Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 Suzuki Baleno GLX, 4 d., bsk. Skr. 4/97. ek. 60 þús. Verð kr. 770 þús. Baleno Wac |on 4x4, .12/97, ek. 74 þús. Verð kr. 860 þus. Suzuki Baleno GL, 4 d., bsk. Skr. 7/97, ek. 51 þús. Verð kr. 740 þús. Suzuki Jimny JLX 4x4, bsk. Skr. 6/99, ek. 49 þús. Verð kr. 1040 þús. Suzuki Vitara JLX. 5 d., bsk. Skr. 6/00, ek. 4/ þús. Verð kr. 1480 þús. Suzuki Swift GLS, 3 d., bsk. Skr. 6/97, ek. 46 þús. Verð kr. 550 þús. Daihatsu Terios SX, bsk. Skr. 5/99, ek. 53 þús. Verð 990 þús. Ford Focus Trend, sjsk. Skr. 1/02, ek. 1 þús. Verð kr. 1890 þús. Subaru Impreza 2,0 Wag., bsk. Skr. 11/99, ek. 31 þús. Verð kr. 1540 þús. Daewoo Lanos SX, sjsk. Skr. 11/99, ek. 45 þús. Verð 990 þús. Tilboð 890 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ---✓///•---------:--- SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, simi 568-5100 Helgarblað DV Dauðsföll ungra kvenna með voveiflegum hætti rannsökuð: Sprenging í morfíni - læknadóp í boði og landlæknir í málið. Þingmaður vill aðgerðir „Það hefur orðið sprenging í neyslu morfms á síðustu misserum. Ævinlega eru vissar sveiflur í því hvaða vimuefni njóta mestra vin- sælda á hverjum tíma en ég held að óhætt sé að segja að nú sé tisku- bylgja í morfminu," segir viðmæl- andi DV. Sá þekkir vel til um hvem- ig kaupin gerast á eyrinni í flkni- efnaheiminum. Morfin og læknadóp hefur verið ofarlega á baugi í um- ræðu vikunnar en tilefnið eru með- al annars fréttir DV um rannsókn lögreglu á dauða tveggja ungra kvenna sem létust með voveiflegum hætti. Niðurstöður rannsóknanna liggja enn ekki fyrir en kunnugir tengja bæði dauðsfóllm neyslu á morfíni. Þar til bærir aðilar stað- festa þetta þó ekki, né heldur frá- sagnir um að fleiri hafi látist af sömu ástæðu undanfarið. Fyrst og fremst læknadóp Á síðustu mánuðum hefur hrein- lega orðið sprenging í neyslu mor- fins meðal fikla. Fyrst var þetta þýfi en kunnugir segja aö upp á síðkast- ið sé það fyrst og fremst læknadóp, eins og það er kaUað, sem sé í boði. Þessar frásagnir ríma við framburð lækna á Vogi sem hafa sagst séð mikla aukningu í útgáfu lyfseðla á morfm. Þeir hafa látið embætti landlæknis í té upplýsingar um nöfn fimm lækna sem ofar en aðrir koma við sögu við útgáfu þessara seðla. Sprautað i æð Æ fleirí fíklar sprauta sig í æö meö morfíni og segja kunnugir ekki grundvallarmun á því og aö neyta heróíns. Nokkrir læknar eru öörum drýgri viö útgáfu iyfseöia fyrír morfín og fíklar vita af haukum í horni þar sem þeir eru. Margrét Frímannsdóttir. Hörður Valdimarsson. Jóhannesson. Sigurður Bogi Sævarsson blaöamaður Landlæknir er nú að skoða þetta mál. í DV í gær er haft eftir Hauki Valdimarssyni aðstoðarlandlækni að...meginvandinn sé sá að lyf eru login út úr læknum. Við þekkjum dæmi um að menn gangi á milli lækna og Ijúgi út lyf. Þegar við fáum rauðu flöggin af götunni forum við strax í að kanna málin og könnum útskriftir í því skyni að sjá hvort einstakir sjúklingar taki út óeðli- lega mikið af lyfjum eða þá að ein- hverjir læknar ávísi miklu," eins og Haukur sagði. Að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns rannsóknardeild- ar lögreglunnar í Reykjavík, ein- beita menn sér þar á bæ nú að rann- sókn á tildrögum láts tveggja áður- nefndra kvenna. Niðurstöður þar eru enn ekki komnar. Að þeim fengnum verður afstaða tekin til hvort morfmmálin verða rannsökuð með víðfeðmari hætti en nú er gert. Meira viU Hörður ekki segja um málið. í vaxandi mæli með alvarlegum afleiðingum Á heimasíðu SÁÁ er mor- finið og læknadópið gert að umtalsefni. Þar segir að læknar ávísi nú morfini til vímuefnafikla .. í vaxandi mæli með alvarlegum afleið- ingum,“ eins og komist er að orði. „Hreinir kódínfíklar sjást ósjaldan á Vogi og margir sprautufiklanna sem koma þangað nota nú morfín daglega,“ segir á heimasíðu SÁÁ í leiðara. Þar er fuUyrt að lítiU mun- ur sé á því að nota heróín sem fæst á götunni...og að mylja niður mor- fíntöflur og leysa þær upp í vatni við slæmar aðstæður og sprauta af- rakstrinum í æö. Eins og annars staðar eru íslenskir sprautufiklar bæði líkamlega og andlega veikari en aðrir vímuefnafíklar. Fíkn þeirra er að jafnaði mun þrálátari og erfiðari viðfangs en önnur vímu- efnaneysla.“ Einnig kemur fram að á árunum 1996 tU 1999 hafi komið á Vog á bU- inu 50 tU 60 fiklar sem sprautuðu sig reglulega með ópíumefni. Hafi og verið í þessu nokkuð jöfn stig- andi og í fyrra hafi fiklar ópíumefna sem koma á Vog verið 108. Segir að ópíumefnið sem hér um ræðir sé að- allega morftn. Ekki riðið á öldufaldinum Á meðferðarstofnunum eru í dag unglingar aUt niður í fimmtán ára aldur sem hafa neytt morfins með þvi að sprauta sig í æð. Hópur ungra neytenda í þessum efnum fer og stækkandi. Viðmælendur DV treysta sér ekki tU að leggja neinn dóm á hve neytendur morfíns séu margir en í öUu faUi skipti þeir hundruðum. Inni í þeirri tölu sé þá bæöi fólk í harðri neyslu og svo ungmenni í fikti. „Núna er morfinið í tísku og þetta á eftir að aukast. Við höfum enn ekki riðið á öldufaldinum," seg- ir einn heimUdarmanna DV. Sá seg- ir, rétt eins og aörir, að efnin séu yf- irleitt fengin í gegnum lækna. Um tíu læknar séu öðrum drýgri við út- gáfu lyfseðla á morfin og fólk i neyslu viti þar af haukum í homi. Ef hugað er að einstökum undir- tegundum morfins þá nýtur contalgen hyUi meðal margra þeirra, eins og áður er sagt. Það er selt í 30, 60 og 100 mg töfhim. Sam- kvæmt nýlegri verðkönnun SÁÁ er götuverð 60 mg taflna nú 1.530 krón- ur og 100 mg töflunar fara á réttar 2000 kr. Nokkrar sveiflur eru í verð- inu, að sögn fikla, sem aftur kemur heim og saman við hversu við- kvæmur fikniefnamarkaðurinn er. Nái lögregla að stöðva eina fíkni- efnasendingu tU landsins, hver sem efhin kunna að vera, er það afar fljótt að breyta öUu verðmynstri. Spyma þarf við fótum Á fimmtudag óskaöi Margrét Frí- mannsdóttir, þingmaður Samfylk- ingar, eftir utandagskrárumræðu á Alþingi um læknadópið. Málið verður að öUum lík- indum á dagskrá fljótiega eftir helgi og verður Jón Kristjánsson heUbrigðis- ráðherra tU andsvara. í samtali við DV sagði Mar- grét að ljóst væri að nú þegar þyrfti að spyma við fótum þótt vitað sé að þetta vandamál sé ekki nýtUkomið. „Stærsti vandinn hér felst í því að læknar eru að ávísa lyfjum tU fólks langt umfram þarfir. Vissulega get- ur verið réttiætanlegt í sumum tU- vikum að fikniefnaneytendum, sem ekki leita sér meðferðar, séu útveg- uð lyfseðUsskyld vandabindandi lyf. Svo vímuþurfandi getur einstak- lingur verið að hann hreinlega skaði sig og aðra komist hann ekki í þau efiii sem hann er háður. En lyfjaskammtur má þó aldrei vera meira en viðkomandi hefur augljós- lega þörf fyrir,“ segir Margrét. Missi leyfi við ótæpilega útgáfu Ástæða er tU, að mati Margrétar, að landlækni verði gert betur kleift en nú er að fylgjast með útgáfu lyf- seðla vegna fiknUyfja. Hún bendir á að samkvæmt gUdandi reglum sé sú heimUd tU staöar að læknir missi starfsleyfi sitt tímabundið eða alveg séu lyflaávísanir hans taldar óeðli- legar. Þetta hefur hins vegar lítið verið notað - tUtal og áminningar eru þau ráð sem beitt hefur veriö. Lækningaleyfi missa menn ekki nema þeir séu sjálfir í neyslu. Segir þingmaðurinn að hér þörf sé á breyttmn og hertum reglum. Koma eigi málum þannig fyrir að læknir geti misst starfsleyfi sitt timabund- ið eða alveg ef hann verður uppvís að slíkum brotum. Margrét Frímannsdóttir segir að á siöustu dögum hafi fjöldi foreldra bama sem ánetjast hafi fikniefnum á borð við morfintengd lyf haft sam- band við sig. Af þeim samtölum kveðst hún ráða hve stórt þetta vandamál sé. Hvað misnotkun lyf- seðUskyldra fíknUyfja varðar sé vandamálið raunar ekki bundið við morfinið eitt. Nauösyn sé þvi að herða með víöfeðmum hætti eftirlit með útgáfu lyfseðla á fiknUyf hvers konar. Lífsháski Mikil aukning hefur oröiö á því aö eiturlyijaneytendur leysi upp töflur meö morfíntengdum efnum og sprauti í æö.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.