Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2002, Blaðsíða 21
33 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 DV Tilvera Myndgátan Myndgátan hér til hliðar lýsir nafnorði. Lausn á gátu nr. 3276: Pælir gegnum bókína Lárétt: 1 slóttug, 4 glatt, 7 risi, 8 kvenmannsnafh, 10 ró, 12 bekkur, 13 laupur, 14 hey, 15 ellegar, 16 bjartur, 18 góður, 21 goðverur, 22 spjót, 23 ákafi. Lóðrétt: 1 herðaskjól, 2 kyn, 3 geisar, 4 skor, 5 spíri, 6 veðrátta, 9 bragð, 11 ákveðin, næðing, 17 aldur, 19 heiður, 20 höfða. Lausn neðst á síðunni. Skák Umsjón: Sævar Bjarnason Hvltur á leik! Alexei Shirov er ákaflega fómfús maður og hefur haft mikil áhrif á þró- un skákarinnar undanfarinn áratug. Fífldjarfar fómir hans, dýpri en Atl- antsálar stundum, hafa skotið honum á toppinn. Hann er eini maðurinn sem hefur unnið Vladimir Kramnik í einvígi og er þaö meira en Kaspi get- ur státað af. Ef FIDE heldur áfram með sínar heimsmeistarakeppnir í því formi sem þær eru núna hlýtur titill- inn að skolast til Shirovs einn góðan veðurdag því vogun vinnur, vogun tapar. Hér leggur hann Búlgarann Kiril Georgiev að velli í keppninni um 3. sætið í Sameinuðu arabísku fúrstadæmunum. Hvitt: Alexei Shirov (2715) Svart: Kiril Georgiev (2655) Sikileyjarvörn. Bikarmót FIDE, Dubai (5.1), 08.04. 2002 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 Rg4 7. Bcl RfB 8. f3 e6 9. Be3 b5 10. g4 Rfd7 11. Dd2 Rb6 12. 0-0-0 R8d7 13. Rdxb5 axb5 14. Rxb5 Ba6 15. Rxd6+ Bxd6 16. Dxd6 Rc4 17. Bxc4 Bxc4 (Stöðumyndin) 18. Dd4 Be2 19. Dxg7 Df6 20. Dxf6 Rxf6 21. Hdel Bxf3 22. Hhfl Bxg4 23. Bd4 Hxa2 24. Kbl Ha8 25. Bxf6 Hg8 26. He3 Kd7 27. b3 Kc6 28. Hf2 Bh5 29. Hd2 Hgl+ 30. Kb2 Hdl 31. Hxdl Bxdl 32. c4 Hg8 33. Hg3 Hb8 34. e5 Hb7 35. Hd3 Be2 36. Hd6+ Kc7 37. Bd8+ Kb8 38. Bb6 He7 39. Hd8+ Kb7 40. Bc5 Hc7 41. Bd6 Hc8 42. Hxc8 Kxc8 43. Be7 Kd7 44. Bf6 Kc6 45. Kc3 h5 46. b4. 1-0 Umsjón: Isak Om Sigurösson Þegar sveit Ógæfumannanna komst 1 úrslitakeppni íslandsmótsins í sveitakeppni voru margir sem töldu að gengi þeirra yrði ekki upp á marga fiska í úrslitunum. Spilarar í sveit Ógæfumannanna eru allir ung- ir að árum og vöktu athygli í úrslit- um fyrir leikgleðina. Sveitin stóð sig vonum framar í úrslitunum, endaði þar í fimmta sæti með 139 stig, eða 4 stig yfir meðalskor. Skoðum hér eitt spil úr leik sveitarinnar við íslands- meistarana, sveit Páls Valdimarsson- ar í sjöundu umferð keppninnar. í lokaða salnum fengu AV að spila þrjá tígla sem þeir unnu slétt. í opna salnum gengu sagnir þannig, norður gjafaii og AV á hættu: * K10742 * D74 * KG2 * G5 « D83 * Á9632 * 8754 * 7 « Á65 W KD85 +• - * ÁD10632 NORÐUR AUSTUR SUÐUR VESTUR Björgvin Rúnar Sverrir Ólafur Pass 2 ♦ dobl 3 ♦ 3 + pass 4 4 p/h Útspil vesturs var ásinn í hjarta og síðan kom hjartatvistur sem austur trompaði. Austur skilaði laufi til baka og Björgvin Már, sem ákvað að treysta vestri fyrir laufkallinu, fór upp með ásinn. Hann lagði siðan niður ás- inn í spaða, felldi gosa austurs og hætti síðan við trompið. KD í hjarta tekin og laufi hent í blindum, lauf trompað, tígull trompaður, lauf trompað og tígull trompaöur. Þegar laufl var spilað átti Björgvin eftir KIO i spaðanum og vestur G8. dnu 05 ‘Biæ 61 ‘lAæ £i ‘3ns gx ‘uiqbj xx ‘ipjauis 6 ‘QJl 9 ‘II? 9 ‘sflABwapi x ‘JBjasseoS g ‘jjæ z ‘?is X DiaJQQi ddeii gz ‘Jia§ ZZ ‘-iiuba X6 ‘uuæA 8X ‘Jæ>is gx ‘BQa gx ‘bqbx XX ‘sjaiu sx ‘jas zi ‘QJia 01 ‘Bjsy 8 ‘floj) L ‘JIB3 \ ‘§æ[s x :jjajei Erlingur Kristensson blaöamaður '■■ Haus í höggi Góður vinur minn hefur lengi reynt að fá mig með sér í golf án þess að hafa orðið ágengt. Sjálf- ur segist hann þokklegur f sportinu enda búinn að berjast við kúlurnar í nokkur ár og nú svo komið að hann er orðinn heltekinn af íþróttinni og farinn að berja innanhúss yfir vetur- inn. Hann þykist hafa farið ná- lægt holu í höggi á síöasta ári og montar sig af frábærri sveiflu við það tækifæri. Hann talar sérstakt golfmál, líkt og hann væri fuglafræðingur, tott- ar sífellt einhvern plasttappa sem hann kallar tí og er sýknt og heilagt að taka imyndaðar sveiflur og pútt. Þetta er farið að verða illþolandi og um síð- ustu helgi tók steininn úr þegar hann bauð mér í sumarbústað- inn. Þar hefur hann útbúið sér- stakan skotpall og slær kúlur i net sem strengt er milli tveggja staura. Eftir að hafa sagt mér það í trúnaði að golf væri í raun viskííþrótt af því að það væru átján sjússar í flöskunni, jafn- margir og holurnar á vellinum, fékk hann mig til að slá eitt högg af skotpallinum, svona að- eins til að skoða meðfædda hæfi- leika. Ég sættist á þetta ef hann léti af þrýstingnum í eitt skipti fyrir öll og tók eitt högg með miklum tilþrifum. Svo illa eða vel vildi til að kúlan fór beint í annan straurinn og þaðan til baka í hausinn á golfsjúkl- ingnum, sem vankaðist illa. Ég horfði á augun í honum rang- hvolfast og snúast í nokkurn tíma en sem betur fer náði hann fljótt áttum en með kringlótt kúlufarið á pönnunni. Sem sagt haus í höggi sem hlýtur að telj- ast gott af byrjanda. Sandkorn Umsjón: Björn Þorláksson • Netfang: sandkorn@dv.is Vakið hefur verðskuldaða at- hygli að Davíð Oddsson og Hall- dór Ásgrímsson skyldu ná sam- ' :omulagi við brsvarsmenn Uþýðusam- >ands Islands um að samtök- in tækju yfir hluta þeirrar þjónustu sem Þjóðhagsstofn- un hefur sinnt. Þykir samkomulag- ið vera ávís- un á áframhaldandi þíðu í sam- skiptum forsætisráðherra við verkalýðshreyfinguna en á köflum hefur blásið hressilega á milli. Hitt þykir ólíklegt að Samtök iðnaðarins muni nokkru sinni fá svona pakka þegar ríkisstofnanir eru lagðar nið- ur. Séð hafi verið fyrir því með ESB-umræðunni þegar harðar ásak- anir gengu á milli forystumanna SI og forsætisráöherra. Valdníðsla og skoðanakúgun voru orðin sem iðn- rekendur völdu Davíð en sjáfur sagði hann miður að svona fólk veldist til forystustarfa. Glöggir landsmenn hafa tekið eftir að Ólafur Örn Haralds- son, umhverfissinni og formaður fjárlaganefndar, skyldi vera fjar- verandi þegar atkvæða- greiðsla fór fram um Kára- hnjúkafrum- varpið. Skrafað er í þinginu að hann hafi eng- an kost átt góð- an. Með tilliti til áhuga hans á umhverfismálum hafi hann illa getað stutt frumvarpið en á hinn bóginn hafi hann sem formaður fjárlaganefhdar ekki getaö gengið gegn vilja flokksforystunnar þar sem virkjunin er ávísun á hagvöxt, að mati forystu framsóknar. Því er hermt að Ólafur Öm hafi fundið bestu lausnina. Að vera fjarverandi meðan kosið var. Sverrir Hermannsson brýnir sig tíðum í ræðustóli og var sl. þriðjudagur engin undantekning. Hann var- aði við að Seðlabank- inn tæki yfir verk- efni Þjóð- hagsstofn- unar enda væm menn svo hand- gengnir stjómvöldum þar að enginn í bank- anum þyrði að snýta sér nema hafa upp á slíkt skriflegt leyfi frá forsæt- isráðherra! Þannig hefði vaxtalækk- unin verið pöntuð af hálfu Davíðs og menn orðið við henni. Sverrir lét ekki þar við sitja held- ur líkti seðlabankastjórunum, þeim Finni Ingólfssyni og Birgi ísleifi Gunnarssyni, við mestu „taglhnýt- inga ríkisstjómarinnar". Þótti þing- mönnum sem fyrrum væringar Sverris og Finns væm langt í frá gleymdar þegar þingmaðurinn varð að taka pokann sinn í Landsbankan- um. Og enn meira af máium tengdum Davíð. Hermt er að engin tilviljun hafi ráðið því að hann er nú að sóla sig í Víetnam, eins og Steingrím- ur J. Sigfús- son kallar það, á sama tima og Alþingi leggur niður Þjóð- hagsstofnun. Steingrímur líkir því hlut- skipti Hall- dórs við „flór- mokstur" að þurfa að mæla fyrir frumvarpinu sem starfandi forsæt- isráðherra. Myndasögur £ 1 I Pú hefur greinl- lega aldrei séð hann borða heilan poka af kleinu- f~ hringjuml \ I pað heila teklð er ég ekki vies um að kökuát sé íþrótt. Eg Ieqq tll við höldum íþrótta- Ikeppni til að safna peninguml |Hvað um tertuátkeppni' lElnhverlar *---- __uppastungur? Stefnu- og straumanefnd Píranaklúbbsins. Af hverju ertu evona v\ee Eg hef áður séð 6vona md eftir 6ex ára stelpu í 6kólanum]/ Þetta er kanína að éta > gulrót! J á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.