngum á Skógarströnd. Hann var í farskóla á Skógarströnd, í mið- skóla í Stykkishólmi og lauk bú- fræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1962. Unnsteinn stundaði bústörf á Dröngum á unglingsárunum og var þar sjálfur bóndi 1962. Hann flutti í Kópavoginn það ár og stundaði byggingavinnu til 1964 er hann flutti á Höfn i Hornafirði þar sem hann hefur átt heima síðan. Á Höfn var Unnsteinn skrifstofu- maður á árunum 1964-66, fyrst hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga og síðan hjá Vélsmiðju Hornafjarðar, var sjómaður frá Hornafirði um skeið, var fögregfuþjónn þar á þriðja ár, var bifreiðaeftirlitsmaður á Höfn 1969-74, var síðan einn af eigendum og starfaði við síldarsölt- unarstöðina Stemmu 1976-65 en festi þá kaup á trillu sem hann hef- ur síðan gert út frá Höfn. Unnsteinn sat í hreppsnefnd og síðan bæjarstjórn á Höfn 1974-82, sat í byggingarnefnd sveitarfélags- ins, skólanefnd og leikskólanefnd, sat í byggingaráði, sat í sóknar- nefnd Hafnarkirkju í nokkur ár, var einn af stofnendum Sparisjóðs Hornafjarðar og nágrennis, var einn af stofnendum Lionsklúbbs Horna- fjaröar 1966, hefur starfað í honum síðan, setið þar í stjórn og verið for- maður klúbbsins, sat í stjóm kjör- dæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi um skeið, er formaður Hrollaugs, félags smábátaeigenda á Homafirði og situr í stjórn Land- sambands smábátaeigenda. Fjölskylda Unnsteinn kvæntist 29.3. 1964 Hildigerði Skaftadóttur, f. 10.7.1944, bankastarfsmanni á Höfn. Hún er dóttir Skafta Péturssonar, fyrrv. verslunarmanns, hestamanns og söngmanns, og k.h., Halldóru Bjömsdóttur húsmóður. Börn Unnsteins og Hildigerðar eru Elvar Öm Unnsteinsson, f. 12.8. 1964, trilluútgerðarmaður á Höfn en kona hans er Elínborg Ólafsdóttir húsmóðir og eru böm þeirra Ágúst, Sindri Öm og Anna Bima; íris Dóra Unnsteinsdóttir, f. 26.3. 1966, kenn- ari í Kópavogi, en maður hennar er Hilmar Stefánsson, fjármálastjóri hjá Saga Film, og eru böm þeirra Hildur, Andri Steinn og Freyja Rún; Selma Unnsteinsdóttir, f. 24.9. 1971, starfsmaður Stöðvar 2, búsett í Kópavogi, en maður hennar er Pét- ur Magnússon, starfsmaður auglýs- ingastofnunnar Nonna og Manna, og eru dætur þeirra Kristín og Berg- lind. Systkini Unnsteins eru Ólafur Guðmundsson, f. 20.11. 1936, bygg- ingafulltrúi í Hrossholti í Eyja- hreppi; Kristjana Emilía Guð- mundsdóttir, f. 23.4.1938, starfsmað- ur Bókasafns Kópavogs, búsett í Kópavogi; Rósa Guðmundsdóttir, f. 25.6. 1947, framkvæmdastjóri Ás- prents - PÓB á Akureyri; Kristín Björk Guðmundsdóttir, f. 15.3. 1953, sérkennari, búsett í Kópavogi. Foreldrar Unnsteins: Guðmundur Ólafsson, f. 20.12. 1907, d. 24.7. 1999, bóndi og landpóstur að Dröngum á Skógarströnd og síðar bókbindari í Kópavogi, og k.h., Valborg Vestfjörð Emilsdóttir, f. 22.1. 1916, húsfreyja og ljósmóðir. Ætt Guðmundur var sonur Ólafs, b. og pósts á Dröngum, Guðmundsson- ar. Móðir Guðmundar var Þorbjörg Kristín Stefánsdóttir, b. á Borg í Miklaholtshreppi Guðmundssonar, b. á Elliða, bróður Kristjáns, föður Steinunnar, móður Kristjáns Albertssonar rithöfundar. Kristján var einnig faðir Margrétar Þor- bjargar, móður Ólafs Thors forsæt- isráðherra, afa Guðrúnar Péturs- dóttur borgarfulltrúa. Margrét Þor- björg var einnig móðir Kristínar, móður Thors Vilhjálmssonar rithöf- undar. Guðmundur var sonur Sig- urðar, b. á Efliða, Jónssonar, b. í Böðvarsholti Pálssonar, b. í Blá- feldi, Magnússonar, bróður Hall- dórs, langafa Guðnýjar, langömmu Valtýs Guðmundssonar. Valborg er dóttir Emils Vest- fjörðs, b. á Þinghóli i Tálknafirði, Sæmundssonar, b. á Krossi á Barða- strönd, Jóhannessonar. Móðir Emils var Emelía Oktaviana Andr- ésdóttir frá Ísafírði. Móðir Vafborgar var Kristjana Guðmunda Guðmundsdóttir, b. og safnaðarfufftrúa á Hamri á Barða- strönd og síðar í Hvammi, Jónsson- ar, og Kristínar Þóru Pétursdóttur, frá Reyðarflrði í Suðurfjörðum. Fimmtugur Sigurður Rúnar Magnússon starfsmaður gatnamálastjóra í Reykjavík Sigurður Rúnar Magnússon, starfsmaður gatnamáfastjóra í Reykjavík, tif heimilis að Hraunbæ 42, er fimmtugur í dag. Starfsferill Sigurður Rúnar er fæddur í Reykjavík og ófst upp þar og að Ytra-Hófi í Fnjóskadal þar sem hann dvaldi öll sumur frá þriggja ára afdri og fram á ungfingsár. Hann lauk landsprófi frá Vogaskóla, var tvo vetur við nám í mennta- skóla og stundaði nám í Lögreglu- skóla ríkisins. Sigurður Rúnar var lögreglu- þjónn 1971-76, bifreiðarstjóri hjá Pósti og síma 1976-1980, hafnar- verkamaður hjá skipafélögunum Hafskip hf. til 1985 og hjá Eimskip 1985-96 og hefur síðan starfað hjá Gatnamálastjóra við hverfisstöðina í Breiðholti. Sigurður Rúnar var trúnaðar- maður hjá Hafskipi og starfaði með Verkamannafélaginu Dagsbrún. Hann var trúnaðarmaður verka- manna í skipaafgreiðslu og varð síð- ar aðaltrúnaðarmaður. Sigurður Rúnar sat í stjóm Dagsbrúnar 1988-98, sat í hafnarstjóm Reykja- víkur, fyrir hönd Nýs vettvangs og síðan R-listann 1990-98, var vara- maður í húsnæðisnefnd Reykjavík- ur, sat í stjóm Lífeyrissjóðs Dags- brúnar og Framsóknar og sat i sam- bandsstjóm Verkamannasambands íslands 1991-99. Sigurður Rúnar hef- ur enn fremur sinnt nefndarstörfum á vegum Fornbílaklúbbs íslands og starfar enn á vegum félagsins. Þá er Sigurður Rúnar mikill kon- ungssinni, vUl koma á íslensku kon- ungsriki í stað lýðveldisins og starfar í félagi er hefur slíkt mark- mið. Fjölskylda Sigurður Rúnar kvæntist 13.4. 1974 Ingibjörgu Kristrúnu Einars- dóttur, f. 20.10. 1955, matráðskonu. Foreldrar hennar; Einar Kristjáns- son, fyrrv. skólastjóri að Laugum í Dalasýslu, og k.h., Kristín B. Tóm- asdóttir kennari en þau eru búsett í Reykjavík. Börn Sigurðar Rúnars og Ingi- bjargar Kristúnar eru Erla Kristrún, f. 12.10. 1974, tölvufræð- ingur í Reykjavík, en maður hennar er Helgi Kristinsson rafvirki; Einar Bergmann, f. 3.7. 1985, nemi. Systkini Sigurðar Rúnars: Guð- rún Þóra Magnúsdóttir, f. 14.1.1956, skólaritari, búsett i Reykjavík, en maður hennar er Örn ísleifsson, ílugmaður hjá íslandsflugi, og eiga þau tvo syni, Ólaf Öm og Magnús Gísla; Þórður Axel, f. 5.11.1961, línu- maður, búsettur í Reykjavík; Guðni Karl, f. 19.6. 1964, bifvélavirki, bú- settur í Reykjavík, en kona hans er Auður Benediktsdóttir og eiga þau þrjár dætur, Sunnu Ýri, Hörpu Lind og Erlu Dís. Foreldrar Sigurðar Rúnars: Magnús Gísli Þórðarson, f. 29.6. 1929, d. 1.6.1979, línumaöur og varð- stjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavík- ur, og k.h., Erla Guðrún Sigurðar- dóttir, f. 19.5.1931, fyrrv. húsvörður. Ætt Magnús Gísli var sonur Guðrún- ar Gísladóttur og Þórðar Kr. Magn- ússonar, mótorista og starfsmanns í Hamri hf., Torfasonar, bónda í Goð- hóli á Vatnsleysuströnd. Systkini Magnúsar Gísla voru Magnús, netagerðarmaður i Vest- mannaeyjum, og Kristjana, móðir Þórarins Þórarinssonar, ritstjóra Tímans. Guðrún er dóttir Sigurðar G. Jó- hannssonar pipulagningarmeistara Guðmundssonar, frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, og Sigrúnar Bene- diktsdóttur, b. í Hjaltadal í Fnjóska- dal. Sigurðssonar, bónda á Ytra-Hóli í Fnjóskadal Þorsteinssonar. Sigurður Rúnar verður að heim- an á afmælisdaginn. Jón Kárason frá Túnsbergi á Svalbarðs- strönd, sem lést 6.4. sl, verður jarð- sunginn frá Svalbarðskirkju föstud. 12.4. kl. 14.30. Útför Guðmundar Ermenrekssonar fer fram frá Fossvogskapellu fimmtud. 11.4. kl. 13.30. Matthías Laxdal Björnsson frá Felli í Árneshreppi, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víöistaðakirkju í Hafnarfirði fimmtud. 11.4. kl. 13.30. Guömundur Valtvr Guðmundsson, Rauðagerði 44, Reykjavík, verður jarösunginn frá Bústaðakirkju fimmtud. 11.4. kl. 13.30. Trausti Friðbertsson, Hraunbæ 103, Reykjavík, verður jarösunginn frá Árbæjarkirkju fimmtud. 11.4. kl. 13.30. Erlingur Davíðsson, ritstjóri Dags og rit höfundur á Akureyri, fæddist á Há- mundarstöðum á Árskógsströnd þennan dag árið 1912. Hann var sonur Davíðs Sigurðssonar, hreppstjóra þar, og k.h., Maríu Jónsdóttur. Davíð var af Hvassa- fellsætt, þeirra skáldanna Jónasar Hallgrímssonar, Jóhanns Sigurjóns- sonar og Káins. María var dóttir Jóns Ólafssonar á Hallgilsstöðum, bróður Önnu, ömmu Hermanns Jónassonar forsætisráðherra, fóður Steingríms, fyrrv. forsætisráðherra. Erlingur stundaði nám við Laugaskóla 1931-33, lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri 1935 og stundaði nám við Garðyrkjuskólann að Reykjum. Erlingur Davíðsson Erlingur hóf störf hjá Degi á Akureyri 1950 og var ritstjóri blaðsins 1956-79. Hann var ritstjóri og höfundur bókaflokksins Aldn- ir hafa orðiö á árunum 1972-79. Þá sendi hann frá sér bækumar Jói norski, 1972; Konan frá Vínarborg, 1975; Nói báta- smiður, 1978; Mióilshendur Einars á Einarsstöðum, 1979. Auk þess kom hann að útgáfu tímaritsins Súlna og flutti fjölda útvarpserinda. Erlingur var bróðir Haralds, bónda á Stóru-Hámundarstöðum, og bróðir hins merka grasafræðings Ingólfs Dav- íðssonar sem var kennari og sérfræðing- ur við Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Erlingur lést 17. júlí 1990.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.