Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Side 20
20 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________X>V Maxim Vengerov er ekki venjulegur maður. Hann er gæddur einstökum hæfileik- um á sinu sviði, hæfileikum sem fyrr á öldum hefðu sennilega verið taldir komnir lóðbeint frá djöflinum. Ven- gerov er af tónlistarunnendum talinn einn allra besti fiðluleikari vorra tíma en fiðuleikarar hafa alltaf haft þessa undarlegu sérstöðu því það er eitthvað yfirnáttúrlegt við góðan fiðluleik. Fiðlan hljómar eins og mannsrödd á köflum og þegar hún grætur og veinar í höndum góðs fiðl- ara er ekki undarlegt þótt forfeður okkar hafi á stundum haldið að slyng- ur fiðluleikari þyrfti að selja sál sína djöflinum til að ná slíkri leikni. Maxim Vengerov fæddist í Novosi- birsk í Síberíu árið 1974. Þar eru veð- ur með því kaldasta sem gerist í heiminum. Frostið fer niður í fimm- tíu stig yfir veturinn og á sumrin æðir hitinn upp úr öllu valdi eða upp undir 30 gráður á góðum degi. Ást við fyrsta hljóm Vengerov er talinn hafa verið undrabarn á sviði fiðluleiks. Hann hóf fiðlunám mjög ungur eða aðeins rúmlega fjögurra ára gamall en hélt samt sina fyrstu einleikstónieika árið síðar. „Ég fann strax að fiðlan er mitt hljóðfæri og það má segja að það hafi verið ást við fyrstu sýn. Faðir minn var hljóðfæraleikari og spilaði á óbó í sinfóníuhljómsveit í Novosibirsk. Ég elti hann oft á æfingar og fannst ómögulegt að hann sat aftast í hljóm- sveitinni þar sem ég sá hann eigin- lega ekki. Fiðuleikararnir sátu allra fremst og fengu alla aðdáunina. Ég hugsaði strax með mér að þama vildi ég sitja þegar ég yrði hljóðfæraleik- ari,“ sagði Vengerov í samtali við DV. „Ég man mjög vel eftir fyrstu tón- leikunum mínum þar sem 1000 manns komu til þess að hlusta á mig,“ Tryllir hlustendur Það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að vera undrabam. Þrátt fyrir hina meðfæddu hæfileika sem nafngiftin felur í sér verður sannar- lega enginn óbarinn biskup í þessum efnum. „Ég æfði mig yfirleitt 7 til 10 tíma á dag,“ segir Vengerov þegar hann riíjar upp þessa tíma. En hann bætir því reyndar við að um 16 ára aldur hafi hann verið talinn tæknilega full- numa á fiðluna og ekki verið hægt að kenna honum meira á tæknilega svið- inu. Hraði og vald Vengerovs á hljóð- færi sínu hefur oftsinnis vakið at- hygli á tónleikum sem hann hefur haldið. Vinsælt tónleikaverk sem hann flytur oft og er eftir Paganini hefur hann stundum flutt með slíkum glæsibrag að áhorfendur hafa risið æpandi úr sætum í miðju verki af einskærri hrifningu og allir sem hafa einhvem timann komið á klassíska tónleika geta imyndað sér að það þarf meira en lítið til þess aö fá alvöru- gefna og stillta tónlistarunnendur til þess að haga sér eins og fermingar- stúlkur á bítlatónleikum. Jascha Heifetz og Michael ackson - Nú er það svo að flestir ungling- ar alast upp með rokk og dægurtón- list síns tíma í eyrunum og gefa sig lítt að klassískri tónlist fyrr en þeir fara nokkuð að stálpast. Hvað skyldi Vengerov hafa verið að hlusta á þeg- ar hann var að alast upp norður í Sí- beríu? „Ég hlustaði mikið á David Oistrach og Yehudi Menuhin. Þeir vom mín átrúnaöargoð. Það var mér mikil opinberun þegar ég heyrði Jascha Heifetz fyrst leika á fiðlu. Ég man líka vel eftir því þegar ég heyrði fyrst plötu með Michael Jackson þegar ég var 13 ára. Ég varð þrumulostinn og hugsaði með mér að ég þyrfti endilega að verða rokk- stjama. Ég hef hins vegar ekki haft tíma til þess ennþá," segir Vengerov og skellihlær þegar hann rifjar upp þessi fyrstu kynni af meistara Jacksons. Fyrsti kennari Vengerovs var Galena Turchaninova sem var rómuð Maxim kom fyrst fram á tónleikum þegar hann var á sjötta ári. Hraöi og vald Vengerovs á hljóöfæri sínu hefur oftsinnis vakiö athygli á tónleikum sem hann hefur haldiö. Vin- sælt tónleikaverk sem hann flytur oft og er eftir Paganini hefur hann stundum flutt meö slíkum glæsibrag aö áhorfendur hafa risiö æpandi úr sætum í miöju verki af einskærri hrifningu og allir sem hafa einhvern tímann komiö á klassíska tónleika geta ímyndaö sér aö þaö þarf meira en lítiö til þess aö fá alvörugefna og stillta tón- listarunnendur til þess aö haga sér eins og fermingarstúlkur á bítlatónleikum. Undrabarnið Skrifaðu bæði skýrt og rétt svo skötnum þyki á snilli Einu sinni þótti það teljast til stærri dyggða að skrifa vel, þ.e. hafa fallega rithönd. Til voru kennarar sem héldu því fram að þeir sem skrif- uðu illa hefðu vonda sál. Ég fletti mér til garnans upp í Þjóðsagnasafni Sigfúsar Sigfússonar og skoðaði vís- ur sem þar era kallaðar Skriftargam- an. Fyrst er ein sem margir munu kannast við: Skrifaðu bæði skýrt og rétt svo skötnum þyki á snilli; stafir í orðum standi þétt, stærra bO á milli. Seinni hluti visunnar er oft hafður þannig: Orðin standa eiga þétt en þó bil á milli. í næstu vísu er ekki sjálfsánægj- unni fyrir að fara; ef til vill hefur höf- undur hennar setið tima hjá ein- hverjum þeirra kennara sem nefndir vora hér að framan: Skriftin min er skökk og ljót, skömm er að slíku klóri; eg skal gera yfirbót ef ég lengur tóri. Hér má sjá vandamál það sem skapast gjaman kringum stafinn é. Hann er oft notaður sem ljóðstafur á móti sérhljóða, sem er þó rangt mið- að við það hvemig é er borið fram í dag (je). Hér bjargar höfundur sér með því að skrifa eg í stað ég í 3. braglínu til að fá réttan hljóm á móti yfir- sem er seinni stuðullinn. En i 4. braglínu stendur aftur ég. Þar er höf- uðstafurinn e í ef. Höfundur næstu vísu er líka með böggum hildar út af skriftinni: frá Síberíu - fiðluleikarinn Maxim Vengerov kemur til íslands í sumar fyrir hörku sina og glöggskyggni á hæfileika. Hún lét hinn unga Venger- ov æfa daglangt og lýsti því strax yfir að hæfileikar eins og hans sæjust ekki nema einu sinni á öld. Vengerov flutti sjö ára gamall til Moskvu til þess að geta haldið áfram að nema undir leiðsögn Galenu og skömmu síðar vann hann til verð- launa í Junior Wieniawski-keppninni í Póllandi. Hann flutti skömmu síðar til Þýskalands og lærði við tónlistar- háskólann í Lúbeck i Þýskalandi und- ir handarjaðri Zakhar Bron sem er afar þekktur kennari. Beint frá hjartanu Vengerov segir að Galena hafi kennt sér allt sem kenna má við tækni á hljóðfærið en það hafi verið Bron sem kenndi honum að hlusta á tónlist. „Hann sagði mér aldrei hvemig ég ætti að spila i þeim skilningi að ég ætti að spila eins og hann. Þvert á móti vildi hann að allt í tónlistinni kæmi úr mínu eigin hjarta, byggt á minni eigin upplifun. Hann hafði ekki mikinn áhuga á tækni í tónlist heldur hvemig hljómurinn varð tfl. Hann kenndi mér að skilja það sem tónlist raunverulega snýst um.“ Það má segja að Vengerov hafi sleg- ið í gegn í klassíska tónlistarheimin- um þegar hann sigraði í hinni frægu Carl Fleisch-fiðlukeppni. Síðan heíúr hann ferðast um heiminn og leikið á fiðluna og hvarvetna hlotið slíkt ein- róma lof að annað eins hefur varla heyrst. Tveir hljómdiskar sem hann hefúr spilað inn á hafa fengið verð- laun, bæði frá Grammy og Edison. Meðal áhrifavalda og samstarfsmanna Vengerovs era menn eins og hljóm- sveitarstjórinn Daniel Barenboim og sellóistinn Mtsislav Rostropovic. Eins og sígauni Maxim Vengerov kemur til íslands á Listahátíð í sumar og heldur ein- leikstónleika á fiðlu sem hann segir að sé ekki algengt. Hann segist hlakka mikið til þess að koma tfl þessa undarlega lands í norðri sem hann hefur heyrt mikið um en aldrei heimsótt. „Ég bý eiginlega i ferðatösku þar sem ég á íbúð í Amsterdam en kenni í Saarbrúcken í Þýskalandi og ferðast geysilega mikið. Ég hef farið um allan heim, til Asíu, Afríku og Japan, til þess að spila en aldrei komist til ís- lands fyrr. Það má eiginlega segja að ég lifi eins og sígauni þar sem ég er stöðugt á ferðalagi um heiminn." Þetta er ekki fráleit samlíking þar sem sígaunar eru rómaðir fiðlarar og flakkarar og Vengerov finnst greini- lega fyndið að tala um sig eins og sígauna. Á tónleikunum mun Vengerov leika á þrjái' fiðlur, þó ekki nema eina í einu. Á sína aðalfiðlu mun hann leika verk eftir yngri og eldri tón- skáld allt tfl dagsins í dag en hann mun einnig leika tónlist eftir Jóhann Sebastian Bach á barokkfiðlu og nokkur verk á víólu. Mikilvægt að vera í formi - En hvað skyldu heimsfrægir, komungir fiðlarar gera þegar þeir eru ekki að ferðast um heiminn og spila fyrir fólk? „Ég þarf að hugsa vel um heilsuna, ég ferðast svo mikið að ég er nánast með sífellda þotuþreytu og þegar ég er ekki að æfa mig á fiðluna þá fmnst mér gaman að leika badminton, skvass, billjarð eða borðtennis og fara í leikfimisalinn eða út að skokka. Að vera í góðu formi líkamlega er afar mikilvægt og veitir mér hvfld frá tón- listinni." - Þegar Vengerov er spurður hvort hann hlusti einhvem tímann á aðra tónlist en klassíska fiðlutónlist játar hann að hann hlusti stundum á létta tónlist í bílnum í útvarpinu en það er auðheyrt að það gerist ekki oft. Vengerov segist ekki þekkja neina íslenska listamenn og kveðst ekkert vita um íslenska tónlist eða hafa nokkru sinni heyrt um slikt. Þetta leiðir okkur út í undarlegar samræð- ur þar sem við höfum hlutverkaskipti og um stund reynir fávís blaðamaður að rekja íslenska tónlistarsögu fyrir síberískum fiöluleikara. En það er sennilega eins með ís- lenska tónlist eins og tóngaldra Ven- gerovs. Þú verður að hlusta tfl þess aö skilja og trúa og það munum við gera i sumar. PÁÁ Skriftin mín er stafastór, stflað illa letur; hún er eins og kattarklór; ég kcmn það ekki betur. Ekki er þess getið í Þjóðsagnasafn- inu hverjir séu höfundar vísnanna. Hagyrðingar hafa gaman af þvi að botna þekkta vísuhelminga upp á nýtt og gera þá eitthvað allt annað en upphaflegur höfundur ætlaðist til hvað snertir merkingu. Tfl er vísa sem hljóðar þannig: Hér er nóg um björg og brauð berirðu töfrasprotann. Þetta land á ærinn auð ef menn kunna að not¥ann. Þórður Helgason bjó til úr þessu nýja vísu: Þetta land á ærinn auð ef menn kunna að not¥ann. Eins manns dauði er annars brauð ef manni tekst að rot¥ann. Þórður var þá við lundaveiðar úti í Drangey. Menn geta orðið dálítið snakillir þama uppi í klettunum. Ekki hef ég enn heyrt'hagyrðinga fjalla um það nýjasta í samskiptum okkar Islendinga við frændur okkar Norðmenn vegna álvers við Reyðar- íjörð. En sem minnst er á Norðmenn þá rifjast upp saga af einum þeirra sem fluttist til íslands og hafði að nokkrum árum liðnum lært málið svo vel að hann sá ástæðu til að snúa sér að bragfræðinni. Brátt kvaðst hann vera búinn að læra hana líka, bæði reglur um ljóðstafi, endarím, braglínur og það allt, sagði þetta lítið mál. Og árangurinn lét ekki á sér standa, Nojarinn drýgindalegur enda vísan hárrétt bragfræðilega: Blessuð lóan labbar labbar út á tún. Ég labbar lika, labbar á eftir hún. Norðmenn - vanir aö klára sig af því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.