Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2002, Blaðsíða 24
36
Tilvera
FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002
DV
1 1 f 1 ft
Einar Már ræðir um
Halldór Laxness
I tilefni af aldarafmæli Halldórs
Laxness heldur Einar Már Guð-
mimdsson erindi sem hann nefnir
„Gegn ræktun rófna - um boðskap
og skáldskap". Erindið hefst
klukkan 17.15 í Norræna húsinu,
er öllum opið og aðgangur ókeyp-
is. Þetta er fjórði fyrirlesturinn
sem efnt er til í tilefni af aldaraf-
mæli Halldórs Laxness.
Popp
■ HIP HOP í HINU HÚSINU Það verður
boðið til hiphop-veislu á Fimmtu-
dagsforleik Hins Hússins í kvöld.
Fram koma Afkvæmi guðanna,
Bæjarins bestu auk þess sem plötu-
snúðurinn Mr. Dear þeytir skífum.
Tónleikamir standa frá 20-22.30,16
ára aldurstakmark og aðgangur er
ókeypis.
■ ROKKSLÆÐAN Á O-BRIENS Kvenna
hljómsveitin Rokkslæðan leikur á
skemmtistaðnum O-Briens í kvöld.
Tónleikarnir heíjast kl. 22 og standa
til 1.
■ RÚNAR JÚL OG BALPUR Á.KRINGLU-
KRÁNNI Rúnar Júlíusson og Baldur
Þórir Guðmundsson leika ljúfa tón-
list fyrir gesti Kringlukrárinnar í
kvöld. Ókeypis inn.
■ UZZ Á oauknum Hljómsveitn Uzz
kemur fram í íyrsta sinn á Gauknum
í kvöld en hún gaf út plötuna
Eldrauðar varir árið 2000.
Pjass
■ ÁSTVALPUR Á MÚLANUM Sextett
Ástvaldar leikur á djasstónleikum í
Múlanum í KafBleikhúsinu, Hlað-
varpanum, í kvöld. Tónleikamir hefj-
ast kl. 21 og er aðgangseyrir 1.000 kr.,
600 kr. fyrir námsmenn, eldri borgara
og öryrkja. Athygli er vakin á þvi að
ekki er tekið við kortum í miðasölu.
Klassík
■ SINFONIUHUOMSVEITIN I HASKOLA-
BÍÓI Annað árið í röð sýnir Vladimir
Ashkenazy Sinfóníuhljómsveit ís-
lands þann heiður að stjóma henni. í
þetta sinn hefur hann í farteskinu
verk eftir enska tónskáldið Edward
Elgar, The dream of gerontius. Tón-
leikamir hefjast kl. 19.30 i Háskóla-
bíói.
■ VORTÓNLEIKAR KVENNAKÓRS SUP-
URNESJA Árlegir vortónleikar
Kvennakórs Suðumesja verða
haldnir í Ytri-Njarðvíkurkirkju í
kvöld kl. 20.30. Stjómandi er Sigurð-
ur Sævarsson tónskáld og undirleik-
arar eru Geirþrúður Bogadóttir á
píanó, Þórólfur Þórsson á bassagítar
og Þorvaldur Halldórsson á tromm-
ur. Miðaverð er 1.200 krónur.
Leikhús
■ AND BJORK, OF COURSE
Þetta nýja verk er sýnt i kvöld á Nýja
sviði Borgarleikhússins. Miða má
nálgast í síma 568 8000.
Fundir
■ SIÐFRÆÐISTRÍPS í tilefni þeirra
miklu átaka sem nú eiga sér stað í
heiminum efnir Siðfræðistofnun til
fundar um siðfræði stríðs í kvöld í
Borgarleikhúsinu. Á fundinum tala
þeir Þorsteinn Gylfason, prófessor i
heimspeki, og Karl Th. Birgisson
blaðamaður. Eftir framsögur verða um-
ræður. Fundurinn hefst klukkan 20, er
öllum opinn og aðgangur ókeypis.
Fornmenn og
konur í fínni stofu
I huggulegri stofu í Garðabænum
er fullt af fólki gestkomandi. Það
heldur sig flest í einu horninu og
virðist eiga ýmislegt sameiginlegt.
Þetta er svipmikið fólk og myndar-
legt en klæðaburður ekki alveg sam-
kvæmt nýjustu tísku nútímans.
Hópurinn er undarlega þögull og
þegar betur er að gáð þá deplar eng-
inn auga heldur. Hér er ekki allt
með felldu. Fólkið er ekki lifandi.
Það bara lítur þannig út.
Við erum stödd á heimili hjón-
anna Emst J. Backman og Ágústu
Hreinsdóttur sem nú vinna að því
öllum stundum að koma upp ís-
lensku sögusafni. Það á að verða í
einum af hitaveitutönkunum á
Öskjuhlíð sem halda Perlunni uppi
og fær sá tankur enn eitt göfugt
hlutverkið. Þama verður sýnt það
markverðasta úr sögu þjóðarinnar á
fyrstu öldum búsetunnar hér á
Fróni. Fólkið í stofunni eru aðalper-
sónumar í þeirri sögu, fornmenn og
konur sem þau hjón hafa
mótað og klætt, með aðstoð
ýmissa fagmanna sem þau
hafa fengið til liðs við sig.
Meðal atburða sem minnst
verður á safiiinu verður
koma Hrafna-Flóka til ís-
lands, landafundimir í Vest-
urheimi, víg Sturlu Sighvats-
sonar, aftaka Jóns Arasonar
og fjöldamargt fleira. Hug-
myndin er að opna safnið á
þjóðhátíðardaginn, 17. júní, i
sumar.
Klipptu Ernst út
Það er Emst sem á hug-
myndina. „Við vorum í heim-
sókn í Tussaud-safninu i
Kaupmannahöfn fyrir fimm
árum og þá kviknaði sú hug-
mynd í kollinum á mér að við
íslendingar þyrftum að eign-
ast sögusafh. Upp frá því fór
þetta að þróast," segir hann,
brosandi. Aðferðin við gerð
styttnanna er líka hans hug-
arfóstur. Hann notar sili-
konefni sem er nýjung í
svona framleiðslu því eins og
kunnugt er hefur vax verið
allsráðandi í viðlíka söfnum
erlendis. Ernst lærði iðnhönnun í
Konstfackskólanum i Stokkhólmi
en það nám gefur mjög fjölbreytta
efnisþekkingu sem hefur nýst hon-
um vel við þessa vinnu þvi hann
kemur að hönnun og framkvæmd á
öllum þáttum safnsins.
„Við notum lifandi fólk sem fyrir-
myndir og búum til afsteypur af
andlitum þess og höndum," segir
hann og þegar nánar er skyggnst
um í „gestahorninu" má greina þar
fólk sem líkist húsráðendunum
ótrúlega mikið. „Þetta eru Ingólfur
Amarson og Hállveig Fróðadóttir,“
segir Ágústa þegar hún sér að at-
DV-MYNDIR E.ÓL.
Melkorka og ónefnd ambátt
Ágústa Ósk og Inga María, dætur þeirra
Ernst og Ágústu, eru fyrirmyndirnar. Amb-
áttin veröur meö harðfisk í hægri hendi og
físibelg í þeirri vinstri.
Afsteypa gerð af andliti Ernst
Vanda þarf verkiö svo Ingólfur fái
eölilegt yfirbragö.
Symból safnsins
Ernst viö víkingastyttuna sem verður utan viö safniö í Öskjuhlíöinni. Á bak viö
hyglin hefur beinst að þessu pari.
Þetta eru fyrstu styttumar sem við
gerðum. Við vorum að æfa okkur og
urðum að klippa Emst út úr fyrstu
grímunni. Hann var með bletta-
skalla lengi á eftir.“ segir hún og
hlær.
Hár á handarbökunum
Þrátt fyrir smáhnökra í byrjun
segja þau hjón hafa gengið vel að fá
fólk til að láta gera af sér afsteypur.
„Það er ótrúlega jákvætt og tilbúið
að taka þátt í þessu með okkur.
Flestir sem koma að verkefninu em
gerðir að styttum!" segja þau. I skúr
við hlið íbúðarhússins er verkstæði
þar sem fólkið er „framleitt“og
margt fleira sem tilheyrir sýning-
unni. Þeir Emst, Hlynur Páll og
Stefán Jörgen eru þar við iðju sína
og þar er mikil sköpun í gangi. Á
fjórða tug styttna þarf að gera og
ekki er kastað til höndunum. Um
það ber hópurinn í stofunni vott.
Ekki aðeins andlitsdrættir eru eins
og á lifandi fólki heldur líka æða-
kerfi, hár á handarbökum og hvert
einasta smáatriði. „Við höfum úr-
valsfólk með okkur við þetta verk-
efni,“ segir Ágústa og nefnir til
dæmis Kolfmnu Knútsdóttur sem
sjái um hárið, Sigurjón Jóhannsson,
leikmynda- og búningahönnuð,
Hlyn Pál Pálsson, bókmenntafræð-
ing og leikmyndasmið, Stefán
Jörgen Ágústsson förðunarmann,
Móeiði Helgadóttur myndlistar-
mann og Kristínu R, Berman list-
hönnuð. Elma, dóttir þeirra Emst
og Ágústu, er grafískur hönnuður
og mun gera bæklinga og auglýsing-
ar og sjálf heldur Ágústa um alla
spotta og sér um að ekkert vanti. En
hvemig fjármagna þau verkið? „Við
höfum fengið útlhlutað fé á fjárlög-
um, Nýsköpunarsjóður styrkir okk-
ur og fleiri," segir Emst og telur
mikinn kost að hafa hagsýna hús-
móður við stjómvölinn því hún
kunni með féð að fara. „Við erum
langt innan við kostnaðaráætlun
ennþá," segir hann ánægður. Sjálf-
ur gerir hann mikið af fylgihlutun-
um, vopn, skOdi, örvar og ýmsan
búnað. Allt er gert eins upprunalegt
og tök eru á. Verkefnið er krefjandi
og ljóst er að það á hug hans allan
um þessar mundir. Ágústa segir
bæði jól og páska hafa verið haldna
með stórfjölskyldunni og fommönn-
unum i stofunni i mesta sátt og sam-
lyndi.
-Gun.
Snorri Sturluson
Rithöfundurinn er hugsi á svip.
A verkstæöinu
Hlynur Páll Pálsson í óöaönn aö skapa mann.