Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2002, Blaðsíða 16
28 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 Skoðun DV Bíla- og farþegaferja frá Þorlákshöfn til Evrópu? J Hvernig ertu til heilsunnar? (Spurt á Akureyri) Jóhanna Eyjólfsdóttir gjaldkeri: Bara fín og hef sloppiö viö flensuna í vetur. Og er hreint ekki sjúkdómahrædd. Svanhildur Leósdóttir tónlistarmaður: Ekki nógu góö, hjartveikin piagar mig. Enda er búiö aö skera mig þvers og kruss. Steinþór Ásgeirsson þjónustufulltrúi: Heitsan er góö. Jafnvel þótt ég geri lít- iö til aö þjálfa mig og efla heilsuna. Bragi Elefsen þjónustufulltrúi: Nokkuö góö og hef sloppiö viö um- gangspestir. Og nú ætla ég aö fara aö hreyfa mig meira þegar ég fer aö byggja einbýlishús á næstunni. Kristín Jónsdóttir aðstoðarkokkur: Bara fín, ég fæ ekki flensu nema fjóröa, fimmta hvert ár. Sjálf bý ég í þunna loftinu á Langanesi - og þaö veit á góöa heilsu. Kristín Ólafsdóttir blómasali: Ég hef góöa heilsu nema hvaö ég fæ stundum í bakiö. Og ætli þar komi ekki til bæöi mikil vinna og rangar hreyfingar. Hvers vegna Seyðisfjörð- ur er góður ferjubær Aðalheiður Borgþórsdóttir, feröa- og menningarmálafulltrúi, Seyöisfiröi, skrifar: Þar sem ég sat í rútunni á hinni hættulegu leið frá Reykjavík til Kefla- víkur á leið í Leifsstöð til þess að fljúga örstutt til London sökkti ég mér í hið ágæta Dagblað og rak augun í grein Ingva Ingvasonar frá 4. apríl. Þar nöldrar hann yfir staðsetningu einu ferju landsins. Ég gat ekki varist þvi að pirrast örlítið yfir viðhorfum hans, enda er málið mér skylt. Er ekki jafnfáránlegt fyrir höfuð- borgarbúa að þurfa að aka til Kefla- víkur til þess að fljúga til útlanda, þetta lengir jú tímann um 45 mínút- ur a.m.k., en flug til London t.d. tek- ur aðeins 3 klst. Hann Ingvi er ekki sá eini sem hefur haft eitthvað út á staðsetningu ferjunnar að setja en það hafa einnig gert þau Katrin Fjeldsted (29. nóv.) og Skúli Sigurðs- son (14. des.). Öll gleyma þau aö nefna í athugasemdum sínum stað- setningu eða hafnir ferjunnar, að hún ætti auðvitað að sigla beint til Kaupmannahafnar en ekki Hanst- holm í Danmörku eins og hún gerir nú, ferðalangurinn er a.m.k. 6 klst. að aka tU Kaupmannahafnar. Ég vil benda á að staðsetningin er engin tUviljun og er ákveðin vegna þess að með því móti er ferjunni kleift að sigla þann hring sem hún gerir, en hún siglir vikulega á miUi Islands, Færeyja, Danmörku, Noregs og Hjaltlands. Á mUli Seyðisfjarðar og Þórshafnar í Færeyjum eru 280 sjómUur en til Þorlákshafnar frá Ferjur víða um heim eru ekki allar staðsettar í höfuð- borgum eða við stcerstu þétt- býlisstaðina, heldur miklu frekar þar sem stysta leiðin á milli áfangastaða er. Þórshöfn í Færeyjum eru 450 sjómU- ur. Ég get einnig staðfest það að flest- ir farþegar ferjunnar kjósa að aka um landið og skoða náttúruna en eru ekkert sérstaklega að leita eftir borg- arstemningu, miklu heldur náttúru . Ég þori að fuUyrða að það eykur á fjölbreytni ferðalagsins aö aka i 8-10 tíma tU Seyðisfjarðar í staðinn fyrir að sigla sólarhring lengur með ferj- unni. Það má stoppa við hjá ættingj- um og vinum eða skoða eitthvað af okkar yndislega landi. Ferjur víða um heim eru ekki aUar staðsettar í höfuðborgum eða við stærstu þéttbýl- isstaðina, heldur miklu frekar þar sem stysta leiðin á miUi áfangastaða er. í tilfeUi Norrönu er það siglinga- lengdin sem ráðið hefur staðsetn- ingu, það einfaldlega kemur ekki annar staður tU greina. Gleðilegt ferða- og menningar- sumar. Hryðjuverkamenn kannaðir í bak og fyrir Konráð R. Friðfinnsson skrifar:___________________________ Eftir hina skelfllegu árás hryðju- verkamanna á Bandarikin 11. septem- ber 2001 varð mikiU breyting í heim- inum. Einkum á sviði flugrekstrar og allrar öryggisgæslu í og við flugveUi. Fjölmörg flugfélög hafa lagt upp laupana og endursöluverð farþega- flugvéla hefur sömuleiðis hríðfaUið. 11. september var líka dagurinn sem hryðjuverkahópum í veröldinni var sagt stríð á hendur. Bandaríkja- menn, Bretar og fleiri þjóðir hafa tek- ið höndum saman i þessari baráttu og ekki linnt látum heldur heijað linnu- laust á ófógnuðinn. Eftir hinn örlagaríka dag, og einnig áður, hafa menn grandskoðað hina ýmsu hryðjuverkahópa í heiminum. Haldin hafa verið sérstök námskeið fyrir lögreglu og aðra sem þurfa að sinna gæslu á flugvöUum. Menn vita orðið mikið um hvemig þetta fólk vinnur og þau vopn sem það notar. „Smíðað hefur verið áhald sem lítur út eins og ósköp venjulegur penni, sams konar og þú notar daglega til að skrifa með ávísunina eða nafnið þitt. En þessi eru öllu hættulegri. í pennalíkinu er púður og byssukúla.“ Þessir hryðju- verkahópar fram- leiða alls konar vopn sjálfir og eru sum einkar hagan- lega gerð. Smíðað hefur verið áhald sem lítur út eins og ósköp venjulegur Hryðjuverka- penni, sams konar maður. 0g þú notar daglega tU að skrifa með ávísunina eða nafn- ið þitt. En þessi eru öUu hættulegri. í pennalíkinu er púður og byssukúla. Og er henni skotið í fómarlambið af stuttu færi með því að þrýsta á þann stað á pennanum sem setur penna- oddinn fram. Annað er einnig til í heimi hryðju- verkanna. FaUeg bindisnæla sem lítur kannski út eins og stjama, smeUt á bindi virðulegs og vel klædds karl- manns með yfirskegg, hatt og skjala- tösku. En með réttum aöferðum má draga stjömuna í sundur svo úr verð- ur hárbeittur hnífur. Alls konar svona litlir hlutir eru i umferð sem auðveld- lega má fela og líta ósköp sakleysis- lega út í augum venjulegra manna en em skaðræði í meðforum vel þjálfaðs fólks með pólinn á rangri hæð. Aukin vitneskja manna eykur lík- urnar á að unnt verði að spoma við hryðjuverkum og auka öryggi í tU dæmis farþegafluginu.Helsta vamar- vopnið í hemaði er upplýsingar um hagi óvinarins, hvemig hann vinnur og hvaða tækjum og tólum hann hef- ur yfir að ráða. Garrí réði enginn. Þeir félagar urðu sammála um að eini lífeyrissjóðurinn sem vert væri að stóla á væru bömin. Eiga nógu mikið af bömum því eitthvert þeirra hlyti að hlaupa undir bagga ef allt klikkaði í ellinni. Þannig hefði þetta verið og þannig yrði þetta. Verðbréfapartíið hlyti að vera einhver órannsakanlegur millUeikur Guðs í dansi bama hans á mUli lífs og dauða. í Kauphöllinni Garri fór á verðbréfaskrifstofu um daginn. í fyrsta sinn. Ætlaöi að spyijast fyrir um sparifé sem hann hélt að hann ætti þar. Hvort það hefði rýmað eða aukist. Aldrei að vita á óvissutímum. Og sjaldan hefur Garri orðið jafn hissa. Á gljá- fægðu marmaragólfi stóð hann allt í einu og í gegnum enn finni glervegg sá hann her manna við tölvur í hvítum skyrtum með bindi. Bæði karlar og konur. AUir í réttri röö og frávik ekki frekar en í krossgátu. Líktist helst íslandsmeist- aramótinu í margfaldri uppröðun á beinni línu. Brothætt spenna Garri komst ekki lengra en inn á gljáfægt gólf- ið. AUar hurðir læstar með leysigeislum en samt þaut þar fólk um með aðgangskortin á lofti eins og stríðsfána. AUir að flýta sér. Gengið var að breytast. Enginn hafði tíma tU að spá í sparifé Gárra. Hugurinn var í Tókíó og New York. And- rúmsloftið líka. Spennan hefði brotið egg. „Þetta er eins og framtíðarmartröö úr Star Trek,“ sagði Garri við annan sem einnig var kominn tU að athuga með sparifé sitt. Sá var jafhfrosinn af undmn á staðnum. „Ég las það einhvers staðar að fólk brynni út á þremur árum á svona stað,“ sagði gesturinn og horfði í gegnum glerið þar sem sætaraðirnar voru enn beinar og skyrtumar jafnhvítar og áður. „Þaö er bara í bíómynd- um,“ svaraði Garri sem enn trúði ekki eigin aug- um. Þama bak við glerið kannaðist hann við marga hausa úr öðru samhengi. Hafði ekki grun um að þeir væm nú fuUir af töl- um og væntingum upp og niður gengisstigann. Þama var strákur sem klippt hafði hekkið fyrir Garra í fyrrasumar. Og annar sem hafði sett upp örbylgjuloftnetiö í hitteðfyrra. Þá vom þeir ekki í hvítum skyrtum og blikið í aug- um annað. Millileikur Guðs Garri gekk út og tók hinn sparifjáreigandann með sér. Sagði enga ástæðu til að bíða. Ef eitt- hvert sparifé væri þarna inni þá væri ómögulegt að segja hvað um þaö yrði. Við svona spennu Ekkert sullumbull á vellinum KR-ingur hringdi: Ég var að heyra að mínir menn ætli að mæta á vellinum i gamla, góða KR- búningnum í sumar. Ég veit að ég mæli fyrir munn margra þegar ég fagna þeirri ákvörðun. Búning- urinn sem tisk- unnar vegna og fyrir einhvem búningafram- leiðanda var tekinn upp hjá félaginu var hörmu- legur og óklæðilegur. Ég leyfi mér að skora á önnur félög að vera íhaldssöm þegar keppn- isbúningar eru annars vegar. Tilraunir á ............... þessu sviði hafa ævinlega mælst illa fyrir. Knattspyrnu- búningar Tilraunir geta leitt til hörmulegrar niöurstööu. Ekki sakamenn Kristinn Sigurðsson skrifar: Starfsmenn í Leifsstöð eru ekki saka- menn. Mér fannst það dæmalaus rudda- skapur af sýslumanni að láta leita í hirslum þeirra á vinnustaðnum. Og ein- kennilegt var það að ekki var leitað hjá öllum - aðeins sumum. Að mínum dómi ætti starfsfólk á vinnustað sem þessum að hafa viss hlunnindi. Til dæmis ætti starfsmaður að fá að kaupa einu sinni i mánuði fyrir ákveðna upphæð, segjum 10 til 15 þúsund krónur. Slíkt mundi koma i veg fyrir „afbrot" af þessu tagi. Logi, vertu heima! Kona á landsbyggðinni skrifar: Ég vil koma sjónar- miði mínu á framfæri varðandi lesendabréf sem birtist hér á les- endasíðu DV á dögun- um frá fyrrverandi kaupfélagsstjóra. Hann skorar á Stöð 2 að ráða Loga Bergmann sem fréttastjóra þar á bæ. Ég mótmæli þessu harðlega. Ég næ ekki Stöð 2 hér í sveitinni og barasta spyr: Ætla Bogi og Markús Öm að láta þetta viðgangast? Ég held að raunin sé sú að þessi geðþekki og raddprúði fréttamað- ur verði að vera áfram hjá Ríkissjón- varpinu til þess að ylja okkur konunum um hjartarætur. Ef hann fer á Stöð 2 þá fyrst íhugar maður að flytja til Reykja- víkur. En fógur er hlíðin og ég fer hvergi ef Logi verður heima. Rökrétt hækkun Nemandi á Bifröst skrifar: Vegna fréttar í DV laugardaginn 6. apríl óska ég eftir því að koma á fram- færi skoðun minni á hækkunum skóla- gjalda á Bifröst. Ég hóf nám hér á Bifröst í haust. Hefur skólinn tekið mér fagn- andi en ég greiði um 300 þúsund krónur á mánuði. Ég er ekki sátt við þaö. Ég er í undirbúningsdeild fyrir háskólann sjálfan og ég fæ mjög góða kennslu en ekki þannig aö ég geti verið sátt við að greiða 300 þúsund fyrir hana. Hún Birna, sem kennir okkur hagfræði, ætti að geta útskýrt fyrir okkur hvað viö fáum fyrir peninginn. Ég flutti með fjölskyldu mína í sveitarfélagið og hreinlega hef lagt allt undir. Ég má ekki við þessari 10% hækk- un. Ég skora á Runólf rektor að afnema hana strax, strax. Auga fyrir auga Vilhjáimur Andrésson ritar: Ekki mæli ég fyrir árásum ísraels á Palestínufólk. En máltækið segir: Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Nú eru ísra- elsmenn famir að taka augu fyrir tönn. Það gerðist eftir að Palestínumaður sprengdi sig i loft upp á páskahátíðinni og mikið mannfall varð. Þá var nóg komið. Nú þýðir ekki lengur að Bush og Blair gargi. Aðeins páfinn mun bjarga heiminum frá tortímingu. Bergmann. ISBi, Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035 Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.