Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Side 2
2 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 DV Fréttir Meint líkamsárás kennara á nemanda í Hvassaleitisskóla: Héraðsdómur beð- inn um vitnamál - vonast eftir grundvelli til endurupptöku eöa einkamáls í kjölfarið Hvassaleitisskóli Enn er unniö í meintu árásarmáli kennara á nemanda í Hvassaleitisskóla. Lögmaður nemanda sem varð fyr- ir meintri líkamsárás í Hvassaleitis- skóla árið 2000 hefur sent Héraðs- dómi Reykjavíkur beiðni um að far- ið verði í svokallað vitnamál. Um er að ræða þinghald með þeim vitnum sem talin eru geta skýrt málið en hafa enn ekki verið yfirheyrð. Verði héraðsdómur við beiðninni verður tekin ákvörðun um kröfu til endur- upptöku málsins eða einkamál á grundvelli nýrra upplýsinga sem kunna að koma fram við vitnaleiðsl- urnar. Málið kom upp 1. mars 2000 vegna meintrar líkamsárásar kenn- ara í Hvassaleitisskóla á einn nem- enda sinna. Eftir langvarandi rann- sóknir lögreglu var málið sent til saksóknara. Hann vísaði því til baka til frekari rannsóknar. Að henni lokinni vísaði saksóknari því frá á þeirri forsendu að ekki væru fleiri til frásagnar um atburðinn heldur en viðkomandi kennari og nemandi. Móðir drengsins leitaði til dómsmálaráðuneytisins þar sem hún og lögfræöingur hennar töldu að málið hefði ekki verið nægilega vel rannsakað. T.d. hefðu nemendur í stofunni ekki verið yfirheyrðir. Umhoðsmaður Alþingis hefur verið með málið til athugunar og hefur ekki skilað lokaniðurstöðu sinni. Atburðurinn sjálfur var á þá lund að kennari í Hvassaleitisskóla vís- aði einum nemanda sínum, þá 15 ára, út úr kennslustund þar sem Fékk járnteina í gegnum fótinn Tilkynnt var um vinnuslys til Neyðarlínunnar um klukkan 11.25 í gærmorgun. Maður sem var að vinna við nýbyggingu í Hafnarfirði stóð þar í næstefsta þrepi stiga er það gaf sig. Hann féll um tvo og hálf- an metra og lenti á steypujárni. Tveir járnteinar stungust í gegnum annað læri mannsins og var hann að vonum nokkuð slasaður og sárkval- inn þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang. Lögreglan í Hafn- arflrði sagði það engu að síður lán í óláni að járnið skyldi hafa farið í gegnum fót mannsins en ekki aðra líkamshluta enda hefði það getað valdið mun alvarlegri meiðslum. Maðurinn liggur nú á sjúkrahúsi þónokkuð slasaður en ekki í lífs- hættu.________________-ÁB Föstum þáttum í blaðinu frestað Vegna flutninga og ítarlegrar umfjöllunar um þá í blaðinu í dag falla tveir fastir þættir í helgarblaðinu niður að þessu sinni, þ.e. DV-Bílar og bamasíðurnar Hókus-Pókus. Þessir þættir birtast aftur í næsta helgarblaði DV. hann taldi að hinn síðarnefndi hefði kastað framan í sig „tyggjóklessu". Annar nemandi viðurkenndi síðar að hafa hent tyggjóinu og hefur beðist afsökunar á því. Drengurinn umræddi vildi fá að taka dótið sitt með og bankaði aftur á hurðina. Samkvæmt vitnisburði hans úr lögregluskýrslu kom kenn- arinn þá út, tók drenginn hálstaki og gekk með hann eftir ganginum. Bar drengurinn að kennarinn hefði skellt höfði sinu tvisvar í vegg, í síð- ara skiptið með því að lyfta honum upp á hálsinum og skella höfði hans í vegginn. Hann segir sig hafa svim- að og orðið óglatt strax í kjölfar fyrra höggsins og eftir seinna högg- ið hefði hann munað lítið. Kennarinn bar að ekki hafi kom- ið til átaka milli sín og nemandans. Umræddur nemandi fór þegar til skólastjóra Hvassaleitisskóla og bað um að kallað yrði á lögreglu. Við því var ekki orðið og gekk hann því sjálfur yfír á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Hann kastaði upp bæði á leiðinni og inni á spítalan- um. Hann var greindur með heila- hristing. Skömmu síðar þurfti hann að leita aftur á slysadeild. Hafði hann þá verið slappur og sljór og kvartað mikið um verki í brjóstbaki og hnakka. Var hann þá hljóðandi af verkjum. Að þessu sinni var hann greindur með hálstognun og tognun á brjóstbaki. Hann fór síðan til taugasérfræð- Ómar Benediktsson, formaður markaðsráðs og framkvæmdastjóri íslandsflugs, telur rétt að ráðið hætti að starfa, enda hafi tilraunin með stofnun þess mistekist. Mark- aðsráð var stofnað til að fá islensk fyrirtæki i ferðaþjónustu til að auka meðvitund og þátttöku í markaðs- málum en niðurstaðan er vonbrigði að mati Ómars. Að stofnun mark- aðsráðs hafa staðið ríkið, Reykja- víkurborg og Samtök ferðaþjónust- unnar. „Ég sé ekki ástæðu til að halda þessu samstarfi áfram,“ sagði Ómar í samtali við DV í gær. Niðurstöður könnunar, sem Sam- tök ferðaþjónustunnar lét gera, voru kynntar á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í vikunni og kom þar m.a. fram óánægja með störf ráðsins. Ómar segir hins vegar inga sem rannsökuðu hann. Þeir töldu að ástand hans gæti samrýmst „frásögn hans af árásinni". Hann hefur verið til meðferðar hjá lækn- um og sjúkraþjálfurum undanfarin misseri. Móðirin kærði málið til lögreglu strax 2. mars 2000. Hún sagði í samtali við DV að pilturinn, sem nú er 17 ára, hefði einkum verið slæmur í hálsinum, hægra herða- blaðinu og út í handlegg allar göt- ur frá meintum atburði. Þegar hann væri virkilega slæmur færi hann að taka rangt á og þá yrði allt bakið undirlagt. Hann stundar að helstu von- brigðin séu þau að aðeins 25% fyrirtækja hafi séð ástæðu að taka þátt í könn- uninni. „Menn tala um aukna samvinnu sem helsta baráttumál í markaðsmálum en þegar spurt er hvort þeir taki þátt í samvinnunni er svarið nei. Greinin er svo vön því að Flugleiðir, rikið og erlendir sölu- aðilar hafi staðið fyrir kynning- unni,“ segir Ómar. Þjóðhagsstofnun telur vanda greinarinnar mikinn og nefnir und- irboð og vandamál með arðsemi meðal annars eins og DV greindi frá fyrr í vikunni. Ómar tekur undir nú nám í Menntaskólann í Kópa- vogi. Halldór H. Backman, hdl. og lög- maður drengsins, sagði við DV að í vitnamálinu yrði leitast við að taka skýrslur af öllum þeim aðil- um sem kæmu að þessu máli, þar á meðal þeim sem lögreglan hefði ekki yfirheyrt. Vonir stæðu til þess að þær upplýsingar sem fram kæmu væru grundvöllur að höfð- un einkamáls, þ.e. skaðabótamáls annars vegar og nýrrar ákvörðun- ar saksóknara um að endurupp- taka rannsóknina á grundvelli nýrra gagna. -JSS það mat. „Þótt ég sé ekki hlynntur höftum velti ég því fyrir mér hvort ekki verði að vera einhver sérstök leyfi fyrir ákveðnum grundvallar- rekstri og virkt eftirlit með slíku. Það er staðreynd að mikið er um undirboð og arðsemin í greininni er langt í frá því að vera viðunandi. Ómar segir erfitt að breyta þeim doða og þátttökuleysi sem sé í grein- inni en hann sjái helst fyrir sér að í stað þess að fyrirtækin setji saman í sjóð með ríkinu megi velta fyrir sér hvort einstök fyrirtæki eða land- svæði ættu ekki að geta sótt mark- aðsstyrki í sjóð hjá Ferðamálaráði. Þá verði ffamgangur þeirra mestur sem helst hafi frumkvæði. „Hættan við þessa leið er hins vegar sú að út- hlutun verði of pólitísk en svo þarf þó ekki að verða,“ segir fráfarandi formaður markaðsráðs. -BÞ Skuldir aukast yj síðan 1998 og nú er I ' svo komið að hver M íbúi bæjarfélagsins H "rfB skuldar um 430.000 ' Érónur. Minnihluti “------ **™ bæjarstjórnar segir skuldirnar mun meiri vegna einka- framkvæmdasamninga. Heildar- skuldir bæjarins er um 9 milljarðar skv. efnahagsreikningi. Ný-ung styrkt Félagsmiðstöðin Ný-ung á Egils- stöðum hefur fengið úthlutað 6 mfiljóna króna styrk frá Evrópu- sambandinu í gegnum samtökin Ungt fólk í Evrópu. Styrkurinn er vegna fiölþjóðaverkefnis sem NÝ- ung mun sjá um i sumar en þetta er hæsti styrkur sem íslenskt verkefni hefur fengið frá Evrópusambandinu tfi þessa. ruv.is greindi frá Skjávarpið gjaldþrota? Ef Skjávarp hf. verður tekið til gjaldþrotaskipta gæti svo farið að útsendingar Skjás eins á lands- byggðinni legðust af. Óskað hefur veriö eftir gjaldþrotaskiptum en greiðslustöðvun rann út 8. apríl Hringurinn 100 ára Hringskonur minnast í dag fyrsta formanns síns og afhenda af því til- efni Bamaspítala Hringsins gjöf, samhliða því að kynna 100 ára sögu félagsins. Safnast verður saman að Ásvallagötu kl.14 og þaðan gengið í Suðurgötukirkjugarð og blómsveig- ur lagðm- að leiði formannsins. Að því loknu verður safnast saman í fé- lagsheimilinu að Ásvallagötu 1. Olíufélagið heitir Ker Aðalfundur Olíufélagsins hf. sam- þykkti í dag að breyta nafni félags- ins í Ker hf. Verður félagið skráð á Verðbréfaþingi íslands undir því heiti en Ker hf. er eignarhaldsfélag sem mun annast rekstur fasteigna og fiárfestinga í atvinnurekstri af ýmsu tagi. Aðalfundurinn í gær var því sá síðasti í nafni Olíufélagsins hf. Gámabíll fauk á hliðina Gámaflutningabifreið Eimskips- Flytjanda hf. hafnaði utan vegar við Breiðadal í Önundarfirði í gærdag. Ökumann sakaði ekki en bifreiðin mun vera mikið skemmd. Talið er aö snörp vindhviða hafi hafi valdið því að bifreiðin hafnaði á hliðinni utan vegar. Nýir eigendur að Agli Samkomulag hefur náðst á milli Búnaðarbanka íslands og íslands- banka annars vegar og Lindar hins vegar um kaup þeirra síðastnefndu á Ölgerð Egfis Skallagrímssonar. Stefnt er að sameiningu Lindar og Ölgerðarinnar. Víðimelsmálið Lögreglan hefur enn ekki útilok- að að fleiri en einn maður hafi átt hlut að máli þegar manni varð ban- að á Víðimel 1 vesturbæ Reykjavik- ur í febrúar. Hæstiréttur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir manni, sem hefur þegar játað á sig verknaðinn. -ÁB Framkvæmdastjóri íslandsflugs um íslenska ferðaþjónustu: Markaðsráð sama sem sjálfdautt - sér ekki ástæðu til að halda samstarfi áfram Ómar Benediktsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.