Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Page 30
30 ______LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 Helgarblað_________________________________________________________________________________ dv DV-MYNDIR E.ÓL. Dofri Om segist aidrei hafa mætt slíkum fordómum áður. „Þótt ég sé opinn hommi og meö skýrar og meðvitaðar hugmyndir fullþroska manns um kynhneigð og kynhegðun mína varð mþr Ijóst aö það sem lá að baki öllu viðmðti og spurningum félagsmálastjóra voru fyrirfram tilbúnar hug- myndir hans, stereótýpur, af samkynhneigðum körlum. Aftali hans réð ég að þar sem ég væri samkynhneigður hlyti ég (og sennilega allir samkyn- hneigðir) að hans mati að leita á drengi og unga pilta til kynmaka. “ Homminn sem var hafnað - Dofri Örn Guðlaugsson uppeldis- fræðingur mætti fordómum og út- skúfun hjá Kópavogsbæ þegar hann sótti þar um starf. Hann segir DV frá reynslu sinni. Það er erfitt að skilgreina for- dóma en við þekkjum þá öll þegar við sjáum þá. Fordómar gegn ýms- um hópum samfélagsins er eitt- hvað sem flestir vildu helst vera lausir við og mikið starf hefur ver- ið unnið til að vinna bug á þeim. Þess vegna hrökkva flestir við þeg- ar fordómarnir koma upp á yfir- borðið af fuilum krafti. Þetta fékk Dofri Örn Guðlaugs- son, 29 ára uppeldisfræðingur, að reyna þegar hann mætti í atvinnu- viðtal við Aðalstein Sigfússon, sál- fræðing og félagsmálastjóra Kópa- vogsbæjar, 4. mars síðastliðinn. Dofri var einn umsækjenda um starf umsjónarmanns með væntan- legu tilsjónarsambýli fyrir ung- linga í Kópavogi. Umsjónarmaður rekur heimili fyrir 3-4 unglingspilta sem átt hafa i félagslegum erfiðleikum og „leigja“ herbergi þar í lengri eða skemmri tíma vegna fjölskylduað- stæðna. Umsjónarmaður sér um að kaupa inn mat og aðrar nauð- synjar, sér til þess að allir hjálpist að við þrif og matseld og að allir fari I skólann eða vinnuna. Það var ekki að ástæðulausu að Dofri var mættur í þetta viðtal því hann hafði um fjórtán mánaða skeið annast slikt starf fyrir Fé- lagsþjónustu Reykjavíkur á einu af þremur tilsjónarsambýlum sem til eru á Islandi. Auk þess hafði hann margvíslega og fjölþætta reynslu af uppeldislegu starfi með unglingum og starfað víða í félags- lega kerfinu og skólakerfmu að slíkum málum þrátt fyrir ungan aldur. Lærði í Danmörku Dofri varð stúdent af félags- fræðibraut Fjölbrautaskóla Suður- nesja en hefur undanfarin fjögur ár dvalið í Danmörku þar sem hann hefur sótt sér menntun á þessu sviði. Hann útskrifaðist frá Gentofte Seminarium í janúar 2002 með diploma í uppeldis- fræði/pædagog sem er ígildi BA prófs. Lokaritgerð hans fjallaði einmitt um rekstur og uppbygg- ingu heimila eins og þess sem ver- ið er að setja á stofn í Kópavogi. „í Danmörku eru pædagog og kennari þeir sem vinna með fólki. Kennarinn er í kennslu og annað fellur svo til undir pædagoginn. Pædagognámið felur í sér þrjár undirgreinar, fritids-, social- og börnehave-pædagog. Þar af leið- andi get ég valið um það að sækja um að fá starfsréttindi sem leik- skólakennari og/eða þroskaþjálfi (af háskólagráðum). Af styttra námi er það meðferðarfulltrúi og starf/rekstur félagsmiðstöðva. í Danmörku hefur starfsfólk á sam- býli pædagog-menntun, hvort sem um er að ræða sambýli fyrir fatl- aða eða einstaklinga með önnur (félagsleg) vandamál," segir Dofri í samtali við DV. Sálfræðingur, félagsráð- gjafi og fordómar Viðtalið sem hér er til umræðu varði í um 45 minútur og þar voru mættir fyrir hönd Kópavogskaup- staðar þeir Aðalsteinn Sigfússon sálfræðingur, félagsmálastjóri, og Kristín Friðriksdóttir félagsráð- gjafi. Fyrr hafði Dofri mætt í við- tal til Kolbrúnar Ögmundsdóttur félagsráðgjafa sem veitir fjöl- skyldudeild bæjarins forstöðu. Hann hafði áður verið í tölvusam- bandi við Kolbrúnu og veitt henni margvíslegar upplýsingar auk þess að afhenda henni eintak af lokaritgerð sinni sem hann segir að sé nokkurs konar „blueprint” eða forskrift að rekstri tilsjónar- heimilis. Dofri segir í viðtali við blaða- mann DV þegar hann rifjar upp aödraganda þessa viðtals að um- rætt starf hafi í raun verið ástæða þess að hann kom heim frá Dan- mörku til lengri dvalar á íslandi þar sem hann taldi sig eiga mögu- leika á því að afla sér nokkurra tekna auk þess að vinna að ein- stöku uppeldisfræðilegu tækifæri á tilsjónarsambýlinu. „Ég hefði getað verið kyrr úti og fengið vinnu þar en ég var með skuldir á bakinu eftir námið og sá fram á að með því að hella mér í vinnu hér heima í svona tvö ár gæti ég komið undir mig fótunum á ný,“ segir Dofri þar sem við sitj- um yfir kaffí og sætabrauði á Rauðarárstígnum. „Ég hef heyrt að þú sért samkynhneigður, Dofri?“ - En hvað var það sem gerðist í viðtalinu? „Fyrstu 15-20 mínútur viðtals- ins var andrúmsloftið neikvætt, mér var strax gert ljóst að þessi vinna væri ekki fagleg og þar af leiðandi fengi ég ekki mikið fag- legt út úr henni. Þar fyrir utan væru væntingar mínar til starfs- ins meiri en þeir ætluðust til af umsjónarmanninum. Ég svaraði því til að ég hefði reynslu af slíkum rekstri og vissi að hverju ég gengi en nú hefði ég frá því ég vann við þetta síðast öðl- ast menntun til að móta mér hug- myndafræði í starfí. Þetta svar var ekki fullnægjandi fyrir félagsmála- stjóra og ég þurfti nokkrum sinn- um að „réttlæta" það að áhugi minn á starfínu snerist um áhuga á að vinna við fagið. Eftir ca 20 mínútur segir félags- málastjóri: „Ég hef heyrt að þú sért samkynhneigður, Dofri?" Ég játaði því og spurði á móti: „Og ...?“ Þá sagði hann: „Mér fínnst að þú hefðir átt að segja það fyrr í viðtalinu!“ Ég svaraði: „Nú? Ekki kynntir þú þig þegar ég kom inn með orð- unum: Aðalsteinn, ég er gagnkyn- hneigður?" Nú hófust orðaskipti um hvort mér bæri yfirhöfuð að tilkynna væntanlegum vinnuveitendum kynhneigð mína. Það vildi félags- málastjóri meina að væri nauð- synlegt eðli starfsins vegna, bær- inn yrði að baktryggja sig gagn- vart slúðri o.s.frv. Ég sækist í mína líka Þegar hér vár komið sögu gerði félagsmálastjóri a.m.k. þrjár til- raunir til að fá upplýsingar um kynhegðun mína og byggði hann þær upp með sömu sögunni: „Þetta sambýli er fyrir drengi 16-18 ára. Okkur mundi aldrei detta í hug að ráða konu í starfíð vegna þess að það gæti valdið óþægilegum aðstæðum. Við mynd- um heldur aldrei ráða mann á heimili fyrir þrjár stúlkur. Nú - með því að ráða þig gætum við valdið vandamálum ..." Hann botnaði með öðrum orðum aldrei dæmisögu sína. Eftir að sagan kom í þriðja sinn og félagsmálastjóri hafði þæft hana í einar 10 mínútur braut ég ísinn og sagði skýrt og skorinort: „Ég sækist í rnína líka! Ég hef ekki kynferðislegan áhuga á drengjum eða ungum piltum og ég hef siðferðilegt og faglegt „distance", enda tel ég að það hafí verið eitt af þvi sem ég hef lært með menntun minni. En núna erum við komnir út í siðfræðium- ræður ...“ en þá greip hann fram í og játaði því. Þótt ég sé opinn hommi og með skýrar og meðvitaðar hugmyndir fullþroska manns um kynhneigð og kynhegðun mína varð mér ljóst að það sem lá að baki öllu viðmóti og spurningum félagsmálastjóra voru fyrirfram tilbúnar hugmynd- ir hans, stereótýpur, af samkyn- hneigðum körlum. Af tali hans réð ég að þar sem ég væri samkyn- hneigður hlyti ég (og sennilega all- ir samkynhneigðir) að hans mati að leita á drengi og unga pilta til kynmaka. Hroki gagnvart kynhneigð minni Fjórum til fimm sinnum í viðtal- inu sagði Aðalsteinn: „Ég held að ég sé ekki fordóma- fullur," en síðan byrjaði hann að spyrja með viðmóti sem ég get ein- ungis kallað hroka gagnvart kyn- hneigð minni og aðeins er hægt að túlka sem fordómafullt. Og bara það eitt að þurfa að end- urtaka meint fordómaleysi sitt svo oft gaf mér þá tilfinningu að nær- veru minnar væri ekki óskað á neinum þeim vettvangi sem snerti félagsmálastjóra Kópavogs. Mér fannst ég ná að halda uppi góðri „vörn“ fyrir persónu mína og mig sem samkynheigðan mann. Ég sagði í viðtalinu að ég hefði aldrei fyrr þurft að „réttlæta" kyn- hneigð mína, enda teldi ég það brjóta í bága við lög og rétt, m.a. væri mannréttindadómstóllinn bú- inn að taka á þessum málum, og spurði hann hvort hann kannaðist ekki við það, en hann kvaðst ekki þekkja til slíks. Þá spurði ég hann um hvort hann þekkti þá lagagrein sem ger- ir það refsivert að mismuna mönn- urn vegna kynferðis, litarháttar, stjórnmálaskoðana, trúarbragða og kynhneigðar? Jú, nú rámaði hann eitthvað í það en vék umræðunni strax i aðra átt svo ekki gafst mér tæki- færi til að dýpka þann þátt og tengja þeirri spurningu um kyn- hneigðina sem fyrir mig var lögð.“ Er þetta forsvaranlegt? „Þegar hér var komið sögu sagði félagsmálastjóri að hann vildi ekki sjálfur taka afstöðu til þess hvort það væri forsvaranlegt að ráða mig sem samkynhneigðan einstak- ling í starf umsjónarmanns tilsjón- arsambýlisins en sagði að hann myndi kalla saman deildarfundi á Félagsþjónustusviði bæjarins á fimmtudaginn eða föstudaginn kemur. Spurði ég hann hverjir sætu slíkan deildarfund og fékk þau svör að það væru allir starfs- menn félagsmáladeildarinnar og eftir því sem ég best veit eru það a.m.k. þrir félagsráðgjafar í barna- verndarmálum, tveir félagsráðgjaf- ar, deildarstjóri fjölskyldumála, Hann kom ekki til greina í starf hjá Kóp sálfræðingur og loks hann sjálfur. Þessi fundur átti að taka afstöðu til kynhneigðar minnar! í samtalinu setti félagsmála- stjóri upp hugsanlega aðstöðu: „Ef þú verður valinn, hvenær myndir þú segja strákunum að þú værir samkynhneigður?" Þessu svaraði ég á þá leið að fyrst hlytu viðkomandi ungmenni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.