Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2002, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2002, Blaðsíða 23
35 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 DV Tilvera Joel Grey sjötugur Leikarmn, söngvarinn og dansarinn Joel Grey á stórafmæli í dag. Joel hefur löngum verið ein helsta stjarnan i söng- leikjum á Broadway. Þekktastur er hann þó fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Cabaret frá árinu 1972 þar sem hann lék sviðsstjórann og fékk óskarsverðlaun fyrir. Grey hefur auk þess að vera fræg Broad- waystjama verið vinsæll „stand-up“ gamanleikari. Grey leikur ekki mikið í kvikmyndum en lét sig þó hafa þaö að leika á móti Björk í Dancer in the Dark. Hann á tvö böm og er annað þeirra leikkonan Jennifer Grey. Gildir fyrir föstudaginn 12. apríl Vatnsberinn (70. ian.-18. febr.l: I Þú ert tilbúinn að gera breytingar sem hafa lengi verið á dagskrá. Dagurinn verður í rólegri kantinum. Happatölur þínar eru 22, 33 og 37. Flskarnir (19. febr.-20. mars): Einhver hjálpsamiu- I maður bjargar þér úr minni háttar vanda. Þú færð góðar fréttir af ættingjum þínum. Happatölur þínar eru 8, 9 og 31. Hrúturinn (21. mars-19. april): . Þó að dagurinn byiji ' óvenjulega og ekki eins og þú vilt fer allt að ganga betur er líður á daginn. Happatölur þínar eru 4,13 og 16. Nautlð (?0. anril-20. maB: Gættu þess að verða ekki of kærulaus, ákveðin persóna treystir á þig. Þetta á sérstaklega við um viðskipti. Happatölur þínar eru 1, 6 og 7. Tvíburarnir (21. maí-21. iúní): Farðu varlega í fjármálunum, þetta — f f er ekki góður tími til að tjárfesta. Þú átt skemmtilegt kvöld í vændum með vinum og vandamönnum. Krabbinn (22. iúní-22. iúií): Þú færð óvænta heim- i sókn eða sendingu sem krefst réttra við- bragða. Hlustaðu á ráð þeirra sem þú þekkir vel. Happatölur þínar eru 9, 17 og 38. Uonið (23. iúlí- 22. ágúst): Þetta er rólegur dagur og þú getur notaö hann til að safna kröftum fyrir verkefni sem bíður þín í vinnunni. Happatölur þínar eru 13,14 og 23. Mevian (23. áeúst-22. sept.): iw Vinur þinn þarf á þér -Avft að halda og þú þarft að ^^^lgefa honrnn meiri tima ^ I en þú hefur gert. Þér gengúr vel að vinna í hóp og þá sérstaklega á þínum vinnustað. Vogin (23. sept.-23. okt.l: J Þú afkastar mestu í ryy dag ef þú skipuleggur \ f verk þitt vel fyrir r / fram og nýtir tímann vel. Þú þarfhast hjálpar við ákveðin atriði er liður á kvöldið. Sporðdrekinn (24. okt.-2l. név.): ■Atvik sem á sér stað snemma dags gæti sett þig út jafhvægi en þú _____ færð fljótlega um ann- að að hugsa. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. Bogmaðurinn (22. nóv-21. des.l: [Þú lendir í samræðum rsem snerta stóran hóp jj fólks og færð líklega tækifæri til að leggja þitt af mörkum. Það mun þó kosta þig töluverða vinnu. Stelngeltin (22. des.-19. ian.): Dagurinn verður ánægjulegur og þá einkum seinni hluti hans. Heimilislifið er gott og ættingjar þínir verða þér ofarlega í huga í dag. Yogi Shanti Desai staddur á íslandi: Byggir kennslu sína á eigin reynslu - fyrirlestur í kvöld og námskeið fyrir verðandi og núverandi jógakennara Hér á landi er staddur Yogi Shanti Desai sem hefur kennt mörg þúsund nemendum og útskrifað fjöldann allan af jógakennurum í gegnum tíðina, jógakennara sem starfa nú úti um allan heim. Hann er best þekktur á íslandi fyrir sam- starf sitt við Yogastudio ehf. Þar hefur hann ásamt Ásmundi Gunn- laugssyni staðið fyrir jógakennara- þjálfun síðastliðin ár. í þetta skipti kemur Shanti til landsins á vegum Guðjóns Bergmann jógakennara. Meðan á dvöl hans stendur mun hann halda námskeið fyrir verðandi jógakennara, framhaldsnámskeið í hugleiðslu og hugmyndafræði fyrir núverandi jógakennara og helgar- námskeið fyrir áhugafólk sem hefur takmarkaða þekkingu en vill læra meira. Öll námskeiðin verða haldin í jógastöðinni Jóga hjá Guðjóni Bergmann, Ármúla 38. Yogi Shanti Desai heldur einnig fyrirlestur fyrir almenning á Grand hótel í kvöld kl. 20.30. Þar mun hann verða með fyrirlestur um áhrif jógaheimspeki á daglegt líf, sýnikennslu og verja miklum tíma í að svara spumingum viðstaddra. Yogi Shanti Desai er fæddur í Gujurat-héraði á Indlandi árið 1940. Hann fæddist inn á trúarlegt heim- ili og var ungur innvígður af Swami Kripalu, meistara sínum í jógafræð- unum. Shanti fluttist síðar tU Bandaríkjanna og útskrifaðist með meistaragráðu i efnafræði frá Drex- el-háskólanum árið 1964. Samhliða náminu og vinnu sinni sem efna- fræðingur kenndi hann jóga en það var ekki fyrr en árið 1972 sem Shanti ákvað að helga sig algjörlega jógafræðunum og kennslu í þeim. Árið 1974 opnaði Shanti jógastöð í Ocean City, New Jersey, sem hann starfrækir enn þann dag í dag. Yogi Shanti Desai byggir aUa sina kennslu á eigin reynslu. Hann hefur skrifað fjórar bækur um jógafræðin og er að skrifa nýja bók sem er væntanleg á þessu ári. DV vantar blaðbera í Keflavík. Segir ekki neitt um barn Hurley Ameríski kvik- myndaframleiðandinn Steve Bing viU ekkert tjá sig um nýfætt bam bresku leikkonunnar Liz Hurley. Þau Liz og Steve vom saman þar tU hún tilkynnti hon- um að hún væri ólétt. Þá stakk minn maður af og hefúr síðan dreg- ið stórlega í efa að hann sé faðirinn. Hann gaf meira að segja í skyn að leikkonan hefði ekki verið við eina fjölina feUd þegar ástir eru annar vegar. Liz tók léttasóttina á sjúkrahúsi í London í síðustu viku og eignað- ist dreng sem var gefið nafnið Damian Charles. Ekki er annað vitað en að móður og bami heUsist vel. „Ég vU ekkert láta hafa eftir mér um bam- ið. Ég hef ekkert að segja,“ segir Steve Bing í viðtali við breska blaðið Sun. Vinir Liz hafa talað Ula um Steve frá því hann stakk af í fyrra og tU marks um hvað þeir höfðu hann í UUum metum köUuðu þeir kappann gjaman Bing Laden, nánast í höfuðið á mesta óþokka síðari tíma. Uz Huriey Leikkonan og fyrirsætan geöþekka er nú oröin ein- stæö móðir. The Kona ein sem var með Steve í fimm mánuði eftir að hann stakk af frá Liz ber honum heldur ekki vel söguna. Kærastan sú segir að kappinn hafi einnig látið sig hverfa um leið og eitthvað bjátaði á. Fram að þeim tíma hafi hann aftur á móti verið sjarminn upp- málaður. Upplýslngar veitir umboðsmaður DV í síma 421 3053.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.