Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2002, Blaðsíða 10
10 Utlönd FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 T>y iMu ð íllafslirii * Laugardaginn 13. Apríl Æfíngar hefjast kl: 11:30 og keppnin kl: 14:00 Verðlaunaafíiending verður strax að keppni lokinni Grillveisla er í Glaumbæ kl:20:00 Hrikalegt Snocrossball með Greifunum í Tjarnarborg sem hefst með stórglæsilegri flugeldasýningu kl:23:00. Keppt verður í fimm flokkum og eru sjö erlendir keppendur skráðir til leiks. ICELAHD V-Power .NDAíR Aðgangseyrir á keppnina er 1000 kr. fyrir 12 ára og eldri SpORTÍFERÐÍR www.sporttours.is i*úv iBHYCU A.—A Kattorbúðlr Jfj Greifinn cPédlSmyndir JHM Sport R.8IQMUNDSS0N PDL.RRIS MtWm Z&jMjJJ YAMAHA &L/MX Upplýsingar í síma 894-2967 Skýrsla um fjöldamorðin í Srebrenica: Hollendingar sæta ákúrum Hollenski herinn og stjórnmála- menn eru gagnrýndir harðlega í nýrri skýrslu um hlutverk Hollend- inga í Srebrenica i Bosníu þar sem verstu fjöldamorð í Evrópu frá lok- um heimsstyrjaldarinnar síðari voru framin. Hollenskir ráðamenn voru sakaðir um að senda friðar- gæsluliða sína í verkefni sem þeir réðu ekki við. Hollenskir hermenn urðu óvilj- andi vitorðsmenn í þjóðemishreins- unum þegar hersveitir Bosníu- Serba lögðu undir sig svæði sem átti að vera griðasvæði Sameinuðu þjóðanna árið 1995 og myrtu allt að átta þúsund múslíma, karla og drengi. Að því er fram kemur í skýrslunni voru múslímamir nán- ast drepnir við nefið á hollensku hermönnunum. í skýrslunni segir að þegar allt hafl farið úrskeiðis hafi hollenski herinn reynt að gera lítið úr ástand- inu til að halda í ímynd hermann- anna. Skýrslan er sjö þúsund blað- síður og vinna við hana hófst 1996. REUTERSMYND Hnausþykk skýrsla Hollenskur blaðamaður nælir sér í eintak af sjö þúsund síðna skýrslu um þátt hollenskra gæsluliða í fjöldamorðum í Bosníu 1995. REUTERSMYND Fílabað í Taílandi Taílenskir filar í hinni ævafornu höfuöborg landsins, Ayutthaya, sprauta hér vatni yfir gæslumenn sína á sjóðheitum þjóðhátíðardegi Taílendinga sem haldinn er hátíðlegur i dag, 11. apríl. Hitinn í borginni var kominn í 39 stig í morgun. Schröder og Pútín semja um skuld Schröder og Pútín Tveggja daga heimsókn Pútíns til Þýskaiands lauk í gær. Þeir Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Vladimir Pútin, forseti Rússlands, komust í gær að sam- komulagi í gömlu deilumáli vegna skuldar gömlu Sovétríkjanna við Austur-Þjóðverja. Um er að ræða gamla skuld frá kaldastríðsárunum að upphæð allt að milljarður rúblna og sagði Schröder á blaðamannafundi í gær að fjármálaráðherrar landanna fengju það verkefni að klára dæmið. „Því verður lokið innan fjögurra vikna,“ sagði kanslarinn og bætti við að samkomulag hefði náðst um að Rússar greiddu Þjóðverjum 500 mill- jónir evra. Tveggja daga heimsókn Pútíns til Þýskalands lauk í gær, en auk skulda- málsins ræddi hann stuðning Þjóð- verja um aukin áhrif Rússa innan Atlandshafsbandalagsins, sem Shröd- er lofaði að styðja. EÐSHÍ . Evrópa hefur engin áhrif Mogens Lykke- toft, fyrrum utan- ríkisráðherra Dan- merkur, sagði eftir ferð til ísraels að orð Evrópuríkja hefðu ekki mikla vigt þar um slóðir og því væri kannski ekki mjög raunhæft að biðja þau um að gera meira til að leysa deilur ísraela og Palestinumanna. Uppnám í olíuvinnslunni Olíuvinnsla í Venesúela er í upp- námi eftir sex vikna mótmælaað- gerðir starfsmanna ríkisolíufélags- ins. Allsherjarverkfall andstæðinga forsetans bætir ekki úr skák. Hermenn í skjóli nætur Um 120 breskir úrvalshermenn komu til Afganistans í nótt til að að- stoða við leitina að talibonum og al- Qaeda-hryðj uverkamönnum. Bin Laden sagður á lífi Arabískt dagblað í London, al- Hayat, segist hafa fengið tilkynn- ingu frá al-Qaeda-hryðjuverkasam- tökunum um að Osama bin Laden væri á lífi og við góða heilsu á ör- uggum stað. Ráðist á skólabíl gyðinga Óþekktir menn grýttu langferða- bil sem var að flytja nemendur úr skóla gyðinga I París i gær og særðu einn nemandann lítillega. Ekki NATO-liðar George Robertson, framkvæmdastjóri NATO, sagði i gær að ekki færu fram við- ræður um hugsanlega friðargæslu her- manna bandalagsins í Mið-Austurlöndum. Auk þess sem að áður þyrfti að koma á friði og að hann væri nú ekki í augsýn þessa stundina. Vongóðir um frið Stjómvöld á Sri Lanka sögðu í morgun að þau væru vongóð um friðarhorfur þótt leiðtogi uppreisn- armanna Tamíltígra neitaði að gefa eftir kröfuna um eigið ríki Tamíla. aftur á kreik Rudolf Scharping, landvarnaráðherra Þýskalands, hefur enn á ný heimilað tímariti að birta myndir af sér og ást- konunni þar sem þau eru saman i fríi. Sams konar myndir voru birtar af ástsjúka ráðherranum fyrir átta mánuðum og sú myndbirting var nærri búin að kosta hann embættið. Heitt í kolunum á þingi Heitar umræður urðu á júgóslav- neska þinginu i gær um frumvarp til laga sem heimilar framsal meintra stríðsglæpamanna til dóm- stólsins í Haag. Efri deildin sam- þykkti frumvarpið og búist er við að sú neðri fari að dæmi hennar. Vilja hjálpa Argentínu Ráðamenn Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins sögðust í gær vilja rétta Argentinumönnum hjálparhönd við að vinna bug á efhahagskreppunni en fé yrði ekki látið af hendi fyrr en gerðar hefðu verið róttækar umbæt- ur á efnahagslífmu. Astsjúkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.