Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2002, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2002, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 r>v 7 Fréttir Akureyri: Barnvænn bær Akureyrarbær hefur markað sér fjölskyldustefnu sem kynnt var í gær á blaðamannafundi í gær. Fjölskyldu- stefnan fjallar um hvernig bæjaryfir- völd ætla með ákvörðunum sínum, þjónustu og aðstöðu, sem boðið er upp á, að koma til móts við barnafjölskyld- ur, þ.e. fjölskyldur með böm á aldrin- um 0-18 ára, og auðvelda þeim að rækja hlutverk sitt. í frétt frá bænum segir að með fjöl- skyldustefnu séu bæjaryfirvöld að lýsa því yfir að þau vilji leggja sér- staka áherslu á að gera allar kringum- stæður sem hagstæðastar fyrir böm og uppalendur þeirra. Jafhframt að þau vilji koma til aðstoðar þegar verr gengur. Fjölskyldustefnunni og framkvæmd hennar er einnig ætlað að styðja þá ímynd að á Akureyri sé gott að búa, alast upp og ala upp böm. Allar deild- ir bæjarins skulu taka mið af fjöl- skyldustefnunni við mótun starfsáætl- ana sinna. Kerfisbundið á að meta fyrir fram hvaða áhrif ákvarðanir bæjaryfir- valda muni hafa á líf og hagi bama- fjölskyldna, t.d. breytingar á gjald- skrám, framkvæmdir og forgangsröð- un verkefna. Niðurstöður matsins fylgi tillögum, t.d. frá nefndum til bæj- arráðs og bæjarstjómar. Þannig geta bæjaryfirvöld tekið markvissari ákvarðanir um það sem varðar líf og afkomu fjölskyldna í bænum. -BÞ Þingsályktunartillaga framsóknar um breytta aldurssamsetningu: Tveir vinnandi menn á hvern ellilífeyrisþega - innan skamms - ekki verið að hnýta í gamalt fólk með tillögunni Alþingi samþykkti í gær að þings- ályktunartillaga fjögurra framsókn- arþingmanna um könnun á áhrifum breyttra hlutfalla aldurshópa eftir árið 2010 færi til síðari umræðu. Isólfur Gylfi Pálmason er fyrsti flutningsmaður en þar er skorað á ríkisstjómina að koma á fót vinnu- hópi sérfræðinga sem kanni áhrif fyrirsjáanlegra breytinga á aldurs- samsetningu þjóðarinnar eftir árið 2010 á eftirlauna- og lífeyrismál og á heilbrigðiskerfið. Nefndin á að skila áliti innan árs fáist tillagan sam- þykkt. Frá árinu 1970 til 1995 fjölgaði ís- lendingum 65 ára og eldri úr 5,9% þjóðarinnar í 11,3%. í spá, sem gerð hefur verið um hlutfall þessa aldurs- hóps til ársins 2030, kemur fram að veruleg fjölgun verður frá árinu 2010 og árið 2030 verður þetta hlutfall orðið 19%. Þessi fjölgun hef- ur miklar þjóðfélagsbreyt- ingar í för með sér. Ætla má að kostnaður heilbrigðis- kerfisins aukist verulega og útgjöld vegna eftirlauna og lífeyris hækki umtalsvert. Þá fækkar mjög í hópi vinn- andi fólks. í skýringum með tillögunni segir að umræðan um vandamál er fylgi breyttri aldursskiptingu þjóðarinnar snerti ýmsa viðkvæma þætti í lífi aldraðra. „Enginn má skilja þá um- ræðu svo að verið sé að hnýta i aldr- Isólfur Gylfi Pálmason. aða. Miklu heldur er tillaga þessi lögð fram til þess að tryggja afkomu aldraðra og þjónustu samfélagsins við þá,“ segja flutningsmenn. Á síðari hluta þessarar aldar hefur verið stefnt að því að lækka eftirlaunaaldur- inn en eftirlaunakerfið hefur víða reynst nokkuð dýrt. „Flestum er ljóst að kostnað- urinn á eftir að aukast gífur- Ársreikningur Akureyrarbæjar: Aukning bæði tekna og gjalda Ársreikningar Akureyrarbæjar fyrir árið 2001 hafa verið lagðir fram i bæjarráði en um er að ræða samstæðureikning bæjarsjóðs og allra bæjarfyrirtækja. Samkvæmt sveitarstjómarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjóm og er síðari fundurinn eftir. Helstu niðurstöðutölur úr fjár- magnsyfirliti samstæðureiknings- ins eru þær að skatttekjur urðu um lega. Á næstu 30M0 árum munu hlut- fóll aldurshópa breytast æ meir sök- um hærri lífaldurs og færri barns- fæðinga. Ekki verður undan því vik- ist að skoða áhrif þess á eftirlauna- og heilbrigðiskerfi víða um heim. Reiknað hefur verið út að árið 2030 geti staðan orðið þannig 1 iðnvædd- um ríkjum að aðeins verði tveir vinnandi menn fyrir hvern eftir- launaþega, aldurshópar komi tU með að takast á um skiptingu fjármagns og öll fjármögnun félagslegrar að- stoðar verði erfið. Einnig hefur ver- ið bent á að breyttri aldursskipan fylgja pólitískar breytingar. Aldraðir hafa víða styrkt mjög stöðu sina með hvers konar félagsstarfsemi sem hef- ur það meginmarkmið að hafa áhrif á ákvarðanir löggjafarvaldsins í mál- efnum aldraðra og er það vel,“ segir í skýringum með tillögunni. -BÞ 220 miljón krónum hærri en áætlun gerði ráð fyrir en rekstrarútgjöld reyndust um 430 mfiljón krónum hærri en gert var ráð fyrir. Skatt- tekjur bæjarsjóðs eru um 7% hærri en áætlað var en almenn rekstrar- gjöld tæp 8% umfram áætlun. Heild- arlaunagreiðslur á árinu 2001 voru 3.121 milljón og ársverk 1.360 en til samanburðar voru heildarlauna- greiðslur 2.545 milljónir króna á ár- inu 2000 og ársverk 1.299. -BÞ Fyrirlestur með Yogi Shanti Desai í kvöld. Jógahcimspcki og áhrif hennar á daglegt líf. DV-MYND GVA Snú snú að vori Krakkarnir í Laugarnesskóla njóta þeirrar takmörkuóu vorblíöu sem verió hefur aö undanförnu. Aó hætti forfeöra sinna og mæóra bregöa þau á leik. Hefðbundió er aö bregöa sér í snú snú. Sumt breytist ekki þó kynsióöir komi og fari. Veðurklúbburinn á Dalbæ á von á norðanskelli: Gusar úr sér fyrir miðjan mánuðinn Vor á næsta leiti Veðurklúbburinn á Dalbæ er sannfærandi í sþám sínum sem hafa ræst ótrúlega vel. Félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ eru sammála um að vorið sé ekki komið þó vissulega sé það á næsta leiti. „Hann á eftir að gusa aðeins úr sér, en hversu mikið og í hvaða formi það verður er ekki alveg gott aö segja um, en líklegt að hann klári það fyrir miðjan mán- uðinn,“ segja þeir félagcu- sem merkilega sannspáir hafa verið um veðrið um margra ára skeið. Sumir félaganna telja að það sé eft- ir einn norðanskellur sem kemur óvænt og verður hraustlegur en stendur stutt yfir. Annars verður veðrið nokkuð á þeim nótum eins og það er vant á þessum árstíma, ein- hver hríðarlenja, slydda og jafnvel rigning, sól og gott á milli. Klúbbfélagar segja að þegar tófurn- ar fara að gagga sig snemma saman megi búast við góðu vori og hafa þeir fengið fregnir af því framan úr Svarf- aðardal að það sé nokkuð síðan að tófurnar hófu að gagga sig saman á þess- um vetri. Apríltunglið kviknar í vestri föstudaginn 12. apríl og telja klúbbfélagar að sakir þess hve síðustu tungl sem kviknuðu í vestri voru góð þá verði slíkt hið sama uppi á ten- ingnum nú þó svo að í gegnum tíðina hafi þessi tungl ekki alltaf verið góö. Það er talið að votur einmánuður boði gott vor og það sem af einmán- uði er liðið að þessu sinni má segja að hann hafi verið votur og nú er að sjá hvað er mikið til í þessu. -hiá Upplýsandi kvöldstund með Yogi Shanti Desai sem hefur haft jógafræðin að leiðarljósi allt sitt líf og rekið eigin jógastöð síðastliðin 30 ár. Fyrirlestur og sýníkennsla ásamt tíma fyrir spumingar um jógafræðin úr sal Aðgangseyrir 1.000 kr. fyrir korthafa í stöðinní Jóga hjá Quðjóni Bergmann og 1.500 kr. fyrir aðra. Allír velkomnír á Qrand Hótel kl. 20.30 í kvöld. LYFjAVERSLUN ÍSLANDS H F. AÐALFUNDUR Aðalfundur Lyíjaverslunar íslands hf. verður haldinn að Lynghálsi 13 fimmtudaginn 18. apríl 2002 og hefst hann kl. 16.00. DAGSKRÁ 1. Venjuleg aðalfúndarstörf skv. 14. gr. félagsins. 2. Tillögur um breytingu á samþykktum. a) 1. gr. um að breyta naíni félagsins í Líf hf. b) 2. gr. um að breyta heimilisfangi félagsins. 3. Tillaga stjómar um heimild til að kaupa og/eða eiga eigin hlutabréf. 4. Önnur mál sem löglega em upp borin. Tillögur frá hluthöíum, sem bera á fram á aðalfundi, þurfa að vera komnar í hendur stjómarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfúnd. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins, munu liggja frammi á skrifstofú félagsins 7 dögum fyrir aðalfúnd. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fúndarstað við upphaf fúndarins. Stjóm Lyfjaverslunar íslands hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.