Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2002, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 DV Fréttir Gildandi lögum um ríkisábyrgð vikið til hliðar fyrir deCODE: Reglurnar rýmkaðar - málið harðlega gagnrýnt af tveimur stjórnarliðum á Alþingi í nótt Það vekur óneitanlega athygli að í frumvarpi fjármálaráðherra skuli vera lagt til að gildandi lögum um ríkis- ábyrgðir, sem sett voru í desember 1997, verði nær alveg vikið til hliðar varðandi 20 milljarða ríkisábyrgð tU deCODE vegna fyrirhugaðrar starf- semi á sviði lyfjaþróunar hér á landi. Þetta hefur margvísleg áhrif á skU- yrði þess að unnt sé að veita ábyrgðina og auðveldar aðgang deCODE að henni. Það sem ekki sist er verið að slægjast eftir er afsláttur sem reglur EES veita af ríkisaðstoð tU rannsókn- ar- og þróunarverkeína. Minni ráðstafanir vegna áhættu Samkvæmt lögum um rikisábyrgðir er óheimUt að leggja fyrir Alþingi fnnnvarp um rUdsábyrgð nema að fenginni umsögn rikisábyrgðasjóðs. Sjóðurinn á m.a. að meta greiðslu- hæfi þess sem njóta á ábyrgðarinnar, þörf fyrir afskriftir vegna áhættu og tryggingar vegna ábyrgðarinnar. Þessi umsögn liggur ekki fyrir, enda gert ráð fyrir að lögunum verði vikið tU hliðar. í athugasemdum með frumvarpi fjármálaráðherra er hins vegar vikið stuttlega að þessum þátt- Varðandi greiðsluhæfi deCODE er Innlent fréttaljós Ólafur Teitur Guðnason blaðamaöur bent á að eigið fé þess var í lok síð- asta árs 17,5 mUljarðar króna. Með hliðsjón af því sé að sinni ekki talin þörf á sérstöku framlagi á afskrifta- reikning vegna áhættu. Samkvæmt þessu er ljóst að ríkisstjómin telur að ábyrgðin feli í sér litla áhættu - að sinni. Pétur Blöndal gagnrýndi þetta mat í umræðum um ffumvarpið á Alþingi í nótt. Hann benti á að fyrirtækið tapaði 4 mUljörðum króna í fyrra. Eigið fé þess myndi því að óbreyttu brenna upp á fjórum árum, löngu áður en gera mætti ráð fyrir að hagnaður færi að myndast af lyfjaþróun. í frmnvarpi ráðherra segir að ekki hafi þótt ástæöa tU að leggja mat á sérstakar tryggingar vegna ábyrgðar- innar, enda sé þess vænst að hún faUi undir sérreglur EES um ríkisað- stoð við rannsóknar- og þróunar- verkefni. Um þess konar rikisaðstoð gUda almennt minni kröfur um tryggingar en ella, enda er það stefna Evrópusambandsins að styðja sér- staklega við verkefni af þessu tagi. Rök Friðriks Sophussonar í ljósi þess að vikja á gUdandi lögum tU hliðar er ffóðlegt að rifja upp um- mæli Friðriks Sophussonar, þáverandi fjármálaráðherra, þegar hann mælti fyrir þenn á Alþingi i október 1997. „I þessum málum hefur verið tU vandræða að það er tUtölulega auðvelt Við opnun höfuöstöövanna Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðagreiningar og Davíð Oddsson forsætisráðherra við opnun höfuðstöðva ÍE um miðjan febrúar sl. Misjafnar áherslur Geir Haarde Einar Oddur Pétur Blöndal Meðmæitur. Hugsi. Á móti. Afstaöa alþingismanna til ríkisábyrgöar vegna móöurfyrirtækis Islenskrar erföagreiningar fer ekki eftir fiokkslínum. Æöimargir þingmenn virðast eiga erfitt meö aö gera upp hug sinn í málinu, jafnt stjórnarsinnar sem stjórnarandstæöingar. fyrir eina rikis- stjóm, einn ráð- herra að veita ábyrgðina. Með þessu ffumvarpi er verið að gera tU- raun tU að tryggja vandaðri vinnu- brögð en áður og þetta er eins og ég hef áður sagt í takt við þá steffiu sem reynt er að fylgja, að reglumar séu ákveðnari og bygg- ist á hlutlægari skU- yrðum en áður tíðk- aðist.“ Geir Haarde fjái'- málaráðherra segir að farið hafi verið rækUega yfir kosti og galla málsins. „Við höfum metið saman ávinning og áhættu og þetta er okkar niðurstaða, að það sé rétt og skynsamlegt að gera þetta.“ Geir segir að gUdandi lög rúmi ekki málið nægjanlega vel eins og þaö er hugsað. „En við munum auðvitað reyna að setja þær tryggingar í þessu og tryggja okkar stöðu eins og kostur er. Ég bendi jafnframt á að þetta er ein- föld ábyrgð, ekki sjáifskuldarábyrgð, sem þýðir að fyrst þarf að ganga að fyr- irtækinu og gera það gjaldþrota áður en hægt er að innheimta ábyrgðina." Hörö gagnrýni Einars Odds „Mér finnst ákaflega litlar upplýs- rngar fylgja með frumvarpinu. Það er ákaflega erfitt að átta sig á þessu. Það fylgir engin viðskiptahugmynd. Okkur skortfr grunnupplýsmgar um málið,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson í um- ræðunum á Alþingi í nótt. Steingrímur J. Sigfússon tók i sama streng: „Gögnin í málinu em ekki ýkja mikil. Tíu blaðsíður með stóru letri upp á 20 milljarða. Það eru 2 milljarð- ar á blaðsíðu." „Hér er um algjöra stefiiubreytingu að ræða,“ sagði Einar Oddur. „Mín ríkisstjóm hefur haft það sem grund- vallaratriði að nota ekki sértækar að- gerðir í atvinnumálum. Þetta frum- varp er sértæk aðgerð." „Mér finnst ákaflega litl- ar upplýsingar fylgja með frumvarpinu. Það er ákaflega erfitt að átta sig á þessu. Það fylgir engin viðskiptahugmynd. Okk- ur skortir grunnupplýs- ingar um málið. “ Hann sagði að stjómvöld mættu - og ættu - undir ákveðnum kringumstæð- um að styðja við atvinnulífið en brýnt væri að skilgreina hvemig það væri gert. Annars væri hætt við að biðraðir mynduðust eftir ríkisaðstoð af þessu tagi. „Réttast heföi verið að þær reglur fylgdu með þessu ffumvarpi," sagði Éinar Oddur. „Ég vonast til þess að þær liggi fýrir áður en ffumvarpið verður að lögum. Annars gætum við hér verið að bijóta stjómarskrá. Það er mjög mikilvægt að við pössum að gætt sé jafnræðis." Aðrir lánsmöguleikar Samkvæmt lögum um ríkisábyrgðir er ríkissjóði óheimilt að gangast í ábyrgð nema ógemingur sé að upp- fylla lánsfjárþörf viðkomandi verkefh- is á almennum lánamarkaði. Geir Haarde segist ekki geta svarað því hvort deCODE geti fjármagnað lyfiaþróunarverkefnið án ríkisábyrgð- arinnar. „Það get ég ekki fúllyrt um. Mér finnst það ekki ólíklegt, en það hefði verið á lakari kjörum," segir Geir. Samkvæmt þessu er skilyrði lag- anna, um að reyna skuli til þrautar að fiármagna verkeftiið á almennum lána- markaði áður en rikisábyrgð kemur til greina, ekki uppfyllt. Að þessu leyti virðist það stytta talsvert leið deCODE að ábyrgðinni að taka lögin um ríkis- ábyrgð „úr sambandi" eins og það hef- ur verið orðað. Og ekkert hefur komið fram um að sambærileg skilyrði sé að finna í reglum EES. Lægri gjaldtaka af deCODE Samkvæmt lögum um ríkisábyrgðir skal sá sem nýtur ríkisábyrgðar greiða fyrir það áhættugjald sem ríkis- ábyrgðasjóður ákveður. Það skal nema 0,25-4% af höfuðstól skuldarinnar fyr- ir hvert ár og skal greiðast fyrirfram í einu lagi. Ómögulegt er að geta sér til um hvaða prósenta hefði orðið niðurstað- an i tilviki deCODE. Sem dæmi má hins vegar neftia að 1% áhættugjald af ábyrgðinni sem gert er ráð fýrir í frumvarpinu myndi nema 1.400 millj- ónum króna, ef miðað er við óbreyttan höfuðstól í 7 ár. í sérreglum EES um rannsóknar- og þróunarverkefni er veittur afsláttur af þessu áhættugjaldi. Ákvörðun um gjald af deCODE hefur ekki verið tek- in, en upphæð þess mun m.a. ráðast af því hvort ríkisábyrgðin verður talin flokkast rrndir sérreglumar. Verði það raunin má gera ráð fyrir að deCODE greiði lægra gjald en ella, jafnvel þótt Geir Haarde bendi á að lágmarksgjald- ið samkvæmt íslenskum lögum sé lágt. Það er Eftirlitsstofhun EFTA sem ákveður hvort sérreglumar eigi við í þessu tilviki. Forskot á keppinauta Spurt er hvort ekki sé öfugsnúið að freista þess að tryggja deCODE lægri áhættugjöld í ljósi þess að óvenjumikil áhætta felst í starfsemi á sviði lyfiaþró- unar. „Almennt séð er þetta vissulega áhættusöm starfsemi. En við teljum að íslensk erföagreining hafi ákveðið for- skot vegna sinna rannsókna; að fyrir- tækið geti stytt þann tíma sem þarf til þess að koma lyfi á markað og jafn- framt minnkað kostnaðinn við það. Vegna þessa forskots teljum við að áhættan sé minni en hjá öðrum sem era i þessari starfsemi," segir Geir Haarde. Geir segir að ávinningurinn af áformum deCODE fýrir íslenskt þjóð- arbú hafi ekki verið reiknaður út ná- kvæmlega - enda afar flókið að ætla sér það - en þau feli í sér griðarlegt efnahagslegt tækifæri. Um það deila sjálfsagt fáir. Kostnað- urinn við að grípa það verður hins vegar heldur ekki reiknaður út. Hann er einhvers staðar á bilinu 0,- til 20.000.000.000,-. Hafnað vegna kynhneigðar Samtökin '78 hafa skrifað bæjaryfir- völdum Kópavogs bréf vegna meintra fordóma félagsmálastjóra bæjarins, Að- alsteins Sigfússonar, sem samtökin telja að hafi brotið á samkynhneigðum manni sem sótti um starf tilsjónar- manns með sambýli unglingspilta. í atvinnuviðtali átaldi félagsmála- stjóri umsækjandann fyrir að hafa ekki gert sérstaklega grein fyrir samkyn- hneigð sinni í umsókninni. Hann svar- aði því til að samkynhneigð hans væri ekkert launungarmál en að gera einka- mál hans að umræðuefni viö ráðningu í opinbert starf væri handan við lög og reglur. Það taldi félagsmálastjóri ekki vera og kvað það geta kallað á óheppi- lega stöðu ef samkynheigður karlmað- ur heföi tilsjón með sambýli unglings- pilta. Af tali félagsmálastjóra varð ekki annað ályktað en hann teldi viðkom- andi pftta eiga á hættu kynferðislega áreitni af hálfu umsækjanda ef af ráðn- ingu yrði. í bréfinu segir að það sé hlutverk og skylda Samtakanna '78 að tryggja það eftir megni að samkynhneigðum sé hvergi mismunað í samfélaginu og að farið sé að lögum í þeim efnum. Því krefii þau í krafti stjómsýslu- laga Kópavogsbæ skýringar á ffam- komu félagsmálstjóra í ofangreindu viðtali. Jafnffamt er beðið um að gerð sé grein fyrir starfsmannastefnu bæjarins að því er varðar kynhneigð starfsmanna. Aðalsteinn Sigfússon félagsmála- stjóri hefur sent bæjarráði greinar- gerð um mál þetta og sagði í samtali við DV að málið yröi til umfiöllunar á bæjarráðsfundi í dag, fimmtudag, og hann vildi ekki tjá sig um mála- vexti að svo stöddu. Þorvaldur Kristinsson, formaður Samtakanna '78, sagði í samtali við DV að augljóst væri að jafnræðis- regla sfiómarskrárinnar heföi verið brotin. „Einnig tel ég að skoða þurfi þessa atburði í ljósi 180 gr. almennra hegn- ingarlaga þar sem segir að hver sem i atvinnurekstri eða þjónustustarfsemi neitar manni um vörur eða þjónustu til jaftis við aðra á grundvelli þjóðemis hans, litarháttar, kynþáttar, trúar- bragða eða kynhneigðar skuli sæta sektum eða fangelsi. Það er afar brýnt að fá úr því skorið hvort jafnréttislögin taki á misrétti varðandi kynhneigð." -PÁÁ Eldur út frá sjónvarpi? Eldur kom upp i ibúð við Ásvalla- götu í Reykjavik í gærdag. Slökkvilið- ið kom strax á vettvang og gekk slökkvistarf það vel að liðið var ekki nema um klukkustund á staðnum. Eldurinn kom upp í íbúð á jarð- hæð. Enginn var í íbúðinni en íbúi á efri hæð tilkynnti um reyk úr ibúð- inni til slökkviliðsins. Þrátt fyrir snögg viðbrögð slökkviliðs urðu tals- verðar skemmdir í íbúðinni. Ekki liggur fyrir hver upptök eldsins hafa verið, en gmnur beinist að sjónvarps- tæki í því sambandi. -gk Hestur í árekstri Árekstur varð milli bifreiðar og hests í Víðidalnum í Reykjavík í gærkvöld. Maður var á baki hests- ins og meiddist hann á öxl og mjöðm. Hesturinn skrámaðist nokkuð, en talið er að hann muni ná sér af meiðslunum. Annar hestur sem var með í taumi slapp ómeiddur. Svo harður var áreksturinn hins vegar að færa þurfti bifreiðina í burtu með kranabifreið. -gk Þyrla sótti slas- aöan sjómann Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan sjómann um borð í Hrímni Á-51 ffá Þorlákshöfn um miðjan dag í gær. Hrímnir var að veiðum skammt vestan við Vestmannaeyjar þegar einn mannanna um borð fékk hlut í höfuðið og þóttu meiðsli hans þess eðlis að rétt væri að kalla eft- ir aðstoð þyrlu. Ferð þyrlunnar frá því hún fór í loftið og þar til hún var lent við Landspítalann í Foss- vogi tók um klukkustund, en meiðsli mannsins voru ekki talin eins alvarleg og útlit var fyrir í fyrstu. -gk Áskorun um þyngri dóma Hafm er söfnun undirskrifta á Netinu þar sem mótmælt er vægum dómum í kynferðisafbrotamálum. Á sömu netsíðu er að finna áskorun til dómsmálaráðherra þess efnis að beita sér fyrir því að þessar refsing- ar við slíkum afbrotum verði hækk- aðar. „Það er lítið sem ekkert að refsirammanum í þessum málum en fáránlega vægir dómar hafa samt sem áður verið að falla,“ segir með- al annars á síðunni. Ása ráðin til dansflokksins Ása Richards- dóttir hefur verið ráðin fram- kvæmdasfióri ís- lenska dans- flokksins en list- rænn sfiómandi flokksins og sfióm hans völdu Ásu til starfsins úr hópi tuttugu umsækjenda. Síð- ustu sextán árin hefur Ása starfað í listum og á sviði fiölmiðlunar. Árið 1994 stofhaði hún Kafiileikhúsið og stýrði rekstri þess til 1999. Auk þess hefur hún komið að fiölmörgum öðr- um verkefnum á þessu sviði. -sbs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.