Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2002, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2002, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 DV 37 EIR á fimmtudeqi Þór Tulinius Tómas Ingi Ekki Tómas Ingi Ekki Þór Olrích. Tulinius. Ruglast á ráðherra And Björk, of course,,, eför Þor- vald Þorsteinsson hefur fengið góð- ar viðtökur í Borgarleikhúsinu og streyma gestir að þó bannað sé bömum. í leikritinu fer Þór Tulini- us með hlutverk kennara sem við- urkennir í miðjum klíðum á sig bamaniðingsskap. Gervi Þórs þyk- ir sérlega sannfærandi, gleraugu og jakki að kennarasið - úlfúr í sauðargæru. í hléi á frumsýningu verksins gerðist það svo að margir gesta töldu að Þór væri kominn fram í anddyri til að blanda geði við viðstadda og vom margir fast að því komnir að taka í hönd hans og óska til hamingju með leiksigur. Kom þá á daginn að þama fór Tómas Ingi Olrich menntamálaráð- herra sem þykir sem spegihnynd Þórs í hlutverki kennarans. Vand- ræðum var þó afstýrt. Elín Málmfríöur Barn daginn fyrir próf. Baby-Bifröst Ungfrú ísland 2000, Elín Málm- fríður Magnús- dóttirr, er orðin léttari. Eignaðist dóttur daginn áður en hún átti að gangast undir próf í félagarétti í Viðskiptahá- Runólfur rektor skólanum á Bif- Sendi blðm og j-ost þar sem hún góöar óskir. stundar nám. Runólfur Ágústs- son, rektor á Bifröst, sendi fegurð- ardrottningunni og dótturinni blómvönd í tilefni dagsins með þeim orðum að þær skyldu ekki hafa áhyggjur af prófunum. Þau mætti taka síðar. Aðrir nemendur í Bifröst bíða spenntir eftir að feg- urðardrottningin snúi aftur með frumburðinn sem þegar hefur verið gefið nafnið Baby-Bifröst. Til bráðabirgða. Leiörétting Að gefhu tilefni skal tekið fram að það svigrúm sem forseti íslands óskaði eftir þegar hann kynntist heitmey sinni, Dorrit Moussaieff, hefur nú breyst i risasvig-rúm. Ættaróðal á 30 milljónir ÍSLENSK FÁTÆKT „Þess eru dæmi að fólk leiti til nefndar- innar eftir að hafa ekki borðað í marga daga og í einu tilviki kom kona beint af fæðingardeild- inni allslaus með nýfætt bam og tókst að útvega henni bamavagn, burðarrúm og fpt handa baminu." (Úr leiöara Morgunblaösins um Mæörastyrksnefnd.) STÖÐUG MIS- NOTKUN „Senni- lega hefur engu tón- skáldi verið nauðgað eins oft og Chopin.“ (Tónlistarrrýni Jónasar Sen í DV.) MÁ ÞETTA? „Einfaldasta lýsingin á rekstri Línu.Nets er að fyrirtækið er að brenna pening- um.“ (Úr leiöara DV.) Lilja Pálmadóttir hugsar heim: Lilja Pálmadóttir, eiginkona Baltasars Kormáks, hefur fest kaup á jörðinni Hofi á Höfðaströnd, rétt við Hofsós. Á Hofi var fað- ir hennar fæddur og uppalinn og oft kennd- ur við staðinn þótt Pálmi Jónsson hafi orðið þekktari af því að stofna Hagkaup og við það verslunarveldi kenndur siðar. Lilja greiddi 30 milljónir fyrir ættaróðalið. „Hvort það er mikið eða lítið fer eftir ___ hvemig á málið er horft,“ segir Elsa Stefánsdóttir, hús- freyja á Hofi, sem þarf að rýma íbúðarhús á jörðinni 1. júní en jörð- ina sjálfa og gripahús ekki fyrr en um áramót. „Hér hef ég búið í 21 ár og veit eiginlega ekki hvert ég fer,“ segir Elsa. Lilja Hver vegur aö heiman er vegurinn heim. Á Hofi hefur verið rekin hestaleiga og hrossarækt en sú starfsemi fylgir ekki með í kaupum Lilju á jörðinni. Ekki er þó ólíklegt að hrossabú- skapur verði áfram á Hofi því Baltasar Kormákur er laginn hestamaður og þykir ekki síðri tamninga- maður en leikari. Á Hofi bjó um ára- tugaskeið Jón bóndi Jónsson af Nauta- búsætt og kona hans, Sigurlína Bjömsdótt- ir frá Brekku (systir Andrésar Bjömssonar, fyrrum út- varpsstjóra). Þau áttu tvíburana Pálma og Solveigu. Jón bóndi var mikill framsóknarmaður og lengi orðaður við þingmennsku. Hann var afi Lilju sem nú hugsar til hans með kaupum sínum á ættaróðalinu. DV-MYND GVA Eftlrvænting í loftinu Allir sem einn horfa þeir á knöttinn svífa yfir körfunni. Tíminn stendur í staö Alfreð í ræktinni Notar hvorki lýsi, vítamín, tóbak né sykur í kaffi - enda snar í snúningum. Deilurnar um líkamsræktarstöðina í höfuðstöðvum Orkuveitunnar: Alfreð stundar enga líkamsrækt - en elskar roast-beef meö bernaise og lauk „Sjálfur stunda ég enga líkamsrækt ef frá eru taldar göngur mínar á bökkum silungsveiðiáa á sumrin," segir Alfreð Þorsteinsson, stjómarfor- maður Orkuveitu Reykja- víkur, en stofmmin hyggst sem kunnugt er að koma á fót líkamsræktar- stöð í kjallara nýrra höf- uðstöðva Orkuveitunnar við Réttarháls í Reykjavík. Þrátt fyrir hreyfmgarleysið er Aifreð snar í snúningum og minnir frekar á ungling en 58 ára gamlan mann þegar hann þeytist um höfuðborg- ina og sinnir erindum í umboði kjósenda sinna. Hann segist hvorki taka lýsi né vítamín en aldrei hafi hann reykt né heldur notað sykur i kaffi: „Ég held að galdurinn við að halda heilsu sé mataræðið. Ég borða hvað sem er en aldrei of mikiö. Best þykir mér að fá roast-beef með bemaisesósu og lauk en sósuna Nýju höfuöstöðvamar Orkuveitan viö Réttar- háls - líkamsræktar- stöö í kjallaranum. nota ég bara til hátíða- brigða,“ segir Alfreð sem í fyrsta sinn í gær sté fæti inn á líkamsræktar- stöð til að kanna sjálfur hvemig væri að lyfta lóð- um og pumpa af krafti. AUt í nafni Orkuveitunn- ar og nýju líkamsræktar- stöðvarinnar sem þar verður i kjallaranum: „Það hefur öllu verið snúið á haus í umræðunni um þessa líkamsræktarstöð okkar. Við höfum hingað til boðið starfsfólki okkar upp á aðstöðu til líkamsræktar og förum ekki að hætta því þó flutt sé í nýtt húsnæði. Hið nýja í málinu er að við ætlum, fyrstir fyrirtækja, að leigja reksturinn út og skiptir þá litlu hvort það verður Ágústa Jolm- sen, Bjöm i World Class eða ein- hverjir aðrir sem reka stöðina. Við ætlum einfaldlega að bjóða þessa starfsemi út,“ segir Alfreð, íþrótta- mannslegur í fasi, enda hóf hann feril sinn á opinberum vettvangi sem íþróttafréttamaður á Tímanum, málgagni Framsóknarflokksins, um áratugaskeið. Og hefur engu gleymt. una.net ÁHYGGJUR HIRST „Ég bendi einnig á að vandaðir frétta- skýringarþættir í is- lensku sjónvarpi heyra nánast sög- unni til. Það er áhyggjuefni." (Elín Hirst um fréttamennsku.) ... VORUM SKULDUNAUTUM „Ég tel að það sé kominn tími til þess að gerð sé gangskör í því að bankarnir sýni mun meiri ábyrgð í útlánum sínum og komi til móts við skuldunauta sína sem margir hverjir horfa fram á dimma daga.“ (Séra Karl Matthíasson í ræöu á Alþingi.) Þakklátir gyðingar Ferðamálafrömuðir frá ísrael sem gerði stuttan stans hér á landi fyrir skemmstu til að kynna land sitt og þjóð sáu ástæðu til að þakka fyrir sig í háif- síðu-auglýsingu í Morgunblaðinu á þriðjudaginn. Sem kunnugt er gekk ferðakynning þeirra á Grand hótel ekki sem skyldi vegna mótmæla Palestínu- manna og annarra fylgismanna þeirra hér á landi við anddyri hótelsins. Ferða- glöðu gyðingamir bera sig þó vel, eða eins og segir í auglýsingu þeirra: „Þrátt Rétta myndín ISRA8L fyrir ýmsar uppákomur sem áttu sér stað meðan á dvöl okkar stóð erum við þakklát fyrir að hafa komið skilaboðum okkar áfram: Ferðaþjónusta boðar frið og skilning". Ekki er vitað til þess að einn einasti sólarlandamiði hafi selst til ísraels enn sem komið er. ------.... ;f*m**~ Auglýsingin Friöur og skilningur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.