Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Page 12
12 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________X>V Pervez Musharraf, forseti Pakistans: Bjargvættur eða valdas j úklingur ? Perez Musharraf, forseti Pakistans, tilkynnti þjóð sinni i sjónvarpsávarpi um síðustu helgi að boðað yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu í landinu fyrstu vikuna í maí um það hvort þjóðin vildi að hann sæti áfram í for- setastóli næstu fimm árin. Musharraf tilkynnti þetta eftir að ríkisstjóm hans hafði samþykkt samhljóða að boða til atkvæðagreiðslunnar en það gerði hún eftir samráðsfund með hér- aðsstjórum landsins og þjóðaröryggis- ráðinu sem skipað er háttsettum for- ingjum úr hernum. í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni sagði að niðurstaða samráðsfundarins hefði verið að nauðsynlegt væri að skoða vilja þjóð- arinnar tímanlega fyrir fyrirhugaðar þingkosningar í október nk. í ávarpi Musharrafs kom einnig fram að fyrrum forsætisráðherrum landsins, þeim Benazir Butto og Na- was Sharif, sem eru leiötogar stærstu stjórnarandstöðuflokkanna í landinu, yrði ekki leyft að koma' heim til Pakistans úr útlegðinni, enda hefðu þau með lagasetningu verið útilokuð frá pólitisku starfi. Eina von Pakistans Musharraf, sem kom til valda í Pakistan eftir átakalausa valdatöku hersins árið 1999, er sannfærður um að þjóðin muni veita sér umboð til að stjórna landinu allt til árins 2007 og gæti að eigin sögn alveg hugsað sér að sitja enn lengur í forsetastóli. Hann tilkynnti eftir valdatökuna árið 1999 að hann hygðist aðeins sitja í valda- stóli i þrjú ár en hefur síðan eins og fleiri herstjórar orðiö tregur til að láta af völdum. Hann ber því við að áfram- haldandi vera sín í valdastóli sé eina von Pakistans til að tryggja áfram- haldandi efnahagsuppbyggingu í land- inu svo félagslegur stöðugleiki verði að veruleika og raunverulegu lýðræði verði komið á sem fyrst. Einnig mun hann óttast að lýðræð- islega kjörin stjórn kunni að dæma hann fyrir landráð vegna valdatök- unnar, sem auðvitað var í engu sam- ræmi við stjórnarskrá landsins. Með sigri í þjóðaratkvæðagreiðslu getur hann þó komið í veg fyrir það og stjórnað áfram í krafti herlaga án afskipta þingsins sem þar með yrði áhrifalaust undir hæl þjóðaröryggis- ráðsins. Einfalt „já“ eða „nei“ Ekki er þó víst að Musharraf fái þau völd sem hann sækist eftir með sigri í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það sýna fyrri dæmi glögglega, eins og til dæmis þegar Zia ul Haq hershöfðingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1984 með misjöfnum árangri. Þá var þjóðin m.a. spurð hvort hún styddi að- ferðir hans við uppbyggingu íslamsks ríkis í Pakistan í anda kóransins. Jafnvel þó Zia ynni sigur í atkvæða- greiðslunni náði hann aldrei að sann- færa þjóðina, hvað þá stjórnmála- mennina, um að hann stjómaði í anda þess umboðs sem honum var gefið. Til þess voru spumingamar allt of marg- þættar og flóknar, þannig að enda- laust var verið að þrátta um mismun- andi túlkun. Zia var því undir stöð- ugri pressu allt þar til hann fórst á grunsamlegan hátt í flugslysi árið 1988. Musharraf er staðráöinn í því að láta mistök Zia sér að kenningu verða og segir að sinni spumingu verði að- eins svarað með einfóldu ,jái“ eða „neii“. Herinn óttast þó lélega þátt- töku þar sem allir helstu stjórnmála- flokkar landsins og trúarhópar hafa kvatt fólk til að hunsa atkvæða- greiösluna. Skipta úrslitin máli? Helsta ástæðan fyrir því að stjórn- málaflokkarnir hafa kvatt til and- stöðu er að þeir hafa ekki trú á því að herinn muni gefa eftir völdin á næst- unni og muni engu skipta hver úrslit- in verði, þeim verði bara hagrætt í samræmi við vilja herstjórnarinnar. Stærstu stjórnmálaflokkarnir hafa hingað til látið lítið á sér kræla síðan herinn tók völdin og frekar stutt við bakið á herstjórninni í aðgerðum hennar heldur en hitt. Þjóðaratkvæða- greiðslan kemur því eins og köld vatnsgusa framan í andlit stjómmála- mannanna sem beðið höfðu spenntir eftir valdaafsali hersins sem Mus- harraf hafði áður boðað. Samkvæmt stjómarskrá Pakistans skal þingið kjósa forsetann og höfðu stjórnmálamenn vonast til þess að geta losað sig við Musharraf í lýðræð- islegum kosningum strax í október. í þeirra augum er ljóst að Musharraf ætlar áfram að stjóma landinu í skjóli hersins og má því búast við auknum óróa og andstöðu við hann og her- stjómina á næstu vikum, fram að at- kvæðagreiðslunni. Gagnrýnin mun elta hann Stjómmálaflokkarnir geta ekki sak- að herstjóminaiun að hafa ekki feng- ið tækifæri til að fylgjast með undir- búningi þjóðaratkvæðagreiðslunnar þar sem Musharraf hefur á síðustu vikum hitt forystumenn þeirra á fund- um þar sem hann hefur kynnt málið rækilega. Sumir flokkanna hafa þó heitið stuðningi sínum en eins og við var búist hafa tveir stærstu stjómar- andstöðuflokkarnir, Þjóðarflokkur Benazir Butto og Múslímabandalag Nawaz Sharifs, lýst andstöðu sinni við þjóöaratkvæðagreiðsluna og lýst Erlingur Kristensson blaðamaður Erlent fréttaljós henni sem grófri tilraun Musharrafs til að réttlæta áframhaldandi völd hersins og áhrif hans til framtíðar. „Við höfum mótmælt áður og gerum það aftur núna,“ sagði Farhatullah Babar, talsmaður Þjóðarflokks Buttos, og bætti við að Musharraf þyrfti nú að þola sifellt harðari gagnrýni. „Hún mun elta hann áfram,“ sagði Babar. Stærstu pakistönsku trúarhreyfing- amar hafa einnig lýst andstöðu við at- kvæðagreiðsluna og hótað að snið- ganga hana. „Þessi ríkisstjóm starfar ekki í umboði neins og ráðherrar hennar eru aðeins strengjabrúður Musharrafs," sagði Zafar Ali Shah, varaformaður Múslímabandalagsins. Þá hafa sjálfstæð pakistönsk mann- réttindasamtök lýst þjóðaratkvæða- greiðslunni sem fáránlegri leið og skorað á Musharraf að beita sér frek- ar fyrir varanlegu lýðræði með frjáls- um kosningum, eins og hann hafði lofað. Tekur áhættu Svo virðist sem mótlætið hafi lítil áhrif haft á Musharraf og segist hann vel gera sér grein fyrir þvi að hann sé að taka áhættu. „Ég vil vita fullvissu mín um hug þjóðarinnar til mín,“ sagöi Musharraf í viðtali fyrr í vik- unni og ef, jáin“ verða fleiri en „nei- in“ muni hann áfram gegna forseta- embættinu næstu árin, þrátt fyrir að stjómarskráin segi annað. Það gerir hann í krafti hersins en auk þess að heita forseti landsins er hann einnig yfirmaður heraflans og nýtur þar fyllsta stuðnings. Þá getur Musharraf án efa treyst á fullan stuðning Bandaríkjamanna og annarra vestrænna ríkja sem eiga honum margt að þakka fyrir einarðan stuðning hans við baráttu þeirra gegn hryðjuverkum í heiminum og aðgerð- irnar gegn talibönum og liðsmönnum al-Qaeda-samtakanna í nágrannarik- inu Afganistan. Sá stuðningur er þó grátbroslegur, þar sem talibana-hreyf- ingin er upprunnin í Pakistan og ríkti í Afganistan, meira og minna undir verndarvæng Pakistans. Kaldar kveðjur Samveldisins Ekki eru þó allir tilbúnir að lýsa stuðningi við ráðagerðir Musharrafs og hefur Don McKinnon, aðalritari Breska samveldisins, sent honum kaldar kveðjur og sagt að þjóðarat- kvæðagreiðslan sé langt út úr korti hvað varðar samkomulag þess við Pakistana um að koma aftur á virku lýðræði 1 landinu. „Við sættum okkur ekki við annað en að staðið verði við samkomulagið um frjálsar lýðræðis- legar kosningar og að þingið kjósi sér síðan forseta samkvæmt stjórnar- skránni," sagði McKinnon. Viðbrögð Musharrafs voru þau að segja að hann stæði alls ekki einn í þessu. „Ég vil að allur heimurinn geri sér grein fyrir því, og sérstakiega þeir sem vilja stuðla að óeiningu og niður- rifi í landinu, að ég hef meirihluta þjóðarinnar á bak við mig - 140 millj- ónir manna sem eru langþreyttar á sundrungu og eymd fyrri ára og vilja treysta mér fyrir áframhaldandi upp- byggingu. Margt hefur breyst til batnaðar á síðustu tveimur árum og hver vill fóma því? Við þurfum meiri tíma tfl uppbyggingarinnar og á þessum tíma- punkti tel ég þjóðina ekki tilbúna til að höndla lýðræðið sem við stefnum að. Við megum ekki ana að neinu og ástandið á svæðinu er mjög ótryggt þessa stundina þannig að lítið má út af bera,“ segir valdaræninginn Pervez Musharraf sem andstæðingamir segja valdasjúkan. Bjargvættur? En kannski reynist hann bara sannspár bjargvættur þjóðarinnar á örlagastundu, eins og hann varð bjargvættur Bandaríkjamanna með því að opna land sitt í baráttu þeirra gegn hryðjuverkaöflunum. Upphefð hans innan hersins hefur verið ævintýri líkust þar sem hann hefur klifrað metorðastigann af mik- illi fimi. Hann er eini hershöfðinginn sem ekki er af þjóðflokki púnjaba, sem ráða ferðinni í hernum. Hann er af þjóðflokki úrda og hefur því ræki- lega þurft að sanna sig. Ferill Musharrafs í hemum hófst árið 1964 og í forsætisráðherratíð Ben- azir Butto var hann skipaður yfirmað- ur hemaðaraðgerða og síðan yfirmað- ur alls heraflans árið 1998 eftir að Jehangir Karamat sagði af sér. Árið eftir tók herinn völdin eftir harðan ágreining við Nawaz Sharif, þáver- andi forsætisráðherra, vegna Kasmir- deilunnar, sem endaði með því að Sharif setti Musharraf af. En herinn stóð með sínum manni og hrifsaði völdin og í kjölfarið var Sharif dæmd- ur í lífstíðarfangelsi en síðan sendur i útlegð. Musharraf skipaði sjálfan sig forseta landsins og hefur að margra áliti staðið sig með ágætum. Hann er yfirvegaður og virðist í góðu jaíhvægi sem kemur sér vel þar sem hann er einn af fáum sem treyst er fyrir kjam- orkufjarstýringu á náttborðinu sínu. Erlendar fréttir vikum mannfall ísraelski herinn viðurkenndi á fostudag að mikið mannfall hefði orð- ið í flóttamanna- búðum Palestínu- manna í Jenin á Vesturbakkanum í hernaðaraðgerðum undanfarinna daga. ísraelar vísuðu þó á bug full- yrðingum um fjöldamorð og fjölda- aftökur. Colin Powell, utanrtkisráð- herra Bandarikjanna, kom til ísra- els á fimmtudagskvöld og hann hef- ur síðan átt 1 viðræðum við ráða- menn til að þrýsta á að komið verði á vopnahléi í átökum ísraela og Palestínumanna. Þegar þetta er skrifað liggur ekki fyrir hvort til- raunir Powells hafi borið einhvern árangur. ísraelar hafa til þessa þráskallast við að hlýða tilmælum Bandaríkjaforseta og annarra þjóða- leiðtoga um að hafa sig á brott frá palestínsku landi og hætta hernað- araðgerðum sínum. Draumur að veruleika Draumur margra ríkja um að koma á laggirnar fóstum alþjóðleg- um dómstóli, sem tæki á stríðsglæp- um og öörum stórglæpum gegn mannkyni, varð að veruleika á fimmtudag. Þá staöfestu tíu ríki stofnskrá dómstólsins, til viðbótar þeim 56 sem þegar höfðu gert það. Sextíu ríki þurftu að staðfesta stofn- un dómstólsins til að hann yrði að veruleika og hafðist það því, og gott betur. Athygli vekur að Bandaríkin eru ekki i þessum fríða hópi, enda hafa stjómvöld i Washington haft uppi mikla andstöðu við stofnun dómstólsins sem tekur til starfa á næsta ári. Drottningarmóöir kvödd Breska þjóóin ^ kvaddi Elísabetu drottningarmóður hinstu kveðju á þriðjudag þegar meira en ein millj- ón manna safnað- ist saman við og í nágrenni Westminster Abbey í London þar sem útfórin fór fram. Drottningarmóðir naut mikillar hylli meðal almennings og var hún gjaman kölluð uppáhaldsamma Breta. Að lokinni útfararathöfninni í Westminster Abbey var farið með kistu drottningarmóður til Windsor kastala vestur af London þar sem hún var jarðsett við hlið eigin- manns stns, Georgs konungs sjötta, sem lést fyrir fimmtíu árum. Drottningin var 101 árs þegar hún lést laugardaginn fyrir páska. Chirac sækir á Jacques Chirac Frakklandsforseti hefur heldur sótt í sig veðrið í skoð- anakönnunum að undanfórnu, á kostnað helsta keppinautar sins um forsetaembættið, Lionels Jospins, forsætisráðherra og fram- bjóðanda sósíalista. Chirac hefur, eins og margir hægrimenn hafa gert annars staðar, hötðað mjög til ótta almennings við vaxandi tíðni glæpa og laðað að sér fylgi með loforðum um að taka hart á þeim málum nái hann endurkjöri. Fyrri umferð for- setakosninganna verður 21. apríl. Saddam verður að fara Félagamir George W. Bush Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, voru á einu máli um það í upphafi vikunn- ar að breytingar þyrftu að verða á stjómarháttum í írak. Leiðtogamir tveir ræddust við á búgarði Banda- rikjaforseta i Crawford í Texas um síðustu helgi. Breytingar á stjómar- háttum þýðir bara eitt, að Saddam Hussein íraksforseti fari frá völd- um. Bush og Blair sögðu aö það væri best fyrir aiia aðila. Tvímenn- ingamir gengu ekki svo langt að lýsa þvi yfir að ráðist yrði gegn írak en það hefur þó lengi verið draum- ur Bush og hann hefur ekkert farið leynt með hann. Viðurkenna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.