Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2002, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2002, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 r>v 5 Fréttir o vT'jfs 11JE, rF' ' DV-MYND GK. Sturia Böövarsson flytur ræðu sína ð aðalfundi Samtaka feðaþjónustunnar á Akureyri í gær. Samningur um Markaðsráð að renna út: Vonbrigði að Reykja- víkurborg vill út - sagði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra „Á undanfomum árum hafa sí- fellt meiri fjármunir verið settir í markaðssetningu greinarinnar. Þama er að mínu mati um að ræða arðsama fjárfestingu en ljóst er að betur er hægt að gera. Það þarf frek- ari fjármuni til landkynningar - frá öllum aðilum, frá hinu opinbera, greininni og frá sveitarfélögimum. Sú ákvörðun Reykjavíkurborgar að vilja ekki endurnýjun á samningn- um um Markaðsráð ferðaþjónust- unnar veldur vonbrigðum. Ég vil vegna þessa að skoðuð verði frekar aðkoma sveitarfélaganna í landinu í heOd að markaðsmálum ferðaþjón- ustunnar sem er orðin einn stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar - og í raun stóriðja sumra sveitarfélaga," sagði Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra á aðalfundi Samtaka ferða- þjónustunnar á Akureyri i gær. Sturla sagðist vilja undirstrika að markaðsaðgerðir einar og sér tryggi ekki vöxt og viðgang greinarinnar. Hið opinbera, sveitarfélögin, og síð- ast en ekki síst, fyrirtækin, verði að ábyrgjast og uppfylla væntingar við- skiptavinanna um aðstöðu og þjón- ustu. Ferðaþjónustan sé á engan hátt frábrugðin öðmm rekstri. „Hún verður að uppfylla gæðakröf- ur og skila viðunandi arðsemi. Lyk- iilinn og undirstaða framfara á því sviði er bætt menntun starfsmanna í greininni. En jafnframt ber grein- inni að horfa til hagræðingar, sam- vinnu og samruna fyrirtækja, líkt og raunin hefur verið í öðrum at- vinnugreinum,“ sagði Sturla. Hann sagði að eins og hann gerði við hvert tækifæri vildi hann minna á mikilvægi þess að koma upp glæsilegri ráðstefnumiðstöð í höfuðborginni. „Ég hef lagt ríka áherslu á framgang þessa máls, því fullkomin ráðstefnuaðstaða skiptir ferðaþjónustuna í landinu öllu mjög miklu máli. Það er alveg ljóst að þessi grein ferðaþjónustunnar býr ekki við þá aðstööu eins og hún get- ur best orðið og á því þarf að verða breyting." Ráðherrann benti á að ferðaþjón- ustan væri önnur stærsta atvinnu- grein þjóðarinnar. „Þeir sem hafa staðið í stafni fyrirtækjanna sem hafa gert það að veruleika geta ver- ið stoltir. Við berum öll mikla ábyrgð á því að framgangur ferðaþjónustunnar vaxi áfram á nýrri öld. Strengjum þess heit að standa saman um ís- lenska ferðaþjónustu. Hún er lykill að fjölbreytni, styrkir menningu okkar, skapar hagsæld og skiptir þjóðarbúið miklu máli,“ sagði Sturla. -gk Tekist á um 150 milljónirnar sem ríkiö varði til ferðamála: 100 milljónir í mark- aðsstarf erlendis „Þessir fjármunir fóru fyrst og fremst I erlend verkefhi, til þess fyrst og fremst eins og til þeirra var stofnað að verja þann árangur sem náðst hefur erlendis og til að tryggja nýtingu þeirra fjárfestinga sem eru í landinu,“ segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri en nokkuð hefúr borið á gagnrýni vegna skipt- ingar þeirra 150 milljóna króna sem ríkið varði aukalega til ferðamála í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum sl. haust. Pirringurinn vegna þessa máls er fyrst og fremst á landsbyggðinni og hafa þær raddir heyrst sem segja að við útdeilingu fjármagnsins hafi ein- göngu verið horft til höfuðborgar- svæðisins, nóg væri að koma far- þegum til landsins og á höfuðborg- arsvæðið en ekkert væri horft til þess að þessir sömu farþegar færu út á land. Magnús segir að fjármunirnir hafi fyrst og fremst farið í það að koma heild- inni á framfæri. „Þeim var fyrst og fremst varið til að verja þann árangur sem hefur náðst og það hefur náðst að vinna vamarsigur. Það fóru um 100 millj- ónir króna í kynning- ar- og markaðsstarf erlendis. Þá hefur verið ákveðið að 27 milljónir króna fari í almenna kynningu á íslandi gagnvart ís- lendingum til að hvetja þá til að'ferð- ast meira um landið. Þá fara átta milljónir til landshlutanna til að koma sér á framfæri og síðan eru önnur verkefni tengd þessu sem eru óskilgreind enn þá,“ segir Magnús. Aðspurður hvað ylli gagnrýninni af landsbyggðinni vegna útdeiling- arinnar sagðist hann ekki geta svar- að neinu til um það. -gk Magnús Oddsson Fjármunum varið til að verja árangur sem náðst hefur. Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar á Akureyri: Lífsnauðsyn að fleiri komi að markaðsstarfinu - segir Steinn Logi Björnsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Steinn Logi Bjömsson, formaður Samtaka ferða- þjónustunnar, segir að þegar litið er til annarra landa og einnig þegar litið er til þess hverjir hagnist mest á ferðaþjónustu og almennri landkynningu sé eðlilegt og sjálfsagt að opinberir aðilar beri meg- inþungann af kostnaði vegna almennrar land- kynningar á erlendum mörkuð- um. „Það hefur í gegnum árin ver- ið mikill skortur á að opinberir aðilar viðurkenni þetta hlutverk sitt. Frægt er dæmið um að um ára- tugaskeið var það árviss viðburð- ur að yfirvöld ákváðu að virða ekki ákvæði laga um að 10% af tekjum Fríhafnarinnar rynnu til landkynningar. Fór svo að lokum að þessum lögum var breytt," sagði Steinn Logi við upphaf aðal- fundar Samtaka ferðaþjónustunn- ar á Akureyri í gær. Steinn Logi segir að við slíkt verði ekki lengur búið. Bæði vegna þess að hagur flugfélaga eft- ir 11. september geri það hreinlega ekki kleift, auk þess sem ferðaþjónustan sem atvinnugrein sé orðin það víðfeðm og stór og hagsmunimir fyrir þjóðar- búið svo augljósir og mikl- ir að það sé hreinlega ekki ásættanlegt að ríki og sveitarfélög beri ekki sinn skerf af því starfi. Steinn Logi sagði skylt að geta þess að mikil breyting hefði orðið hér á á síðustu árum og sérstaklega síðustu misserum, ekki síst þess sameiginlega átaks sem ríkið og atvinnugreinin fóra í í kjölfar hryðjuverkanna í Banda- rikjunum. „Ég tel eins og áður sagði að það átak sé að skila okk- ur miklum arði þessa dagana og vikumar og virðist útlit með þetta ferðaár," sagði Steinn Logi. Á fundinum í gær kom fram að tekjur af erlendum ferðamönnum á síðasta ári námu 38 milljörðum króna og er ferðaþjónustan annar stærsti atvinnuvegur landsins hvað varðar gjaldeyristekjur. Þrátt fyrir þær skelfmgar sem hryðjuverkin í New York hafa í for með sér er gert ráð fyrir að er- lendum ferðamönnum til landsins fjölgi í ár og er það ekki síst þakk- að 150 milljóna króna aukafram- lagi ríkisins til markaðsmála. Aðalmál aðalfundarins á Akur- eyri voru markaðsmál og þá ekki hvað síst vegna þess að fjögurra ára samningur ríkisins, Samtaka ferðaþjónustunnar og Reykjavík- urborgar um Markaðsráð ferða- þjónustunnar er að renna út og Reykjavíkurborg vill fara út úr því samstarfi. „Nú hefjast viðræð- ur milli aðila um framtíð Mark- aðsráðsins og ég held að þarna verði fleiri aðilar að koma að eins og bent hefur verið á. Þetta gæti átt við um öll stærstu sveitarfélög landsins eða jafnvel Samband sveitarfélaga. Flugleiðir hafa bor- ið hitann og þungann af þessu starfi undanfarin ár, félagið verð- ur ekki áfram í stakk búið á næstu árum til að leggja eins mik- ið í þetta og það verða fleiri stórir aðilar að koma þama að, það er lífsnauðsynlegt fyrir ferðaþjónust- una,“ segir Steinn Logi. -gk Steinn Logi Bjömsson. UPPBOD verður haldið 13. apríl, kl. 13.30, í húsnæði Vöku hf. að Eldshöfða 6. Þar verða meðal annars eftirfarandi bílar og tæki boðin upp: Chevrolet Venture '99 Daewoo Nubira '98 Daewoo Nubira '98 Ford Escort '96 Ford Focus '00 Ford Puma '99 Hyundai Accent '96 Hyundai Starex '01 MMC Carisma '97 Nissan 300 ZX '93 Nissan Vanette 'OO Opel Vectra GL '96 Peugeot 206 '99 Renault 19 '94 Renault Laguna '99 SsangYong Musso '99 Starcraft Meteorite fellihýsi '00 Starcraft Meteorite fellihysi '00 Starcraft Meteorite fellihysi '00 Starcraft Venture fellihýsi '00 Starcraft Venture fellihysi '00 Subaru E 12 '99 Subaru Impreza GL '97 VW Golf '98 VW Golf '98 Bilarnir verða til svnis frá kl. 11.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.