Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2002, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002
DV
Fréttir
Utanríkisráðherra um hernað ísraela gegn Palestínumönnum:
Víðtækar efnahags-
þvinganir líklegar
, Halldór
Ásgrímsson.
Halldór As-
grímsson utan-
ríkisráðherra
segir að ekki
komi til greina
á þessum tíma-
punkti að ís-
lendingar skoði
þá leið að slíta
stjómmálasam-
bandi sínu við
ísrael til að
mótmæla hemaði þeirra gegn
Palestínumönnum. Hann telur að
fremur eigum við íslendingar i
samvinnu við Norðurlandaþjóð-
imar að reyna að hjálpa til í frið-
arferlinu á svæðinu fyrir botni
Miðjarðarhafs. í því sambandi
hafi Norðmenn unnið gott starf.
„Ég mun á næstunni hitta marga
starfsbræður mína frá öðrum
löndum og þessi staða mála mun
þá verða á dagskrá, enda er þetta
mjög alvarlegt alþjóðlegt vanda-
mál sem alla varðar," sagði utan-
ríkisráðherra í samtali við DV.
„Ég man ekki eftir jafn al-
mennri og harðri gagnrýni á ísra-
elsmenn meðal þjóða heims og
síðustu daga, ásamt því að Sam-
einuðu þjóðimar hafa samþykkt
Blóöugt stríð
ísraelar sæta mikilli gagnrýni um alla heimsbyggöina vegna innrásarinnar á svæði Palestínumanna.
mjög einbeitta ályktun um
að Israelar kveðji lið sitt
til baka. Haldi þeir upp-
teknum hætti er mjög lík-
legt að þeir mæti víðtæk-
um efnahagsþvingunum af
hálfu alþjóðasamfélags-
ins,“ segir Halldór.
Um hvort friðarvænleg-
ar horfi nú í ísrael og
Palesínu og hvort einhver
von um frið sé í augsýn þá
segir utanríkisráðherra að
erfitt sé að vera bjartsýnn
í þessu máli. „Hins vegar
hljóta menn að trúa því að
það takist að stilla til frið-
ar. Ég trúi því að ísraels-
menn muni kalla her sinn
til baka, eftir eindregin til-
mæli Bandaríkjamanna,
og það verður vonandi til
þess að hægt verður að
byrja friðarumleitanir á
ný. Þeim sem bera ábyrgð
á þessum átökum hlýtur
eins og alþjóðasamfélaginu
öllu að vera ljóst að á
þessu svæði er óbúandi
fyrir bæði ísraelsmenn og
Palestínumenn nema frið-
ur komist á.“ -sbs
Frá Eyjum
Bæjarstjóraefnis leitað.
Vestmannaeyj ar:
Leitað að bæjar-
stjóraefni
Líklegt er talið
að Þorsteinn
Sverrisson, fyrr-
verandi fram-
kvæmdastjóri
Þróunarfélagsins,
verði bæjarstjóra-
efni Sjálfstæðis-
flokksins í Vest-
mannaeyjum við
næstu sveitar-
stjómarkosning-
ar. Fastlega er búist við að Guðjón
Hjörleifsson bæjarstjóri, sem til-
kynnt hefur að hann verði ekki
áfram bæjarstjóri, leiði listann og
Drífa Kristjánsdóttir hefur verið
orðuð við annað sætið. Þriðja sætið
er óvíst en búast má við að valið
standi á milli eins af núverandi bæj-
arfulltrúum flokksins og eins hefur
nafn Selmu Ragnarsdóttur verið
nefnt. Að sögn Frétta í Eyjum er
uppi þrálátur orðrómur um það að
Elliða Vignissyni verði stillt upp í
baráttusæti listans og Arnar Sigur-
mundsson muni verða í fimmta eða
sjötta sæti. -GG
Guöjón
Hjörleifsson.
Menningarmálanefnd Akureyrarbæj ar:
Fjórir fengu 100 þúsund
- afstaða tekin til 45 styrkbeiðna á fundi nefndarinnar
Fjórir fengu 100 þúsund króna
styrk þegar menningarmálanefnd
Akureyrarbæjar tók afstöðu til 45
umsókna um styrkveitingu sem
nefndinni höfðu borist. Alls fengu
19 umsóknir jákvæða afgreiðslu
nefndarinnar en 26 umsóknum var
hafnað.
Veittar voru 100 þúsund krónur
vegna uppsetningar á leikriti í Ket-
ilhúsinu þar sem Ámi Tryggvason
verður í gestahlutveki. Bjöm Þor-
láksson rithöfundur hlaut 100 þús-
und króna styrk til ritstarfa,
Kvennakór Akureyrar hlaut 100
þúsund króna styrk og einnig Nem-
endafélag Verkmenntaskólans
vegna uppfærslu á söngleiknum
Rocky Horror.
Næsthæstu styrkir voru upp á 80
þúsund krónur en þá hlutu Anna
Richardsdóttir vegna listahátíðar í
S-Afríku, Daníel Þorsteinsson pí-
anóleikari vegna tónleikahalds og
þeir Baldvin Zophoníasson og John
Júlíus vegna stuttmyndar.
Sem fyrr sagði hlutu 26 umsóknir
ekki náð fyrir augum nefhdarinnar.
I þeim flokki vora m.a. umsóknir
frá Sinfóníuhljómsveit Norður-
lands, Lúðrasveit Akureyrar og
unglingakór Akureyrarkirkju
vegna utanfarar, umsóknir vegna
sumartónleika í Akureyrarkirkju
og Django Jass hátiðar, og Leik-
húskórinn fékk neitun um styrk
vegna uppsetningar á óperettunni
um Helenu fcigru. Þá má nefna að
umsókn einstaklings sem sótti um
styrk til að fara í menningarferð til
Kína var hafnað! -gk
Þemafundur Norðurlandaráðs í Reykjavík
Þemafundur Norðurlandaráðs
um lýðræði á íslandi verður hald-
inn dagana 15.-16. aprU nk. í
Reykjavík.. Þátttakendur era tæp-
lega 300 stjómmálamenn, embættis-
menn og fréttaí umræðum um nor-
ræna velferðarrikið og lýðræðið
munu þau Gudmimd Hemes, fram-
kvæmdastjóri hjá UNESCO, Suvi-
Anne Siimes, ráðherra frá Finn-
landi, og Mandana Zarrehparvar,
skrifstofustjóri Nefndar um jafn-
rétti þjóðarbrota í Danmörku, hafa
framsögu.
í umræðum um norræn gUdi í
hnattvæddum heimi hafa framsögu
þau Carl BUdt, fyrrverandi forsætis-
ráðherra Svíþjóðar, Marianne Jel-
ved, fyrrverandi efnahagsráðherra
Danmerkur, og Lord Russel-John-
ston, formaður Alþjóðastofnunar-
innar um lýðræði. í umræðunum
um „Norrænt lýðræði og hnattvæð-
ing - hvemig eiga norræn lýðræðis-
ríki að vera í framtíðinni" hafa
framsögu þau Eva Johansson frá
Svíþjóð, fuUtrúi jafnaðarmanna-
flokkanna, Ragnwi Marcelind frá
Sviþjóð fuUtrúi miðjuflokkanna,
Eero Akaan-PenttUá frá Finnlandi,
fuUtrúi hægri flokkanna, og Stein-
grímur J. Sigfússon frá íslandi, fuU-
trúi Vinstri-grænna. -GG
—
Arsfundur
Lífeyríssjóðs Norðurlands
verður haldinn að Fosshótel Húsavík
fimmtudaginn 18. apríl 2002 og hefst kl. 17°°
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Önnur mál
Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum
og eru þeir hvattir til að mæta.
Við flytjum
helgina 13. til 14. apríl að
Skaftahlíð 24
Sími 550 5000