Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 DV 67 EIR á laugardegi Litla kvenfélagið Minnsta kvenfélagið á íslandi verð- ur með kaffi- sölu og sýn- ingu á uÚar- vörum í Garðheimum í Mjódd um helgina. Þar verður einnig sýnd ullar- vinnsla með kömbum og rokk. Kvenfé- lagið heitir Framtiðin og á rætur sínar í Álftaveri í Vestur-Skafta- fellssýslu. í félaginu eru sex konur, fjórar búsettar í Álftaveri og tvær í Vík í Mýrdal. Formaður félagsins er Kristbjörg Hilmarsdótir. Kon- umar sex verða í Mjóddinni klukk- an 13-17 á laugardag og sunnudag. Viöey Gestir fleiri en ætlaö var. Laumugestir í bókhaldi Prentvilla í skýrslu menning- armálanefndar Reykjavíkurborg- ar fækkaði gestum í Viðey um hartnær helming á síðasta ári. í skýrslunni voru þeir sagðir 12 þúsimd en voru í raun 21 þús- und. Var þetta leiðrétt í bréfi frá nefndinni sem lagt var fyrir borgarráð fyrir skemmstu. Blóð úr sýslumanni Ólafur Helgi Kjartansson, ný- skipaður sýslu- maður á Selfossi, hefur gefið blóð reglulega í 30 ár og um daginn var tappað af honum í 103. sinn. Ólafur Helgi segist fyrst hafa gefið blóð til aö sleppa við eðlisfræðitíma í Menntaskólanum og þegar tekið eftir hvaö hann hresstist við það. „Mér finnst ég allur lifna við eftir blóðgjöf en ekki skiptir minna hversu vel er tekið á móti manni í Blóðbankanum," seg- ir hann. Sýslumaðurinn gefur að jafhaði blóð fjórum sinnum á ári og nær því alltaf í Reykjavík. Einu sinni hefur hann gefið blóö á ísa- firði og einu sinni á Selfossi. Leiðrétting Vegna 20 milljarða ríkisábyrgðar á uppbyggingarstarf Kára Stefáns- sonar hér á landi skal landsmönn- um bent á að líta á þetta fé sem Kára STEF-gjöld. Það ætti að auð- velda þeim sem þurfa að sætta sig við gjöminginn. Egill viö bannstaöinn Ekki endalaust hægt aö selja feröamönnum myndir af Gullfossi og Geysi. „Slísí“ póstkort - Mál og menning vill ekki selja „Verslunarstjórinn í Máli og menn- ingu sagði að póstkortin gæfu slísí hugmynd af ímynd íslensks kvenfólks og vildi ekki selja þau,“ segir Egill Egilsson, starfsmaður í gólfefnadeild Húsasmiðjunnar, sem gefið hefur út nýstárleg póstkort fyrir þann hóp er- lendra ferðamanna sem vill senda vinum sínum annað en myndir af Gullfossi og Geysi héðan. I fyrra gaf Egill út póstkortaseríu með fáklædd- um stúlkum á innlendum merkisstöð- um og nú heldur hann áfram með ný tilbrigði við sama stef. Vekur þar mesta athygli mynd af íslenskum sjó- manni með ljósku í fanginu: „Catch of the day“ (Áfli dagsins). „Póstkortamarkaðurinn er staðnað- ur fyrir löngu og tími til kominn að veita nýju lífi í hann. Við getum ekki endalaust selt ferðamönnum myndir af Þingvöllum eða stóði í haga,“ segir Eg- ill sem samið hefúr við Tóbaksbúðina Björk í Bankastræti um sölu póstkort- anna eftir að verslunarstjórinn í Máli og menningu kvað upp dóm sinn. Póstkort 2001 Til í tuskiö hjá Leifi heppna. Ekki reyndist unnt að fá viðbrögð frá þeim starfsmönnum Máls og menningar sem Egill hefur átt sam- Póstkort 2002 Afli dagsins viö Reykjavíkurhöfn. skipti við. Þeir höfðu öðrum hnöpp- um að hneppa þegar eftir var leitað. B Kári Stefánsson Fær skattinn okkar. Pétur Blöndal íjötunmóö gegn Kára. Þorvaldur Þorsteinsson Blíðfinnur blótar. Þórarinn Tyrfingsson Alltaf edrú. Össur Skarp- héðinsson Pennavinir alls staöar. Ámi Sigfússon Keflavíkurganga. Toppsex-listi Kollu byggir á fireind, útfieislun og andiegu menntunarstifii þclrra sem á honum eru. Nýr listi næsta laugartlag. Fasteignafrettir Sögðum frá því að Lilja „Hagkaup" Páimadóttir hefði fest kaup á ættar- óðalinu Hofi á Höfðaströnd fyrir 30 milljónir. Nú berast þær fréttir að heimilisvinur hennar og Baltasar Kormáks, Damon Albam, söngvari Blur, hyggi einnig á fasteignakaup hérlendis. Fer tvennum sögum af þeim viðskiptum því annaðhvort er hann sagður hafa fest kaup á einbýl- ishúsi í Grafarvogi eða þá að hann hyggi á nýbygg- ingu á Bakkastöð- um. Þá hefur knattsymukappinn Amar Gunnlaugs- son keypt sér pent- house-íbúð í Linda- hverfmu í Kópa- vogi. Á 101-svæð- inu hafa leikara- hjónin Atli Rafn Sigurðarson og Brynhildur Guð- jónsdóttir flutt sig um set af Baldurs- götunni yfir á Bjargarstíg 15, þar sem þau festu kaup á tveggja hæða íbúð sem áður var í eigu Harðar Berg- manns, bróður Áma sem eitt sinn var ritstjóri Þjóð- viljans. Meira næst. Damon Byggir eöa kaupir. Arnar Penthouse í Kópavogi. Ulja Á Höfðaströnd. Atli Rafn Milli gatna á 101. Áml kokkur og dúfurnar í lönó Súkkulaöi í sósunni og rifsber til hliöar. mstsmsB. Dúfnaveisla í Iðnó í kvöld: Norskar dúfur á pönnuna - frumraun kokksins sem treystir ekki þeim íslensku „Ég myndi nú ekki treysta íslensku dúfunum hér á þakinu. Maður veit ekki hvað er í þeim,“ segir Ámi Gylfason, matreiðslumeistari í Iðnó, sem undirbýr sannkallaða dúfna- veislu til heiðurs Halldóri Laxness í tilefni af leikmunasýningú á staðnum sem tileinkuð er skáldinu. Sýningin verður opnuð í dag en dúfnaveislan sjálf verður i kvöld. „Ég er með norskar dúfur í höndunum og er að prófa mig áfram því ég hef aldrei gert þetta áður, hvað þá smakkað dúfúr,“ segir hann. Norsku dúfumar eru aldar sér- staklega til manneldis og fluttar inn sem matvara. Ámi segir þær milli- stig villibráðar og eldisfugls og taki hann mið af því við matseldina. Fyrst steikir hann dúfumar létt á pönnu og setur síðan í ofn. Meðlæt- ið er raffinerað: rifsber, sírópskart- öflur og súkkulaðisósa. „Þetta verð- ur mjög gott, svo mikið veit ég þeg- ar,“ segir Ámi í eldhúsinu en eftir- vænting hans er ekki minni en gest- anna sem mæta í dúfnaveisluna í kvöld. Matarveislan er skírskotun í leikritið Dúfnaveisluna eftir Hall- dór Laxness sem leikfélag Reykja- víkur sýndi í Iðnó fyrir allmörgum árum við miklar vinsældir. Leikrit- ið er byggt á einni af smásögum hans. Velölfélagar ísraelskir hermenn standa yfír líki fallins Palestínumanns. Einn Ijósmyndar, hinir brosa. Minna á ánægöa veiöifélaga. Þessari óhugnanlegu mynd er dreift á Netinu og segir sögu sem fæstir vilja heyra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.