Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2002, Blaðsíða 13
13
FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002
DV
Beint frá hjartanu
- segir Vladimir Ashkenazy um verk Edwards Elgar sem Sinfónían leikur í kvöld
Hann er eins og strákur þar
sem hann ber við Sinfóníuhljóm-
sveitina og Kór íslensku óperunn-
ar á sviðinu, svo grannur og
beinn í stórum hvítum stutterma-
bol. Ef ekki vœri fyrir tígulegar
handahreyfingarnar sem hljóm-
sveit og kór hlýóa hiklaust gœti
manni varla dottið í hug aó þetta
vœri heimsfrœgur hljómsveitar-
stjóri og píanósnillingur.
Vladimir Ashkenazy segist
ekki muna hvort hann fékk sjáif-
ur hugmyndina um að láta Sin-
fóniuhljómsveit íslands leika
Draum Gerontiusar eftir breska
tónskáldið Edward Elgar eða
hvort hún kom frá öðrum. „Við
borðuðum með einsöngvurunum
síðast þegar ég kom hingað, við
Þröstur Ólafsson, og þá barst
þetta verk i tal - kannski var það
tenórinn sem nefndi það fyrst,
Robert Gambill, sem því miður
getur ekki sungið á tónleikunum
I kvöld vegna sýkingar í eyra.“
í hans stað kemur Peter Auty
og mezzósópraninn er lika ný,
ekki Iris Vermillion eins og upp-
haflega var gert ráð fyrir heldur
Charlotte Hellekant sem Ashken-
azy segist hafa unnið með áður.
„Hún er dásamleg söngkona."
Gjafir eru yöur gefnar
„Sennilega var það þó ég sem
nefndi verkið fyrstur því ég elska
Draum Gerontiusar," segir Ash-
kenazy og brosir stríðnislega.
- Af hverju elskarðu það? spyr
blaðamaður.
„Það er ekki hægt að lýsa tón-
list,“ svarar hann en fer þó undir
eins að reyna: „í þessu verki er
svo undursamleg tjáning, það er
svo raunverulegt og satt, kemur
beint frá hjarta tónskáldsins.
Flutningurinn tekur um tvær
klukkustundir þannig að þetta er
mikið verk, og ég hygg að það
hafi ekki verið flutt hérlendis áður.“
- Draumur Gerontiusar var frumfluttur árið
1900 og tilheyrir 20. öldinni. Hver heldurðu að
verði eftirmæli tuttugustu aldar í tónlistinni?
Getur hún keppt við 18. og 19. öldina?
„Ég hef bara ekki hugmynd um það,“ segir
tónlistarfrömuðurinn sjálfur og hristir gráan
kollinn. „Ég er oft spurður hvað ég haldi um
þróun tónlistarinnar en ég get engu spáð -
enda gengi það gegn mínum grundvallarregl-
um í lífínu. Það er ókleift að spá hvaða stefnu
lífið tekur. Maður skyldi aldrei útiloka neina
möguleika á að uppgötva meira um tilveruna
því við vitum aldrei að hverju við gætum kom-
ist. Allt er breytingum undirorpið, örlögum
einstaklingsins, ástandinu í heiminum og svo
framvegis og svo framvegis. Það er ekki frekar
hægt að spá fyrir um listimar og þróun þeirra
en heimsástandið."
ferðalagi með píanóverkin eftir
Mozart sem hann lék með Kamm-
ersveit Reykjavíkur á ógleymanleg-
um tónleikum í Salnum í janúar
sl., hann fer þá til Sviss, Ítalíu, Jap-
ans, Kuala Lumpur og Kóreu og
leikur með kammersveit á hverjum
stað. Síðan tekur hann til við að
stjórna hljómsveitum aftur en
hann er aðalstjómandi Tékknesku
fHharmóníusveitarinnar og heið-
ursstjórnandi Fílharmóníusveitar
Lundúna, auk þess sem honum er
boðið að stýra hljómsveitum um
allan heim. „Já, ég veit að ég er
heppinn líka að því leyti,“ segir
hann og hlær.
- Þú hefur verið meira á ferðinni
hér á íslandi undanfarið en um
skeið, segir blaðamaður varfærnis-
lega við þennan þekktasta tengda-
son þjóðarinnar, en Vladimir gríp-
ur fram í:
„Nei, það er ekki rétt, ég hef
alltaf komið hingað einu sinni á
ári, á sumrin þegar veðrið er gott.
Þá höfum við hjónin verið hér í
eina til tvær vikur og ferðast um
landið. Svo var það fyrir nokkru að
framkvæmdastjóm Sinfóníunnar
kom að máli við mig og sagði mér
að hljómsveitin væri í mun betra
formi en þegar ég stjómaði henni
fyrir rúmum tuttugu árum og ég
ákvað að láta á það reyna; kom
hingað í fyrra og hitti þá fyrir
þessa yndislegu hljómsveit. Mér
finnst þau spila svo vel og taka
skínandi vel eftir. í gamla daga var
hljómsveitin sett saman ýmist af
gamalreyndum hljóðfæraleikurum
sem höfðu verið með meira og
minna frá upphafi eða fólki sem
var ennþá í námi. Ég man eftir ein-
rnn fimmtán ára eitt árið. Það virt-
ist vera mjög erfitt þá að manna
hljómsveitina og standardinn var
lágur - fyrir utan fáeina einstak-
linga sem spiluðu undurvel. Hljóm-
sveitin hefur alltaf borið gæfu til
að hafa snillinga á sínum snærum.
En núna er hljómsveitin skipuð svo mörgu
ungu og áhugasömu fólki að maður ftnnur að
það er alveg sama hvað maður biður um, allt
er til reiðu. Það er frábær staða og ég nýt
hverrar mínútu!“
- Eigum við þá von á að þú komir hingað ár-
lega og stjómir tónleikum?
„Já, Þröstur hefur beðið mig að gera ráð fyr-
ir að koma hingað einu sinni á ári til að
stjórna og það hef ég hugsað mér að gera nema
annir hindri það beinlínis. Raunar mun ég
með ánægju gefa íslandi forgang fram yfir
aðra staði. Þetta þýðir þá að i framtíðinni kem
ég að minnsta kosti tvisvar á ári til Islands!"
Það er boðið til mikillar veislu í Háskólabíói
i kvöld, og þegar punkturinn var settur aftan
við þetta viðtal var enn hægt að fá miða á tón-
leikana.
-SA
DV-MYND E.ÓL.
Vladimir Ashkenazy
„Núna er hljómsveitin skipuö svo mörgu ungu og áhugasömu fólki aö maöur
finnur aö það er alveg sama hvaö maöur biöur um, allt er til reiöu. “
- En áttu þér eftirlætistímabil í tónlistinni?
„Nei. Að vísu hef ég ekki gríðarlegan áhuga
á tónlistinni fyrir tíma Bachs þó margt hafi
verið fallega gert, en frá tíma Bachs og alveg
fram til samtímans hef ég yndi og áhuga á gíf-
urlega mörgu í tónlist. Ég get alls ekki gert
upp á milli tímabila. Á öllum öldum hafa ótal-
margir verið uppi með hæfileika handan okk-
ar skilnings, og gjafir þeirra gefa mér svo
óendanlega mikið. Ég þekki marga sem svara
aðeins tónlist af ákveðnu tagi en ég er ekki
þeirra á meðal, ég er opinn fyrir margs konar
tónlist. Ólíkir partar af mér bregðast viö ólík-
um hlutum i tónlist, og mér finnst ég heppinn
að því leyti. Ég er gasalega ríkur maður!“ Og
hann þrýstir báðum lófum að brjósti sér.
Ný hljómsveit
Næstu vikur verður Ashkenazy á tónleika-
Heimsþekktur píanóleikari og Beethoven-túlkandi heldur tónleika í Reykjavík:
John Lill í Ými
Unnendur klassískrar píanótónlistar ættu
að athuga að á sunnudaginn kl. 16 heldur hinn
heimsþekkti breski píanóleikari John Lill ein-
leikstónleika á Sunnudags-matinée í tónlistar-
húsinu Ými. Hann hélt sína fyrstu einleikstón-
leika aðeins níu ára gamall og átján ára flutti
hann 3. píanókonsert Rachmaninovs og
„debúteraði" í Royal Festival Hall með því að
flytja hinn fræga Keisara-píanókonsert Beet-
hovens. Árið 1970 sigraði hann í Tsjaikovski-
keppninni í Moskvu og hefur allar götur síðan
verið eftirsóttur og mikilsmetinn listamaður.
Lill er talinn einn mikilvægasti Beethoven-
túlkandi okkar tíma, en hefur á efnisskrá sinni
flest verka píanótónbókmenntanna og hefur
auk Beethoven-verka hljóðritað píanóverk eft-
ir Prokofiev, Rachmaninov, Brahms og marga
fleiri. Hann hefur komið fram með hljómsveit-
arstjórum á borð við Barbirolli, Osawa og
Svetlanov og haldið tónleika í yfir fjörutíu
þjóðlöndum. Hann er tíður gestur á BBC
Proms tónleikaröðinni og kemur reglulega
fram með Royal Scottish National Orchestra
og stærri hljómsveitunum í London, hann kom
nýlega fram sem einleikari með Filharmóní-
unni í St. Pétursborg, og hefur undanfarin
misseri komið fram með hljómsveitum í Rott-
erdam, Stokkhólmi, Hannover, Hong Kong og
með Orchestre Philharmonique de Radio
France, auk þess að halda fjölda einleikstón-
leika um alla Evrópu, í Kanada og í Suður-Am-
eríku.
Lill hefur leikið inn á hljómplötur og diska
fyrir Dequtche Gramophon og EMI og hljóðrit-
aði nýlega allar „bagatellur" og píanókonserta
Beethovens fyrir Chandos. Þá hefur hann
hljóðritað allar pianósónötur Prokofievs hjá
ASV. Lill hefur nýlokið við að hljóðrita alla
konserta og önnur einleiksverk fyrir píanó eft-
ir Rachmaninov fyrir Nimbus. Hann kom fram
með Sinfóníuhljómsveit íslands árið 1977, en
hefur ekki leikið á íslandi síðan.
Á efnisskrá tónleikanna eru Sonata in D-dúr
KV 576 eftir W.A. Mozart, Variationen und
Fuge úber ein Thema von Hándel opus 24 eftir
J. Brahms, 2 prelúdíur og fúgur úr ópus 87 eft-
ir D. Shostakovitch og Sonata nr. 32 in c-minor
opus 111 eftir L. van Beethoven.
John Lill píanólelkari
Leikur í annaö sinn á íslandi. ■
___________________Menning
Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is
Rússíbanar
með ímu Þöll
Annað kvöld kl. 20 halda Rússíbanar tón-
leika í fjórðu Tíbrárröðinni i Salnum í
Kópavogi og tileinka þá friðarhugsjóninni.
Klezmer-tónlist er stór hluti efnisskrár
Rússíbana, tónlist ættuð úr alþjóðlegum
heimi Gyöinga, er i senn þjóðleg og alþjóð-
leg, sveiflast milli hástemmdrar gleði og
dýpstu sorgar i einu og sama stefbrotinu,
þrungin tilfinningahita og mjúkri hörku,
sannkölluð „heimstónlist". Og hver veit
nema lag og lag af hinni vinsælu Cyrano-
plötu hljómsveitarinnar fljóti með.
Með þeim leikur Ima Þöll Jónsdóttir, ung
heimskona og fiðluleikari sem hefur verið
búsett í Bandaríkjunum undanfarin ár. Hún
leikur með hljómsveitinni Andromeda í
Boston sem hefur getið sér frábært orð fyr-
ir fágaða túlkun, vandaðar útsetningar og
glæsilega spilamennsku.
Siðfræði stríðs
I tilefni þeirra miklu átaka sem nú eiga
sér stað í heiminum efnir Siðfræðistofnun
til fundar um siðfræði stríðs í kvöld kl. 20 í
Borgarleikhúsinu. Á fundinum tala þeir
Þorsteinn Gylfason, prófessor í heimspeki
og Karl Th. Birgisson blaðamaður. Þeir
munu fjalla um kenningar um siðfræði
stríðs og taka dæmi úr samtímanum. Eftir
framsögur verða umræður.
Hönd í hönd
I bókinni Hönd í hönd sem
Skálholtsútgáfan gefur út
hugleiða fimmtíu Islendingar
hvemig hægt sé að bregðast
við áfollum í lífinu, erfiðleik-
um eða sorg. Hugleiðingar og
leiðbeiningar eru settar fram
í sögum, ljóðum og stuttum
íhugunum sem eiga sameigin-
legt að byggja að einhverju
leyti á reynslu þess sem skrifar.
Bókinni er ætlað að veita uppörvun og
styrk í daglegu lífi og hún er fengur fyrir þá
sem vilja rétta öðrum hjálparhönd og eiga
kannski í erfiðleikum með að orða hugsan-
ir sínar.
Meðal þeirra sem efni eiga í bókinni eru
Andrés Ragnarsson sálfræðingur, Ágústa
Pétursdóttir Snæland húsmóðir, Guðmund-
ur Karl Brynjarsson prestur, Guðrún Eva
Mínervudóttir rithöfundur, Guðrún Guð-
laugsdóttir blaðamaður, Gunnar Dal rithöf-
undur, Gunnar Hersveinn blaðamaður,
Halldór Reynisson prestur, Heiðdís Norð-
fjörð rithöfundur, Inga Huld Hákonardóttir
sagnfræðingur, Jakob Ágúst Hjálmarsson
dómkirkjuprestur, Jón Bjarman fyrrv.
sjúkrahúsprestur, Jónina Leósdóttir rithöf-
undur, Kristín Bjarnadóttir leikkona og
skáld, Kristín Guðrún Gunnlaugsdóttir
myndlistarmaður, Kristín Helga Gunnars-
dóttir rithöfundur, Njörður P. Njarðvík pró-
fessor, Ólafur Hallgrímsson geðlæknir, Sig-
urbjörn Einarsson biskup, Steinunn Jó-
hannesdóttir rithöfundur og Þorsteinn frá
Hamri skáld.
Ólafur Kjartan
syngur í London
Á veraldarvefnum má
lesa að Ólafur Kjartan Sig-
urðarson óperusöngvari
hefur gengið frá samningi
við Holland Park óperu-
húsið í London um að
syngja Tonio í II Pagliacci
eftir LeoncavaUo hjá þeim
í sumar. Sérstaklega
ánægjulegt er að honum var úthlutað frum-
sýningunni - það skiptir miklu máli upp á
alla fjölmiölaumfjöllun. Hljómsveitin er
sjálf Royal Philharmonic Orchestra, hljóm-
sveitarstjóri verður Nicoletta Conti og leik-
stjóri er Jamie Hayes, sá hinn sami og setti
upp La Bohéme hjá íslensku óperunni í
fyrra. Neddu syngur Loredana Árcuri og
Geraint Dodd tenór, sá sem syngur Canio á
móti Ólafi Kjartani nú, söng hlutverk Don
José á móti honum í Carmen hjá English
Touring Opera fyrir nokkrum árum.
Þeir sem verða á ferðalagi í Englandi í
sumar geta fengið nánari upplýsingar á
http://www.rbkc.gov.uk/HPLatest-
NewsandOffers/general/casting%20m-
formation%2020022.asp.