Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2002, Blaðsíða 11
11
FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002
DV________________________ Útlönd
Colin Powell væntanlegur á óróasvæðið fyrir botni Miðjarðarhafs í dag:
Sameiginleg yfirlýsing SÞ, ESB,
Rússa og Bandaríkjamanna
Ariel Sharon og Ben Eliezer í Jenin
Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, og Ben Eliezer varnarmálaráðherra heilsuðu í
gær upp á hersveitir sínar í bænum Jenin og sagði Sharon við það tækifæri að
aðgerðirnar á Vesturbakkanum væru liður í baráttu ísraela fyrir tilveru sinni.
ísraelskar hersveitir héldu í morg-
un áfram aðgerðum á heimastjórnar-
svæðum Palestínumanna á Vestur-
bakkanum með því að ráðast inn í
bæina Bir Zeit í nágrenni Ramallah
og Daharyeh í nágrenni Hebron og
hafa gengið þar hús úr húsi í leit að
hryðjuverkamönnum.
Að sögn sjónarvotta í Bir Zeit
hertóku israelskir hermenn lögreglu-
stöð bæjarins áður en húsleit hófst.
Þá var námsfólki við háskólann í
bænum, sem er sá stærsti á Vesttur-
bakkanum, skipað út á götur og
nokkrir þeirra handteknir.
Þetta gerðist aðeins stundu áður
en Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandarikjanna, var væntanlegur á
óróasvæðið, eftir ferð hans um
Marokkó, Egyptaland og Spán, þar
sem hann hitti þá Kofi Annan, aðal-
ritara Sameinuðu þjóðanna, Jose
Maria Aznar, forsætisráðherra Spán-
ar sem fer með forystuhlutverkið í
ESB, og Igor Ivanov, utanríkisráð-
herra Rússland, á fundi í Madríd í
gær.
Fundurinn í Madríd sendi ffá sér
sameiginlega yfirlýsingu í nafni SÞ,
ESB, Bandaríkjanna og Rússlands,
þar sem farið er fram á tafarlaust
vopnahlé og að ísraelar dragi þegar
allt herlið sitt til baka frá heima-
stjórnarsvæðum Palestínumanna á
Vesturbakkanum, auk þess sem
sjálfsmorðsárásir palestinskra öfga-
hópa eru fordæmdar og skorað á
Yasser Arafat að beita sér í málinu.
Á sama tíma ályktaði Öryggisráð SÞ
á fundi sínum í New York að styðja
yfirlýsingu Madridar-fundarins, auk
þess sem þess var krafist að ísraelar
opni þegar fyrir aðgang alþjóðlegra
hjálparstofnana til starfa á Vestur-
bakkanum.
I nótt hófu ísraelar brottflutning
liðssveita frá bæjunum Yatta, Qabati-
ya og Samua, en höfðu áður dregið
heri sína út úr bæjunum Qalqifya og
Tiulkarm á þriðjudaginn. Að sögn
tafsmanna hersins hafa hersveitir
þeirra yfirgefið 24 þorp og eftirlits-
svæði á síðustu dögum en hafda þó
enn þremur stærstu bæjunum á
svæðinu, sem eru Nablus, Ramallah
og Betlehem, en í Betlehem sitja liðs-
sveitir þeirra um hundrað manna
vopnað lið Palestínumanna í Fæðing-
arkirkjunni.
Ariel Sharon, forsætisráðherra
ísraels, og Binyamin Ben Eliezer
varnarmálaráðherra heimsóttu í gær
hersveitir sínar í bænum Jenin og
sagði Sharon við það tækifæri að
aðgerðum yrði haldið áfram þar til
hryðjuverkin væru upprætt. „Við
munum klára dæmið,“ sagði Sharon
og bætti við að aðgerðirnar væru lið-
ur i baráttu ísraela fyrir tilveru
sinni.
Vill draga úr miðstýringunni
Jacques Chirac Frakklandsforseti vill
aukin völd út til héraðanna.
Chirac vill draga
úr miðstýringu
Jacques Chirac Frakklandsforseti
er hlynntur því að draga úr hinni
alræmdu miðstýringu í landinu og
gefa héraðsstjómum aukin völd,
bæði í fjármálum og í stjómsýsl-
unni.
Chirac gagnrýndi helsta keppi-
naut sinn í forsetakosningunum sið-
ar í mánuðinum, Lionel Jospin for-
sætisráðherra, i ræðu sem hann
flutti á kosningafundi í norðan-
verðu Frakklandi í gær. Hann kall-
aði Jospin málsvara hefðbundins
miðstýrðs ríkis þar sem litið væri á
borgarana sem þegna.
Jospin hefur einnig lýst sig fylgj-
andi aukinni valddreifingu.
Skoðanakannanir benda til að
þeir Jospin og Chirac njóti svipaðs
fylgis þótt Chirac hafi sótt á.
Banastunga í Sevilla
Hér á myndinni sjáum við nautabanann, Antonio Ferrera, öskra um leið og hann veitir nautinu banastunguna f
Maestranza nautaatshringnum í Sevilla á Spáni í gær.
REUTERSMYND
Kofi Annan
Framkvæmdastjóri SÞ óttast að
átökin fyrir botni Miðjarðarhafs
breiðist út til Líbanons.
Kofi Annan hefur
áhyggjur af átök-
unum í Líbanon
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, hefur lýst yfir
áhyggjum sínum af því að upp komi
önnur víglína fyrir botni Miðjarðar-
hafs, á sama tíma og átök milli ísra-
elska hersins og Hizbollah-skæru-
liða í Líbanon færast í aukana.
Skæruliðar hafa skotið úr
sprengjuvörpum á ísraelskar varð-
stöðvar á hinu umdeilda Sheba-
svæði og fréttir herma að þeir hafi
skotið flugskeytum að norðurhluta
ísraels í gærmorgun. Árásir þessar
eru hinar mestu í tvö ár. ísraelar
svöruðu fyrir sig með loftárásum á
stöðvar skæruliða.
Foringi Hizbollah hefur boðist til
að láta ísraela í haldi skæruliða
lausan gegn tryggingu fyrir því að
ísraelar þyrmi lífi um eitt hundrað
palestínskra vígamanna í flótta-
mannabúðunum í Jenin á Vestur-
bakkanum.
Þótt ríkisstjórnir um allan heim
fordæmi hemað ísraela gegn Palest-
ínumönnum styðja 86 prósent ísra-
elsku þjóðarinnar stefnu Ariels
Sharons forsætisráðherra í þeim
málum. Þetta kemur fram í skoð-
anakönnun sem breska ríkisútvarp-
ið BBC lét gera. Sharon sjálfur nýt-
ur ekki stuðnings nema 28 prósenta
kjósenda, sama og Benjamin Net-
anyahu, fyrrum forsætisráðherra.
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Höfðasel 3, Akranesi, þingl. eig. Vél-
smiðja Akraness ehf., gerðarbeiðandi
Sýslumaðurinn á Akranesi, miðviku-
daginn 17. apríl 2002 kl. 11.00.
Kirkjubraut 12, Akranesi, þingl. eig.
María Jósefsdóttir, gerðarbeiðendur
íbúðalánasjóður og Miklatorg hf., mið-
vikudaginn 17. apríl 2002 kl. 13.30.
Skagabraut 5a, hluti 0101, efri hæð og
ris, Akranesi, þingl. eig. María Gunn-
arsdóttir og Haraldur Ásgeir Ás-
mundsson, gerðarbeiðendur Akranes-
kaupstaður, Bifreiðaverkstæðið Ásinn
ehf., íbúðalánasjóður, Spölur ehf., Tré-
smiðjan Akur ehf. og Verslunin Axel
Sveinbjörnss ehf., miðvikudaginn 17.
apríl 2002 kl. 14.00.
SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI
Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn:
Draumurinn að veruleika í dag
Þrátt fyrir harðvítuga andstöðu
bandarískra stjórnvalda verður
draumurinn um fastan dómstól til
að dæma viðurstyggilegustu glæpi
sem framdir eru í heiminum að
veruleika í dag.
Við athöfn í höfuðstöðvum Sam-
einuðu þjóðanna í New York munu
tíu þjóöir staðfesta samninginn um
dómstólinn, til viðbótar þeim 56
sem þegar höfðu gert það. Undir-
skriftir sextíu þjóða þarf til að
stofhsáttmálinn gangi í gildi 1. júlí.
Dómstóllinn sjálfur mun þó ekki
taka til starfa fyrr en á næsta ári.
Ríkin tíu munu afhenda staðfest-
ingarskjöl sín á sama tíma til að
tryggja að heiðurinn af því að verða
Bandaríkjaforseti er andvígur varan-
legum stríösglæpadómstól.
sextugasta ríkið falli ekki aðeins
einu í skaut.
„Þetta er mjög þýðingarmikið
augnablik í sögu heimsins," sagði
David Scheffer, sem leiddi samn-
ingaviðræðumar um dómstólinn
fyrir stjóra Bills Clintons, fyrrum
Bandaríkjaforseta.
Dómstóllinn mun aðeins hafa lög-
sögu þegar lönd vilja ekki eða geta
ekki sótt til saka einstaklinga fyrir
alvarlegustu glæpi sem hugsast get-
ur, eins og þjóðarmorð, glæpi gegn
mannkyni, striðsglæpi og önnur
mannréttindabrot.
Stjórn Bush Bandaríkjaforseta
hefur alfarið hafnað hugmyndinni
að baki stríðsglæpadómstólnum.
J. R. BfLASALAN
www.jrbilar.is
Verð 933.000
SUBARU IMPREZA 1,6 W/G, 12/98, ^
84.000 km, 5 gíra, 5 dyra, 4X4.
Verð 1.050.000. Tilboð 930.000.
Einnig:
SUBARU IMPREZA 2,0 W/G, 4/97,108.000
km, 5 gíra, 5 dyra, rafdrifnar rúður,
samlæsing, 4X4. Verð 990.000.
Tilboð 880.000.
Til sölu á JR Bíiasölu, Bíldshöfða 3,
sími 567-0333
Vísa/Euro raðgreiðslur.