Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2002, Blaðsíða 6
6
FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002
DV
Fréttir
Erlendir ríkisborgarar dreifast víða um landið:
Meira en 5 prósent íbúa
í 30 sveitarfélögum
- langflestir koma á forsendum ráðningarsamnings við fyrirtæki
Fjöldi fólks meö erlent rikisfang
nemur flmm prósentum eöa meiru
af heildarfjölda íbúa í 30 sveitarfé-
lögum hér á landi. Hæst er hlutfall-
ið í Tálknafjarðarhreppi eða 18 pró-
sent. Næst kemur Skeggjastaða-
hreppur með 15 prósent, Skeiða-
hreppur með 10 prósent og Hruna-
mannahreppur með 10 prósent,
samkvæmt upplýsingum frá Hag-
stofu íslands. í Reykjavík eru 4 pró-
sent íbúanna erlendir ríkisborgar-
ar, eða 4.480 manns.
Alþjóðahús var opnað í Reykjavík
í desember á síðasta ári. Því er ætl-
að aö vera miðstöð fjölmenningar-
legs samfélags. Þar á aö vera ráðgjöf
og upplýsingaþjónusta fyrir fólk af
erlendum uppruna. Þar geta útlend-
ingar nálgast fræðslu af ýmsum
toga, svo sem um réttindi sín og
skyldur í íslensku samfélagi. Þá
verður þar fræðsla um fjölmenning-
arlega kennslu, fræðsla gegn for-
dómum, menningarfræðsla, auk
beinnar ráögjafar fyrir fólk. í al-
þjóöahúsi er gefið út ýmiss konar
upplýsingaefni sem ætlað er fólki af
erlendum uppruna. Þá er því ætlað
að vera með félagsstarfsemi þar sem
því er gefinn kostur á að vera með
fundi og samkomur. Loks er þar til
húsa túlkaþjónusta þar sem boðið
er upp á túlkun á 50 tungumálum.
Flestir með samning
Bjarney Friðriksdóttir, fram-
kvæmdastjóri Alþjóðahúss, sagði,
að margir nýttu sér þá þjónustu
sem boðið væri upp á þar. Vikulega
kæmi til dæmis um 12 manns í ráð-
gjöf að meðaltali.
Langstærstur hluti dæmigerðra
innfytjenda kæmi hingað vegna
ráðningarsamnings við fyrirtæki.
Þá væru örfáir á dvalarleyfi vegna
ijölskyldutengsla. Hún sagðist telja,
að uppgefm tala Hagstofunnar um
íbúa sem ættu hér lögheimili en
væru fæddir erlendis gæfi ekki
rétta mynd af stöðu innflytjenda
hér. Inni í þeirri tölu gætu einnig
verið íslenskir ríkisborgarar sem
væru að flytja heim. Bjarney sagði
raunar afar erfitt að fá nákvæma
Þriöji hluti
tölu innflytjenda þar sem sumir
væru komnir með lögheimili hér og
íslenskan rikisborgararétt en aðrir
ekki. Samkvæmt upplýsingum Hag-
stofunnar dvöldu tæplega tíu þús-
und erlendir ríkisborgarar hér á
landi um síðustu áramót.
Bjamey sagði enn fremur að fólk
sem sækti þjónustu til Alþjóðahúss-
ins greindi frá fordómum sem það
teldi sig finna fyrir í sinn garð hér
á landi. Bæði væri um að ræða
áreiti úti á götu, verri þjónustu hjá
stofnunum og fleira þess háttar.
„Það finnast einstaklingar sem
eru haldnir mikilli vanlíðan vegna
fordóma. Aðrir taka öðruvísi á mál-
um,“ sagði Bjamey. „Við heyrum
dæmi af fólki sem ekki fer á kaffi-
hús né sækir menningarlega at-
burði af ótta við áreiti."
Gott félagslegt net
Aðspurð hvort mikið bæri á því
að innflytjendur hópuðu sig saman
og ættu erfitt með að aðlagast sam-
félaginu hér sagði Bjamey að vita-
skuld héldi fólk sem væri frá sama
landi ákveðnum tengslum. Það
hefði samskipti vegna tungumálsins
auk þess sem það væri meö mjög
gott félagslegt net.
„En ég held að það sé mjög mis-
vísandi ef talað er um að þetta fólk
hafi engin samskipti út á við,“ sagði
hún. „Þessi forsenda, að fólk sé þátt-
takendur í atvinnulífinu, er ávisun
á að það er ekki einangrað. Hins
vegar er þetta fólk í ákveðnum
störfum frekar en öðmm. En þá
geta líka verið starfsmenn af ólíku
þjóðerni hjá einu og sama fyrirtæk-
inu.“
Bjamey sagðist telja að almennt
famaðist innflytjendum vel í vinnu
hér á landi. Ýmislegt hefði færst til
betri vegar svo sem réttindagæsla
stéttarfélaganna. Þar með væri
vinnuréttur erlendra einstaklinga
hér á landi að styrkjast. -JSS
Erlendir rikisborgarar á islandi
Innflytjendur setjast að víöa um land
Hlutfall nýbúa í bæjarfélögum á landinu er áfar misjafnt. Þaö er til dæmis hátt í fjögur prósent í höfuöborginni, en
tangsamtega hæst á Tálknafíröi, eöa um átján af hundraöi íbúa þar.
Danmörk:
Trúarbrögð og siðvenjur fara ekki saman
- ströng innflytjendalöggjöf í smíðum
Flóttamannastofnun SÞ og nokkur
ríki i Evrópusambandinu hafa sent
dönsku ríkisstjóminni orðsendingar
og lýst yfir áhyggjum vegna stefnu
hennar í málefnum innflytjenda en
fyrir danska þinginu liggur stjómar-
frumvarp um að herða mjög reglur
varðandi flóttamenn og nýbúa. Er
bent á að nýju lögin bijóti í bága við
alþjóðlegar samþykktir sem Danmörk
er aðili að. En danska stjómin gefur
sig hvergi og er talið fullvíst að nýju
innflytjendalögin verði samþykkt í
þinginu í næsta mánuði.
Samsteypustjóm miðju- og hægri
flokka komst til valda eftir kosning-
arnar í nóvember sl. Fylgisaukning
flokkanna er ekki síst þökkuð þeirri
stefnu þeirra að takmarka eða stöðva
innflytjendastrauminn til landsins og
jafnvel að visa fólki af erlendum upp-
rana úr landi ef það fyllir ekki tUtek-
in skUyrði. Við kosningaloforðin
verður að standa og nýju lögin hafa
verið kynnt fyrir þingi og þjóð.
Samkvæmt nýju lögunum fá inn-
flytjendur ekki varanlegt landvistar-
leyfi fyrr en eftir sjö ára dvöl í landinu
í staða þriggja nú. Nýbúar verða að
hafa náð 24 ára aldri tU aö makar
þeirra fai landvist. Nú er aldurstak-
markið miðað við 18 ár. Mjög verður
hert á reglum um að fjölskyldumeðlim-
ir nýbúa fái landvist. Opinberir styrk-
ir tU innflytjenda verða takmarkaðir.
HeimUdir yfírvalda tU að vísa úUend-
ingum úr landi verða rýmkaðar.
Innflytjendum í Danmörku fjölgar
hraðfara. 1998 vora 5% íbúanna fædd
erlendis. Nú era þeir rúmlega 7%.
Eftir 20 ár verður hlutfaUið orðið
20%. Á síðsta ári fengu 6000 úflend-
ingar pólitískt hæli í Danmörku.
12.000 ættingjar fylgdu með. Helming-
urinn er múslímar.
Danir hafa verið taldir með um-
burðarlyndustu þjóðum og því kemur
á óvart þegar þeir hyggjast setja hörð-
ustu lög í Evrópu um takmarkanir á
landvistarleyfum fólks sem þangað
leitar af ýmsum ástæðum en yfirleitt
vegna hörmulegs ástands í heima-
löndum þess sem er af efnahagslegum
eða pólitískum toga.
Vert er að hafa í huga að það era
ekki einstaka vondir stjómmálamenn
sem vUja takmarka innflutning fólks
frá framandi löndum. Þeir era aðeins
að efna kosningaloforð sem þeir gáfu
háttvirtum kjósendum í lýðræðisríki.
Illleysanleg vandamál
Andúðin á innflytjendum í Dan-
mörku á sér margar ástæður,
kannski hverja annarri líka. Dönum
þykir þjóðfélag þeirra vera aö breyt-
ast og það ekki tU hins betra á mörg-
um sviðum. Einkum þykir þeim inn-
rás múslima viðsjárverð. Þeim fjölgar
tUtölulega ört og þeir mynda gjaman
sína eigin söfnuði og samfélög sem
ekki eiga samleið með dönskum lífs-
háttum. Þeir spádómar að innflytj-
endur sem játa íslam blandist Dönum
Umburðariyndi Dana er þrotið
Múslímum í Danmörku hefur gengiö
illa aö samlagast nýja þjóöfélaginu.
með tíð og tíma ætla ekki að rætast.
Önnur kynslóð nýbúa samlagast ekki
þjóðinni sem býr fyrir í landinu frem-
ur en þeir sem fyrstir koma. Nýbú-
amir leggja gjaman undir sig hverfi í
útjöðrum stærri borga og bæja og lifa
þar og hrærast í siðum og venjum
gamla landsins.
Skólasteöian er vandamál.
Kennsluefnið er danskt og kristið en
böm helmings innflytjendanna búa í
múslímsku umhverfi þar sem siðir og
hugsanagangur er allt annar en í
danska skólakerfinu. Þama verða
árekstrar og koma upp ilUeysanleg
vandamál. Danir ætlast tU að innflytj-
endur lagi sig að þeirra þjóðfélagi en
í múslímabyggðunum er lögð rik
áhersla á aö trú og lífsvenjur forfeðr-
anna séu virtar. Múslímskir foreldrar
hafa ekkert á móti því að böm þeirra
sæki danska skóla en þar á að kenna
þeim múslímsk fræði en ekki dönsk.
Hér skal varast að alhæfa en reynsl-
an er sú að kristni og íslam er ekki
hið sama, hvað sem allri óskhyggju
líður.
í Danmörku eru 2/3 nauðgana
framdar af múslímum. 2/3 fangels-
aðra eru sömuleiðis múslímar, ef
marka má tölur úr Dagbladet. Sam-
kvæmt lögregluskýrslum hefur glæp-
um sem útlendingar fremja í Dan-
mörku fjölgað um 153% á sama tíma
og glæpum sem Danir fremja hefúr
fjölgað um 13%. Feðra- og bræðra-
veldið flytja múslímar með sér og það
ofbeldi og þá nauðung sem því fylgir.
Af því berast óhugnanlegar fréttir.
Afbrotatíðnin helgast m.a. af því að
múslímar eiga sín eigin lög og marg-
ir hveijir þeirra hvorki skUja en
virða dönsk lög eða það sem talin er
sæmUeg hegðan þar í landi.
Ijöldi innflytjenda hefur reynst
nýtir þegnar í nýja landinu og búið
þar í sátt og samlyndi við samfélag og
nágranna. En það breytir ekki hinu
að Dönum þykir mörgum hverjum
nóg um fjölda og lífshætti aðkomu-
fólks og létu álit sitt í ljós í síðustu
þingkosningum, hvort sem öðrum lík-
ar það betur eða verr. -OÓ
REYKJAViK AKUREYRI
Sólariag í kvöld 20.49
Sólarupprás á morgun 06.07
Síðdegisflóö 18.14
Árdegisflóð á morgun 06.26
BB-
20.30
05.52
22.57
10.59
Noröaustlæg átt, 3-8 m/s. Bjartviðri
sunnan og vestan til og hiti 0 til 4
stig í dag en annars skýjað með
köflum og stöku él. Frost á bilinu 0 til
8 stig.
Þykknar upp meö vaxandi
suðaustanátt I nótt. Suðaustan
10-15 m/s og rigning eða slydda,
en úrkomulítið norðaustan til og hiti
á bilinu 0 til 7 stig.
Laugardagur Sunnudagur Mánudagur
Hiti 0°
Hiti 0°
Hiti 0“
til 8* tiie* tilB'
Vindur: VinduR Vindur
8-13 ">/» 8-13 "Vs
SuMægátt Suöiæg átt 8-13 Suöaustiæg átt,
8-13 m/s og m/s og skúrir vastusamt og
skúrír eóa eöa slydduél en miit í veöri
slydduél en þurrt aö mestu
þurrt aö mestu noröaustan-
noröaustarv lands. Hiti 0 til 6
lands. Hiti 0 til stig.
6 stig. t t *
Vindhiaði
m/s
Logn 0-0,2
Andvari
Kul
Gola
0,3-1,5
1,6-3,3
3,4-5,4
Stinningsgola 5,5-7,9
Kaldl 8,0-10,7
Stinningskaldi 10^-13,8
Allhvasst 13,9-17,1
Hvassviðri 17,2-20,7
Stormur 20,8-24,4
Rok 24,5-28,4
Ofsaveður 28,5-32,6
Fárviðri >= 32,7
F75E! SKSj ' r?
AKUREYRI snjókoma -3
BERGSSTAÐIR snjóél -4
B0LUNGARVÍK úrkoma -4
EGILSSTAÐIR snjókoma -2
KIRKJUBÆJARKL. léttskýjað -1
KEFLAVÍK léttskýjaö -1
RAUFARHÖFN alskýjaö -3
REYKJAVÍK skýjaö -2
STÓRHÖFÐI snjóél 2
BERGEN alskýjaö 5
HELSINKI léttskýjaö 4
KAUPMANNAHÖFN skýjaö 4
ÓSLÓ þokumóða 2
STOKKHÓLMUR 2
ÞÓRSHÖFN skúr 5
ÞRÁNOHEIMUR rigning 5
ALGARVE skýjaö 13
AMSTERDAM skýjaö 7
BARCELONA þokumóöa 12
BERLÍN skýjaö 5
CHICAGO heiöskírt 12
DUBUN þoka 0
HAUFAX heiöskírt 3
FRANKFURT skýjaö 6
HAMBORG skýjað 5
JAN MAYEN snjóél -6
LONDON mistur 5
LÚXEMBORG léttskýjaö 2
MALLORCA skýjaö 10
MONTREAL heiöskírt 2
NARSSARSSUAQ alskýjaö 2
NEWYORK heiöskírt 12
ORLANDO alskýjaö 21
PARÍS skýjað 5
VIN súld 5
WASHINGTON heiöskírt 4
WINNIPEG heiöskírt 4
T A UÍTLV5INGUM f RA VCDURSTOFU ISI ANUS