Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Blaðsíða 24
24 Helgarblað LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 DV „Ég hef tent í því aö átta mig á því eftir á að verk sem ég hélt aö væri fyrst og fremst skáldskapur og hugmyndaflug, Maríusögur, var miklu tengdara mér en ég haföi gert mér grein fyrir. En maöur veröur aö fara varlega, maöur veit svo lítiö. Þaö er ekki hægt aö sverja þetta af sér en maöur leggur heldur ekki upp meö sjálfan sig sem aöalviöfangsefniö og alls ekki egópartinn, þennan mikla karakter sem allir buröast meö, “ segir Þorvaldur Þorsteinsson. Hinn dásamlegi misskilningur - Þorvaldur Þorsteinsson talar um óhugnaðinn, þversagnirnar í sér og hið eina sanna hlutverk Er það ekki það sama og tvö- faldur café au lait?“ spyr af- greiðslustúlkan ansi höst þegar ég bið hana um tvöfaldan espresso með flóaðri mjólk. Ég næ ekki að svara því hún heldur áfram: „Þið getið sossum fengið það en við viljum helst ekki gera svoleiðis. Fólki finnst það ýmist of sterkt eða of þunnt; það er engin leið að þóknast fólki.“ „Við lofum að kvarta ekki,“ seg- ir Þorvaldur Þorsteinsson auð- mjúkvu: og ég kinka kolli til sam- þykkis. Smástund líður mér eins og ég sé lentur inni í verki eftir Þorvald. Og þótt fátt í íslenskri leiklist síðustu árin jafnist á við And Björk, of course ... sem var frumsýnt í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi og er eftir Þorvald þá vildi ég siður að örlög min væru þau að eigra það sem eftir er til- veru minnar í afhjúpandi sviðs- ljósi hans. Við fjarlægjumst af- greiðsluborðið, fáum okkur sæti og raunveruleikablærinn færist aftur yflr tilveruna. Við súpum á hinum forboðna kaffidrykk og ólíkt því sem gerðist i annarri leikmynd skógivaxinni með öðr- um persónum og epli í stað kaffis þá erum við báðir nokkuð sáttir og enginn reiður leigusali á efri hæð- inni til að böggast í okkur. Þor- valdur segir mér í stuttu máli hvað hann eigi Andrési Sigurvins- syni mikið að þakka en það var einmitt hann sem sagði honum að skrifa fyrsta leikritið sem var sýnt hjá P-leikhópnum á óháðri listahá- tíð árið 1992. í framhaldi af því varð Skilaboðaskjóðan til sem leikrit og árið 1995 skrifaði Þor- valdur Marlusögur í einum rykk á þremur vikum. Togstreita tveggja póla „Það er alltaf einhver óhugnað- ur í ævintýrum og þau notarðu í Skilaboðaskjóðunni. í Maríusög- um er óhugnaðurinn fólgin í kyn- ferðislegri misnotkun föður á dótt- ur sinni,“ segi ég en Þorvaldur grípur fram í fyrir mér. „Þar er það ekki misnotkunin sjálf sem óhugnaðurinn felst í heldur afneitunin," segir Þorvald- ur og ég held áfram: „í hinum fal- legu barnabókum um Bliðfinn er óhugnaðurinn undirliggjandi, tvö- feldnin er ríkjandi í skáldsögunni Við fótskör meistarans og í And Björk, of course ... nær óhugnaður- inn líklega ákveðnu hámarki.“ „Ég er búinn að hreinsa út skit- inn og ég veit hvar ég er búinn að setja hann,“ segir Þorvaldur bros- andi og vitnar til samræðna í And Björk, of course..En auðvitað er ég álíka langt frá því að vera bú- inn að kljást við þessar ólíku hlið- ar mannsins eins og ég er búinn að fara á klósettið eða búinn að borða. Ég er saddur og þarf ekki að borða framar. Ég skal aldrei gera þetta aftur. Mér flnnst ég aldrei hafa gengið of langt í óhugnaðinum og ekki heldur í nýjasta verkinu." Það kemur smáþögn og svo bætir hann við: „Jæja, þú spyrð bara.“ „Það er dálítið hallærislegt að tala um boöskap. Sest einhver nið- ur og skrifar með ákveðinn boð- skap í huga? Segir: mórall sögunn- ar er ...?“ spyr ég. „Nei.“ „En þegar þú lítur til baka,“ held ég áfram, „geturðu þá fundið boðskap í verkum þínum?“ „Já.“ „Og hann er?“ „Sko,“ segir Þorvaldur. „Hvort sem mér líkar betur eða verr er auðvelt að fmna boðskap í öilum verkum mínum. En það gerir ekki verkin að þvi sem þau eru, það er ekki boðskapurinn sem ræður úr- slitum. Boðskapur er viðkvæmt mál sem menn forðast. Hann er hallærislegur en maður er álíka vamarlaus gagnvart því að vera með boðskap í verkum sínum og því að fólk les út úr látbragði manns, augnaráði og framkomu einhver skilaboð. Maður getur ekki stjómað þvi. Við þekkjum öll þann dásamlega misskilning sem er alltaf til staöar í mannlegum samskiptum. Við misskiljum boð- skap hvert annars, sérstaklega þegar við ætlum ekki að segja neitt því þá tölum við mest. Maður er vamarlaus gagnvart þessu. í réttu hlutfaUi við það sem höfundi liggur á hjarta hleðst upp boðskap- ur. í And Björk, of course ... eru margar klisjur sem ég nota til að tengja við fólkið i salnum og í hvert skipti sem þær koma fyrir hlýtur fólk að upplifa: „það er þetta sem verið er að segja!" Ég er satt að segja alveg lens gagnvart þessu. Það er einhver togstreita sem kemur fram í öllum verkum mínum milli þess ytra og hins innra, þess sem maður er og á að vera; togstreita milli tveggja póla sem oft em siðferðislegir, rétt og rangt, raunveruleikinn og upp- spuninn." Enn ein mótsögnin „Heldimðu að samfélagið myndi ganga ef allir væm sannir?" spyr ég Þorvald. „Nei, þetta er mjög merkilegur punktur,“ svarar Þorvaldur. „Ég nota þetta mikið þegar ég kenni; hvet nemendur mína miskunnar- laust til að vera í eins mörgum hlutverkum og þeim sýnist. Maður á ekki á unga aldri að vera upptek- inn af þvi að vera sannur því mað- ur veit svo lítið um sjálfan sig á þessum aldri, þekkir ekki mögu- leikana. Maður verður að prófa og gera mistök til að vita eitthvað. Við erum svo upptekin af þessum heiðarleika og því að vera sönn. Hvenær er maður í þessu eina sanna hlutverki? Er ekki réttast að gefast upp og sætta sig við það að á hverju augnabliki erum við bara brot af okkur sjálfum? Er það ekki fallegast, langheilbrigðast og best fyrir meltinguna? Þú ert ljósmyndari," heldur Þor- valdur áfram og beinir nú orðum sínum til ljósmyndarans. „Ég kref þig ekki um skoðanir á Palestínu eða skólamálum núna. Á eftir verðurðu kominn í annað sam- hengi, allt aðrar aðstæður og þá hefur kannski enginn áhuga á ljós- myndaferlinum. Á einum degi gengur maður á milli hlutverka. Það væri hrein geðveiki að hugsa á kvöldin: djöfull er ég búinn að vera óheill í dag! í And Björk, of course ... er þessi kunnuglega leit að sjálfum sér til umfjöllunar meðal annars. Hún er dæmd til að vera bein leið til glöt- unar, finnst mér, því það má ekki gleyma praktíkinni. Hinn „sanni ég“ er svo einangrandi pæling og hinn besti indverski gúrú hlýtur að gerast sekur um að vera ekki alltaf eitt heilt fyrirbæri, sem bet- ur fer. Hann er hluti af annarri heild." „Ertu þá að segja að þerapía sé ekki gagnleg?“ spyr ég, „að sjálfs- skoðun geri ekkert nema ýfa upp sár?“ „Þetta er enn ein mótsögnin," svarar Þorvaldur. „Rétt eins og mótsögnin hinn ljúfi Blíðflnnur og hinn voðalegi Indriði í And Björk, of course ... Líf mitt í dag og ham- ingja mín byggist á því að ég nái árangri í ákveðnu prógrammi sem er ekki mitt eigið prógramm. Ég trúi hundrað prósent á þá hjálp sem ég, sem lasinn maður, get fengið hjá samborgurum mínum og Guði almáttugum. Ég er háður því að vera í ákveðnu samhengi sem snýst inn samhjálp til að halda heilsu og ná þroska. Það er sérkennilegt að á sama tíma er ég að skrifa verk sem virðist beina spjótum sínum gegn þeirri við- leitni að breytast og leyfa sér að þroskast. Sannleikurinn er sá að þetta námskeið sem persónumar í And Björk, of course ... eru á er af- skaplega ófullkomiö. Það er dæmi- gert íslenskt fúsk sem við erum öll full af og er allt i kringum okkur. Það er lífshættulegt; ef ég fúska í mínu prógrammi er ég í lífsháska. í leikritinu birtist sinnuleysi fólks og ábyrgðarleysi gagnvart samborgurunum; fólk hlustar ekki, sér ekki og heldur sér í ákveðinni fjarlægð. Þegar byrjar að hitna í kolunum kemur afneit- unin til sögunnar. Ég er heUlaður af afneitun sem fyrirbæri í ís- lensku samfélagi. I verkinu birtist hún í öllum myndum og í ýktri mynd í lokaatriðinu. Svo skal böl bæta að benda á klósettpappir. Námskeiðið er ófullkomið eins og önnur mannanna verk. Nám- skeiðið sem verkið er rammað inn í er í raun eins og íslensk stjóm- mál, íslensk trúarbrögð og stjóm- un margra íslenskra fyrirtækja sem ég hef kynnst: fúskið, eig- ingimin, græðgin, sinnuleysið, umgengni okkar við menningu og náttúra. Þannig er námskeiðið sem við eram á. Við eram með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.