Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2002, Blaðsíða 15
14 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 27 DV Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstodarritstjóri: Jónas Haraldsson Fróttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Ritsyórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfuféiagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Gamall draugur Gamall draugur hefur gert vart við sig. Nú stefnir allt í að samþykkt verði á Alþingi að veita deCODE Genet- ics, móðurfyrirtæki íslenskrar erfðagreiningar, allt að 20 milljarða ríkisábyrgð vegna láns til að fjármagna nýja starfsemi á sviði lyfjaþróunar. Þar með mun ríkissjóður taka beina áhættu i áhættusömum rekstri einkafyrir- tækis. í flestu hefur verið einstaklega gleðilegt að fylgjast með uppgangi íslenskrar erfðagreiningar á undanförn- um árum. Á stundum hefur blásið á móti en með fram- sýni og einbeittum vilja hefur Kára Stefánssyni tekist að byggja upp fyrirtæki sem hefur alla möguleika til að ná verulegum árangri. Fyrir litla þjóð skiptir miklu að til séu menn sem tilbúnir eru til átaka og hafa framsýni og áræði til að nýta tækifærin. En eitt er að styðja við bakið á frumkvöðlum með al- mennum og skipulegum hætti eða grípa til sértækra ráð- stafana fyrir eitt fyrirtæki. Fjármálaráðherra hefur lýst því yfir að ríkisábyrgð fyrir deCODE sé ekki fordæmis- gefandi, enda viðurkennir hann að ríkisábyrgðir séu um- deilanlegar. Atvinnulífið og þá ekki síst frumkvöðlar eiga kröfu á að ríkisvaldið tryggi að umhverfi fyrirtækja sé með þeim hætti að þau geti vaxið og dafnað. En allir verða að sitja við sama borð. Ríkisábyrgð á lánum eins fyrirtækis kall- ar þvi á ríkisábyrgð fyrir önnur. Þeir sem standa í atvinnurekstri geta ekki ætlast til þess að sameiginlegur sjóður taki áhættu í formi ábyrgða á rekstri fyrirtækja og skiptir engu hversu arðvænleg eða mikilvæg þau annars kunna að vera. Eigendur fyrir- tækjanna verða að tryggja fjármögnun rekstrarins með öðrum hætti - með eiginfé og áhættulánum. Af vanlíðan Alfreðs Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Reykjavikurlistans og stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur og Línu.Nets, fer mikinn í yfirheyrslu DV í gær. Eins og stundum er háttur manna sem glíma við pólitíska vanlíð- an, eru óöruggir eða þurfa að verja erfiðan málstað, reyn- ir hann að forðast málefnið. Spjótunum er beint að sendi- boðunum, reynt er að gera þá tortryggilega í þeirri von að almenningur átti sig ekki á hvað er rétt og hvað ekki. Ársreikningur Línu.Nets - pólitísks gæluverkefnis Al- freðs Þorsteinssonar - var lagður fram á aðalfundi fyrir- tækisins siðastliðinn föstudag og í framhaldi beindi DV kastljósi sínu að stöðu og rekstri þess. Það kastljós er ekki að skapi Alfreðs Þorsteinssonar en hann er ekki fyrsti og ekki síðasti stjórnmálamaðurinn sem kveinkar sér undan fréttamennsku DV. Eftir standa hins vegar ábendingar DV um að árs- reikningur Línu.Nets sýnir aðra og dekkri mynd af rekstri og stöðu fyrirtækisins en Alfreð Þorsteinsson vill vera láta. Óreglulegar tekjur eru færðar sem reglulegar, skuldir safnast upp og í tilraun til að fegra myndina enn frekar er breytt um afskriftaprósentur. Auðvitað er það óþægilegt fyrir annan valdamesta mann Reykjavikurlistans að standa frammi fyrir erfið- um spumingum um fyrirtæki sem er á framfæri borgar- búa - fyrirtæki sem hann ber mesta ábyrgð á. Hvort Al- freð Þorsteinssyni tekst að forðast málefnið með því að ráðast á sendiboðana kemur í ljós í komandi borgar- stjórnarkosningum. Oli Björn Karason DV Skoðun Er Það var í spjalli í sjón- varpi á dögunum að for- ystumenn þeirra framboðs- lista sem takast á um völd í Reykjavík tjáðu sig báðir í mörgum orðum um hversu mikinn forgang málefni barna myndu fá á næstu árum. Og því þar meira að segja haldið fram að svo hefði í raun verið nú um árabil. Það getur vel verið að það sé verið að sinna þessum málum af fremsta megni en svona er mín saga. Erfiður umönnunartími Fyrir tæpum þremur árum kom seinni dóttir mín allt of fljótt í heim- inn. Við fengum báðar framúrskar- andi læknisaðstoð. Barnið braggaðist og komst heim á undraverðum tíma eftir nokkurra vikna legu á Vöku- deild. Hún var heima í stofu þremur vikum fyrir áætlaða fæðingu sína. Við tók langur og stundum erfiður umönnunartími því margir kvillar hrjáðu litla barnið. Úr því skal þó ekki gert mikið hér því aldrei yarð hún í raun alvarlega veik, svona eftir á að hyggja. Þegar hún var nokkurra mánaða gömul var sótt um leikskólapláss, enda fyrir- séð að það kæmi að því að fara að vinna fulla vinnu, eða því sem næst. Til að gera langa sögu stutta þá kemst barnið að sögn yfír- valda í fyrsta lagi inn á leik- skóla nú síðsumars þegar hún verður komin á fjórða ár. Þaö var sótt um for- göngu inn í leikskólakerfið. Ástæða var til að ætla að barnið myndi verða á eftir á ýmsum sviðum og brýnt að fagmenn fylgdust með framvindu mála hjá henni og styddu við það starf sem unnið var heima fyrir. Læknar vottuðu að þetta væri mikilvægt og fleira var tínt til. En allt kom fyrir ekki. Pláss- ið var ekki fyrir hendi. Fært fólk flýr úr starfi Hitt er að á sama tíma voru þær stéttir sem sinna ungum bömum í borginni að leysast upp. Á leikskól- um hefur i nokkur ár þótt eðlilegt og Sigfríöur Bjömsdóttir tónmenntarkennari ég ein? jafnvel gott ef ein fagmenntuð manneskja leiðir deildarstarf- iö. Þetta er ótrúlega lélegt. Á þessum árum var líka samið við kennara. En frammistaða manna á þeim vettvangi er með þeim ólikindum að það var ekki fyrr en engan veginn náðist að manna skólana að farið var í það í fullri alvöru að semja um sæmileg laun til handa þessari mikilvægu stétt. En hrunið hafði átt sér stað. Margur mjög fær kenn- ari var flúinn úr starfl. Þrátt fyrir samninga og hækkanir brá svo við að í sama hverfi og dóttir mín litla hafði feng- ið endalausar neitanir við leikskólaumsóknum var svo eldri dóttur minni boðið upp á það að hafa ófagmenntaðan kennara, þ.e.a.s. leiðbeinanda, um að því er virtist ófyrirsjá- anlega framtíð. Þarna var ekki lengur við unað og við fluttum. Flutt í betra skólahverfi Við fluttum þó ekki úr „Astæða var til að œtla að barnið myndi verða á eftir á ýmsum sviðum og brýnt að fagmenn fylgdust með fram- vindu mála hjá henni og styddu við það starf sem unnið var heima fyrir. Lækn- ar vottuðu að þetta vœri mikilvœgt og fleira var tínt til. En allt kom fyrir ekki. Plássið var ekki fyrir hendi. “ Reykjavík, en í hverfi þar sem tryggt var að barnið fengi ekki bara boðlega kennslu heldur hreint frá- bæra. Sú litla er enn á biðlista inn á leikskóla, en .sem betur fer erum við alsæl- ar með dagforeldrana sem við fundum. Við lögðum þannig ýmislegt á okkur og vorum líka heppnar. Vonandi mun þeim sem með völdin fara næstu árin í Reykjavík takast betur til en fram að þessu. í raun er börnum okkar í dag upp til hópa boðin mjög slök þjónusta og nánast eingöngu heppni ræður því hvort börn eru í þolanlegri aðstöðu inn- an kerfisins eða ekki. Ég er vonandi ein um ofangreint og allir aðrir hafa fengið pláss fyrir sín börn á metnaðarfull- um leikskólum þar sem allir eru fagmenntaðir og grunn- skóli eldri barna þeirra fuil- skipaður reyndum og hæfum kennurum. Eða'er ég kannski ekki ein? Sigfríður Bjömsdóttir Gert út á óttann Það var dapurlegt að sjá að mesta herveldi sögunnar reyndist vera vamarlaust gegn hryðjuverkum. Há- tæknivopnum er beint gegn ytri óvinum á erlendri grund, en þeir sem frömdu voðaverkin 11. septem- ber voru hins vegar búsettir í Banda- ríkjunum og vopnaðir ómerkilegum hnifum. Hér brást dýrasta hervemd heims algjörlega. Af því virðast fáir lærdómar hafa verið dregnir. Frekar en að viðurkenna gagns- leysi nútímahemaðar og ráðast í að bæta eðlilega öryggisgæslu var skuldinni skellt á erlend öfl og blás- ið i herlúðra gegn erlendu ríki. Jafn- framt var kynt undir ótta bandarískra þegna, þeim ótta sem hernaðarhyggjan nærist á. Hvað eftir annað eru íbúar skelfdir með tilkynn- ingum frá yfirvöldum um yfirvofandi hermdarverk. Þeim áróðri mætti líkja við það að ís- lensk stjórnvöld sendu reglulega frá sér tilkynningar um að Suðurlands- skjálfti eða eldsumbrot við Reykja- vík séu yfirvofandi. Þó slíkar náttúruhamfarir séu mögulegar er ljóst hve slík síbylja væri skað- leg. Með heill almennings i huga hefðu bandarísk stjórnvöld átt að viðurkenna skipbrot hernaðar- stefnunnar, snúa sér að því að efla öryggisgæslu og boða sam- ábyrgð og virðingu fyrir eigin lífi og annama. En hernaðurinn varð ofan á. Hvers vegna? Áhrif hervæðingar á þjóðlíf Það er gæfa okkar og forrétt- indi að ísland skuli vera herlaust riki. íslenska rikið stundar ekki manndráp án dóms og laga (nema óbeint með þátttöku i NATO). Við lærðum okkar lexíu á Sturlungaöld og bemm nú gæfu til að leysa deilur með öðrum hætti. Okkur tókst að heyja landhelgis- stríð án hemaðar og mannfóma. Of- beldismenn em stöðvaðir og dæmdir að lögum hér á landi en ekki drepn- ir. Við notum landhelgisgæslu, lög- reglu og hjálparsveitir þegar aðrar þjóðir nota her. Hér ríkir gagn- kvæmt traust og virðing fyrir mannslífum þegar til kastanna kem- ur, sem birtist m.a. í því að ráða- menn þjóðarinnar geta farið um frjálsir ferða sinna án vopnaðra líf- varða. Af þessu getum við íslending- ar verið stoltir. Hvað þurfum við að gera til að varðveita þessa sérstöðu? Hvað megum við alls ekki læra af öðrum þjóðum? í mörgum ríkjum er hernaður og hergagnaframleiðsla meginatvinnu- grein, rétt eins og fiskiðnaður og ferðamennska hér, þó ólíku sé sam- an að jafna. í Bandaríkjunum snert- ir hernaður flestar fjölskyldur. Ein- hver nákominn vinnur hjá hernum eða fyrirtæki sem þróar eða fram- leiðir eitthvað í hemað. Oft em þetta vel launuð störf. Eftirspum eftir vinnuframlagi þessa fólks eykst á stríðstímum og minnkar á friðartím- um. Fall Berlínarmúrsins var tákn um frið en einnig ávísum á atvinnu- leysi og neyð. Ófáar milljónir manna misstu vinnuna þegar risaveldin drógu úr hervæðingunni. Áhrif herstöðvar á fólk Þó ísland sé herlaust ríki er hér amerískur her, eins og allir vita. Honum má þakka fáeinar prósentur af þjóðartekjunum og vel yfir þús- und manns fá þar vinnu. Það er lær- dómsríkt að búa á Suðumesjum og skynja dulin áhrif herstöðvarinnar á viðhorf fólks. Það virðist ekki skipta meginmáli hvort einhver vöm sé i hemum eða hvort hætta stafi af hon- um. Áhrifin á atvinnulífið er aðal- málið. Ótrúlega margt friðelskandi fólk óttast að herinn dragi saman seglin eða fari. Það óttast ekki vam- arleysi heldur að það sjálft eða ein- hver nákominn missi vinnuna. Á þann hátt hefur þessi einangraða herstöð ótrúleg áhrif á friðsama ís- lendinga. Á yfirborðinu örlar ekki á samviskubiti yfir því að helga starfs- krafta sína hemaði. Þau fyrirtæki sem hagnast vel á þjónustu við her- inn vilja auðvitað veg hans sem mestan. Jafnt fyrirtæki sem starfs- menn í þessari stöðu skapa sér stjórnmálamenn sem vilja efla þenn- an her og pælingum um stríð og frið er ógjama blandað í málið. Þorvaldur Öm Amarson „Ótrúlega margt friðelskandi fólk óttast að herinn dragi saman seglin eða fari. Það óttast ekki vamarleysi heldur að það sjálft eða einhver nákominn missi vinn- una. Á þann hátt hefur þessi einangraða herstöð ótrú- leg áhrif á friðsama íslendinga. “ Þorvaidur Örn Arnarson, líffræóingur og kennari Ummælí Gott að fá klapp á bakið „Og í okkur öllum blundar bamið sem þráir viðurkenningu - leynt og ljóst. Margt barnið hefur goldið þess ævina alla að hafa aldrei fengið að heyra HRÓSIÐ sem það þráði. Væri það ekki skemmtileg veröld ef þakklætið væri eins máttugt og reiðin? Ef mönnum veittist eins auðvelt að hrósa og ávíta? Það heyrði ég fyrst af skoskum fjárhundum í æsku minni að það mætti alls ekki vera góð- ur við þá. Þá hættu þeir að hlýða. Ég veit ekki hvort menn eru famir að klappa skosku fjárhundunum. Veit hinsvegar að það gerir okkur tvifæt- lingum gott eitt að fá klapp á bakið; það laðar einfaldlega fram okkar besta. Gildir þá einu hvort í hlut eiga böm í vöggu, keppendur í pollaflokki eða af- burðamenn í vísindum." Ragnar Tómasson á Eiöfaxi.is Skömm við gamla fólkið „1 heilbrigðisgeiranum starfar stór hópur fólks af erlendu bergi brotinn. Á öldrunardeild, þar sem ég þekki vel til, starfar ólíkur hópur fólks frá framandi löndum við umönnun gamla fólksins. Þetta er gott fólk sem sinnir starfi sínu vel en þó er stór galli á sem eru tungu- málaörðugleikar. Fæstir tala mikið í ís- lensku. Það er mikil skömm að bjóða gamla fólkinu, sem hefur stritað allt sitt líf og borgað til samfélagsins sem því bar, það að geta ekki haldið uppi samræðum við starfsfólkið sem annast það á ævikvöldinu. Ég hef líka heyrt að þetta fólk sé á lægri launum en íslend- ingar i sömu störfum. Ljótt ef satt er! Það er að minnsta kosti grundvallarat- riði að kenna þessum nýju íslendingum að tala málið okkar og á því sviði þarf virkilega að taka til hendinni." Elín Albertsdóttir í Vikunni. Spurt og svaraö Er ríkisábyrgð til Islenskrar erfðagreiningar u WMM& Ásta Möller, þingmadur Sjálfstœdisflokks: Undantekningar- tilvik „Sem talsmaður einkafram- taks og minni ríkisumsvifa hika ég þegar ríkisábyrgð til einka- fyrirtækja er annars vegar. Slíkt á eingöngu að veita í algjörum undantekningartil- vikum. Hér gefst tækifæri til að hasla sér völl á lyfjaþróunarsviði á alheimsmarkaði, byggt á ís- lensku hugviti, sem veltir óhemju peningaupp- hæðum. Ný stóriðja skapast, ný hálaunastörf verða til, nýtt fjármagn kemur til landsins sem mun bæta þjóðarhag enn meir. Ef heimild til tímabundinnar ríkisábyrgðar þarf til að þessi hugmynd verði að veruleika og hagnaður verði eftir í landinu en flytjist ekki til annarra landa, þá er það réttlætanlegt." Ögmundur Jónasson, þingmaður VG: Óeðlilegur fram- gangsmáti „í fyrsta lagi þá er mjög óeðli- legur sá framgangsmáti sem ríkisstjórnin ætlar að hafa við afgreiðslu þessa máls. Greini- legt er að knýja á fram niðurstöðu i þinginu að lítt athuguðu máli. í öðru lagi skýtur skökku við þegar sama ríkisstjórn og er að losa þjóöina við allar eignir sínar sem veita henni arð er tilbúin að hlaupa undir bagga með þessum hætti undir fjárfestingu einkafyrirtækis. Og er þar með að undirgangast að þjóðnýta tap fyrirtækisins ef illa fer. Auðvitað vilja allir sjá atvinnuuppbygg- ingu á þessu sviði, en ekki mun ég láta setja mig í siðferðilega spennitreyju vegna þessa máls.“ Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Samfylkingar: Á móti í grund- vallaratriðum „í grundvallaratriðum er ég á móti að ríkisábyrgðir séu veitt- ar á þann hátt. Auk þess er þetta mál seint fram komið og þingmenn eiga erfitt með að afla sér þeirra upplýsinga sem til þarf og ef þetta verður samþykkt hlýtur það alltaf að vera ábyrgð meirihluta Alþingis sem hefur haft held- ur lengri tíma en stjómarandstaðan til þess að skoða þetta mál. Vissulega er hér um spennandi atvinnustarf- semi að ræða en í prinsippinu snýst málið ekki nema aö litlu leyti um það.“ ísolfur Gylfi Pálmason, þingmaður Framsóknarfl.: Byggjum upp þekkingarþjóðfélag „Auðvitað velta menn fyrir sér kostum og göllum ábyrgðar sem þessarar. Hér er í raun um að ræða byggðastefnu nútímans þar sem fsland keppir við umheiminn um ný og spennandi störf í lif-hátækniiönaði. Þetta er enn einn þátturinn í því að byggja upp þekkingar- þjóðfélag hér á landi - og skapa atvinnu fyrir vel menntað fólk sem ella fLytti úr landi - eða kæmi ekki heim að námi loknu. Þess vegna er ég hlynntur því að ríkið gangist í þessar ábyrgðir. Nauðsynlegt er að skjóta sem flestum stoðum undir atvinnulífið á íslandi því fjölbreytni á því sviði jafngildir þeim góðu búhyggindum að hafa ekki öll egg í sömu körfunni." Q Ríkisstjórnin ætlar aö leggja fram frumvarp sem heimilar fjármálaráöherra aö veita ÍE nkisábyrgð fyrír allt aö 20 milljaröa króna vegna lyflaþróunarverksmiöju ÍE sem gæti veitt allt að 300 manns vinnu. DVJWYND GVA Síöustu vetrarhretin ganga nú yfir í Reykjavík. / A aö einkavæða íslenskt vatn? Sennilega hljómar spum- ingin afkáralega í eyram ís- lendinga. Hvemig er hægt að einkavæða vatn? Engu að síður eru þess fjölmörg dæmi utan úr heimi að op- inberar vatnsveitur hafa verið einkavæddar, ýmist með beinni sölu eða fram- sali á rekstri. Þar með hverfa vatnsveitumar frá samfélagslegri grunnþjón- ustu og snúa sér að þvi að veita eigendum sinum arð. Og afleiðingamar hafa sveiflast á milli þess að vera slæmar og skelfilegar. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um vatnsveitur sveitarfélaga og snýst um að sveitarfélög eigi að geta hluta- félagavætt vatnsveitur sínar. Einnig er lagt til að eiganda vatnsveitu verði heimilað að áskilja sér arð- greiðslur sem numið geti allt að 7% af eigin fé vatnsveitunnar. Dymar að einkavæðingu vatnsveitnanna era opnaðar í hálfa gátt og þar sem ríkisstjóm fer með völd sem hefur einkavæðingu arðvænlegra opin- berra stofnana sem trúarsetningu er sala vatnsveitanna frekar spuming um tímasetningu en hvort af henni verði. in á einkavæðingu er alltaf hlutafélagavæðing, hlutafé- lagið er svo selt innlendum aðilum og oftar en ekki koma svo stóru fjölþjóðafyr- irtækin og taka yfir. Þannig hefur megnið af neysluvatn- inu í heiminum i dag færst 1 hendur örfárra stórra fjöl- þjóðafyrirtækja. Árið 1989 einkavæddu Bretar vatns- Anna Atladóttir. veitur og skolpræsakerfi i Höfundur á sæti í al- Englandi og Wales. Frá 1989 þjóöahópi bsrb. 1992 þrefaldaðist tala þeirra heimila sem vom af- tengd vatni vegna vangoldinna gjalda. Afleiðingarnar urðu m.a. að í Birmingham fór ástandið að minna á fmmstæð fátækrahverfi i þriðja heiminum. Árið 1992 lokaði vatns- fyrirtækið á 20 sinnum fleiri heimili en það hafði gert árinu áður og tals- maður þess sagði að önnur orkufyr- irtæki yrðu að fylgja i kjölfarið og loka fyrir þjónustuna. Það yrði að taka á málinu þegar fólk greiddi ekki vatnsgjöld sín. Er einkavæöingin afturkræf? Nú orðið eiga Bretar minnst af vatnsfyrirtækjum í Bretlandi því al- þjóðafyrirtæki, frönsk að upprana, hafa keypt vatnið í Bretlandi. Bretar hafa sums staðar reynt að kaupa vatnið aftur til bæjar- og sveitarfé- laga en lögin voru þannig úr garði gerð að þeim var það fjárhagslega ókleift. í Grenoble í Frakklandi voru einkavæddar vatnsveitur og skólplagnakerfi aftur á móti keypt til baka. Eftir áratug pólitískrar bar- áttu og dómsmálaþref samþykkti borgarstjóm Grenoble að rifta einka- væðingunni og taka upp á ný rekst- ur bæjarstjómarinnar á vatnsveit- unum. Ljóst er að þar sem vatnsveit- ur hafa verið einkavæddar hefur þjónustan versnað og gjöld hækkað. Einnig að nýir eigendur vita vel á hvaða gullnámu þeir sitja og vilji ríki eða sveitarfélag ná aftur stjóm og eignarhaldi á þessari lífsnauösyn- legu þjónustu, þá fá þeir að borga vel ríflega það sem einkaaðilamir þurftu að leggja út á sínum tíma. Hér hefur aðeins verið tæpt á örfáum at- riðum úr reynslu annarra þjóða. Væri okkur ekki hollt að skoða vel einkavæðingarferil annarra áður en við leggjum út i fenið? Vatn er lífs- nauðsyn og þess vegna eru grund- vallarmannréttindi að allir hafi að þvi aðgang. Anna Atladóttir Vatn er dýrmætt Það er staðreynd að sökum vatns- skorts er vatn viða um heim orðið dýrmætara en olía og íslenskt vatn er með því besta í heimi. Það er því beinlínis hlálegt ef við þegjandi og hljóðalaust látum leggja drög að einkavæðingu þessa dýrmæta efnis sem er undirstaða alls lífs á jörðinni. Því er spáð að 2,7 milljarða manna muni skorta drykkjarvatn árið 2025. Nú þegar er áætlað að 1,1 milljarður hefur ekki aðgang að neysluhæfu drykkjarvatni og meira en 5 milljón- ir manna látast á ári hverju úr sjúk- dómum af völdum óhreins vatns. Það eru tíu sinnum fleiri en falla ár- lega vegna stríða sem háð eru um alla jörðina, skv. skýrslu frá Samein- uðu þjóðunum á degi vatnsins 22. mars sl. Eins og fátækrahverfi Það er viðbúiö að margir segi sem svo: „Ekki er nú búið að einkavæða neina vatnsveitu þótt mögulegt sé aö gera hana að hlutafélagi." En byrjun- hefur þjónustan versnað og gjöld hækkað. Einnig að nýir eigendur vita vel á hvaða gullnámu þeir sitja og vilji riki eða sveitarfélag ná aftur stjóm og eignarhaldi á þessari lífsnauðsynlegu þjónustu, þá fá þeir að borga vel ríflega það sem einkaaðilamir þurftu að leggja út á sínum tíma. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.