Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2002, Blaðsíða 28
Laxness og leiklistin:
Dúfnaveisla
Sýningin Laxness og leiklistin verð-
ur opnuð í Iðnó á laugardag kl. 15.
Jtifjuð eru upp kynni Halldórs af ís-
lensku leikhúsi allt frá þvi að hann sá
leiksýningu í Iðnó í fýrsta sinn sem
barn og þar til hann var sjálfur orð-
inn virkur þátttakandi í leikhúsinu. Á
sýningunni eru m.a. handrit, teikn-
ingar, líkön, leikmunir, búningar,
ljósmyndir, myndbönd o.fl. forvitni-
legt. Sýningin stendur til 1. maí nk. og
er opin daglega kl. 11-18 og á öðrum
tímum eftir samkomulagi.
Efnt verður til margvíslegrar dag-
skrár á sviðinu í Iðnó meðan á sýn-
ingunni stendur. Samtök um leik-
minjasafn standa fyrir sýningunni í
samvinnu við Leikfélag íslands og
Iðnó veitingahús. í tengslum við sýn-
inguna verður Iðnó veitingahús með
sérstakan matseðil. Verður í fyrsta
skipti boðið upp á alvöru dúfnaveislu
með steiktum dúfum. -hlh
Flestir nýbúar
á Tálknafirði
Ejöldi fólks með erlent ríkisfang
nemur fimm prósentum eða meiru
af heildarfjölda íbúa í 30 sveitarfé-
lögum hér á landi. Hæst er hlutfall-
ið í Tálknafjarðarhreppi, eða 18 pró-
sent, samkvæmt upplýsingum frá
Hagstofu íslands. í Reykjavík eru 4
.prósent íbúanna erlendir ríkisborg-
arar, eða 4.480 manns.
Sjá nánar frétt á bls. 6 -JSS
Leynigestur
í banönum
Ófrýnileg padda leyndist í ban-
anasendingu sem heiisuræktarstöð-
in World Class fékk í gær.
Halldóra Jónsdóttir hjá World
Class sagðist hafa haldið að stórt
kusk væri í bananakassanum þegar
hún opnaði hann. „Ég ætlaði að
taka kuskið og henda því, en þá
spriklaði það,“ sagði hún við DV.
„Þetta reyndist vera sprelllifandi
padda, græn með glæra vængi, lík-
ust kakkalakka, um 2 sentímetrar á
lengd,“ sagði Halldóra og bætti við
að starfsfólkinu hefði þótt paddan
svo ógeðfelld að það hefði hent
henni í gærkvöld. Ella kvaðst hún
hefði komið pöddunni í greiningu
hjá þar til bærum fræðingum. -JSS
Orkuveitan
kaupir á Bifröst
Orkuveita Reykjavíkur hefur
keypt Jiitaveituna á Bifröst. Samn-
ingar verða undirritaðir í dag.
Kaupverð er um 60 milljónir króna.
Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor-
maður OR, segir fyrirtækið taka við
rekstri hitaveitunnar á Bifröst sem
'er mjög vaxandi staður. Fjölgun
íbúa á svæðinu hefur verið umtals-
verð á síðustu árum. -hlh
ÞETTA ER UNGT
OG LEIKUR SÉR!
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum við fréttaskotum alian
sólarhringinn.
550 5555
FRJALST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
FIMMTUDAGUR 11. APRIL 2002
Lyfjaþróun hf.:
Óskar eftir
ríkisaöstoð
DVA1YND HARI
Hlaupið vestur eftir
Fjölmargir fara á tveimur jafnfljótum eftir Sæbrautinni í Reykjavík, enda er þar ægifagurt um að iitast eftir að göngu-
stígur var lagður með fram listilega hlöðnum grjótgarði í fjöruborðinu. Listaverkið á myndinni heitir Sólfar og er eftir
einn kunnasta myndhöggvara iandsmanna á síðustu öld, Jón Gunnar Árnason.
Forsvarsmenn fyrirtækisins
Lyfjaþróunar hf. hafa sent fjármála-
ráðherra bréf og óskað eftir því að
fyrirtækið fái ríkisaðstoð hliðstæða
þeirri sem til stendur að veita
deCODE, móðurfyrirtæki íslenskrar
erfðagreiningar.
í bréflnu mun vera tilgreind fjár-
þörf fyrir stækkunaráformum fyrir-
tækisins sem hljóðar upp á nokkra
milljarða króna. Er þess farið á leit
að stjómvöld auðveldi fyrirtækinu
að verða sér úti um þetta fé með
ábyrgðum eða hliðstæðum stuðn-
ingi.
Hjá Lyfjaþróun starfa um 30
manns. Fyrirtækið var stofnað árið
1991 og hefur einbeitt sér að því að
finna nýjar leiðir til þess að koma
lyfjum í það form að hægt sé að gefa
þau með nefúða. Höfuðstöðvar þess
eru við Vatnagarða í Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Lyfjaþróunar
er Sveinbjöm Gizurarson prófessor
sem jafnframt var einn stofnenda
fyrirtækisins. Hann er m.a. ráðgjafi
bandarísku matvæla- og lyfjastofn-
unarinnar, FDA. Ekki náðist í
Sveinbjöm í morgun þar sem hann
var á leið utan. -ÓTG
Frumvarp um ríkisábyrgð til deCODE rætt til hálffjögur í nótt:
Verðum að gæta okkar
gagnvart stjórnarskrá
- segir Einar Oddur. Getum ekki stutt þessa nálgun, segir Ari Edwald
„Við eigum og megum undir
ákveðnum kringumstæðum
styðja atvinnulífið, en við verðum
að skilgreina hvernig við gerum
það,“ sagði Einar Oddur Krist-
jánsson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokks, í umræðum sem stóðu til
klukkan hálffjögur á Alþingi í
nótt um ríkisábyrgð til deCODE.
Einar Oddur sagðist vissulega
hafa óttast að íslendingar hefðu
undanfarin ár verið kaþólskari en
páflnn í afstöðunni til sértækra
aðgerða. Hins vegar saknaði hann
þess að frumvarpinu skyldu ekki
fylgja nákvæmar reglur um
hvemig stefnubreytingunni yrði
fylgt eftir. Hann sagði að rikis-
stjórnin yrði krafin um mjög
skýrar reglur hvað þetta varðaði,
enda viðbúið að annars mynduð-
ust biðraðir eftir ríkisaðstoð og
mikilvægt væri að gæta jafnræð-
is.
„Réttast hefði verið að [þær]
Ari
Edwald.
Vilhjálmur
Egiisson.
fylgdu með þessu frumvarpi. Ég
vonast til þess að þær liggi fyrir
áður en frumvarpið verður að lög-
um. Annars gætum við verið að
brjóta stjórnarskrá," sagði Einar
Oddm-.
Össur Skarphéðinsson, formað-
ur Samfylkingarinnar, tók ekki
undir áhyggjur Einars um að
fmmvarpið gæti falið í sér mis-
munun eða ójafnræði. Hann sagði
ekki um neina stefnubreytingu
hjá ríkisstjórninni að ræða, enda
hefði hún árið 1997 samþykkt lög
sem heimila ríkisábyrgðir.
Nokkrir þingmenn Samfylkingar
og Vinstri grænna gerðu alvarlegar
athugasemdir við frumvarpið. Jó-
hanna Sigurðardóttir hafði allan fyr-
irvara á því hvort hún myndi styðja
það og Árni Steinar Jóhannsson
lagði áherslu á að önnur nýsköpun-
arfyrirtæki þyrftu að njóta sambæri-
legrar fyrirgreiðslu. Pétur Blöndal
mótmælti frumvarpinu harðlega og
sagðist líta svo á að þingmenn væru
komnir út í fjárfestingar.
„Það er grunnregla að fjárfesta í
því sem maður kann. Ég kann ekk-
ert í lyfjaþróun. Ég hef aðeins lesið
mér til um hana en þetta er óskap-
lega flókið. Ég botna ekkert í því,“
sagði Pétur.
Hann lagði til að ef ríkið ætlaði á
annað borð að styðja deCODE yrði
skoðað hvort ekki væri skynsam-
legra að kaupa hlutafé í fyrirtækinu
til þess að tryggja sér að minnsta
Ungir framsóknarmenn:
Ríkið felli niður gjöld af smokkum
Ungir framsóknarmenn telja að
kynsjúkdómar og ótímabærar þung-
anir, ásamt fylgifiskum þeirra, séu
stærsta heilbrigðisvandamál ungs
fólks á íslandi i dag. Þykir þeim það
sinnuleysi sem virðist vera um kyn-
heilbrigðismál, bæði i þjóðfélaginu og
hjá ráðamönnum, skjóta skökku við.
„Mikil áhersla hefur verið lögð á
það að undanfomu að auka forvamir
í Scunfélaginu. Forvarnir á sviði kyn-
heilbrigðismála eru hins vegar
sárasjaldan nefndar á nafn.
Skilningsleysi stjómvalda er illskilj-
anlegt í ljósi þess að talið er að hver
einasta króna sem eytt er í forvamir
á sviði kynheilbrigði spari 10 krónur
iti*
sem annars færu í að bregðast við af-
leiðingunum ef forvamir eru ekki til
staðar," segja ungir framsóknarmenn.
SUF vill leggja áherslu á mikilvægi
þess að stjórnvöld sinni hinum sjálf-
sögðu skyldum sínum í þessu máli. Þó
er ljóst að þetta er ekki eingöngu mál
hins opinbera. Foreldrar og einstak-
lingamir sjálfir bera að sjálfsögðu
milda ábyrgð. En til þess að von sé
um breytingar í þjóðfélaginu verður
ríkið að ganga á undan og hefja þegar
raunhæfar aðgerðir í þessum mála-
flokki og uppræta þannig þann tepru-
skap og þagnardoða sem umlukið hef-
ur hann fram að þessu.
SUF hvetur heilbrigðisráðherra til
að endurskipuleggja frá grunni kyn-
fræðslu í skólum landsms og vill að
samið verði nýtt og heildstætt náms-
efni þar sem lögð verði jöfn áhersla á
líffræðilega, tilfinningalega og samfé-
lagslega þætti kynlífs, auk þess sem
kennd verði notkun getnaðarvama.
-BÞ
kosti hlutdeild í hugsanlegum hagn-
aði þess.
Vilhjálmur Egilsson, formaður
efnahags- og viðskiptanefndar og
formaður Verslunarráðs, sagðist í
samtali við DV i gær styðja málið
eins og það lægi fyrir. Eitthvað
mikið þyrfti að koma upp til að
það breyttist.
Vilhjálmur var ekki viðstaddur
umræðuna i gærkvöld vegna
fundar á Blönduósi með þing-
mönnum kjördæmisins.
Ari Edwald, formaður Samtaka
atvinnulífsins, segist ekki geta
stutt málið: „Við erum í prinsipp-
inu á móti ríkisábyrgðum. Við
teljum að hlutverk stjórnvalda sé
að bæta almenn starfsskilyrði at-
vinnulífsins með almennum að-
gerðum. Og það hafa verið stigin
myndarleg skref í þá átt á undan-
fornum árum,“ segir Ari.
„Við getum þvl ekki stutt þessa
nálgun, þótt við teljum starfsemi
þessa fyrirtækis mjög áhugaverða
og mikilvæga og viljum veg þess
sem mestan. Hér er fyrst og
fremst um að ræða pólitíska
ákvörðun um að veita einu fyrir-
tæki fyrirgreiðslu, sem sýnist fela
í sér töluvert mikla áhættu, en á
móti kemur að árangurinn getur
orðið mjög mikill ef allt gengur
eftir.“
Sjá nánar bls. 4 -ÓTG
Brother PT-2450 merkivélin er
Mögnuö vél
sem, meö þinni hjálp,
hefur hlutina í röö
ogreglu.
Snjöll og góö lausn á
óreglunnl.
Rafnort
Nýbýlavegi 14 • sími 554 4443 •