Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Blaðsíða 31
f
43
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002
DV
Helgarblað
Dofri Öm Guðlaugsson uppeldisfræðingur
avogsbæ. Ekki vegna þess aö hann skorti menntun og reynslu heldur var hann útskúfaöur vegna samkynhneigöar sinnar.
að flytja inn, kynnast aðstæðum
og venjum á heimilinu, síðan per-
sónu minni og í framhaldi af því
kæmi fram hver mín innri per-
sóna er og þ.a.l. kæmi fram hver
mín kynhneigð er. Þetta svar
studdi ég með dæmi af eigin
reynslu, m.a. frá tilsjónarsambýl-
inu sem ég hef áður rekið.
Þessu lýsti félagsmálastjóri sig
ósammála: Ef strákarnir væru
fluttir inn þá gætu þeir ekki
„bakkað“ út! Einnig gæti hugsast
að aðstandendur hringdu til Fé-
lagsþjónustunnar, illir yflr því að
bæjaryflrvöld væru að koma börn-
unum sinum fyrir hjá samkyn-
hneigöum. Því væri það nauðsyn-
legt áður en foreldramir fengju
boð um pláss á tilsjónarsambýlinu
fyrir barn sitt að þeir fengju skrif-
legar upplýsingar um hver ræki
það og að í þeim kæmi skýrt fram
að viðkomandi væri samkyn-
hneigður. En þetta væri annað at-
riði til að taka upp á deildarfund-
inum sem ætti bæði að taka það
fyrir hvort forsvaranlegt væri að
ráða mig sem umsjónarmann og
siðan i framhaldi af því gæti fund-
urinn lagt línurnar fyrir því
hvernig þeir vildu tilkynna for-
eldrunum um kynhneigð mína.
Þegar félagsmálastjóri hafði tek-
ið saman skoðanir sínar á því
hvenær ætti að tilkynna aðstand-
endum hver kynhneigð umsjónar-
mannsins væri lauk hann ræðu
sinni með því að segja orðið
„vandamál" i setningunni í eitt af
mörgum skiptum í viðtalinu. En
þarna greip ég það á lofti og svar-
aði um hæl að hér væru engin
vandamál á ferð, einungis verk-
efni sem þyrfti að leysa. Þá sleit
hann fundinum."
Hef aldrei fundið fyrir for-
dómum
- En hvernig leið Dofra þegar
hann áttaði sig á því hvaða stefnu
þetta mál var að taka?
„Ég skynjaði strax þegar ég kom
inn að það var eitthvað undarlegt
á seyði. Ég hef aldrei fundið fyrir
neinum fordómum sem beinast
gegn mér og kynhneigð minni,
hvorki hér eða í Danmörku, og ég
verð að viðurkenna að ég átti eig-
inlega alls ekki von á þeim frá há-
skólamenntuðu fólki sem enn er
innan við miðjan aldur. Samtökin
‘78 hafa fyrir hönd Dofra og sam-
takanna skrifað Kópavogskaup-
stað bréf vegna þessa máls, telja að
freklega hafi verið brotið á honum
og vísa þá til lagaákvæða sem
meina atvinnurekendum að mis-
muna mönnum á grundvelli skoð-
ana, kynferðis og kynhneigðar,
svo fátt eitt sé nefnt. Einnig segir
Dofri að Aðalsteinn hafi krafist
þess að leita álits allra starfs-
manna á Félagsþjónustusviði á því
hvort óhætt væri að mæla með
honum í starfið og rætt opinskátt
um að veita þyrfti öllum foreldr-
uni sem hugsanlega myndu eiga
unglinga á þessu sambýli upplýs-
ingar um kynhneigð hans.
„Þetta held ég að sé skýrt brot á
lögum um persónuvernd þar sem
upplýsingar um kynhneigð fólks
eru flokkaðar sem viðkvæmar per-
sónulegar upplýsingar. Ég veit
ekki hvað var sagt á þessum
„fundi“ sem haldinn var á Félags-
þjónustusviði um þetta mál, en
mér hefur verið tjáð munnlega að
það hafi verið mælt með öðrum í
starfið. Ég tel að það sé réttur
minn að sjá þau gögn sem deildar-
fundinum voru sýnd og hvað var
sagt um hæfni mína til starfsins
og á hvaða grundvelli."
23 ára út úr skápnum
- Eins og fram hefur komið er
Dofri samkynhneigður og lítur
ekki á það sem neitt sérstakt
leyndarmál. Hann er 29 ára gamall
Njarðvikingur sem segist hafa
komið seint út úr skápnum og
gengið mjúklega inn í heim hinna
samkynhneigðu.
„Ég var orðinn 23 ára þegar ég
kynntist í fyrsta sinn strák á Net-
inu sem skömmu seinna varð
fyrsti kærastinn minn. Fram til
þess tíma hafði ég eiginlega aldrei
skilgreint fyrir sjálfum mér hverj-
ar hneigðir mínar væru. Ég lifði
mjög fjölbreyttu lífi, átti stóran
vinahóp og fékkst við gríöarlega
mörg áhugamál og það var ein-
hvern veginn aldrei pláss fyrir
neitt af þessu tagi í lífi minu.
Sumir vinir mínir, sem þekktu
mig vel, sögðu stundum við mig að
ég ætti bara að koma út úr skápn-
um því ég hlyti að vera hommi því
ég ætti aldrei neinar kærustur.
Mér fannst þetta bara fyndið. Ég
sá mig einhvern veginn aldrei
þannig fyrir mér.“
Dæmigeröur karlmaður?
- Nú kann einhver sem hefur
fastmótaðar hugmyndir um sam-
kynhneigða karlmenn og áhuga-
mál þeirra að halda að Dofri hafi
einkum sinnt blómaskreytingum,
hárskurði eða innanhússarki-
tektúr í frístundum sínum en það
var öðru nær.
Dofri var virkur innan skáta-
hreyfingarinnar frá 9-16 ára aldri
og varð skátaforingi. Hann starf-
aði mjög mikið með Ungmenna-
hreyfingu Rauða krossins sem
vettvangssstjóri, leiðbeinandi og í
stjórn hreyfingarinnar, auk þess
að vera sjálfboðaliði í Rauða kross
húsinu. Hann starfaði árum sam-
an með björgunarsveitinni Suður-
nesjum, var bílstjóri, gjaldkeri,
björgunarkafari, í rústabjörgun og
sá um kennslu nýliða, enda hafði
hann sótt alls 1.200 klukkustundir
á björgunartengdum námskeiðum
flestum innan Björgunarskóla
Landsbjargar, og hefur kennslu-
réttindi á fjölda slíkra námskeiða,
m.a. skyndihjálp. Hann tók meðal
annars þátt í björgunaraðgerðum,
bæði á Súðavík og Flateyri, í kjöl-
far snjóflóðanna þar fyrir fáum
árum.
Dofri er flugmaður og hluthafi í
flugfélaginu Suðurflugi og hefur
setið í stjórn þess. Hann stundar
líkamsrækt og lyftingar í frístund-
um sínum og fæst mikið við tölv-
ur. Þess utan má nefna að hann
hefur lært töluvert í tónlist í 11 ár
í Tónlistarskóla Njarðvíkur og
lært á trompet, althorn og pianó.
Fjórum til fimm sinnum
í viðtálinu
sagði Aðalsteinn:
„Ég held að ég sé ekki
fordómafullur, “ en síðan
byrjaði hann að spyrja
með viðmóti sem ég get
einungis kallað hroka
gagnvart kynhneigð
minni og aðeins er
hægt að túlka sem '
fordómafullt.
Foreldrar og systkini
Var ekki erfitt fyrir þann sem
greinilega hefur verið heimagang-
ur í ýmsum helstu vígjum hefð-
bundinnar karlmennsku að koma
út úr skápnum?
„Það var það eiginlega ekki. Ég
er yngstur af sex systkinum og á
yndislega og samheldna fjöl-
skyldu, sennilega þá bestu í heimi.
Bæði foreldrar mínir og systkini
mín hafa stutt mig með ráðum og
dáð og ég hef alltaf verið opinskár
við þau öll. Ég var að vinna í
grunnskóla í Njarðvík þegar ég
kom út úr skápnum og mætti að-
eins skilningi og alúð á vinnu-
staðnum og í hópi félaganna.
Þar fyrir utan hef ég mætt skiln-
ingi og hlýju hvar sem ég hef kom-
ið með þessari undantekningu.
Það að koma út úr skápnum er
hlutur sem gerist í áföngum, fyrst
gagnvart ástvinum og fjölskyldu
og síðan stækkar hringurinn. Svo
er það auðvitað staðreynd að i
nýrri vinnu og í nýjum hópum er
maður alltaf að koma út úr skápn-
um en ef maður er öruggur með
sjálfan sig eins og ég er þá verður
það alltaf auðvelt."
Vil fara eins langt og ég
get
- Dofri hefur ekki fengið form- .
legt svar við umsókn sinni, aðeins
verið sagt munnlega að mælt hafi
verið með öðrum í starfið og í
bréfl sem Kolbrún Ögmundsdóttir
sendi honum 19. mars er honum
„þakkað fyrir að sækja um ...“ en
ekkert sagt um ráðningu í starfið
að öðru leyti.
Nú hafa Samtökin ‘78 krafið
Kópavogskaupstað skýringa á
framkomu félagsmálastjórans.
Menn virðast telja að hér sé skýrt
dæmi um mismunun og reyndar
lögbrot á ferð. Hve langt ert þú til-
búinn að fara með þetta mál? Kem- r
ur til greina að höfða mál á hend-
ur Kópavogsbæ?
„Ég er tilbúinn að fara eins
langt og kostur er. Ég hef góðan
stuðning fjölskyldunnar sem og
Samtakanna og hlutverk þeirra er
meðal annars að berjast gegn for-
dómum eins og þarna sýna sig.“
PÁÁ
>r
b