Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2002, Blaðsíða 20
32 ____________________________FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 Tilvera DV Sex frumsýningar í bíóum: Eitthvað fyrir alla Það er stór helgi fram undan í kvikmyndahúsum í höfuðborginni. Hvorki meira né minna en sex kvik- myndir verða frumsýndar á morg- un. óhætt er að segja að fjölbreytnin ráði ríkjum þegar litið er yfir inni- haldið. Fyrir þá sem vilja dramatísk ævisöguverk er Iris tilvalin, fyrir bömin er það tölvugerða teikni- myndin Snillingurinn Jimmy Neutron, fyrir hina rómantísku ætti Kate and Leopold að vera tilvalin mynd, spennufiklar, sem einnig hafa gaman af hrollvekjum, ættu að fá sinn skammt í Blade II, þeir sem vilja fá eitthvað óvenjulegt og fram- andi skal bent á hina margverðlaun- uðu mynd Davids Lynch, Mulhol- land Drive og fyrir þá sem hafa gaman af gamansamri spennu er Showtime tilvalin. Blade II Wesley Snipes er mættur aftur í hlutverki Blades sem er að hálfu mennskur. í nýju myndinni hefur stökkbreyting átt sér stað innan vampirusamfé- lagsins. Komin er fram ný vampíru- tegund sem er svo blóðþyrst að hún leggst ekki ein- ungis á mannfólk- ið heldur hinar hefðbundnu blóðsugur líka. Fómarlömbin, sem eru svo óheppin að lifa af árásir þessarar nýju tegundar, umbreytast sjálf í þessar blóðþyrstu vampírur. Þessu illþýði fjölgar hratt og innan skamms verður ekki nóg af mennsku blóði í boöi fyrir sælkerana. Skuggaráðið kallar til fundar gamalkunna félaga, þá Blade og Whistler (Kris Kristofferson), ásamt vopnasérfræð- ingnum Scud (Norman Reedus), og óskar aðstoðar þeirra félaga til að losna við þessa nýju vá. Leikstjóri er Guillermo del Toro. Irís Iris er marglofuð kvikmynd sem fjallar um líf hinnar þekktu skáld- konu Iris Murdoch. Þrír leikarar myndarinnar, Judy Dench, Kate Winslett og Jim Broadbent vom öll tilnefnd til óskarsverðlauna og fékk Broadbent hinn eftirsótta óskar fyr- ir leik í aukahlutverki. Myndin lýs- ir 40 ára sambandi Iris Murdoch og eiginmanns hennar. Murdoch var lýst sem einni snjöllustu og gáfuð- ustu konu Englands. Á síðari hluta ævi sinnar fór heilastarf- semi hennar smátt og smátt að breytast til hins verra og hún var greind með Alzheimer- sjúkdóm- * Showtime Robert DeNiro og Eddie Murphy snúa bökum saman í gamansamri sakamátamynd. Kate and Leopold Meg Ryan og Hugh Jackman eru fulltrúar tveggja tíma- skeiöa. Leikstjóri Iris, Richard Eyre, er ein- hver virtasti og þekktasti sviðsleik- stjóri Breta og var hann á árunum 1988-1997 listrænn stjómandi þjóð- leikhúss Breta. Kate & Leopold Kate & Leopold er rómantísk gamanmynd sem skartar Meg Ryan í aðalhlutverki. Mótleikari hennar er nýstimið ástralska, Hugh Jack- man. Þau leika persónur sem báðar búa í New York en ekki á sama tíma. Hún á tuttugustu og fyrstu öldinni en hann árið 1870! Þau hitt- ast samt þar sem um lítið tímaop er að ræða á Brooklyn-brúnni sem gamall unnusti Meg Ryan uppgötv- ar. Ekki er auðvelt fyrir herramann frá nítjándu öld að aðlagast New York á 21. Blade II Blade (Wesley Snipes) og Nyssa Damaskonos (Leonor Varilla) tilbúinn gegn blóðsugum. öldinni og koma oft upp spaugileg atvik. Niðurstaðan er þó sú að ef þau lifðu á sömu öld væru þau full- komin fyrir hvort annað. Leikstjóri er James Mangold sem síðast gerði hina ágætu Girl, Interrupted. Mulholland Drive David Lynch fer ekki troðnar slóðir og vfst er að Mulholland Drive á eftir að valda mörgum heilabrotum. Fáar kvikmyndir á síðasta ári vöktu jafn mikla athygli. Myndin, sem upphaflega átti að vera forveri sjónvarpsseríu, hefur verið hlaðin lofi og verðlaunum í bak og fyrir. í upphafi fylgjumst við með Ritu sem lendir í bílslysi á Mulholland Drive. Hún missir minnið og ráfar inn á gistiheimili þar sem ung stúlka, Betty, sem komin er til Hollywood í leit að frægð og frama, finnur hana og tekur hana að sér. Myndin fjall- ar síðan um þessar tvær stúlk- ur og persónur og atburði sem koma inn í líf þeirra. Lynch valdi tvær lítt þekktar leikkonur, Lauru Harring og Naomi Watts, til að fara með hlutverk Ritu og Betty og Mulholland Drive Betty (Naomi Watts) og Rita (Laura Harring) bera saman ráö sín. Jimmy Neutron, Boy Genius Jimmy og Karl vinur hans á ferð um geiminn í leit aö foreldrum sínum. inn Iris (Judy Dench) og John (Jim Broadbent) á góöri stund. þykja þær afar sannfærandi. Showtime Robert DeNiro og Eddie Murphy er einhvern veginn ekki sú sam- setning leikara sem þætti vænn kostur en einhverjum snillingi hef- ur dottið í hug á setja þá saman og útkoman er nokkuð góð að mati margra. Þeir fara með lauflétt hlut- verk i hinni gamansömu sakamála- mynd, Showtime. Robert DeNiro leikur harða löggu sem vill helst vinna einn og fara eigin leiðir á meðan Eddie Murphy leikur at- vinnulausan leikara sem er að vísu lögga en myndi helst vilja vera lögga í sjónvarpsþætti. Dag einn eyðleggur Murphy leyniaðgerð fyrir DeNiro sem verður brjálaður og skeytir ekki aðeins skapi sinu á aumingja Murphy heldur einnig sjónvarpsliði sem var að flækjast fyrir honum. í kjölfarið eru myndir af honum á öllum fjölmiðlum og nú byrja vandræöi hans fyrir alvöru ... Auk þeirra DeNiros og Murphys fer Rene Russo með stórt hlutverk í myndinni. Snillingurinn Jimmy Neutron Snillingurinn Jimmy Neutron er tölvugerð teiknimynd sem hefur verið hrósað fyrir skemmtilega sögu og góðar tæknilegar úrlausnir. í myndinni segir frá Jimmy Neutron sem hefur gáfur á við kjameðlisfræðing en er seinhepp- inn í samskiptum við aðra. Hann á þó vini sem fylgja honum í blíðu og stríðu. Jimmy hefur óvart gert grimmum geimverum viðvart um að líf sé á jörðinni og dag einn kem- ur geimfloti og rænir öllum foreldr- um. í fyrstu eru allir krakkar ánægðir meö að vera foreldralausir, en ekki til lengdar, allir sakna þeir foreldra sinna. Jimmy kemst að því hvað hefur gerst og tekur til sinna ráða ... SntUingurinn Jimmy Neu- tron er sýndur bæði með ensku og íslensku tali. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.