Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Blaðsíða 4
Fréttir LAUGAKDAGUR 13. APRÍL 2002 DV Fyrirætlanir um Umhverfisstofnun: Umbylting verður á öllu stjórnkerfinu - að mati vinstri grænna - biðlaunakostnaður allt að 10 milljónir Vinstri grænir hafa miklar efa- semdir um stofnun sérstakrar Um- hverfisstofnunar eins og fram kom á Alþingi i fyrradag Steingrímur J. Sigfússon sagði frumvarpið sem nú liggur fyrir þingi vera umbyltingu á öllu stjómkerfi umhverfismála og væri allt of skammur tími til stefnu til að fjalla um málið nú. Samfylk- ingin sagðist ekki leggjast gegn því að málið væri tekið á dagskrá en sat hjá við atkvæðagreiðslu þar sem af- brigða var leitað við þvi að keyra málið af stað. Jóhann Ársælsson segist treysta því að frumvarpið verði ekki afgreitt á þessu þingi þannig að nefndir þingsins fái tíma í sumar til að fara nánar yfir frum- varpið. Götuvitar bónaðir Starsmenn borgarinnar hafa veriö aö pússa gleriö á götuvitum borgarinnar og bóna. Umferöarskiltin hafa einnig fengiö umgang afbóni en þá loöir skítur og drulla síöur viö þau. Heimdellingar ósáttir Heimdellingar eru ósáttir við ákvarð- anir forystumanna í Sjáifstæðisflokkn- um undanfarið. „Þetta hefur verið erfið vika hjá ríkisstjóminni. Ákvað hún að veita einkafyrirtæki ríkisábyrgð og hins vegar var skrifað undir samning um að ríkið myndi eyða rúmum þremur miHj- örðum í tónlistar- og ráðstefnuhús" segja Heimdellingar á frelsi.is. Þeir spyija hvort einhveijir hægri menn séu við völd hér á landi. Þeir hafi lítil áhrif. Heimdellingar telja að tónlistarhúsið til- heyri málaflokki sem markaðurinn sé fullfær um að sinna. -BÞ Tilgangur stofnunar Um- hverfisstofnunar er að sameina verkefni Holl- ustuverndar rík- isins, Náttúru- vemdar ríkisins, embættis veiði- stjóra og starf- semi hreindýra- ráðs í eina ríkis- stofnun sem jafnframt á að annast framkvæmd laga um dýravernd. Fjármálaráðuneytið telur að frum- varpið hafi ekki áhrif á kostnað rík- isins, verði það að lögum, að því frá- töldu að það kann að reyna á rétt núverandi starfsmanna til biðlauna. Sigurlaug Adólfsdóttir, móðir og íbúi á Brekkunni á Akureyri, segir dæmi um að fikniefnasalar sitji fyrir skólakrökkum á leið bamanna í eða úr skóla. Hún segir að sömu skóla- stúlkunni í Brekkuskóla hafl í vetur i tvígang ver- ið boðin fíkniefni til sölu. Vísbend- ingar séu um að salar bjóði fíkniefii- in í kringum sund- laugina og í trjá- lundunum í ná- grenni við verslun- ina Garðshom. Þá séu ýmsir aðrir fastir „viðskipta- staðir" í kringum aðra grunnskóla bæjarins. Vandinn sé mikill og fari vaxandi. Sigurlaug segir engan vafa á að fíkniefnaneysla sé út- breiddari en fólk geri sér grein fyrir. Engum sé til góðs að þögn ríki um þessi mál. „Það verður að gera vandamálið sýnilegt," segir móðirin. Skólastjóri Brekkuskóla, Bjöm Þór- leifsson, kannast við tilvik þar sem 13 Steingrímur J. . Jóhann Slgfússon. Arsælsson. Sá kostnaður er sagður óviss, hugs- anlega allt að 10 m.kr. Mat fjármálaráðuneytisins er samhljóða mati umhverfisráðuneyt- isins sem bendir á að kostnaður muni væntanlega aukast um allt að 7 m.kr. vegna launa forstjóra en á ára stúlku, nemanda 1 8. bekk skólans, hafí verið boðin fíkniefni þegar hún var á heimleið úr fermingarfræðslu. Engin önnur staðfest dæmi séu um að setið hafi verið fyrir nemendum skólans. Mikil umræða fari fram um þessi mál innan skólans og kvarti eldri nemendur stundum undan því að kennaramir tali aldrei um neitt skemmtilegt heldur „bara um dóp og kynlíf'. Daníel Guðjónsson hjá lögreglunni á Akureyri segir að lögreglan fari eftir ábendingum en hann geti ekki upplýst hvemig staðið sé að eftirliti með þess- móti komi spamaður i almennum rekstri, skrifstofuþjónustu og þess háttar. Sá spamaður byggist að verulegu leyti á því að starfsemi stofnananna í Reykjavík verði sam- einuð á einn stað. Hollustuvemd er í leiguhúsnæði í Ármúla en Náttúruvernd leigir á Skúlagötu 21. í fjárlögum 2002 er heimild til að leigja eða kaupa hent- ugt húsnæði fyrir Hollustuvemd og veittar 10 m.kr. til að mæta kostnaði sem af því leiðir. Ekki liggur fyrir hvemig húsnæðismálum sam- einaðrar stofnunar verður háttað. Heildargjöld stofhana sem frum- varpið tekur til eru áætluð tæpar 490 m.kr. í fjárlögum. -BÞ um málum. Hann segir þekkt að ung- menni byiji í hassneyslu og fari síðan út í e-pilluna og amfetamín. „Bylgjan sem hófst fyrir nokkrum árum heldur áfram. Það er heilmargt í gangi,“ segir Daniel. Grunnskólakennari sem DV ræddi við segist hafa heyrt að sérstakir sölu- staðir séu fyrir hendi til að miðla fíkni- efnum til grunnskólabama. Það sé óhugnanieg staðreynd að sölumenn dauðans virðist beina spjótum sínum að sífellt yngri bömum. -BÞ Vísbendingar um að setið sé fyrir skólakrökkum í grunnskólum á Akureyri: Fíkniefni boðin á heimleið úr fermingarfræðslunni - nánast ekki talað um annað en dóp og kynlíf, segir skólastjóri Setið fyrir skólakrökkum Staöhæft er aö dópsalar sitji fyrir skólakrökkum viö Hamarkotstún á Akur- eyri. Fikniefnavandinn er vaxandi aö sögn áhyggjufullrar móöur. Nýafstaðin fjölmiðlakönnun Gallup: Sjónvarpsvenjur íslendinga breytast - eðlilegt að birtar verði réttar upplýsingar, segir Árni Þór Vigfússon Fréttastofa Ríkissjónvarpsins birti á fimmtudaginn sem leið nið- urstöður úr dagbókarkönnun Gallup þar sem 10 vinsælustu dag- skrárliðimir i íslensku sjónvarpi voru m.a. taldir upp. Samkvæmt þeim lista voru velflestir dagskrár- liðir listans í sýningu hjá RÚV en listinn byggist á áhorfi við frumsýn- ingar, þ.e. eina sýningu á hveijum dagskrárlið fyrir sig. Árni Þór Vigfússon, sjónvarps- stjóri á Skjá einum, bendir hins veg- ar á að áhorf endursýninga ákveð- inna dagskrárliða er ekki tekið með í reikninginn þegar listi sem þessi er gerður. Það bitnar óhjákvæmi- lega á Skjá einum sem notar annars konar sýningakerfi heldur en Stöð 2 og Ríkis- sjónvarpið. „Lengi vel var kannski ekki við öðru að búast en að þetta væri mælt á þennan hátt því til ársins 1999 var venjan í íslensku sjónvarpi sú að sýna hvern dagskrárlið einu sinni. RÚV sýnir t.d. flesta þætti sína aðeins einu sinni og áhorfendur gera sér grein fyrir að ef þeir ætla að sjá tiltekinn þátt fá þeir einungis þetta eina tæki- færi til þess. Við hjá Skjá einum tók- um hins vegar strax í byrjun upp annaö sýningakerfi sem i stuttu máli gengur út á að áhorfendur geti gengið að endursýningum á öllum þáttum vísum og það á góð- um timum í þokkabót." Árni bendir einnig á að sýningakerfi þeirra hafi frá upphafi verið vel kynnt fyr- ir áhorfendum sem og aug- lýsendum sem kaupa aug- lýsingar inn i einhvem til- tekinn þátt og fá þar af leiðandi fleiri birtingar á augiýsingum sínum eftir því hversu oft þátturinn er sýndur. „Það er varla til sá íslenski sjón- varpsáhorfandi sem ekki veit að hann getur valið um hvort hann horfir á sinn uppáhaldsþátt á Skjá einum í frumsýningu eða endursýn- ingu. Ríkissjónvarpið hefur hins vegar ekki enn áttað sig á því að sjónvarpsvenjur landsmanna hafa breyst. Fyrir um einu og hálfu ári varð drefing Skjás eins samkeppnis- hæf á islenska sjónvarpsmarkaðn- um og nú er svo komið að meiri- hluti landsmanna nýtir sér fmm- og endursýningakerfi okkar. Því telj- um við eölilegt að fjölmiðlar, hvort sem þeir eru í ríkis- eða einkaeign, birti réttar upplýsingar um sjón- varpsáhorf og sjónvarpsvenjur ís- lendinga," segir Ámi Þór. -áb Áml Þór Vigfússon. Þingslit eftir 11 daga: Stórmálin öll komin fram Samkvæmt upplýsingum frá Al- þingi er gert ráð fyrir að vorþinginu verði slitið 24. apríl nk., eða eftir 11 daga. Þingið er óvenjustutt þetta árið vegna sveitarstjómarkosninganna. Alla jafna lýkur vorþingi í kringum 10. maí. Sex fundardagar em eftir hjá þinginu. Nokkur stórmál era enn þá skammt á veg komin og bíður mikil nefhda- vinna frumvarpa, s.s. niðurlagningar Þjóðhagsstofnunar og ríkisábyrgðar ís- lenskrar erfðagreiningar. Nefiidardag- ar munu standa yfir fram á miðviku- dag. Þá hefjast þingfundir á ný. Að sögn Berglindar Karlsdóttur, starfsmanns Alþingis, er ekki útilokað að þingslit verði síðar en 24. apríl en ekkert bendir þó til annars í augna- blikinu en að áætlun muni halda. Stór- mál þessa þings era öll komin fram samkvæmt upplýsingum DV. -BÞ Samtök sykursiúkra: Vara við símasöfnun Samtök sykursjúkra vara við fjár- söfnun sem mun hafa farið fram í gegnum síma að undanfómu. í yfir- lýsingu frá samtökunum segir að engin fjársöfnun sé á vegum félags- ins um þessar mundir. 1 yfirlýsingu frá stjóm Samtaka sykursjúkra segir að félaginu hafi að undanfomu borist fyrirspumir frá almenningi varðandi fyrmefnda símasöfnun. „Við hjá Samtökum sykursjúkra viljum vara fólk við þessari fjársöftiun og itrekum að hún er ekki á okkar vegum,“ segir m.a. í yfirlýsingu samtakanna. -aþ VG á Akureyri: Bann viö kynlífssölu Vinstri grænir á Akureyri munu innan skamms kynna stefnuskrá sina fyrir sveitarstjómarkosningamar. Meðal áhersluat- riða í baráttunni verða að VG-fram- boðið vill niður- fellingu á leik- skólagjöldum fimm ára bama og fjölgun dvalar- og hjúkrunarrýma fyrir aldraða um 30 á næsta ári. Þá vill framboðið að Akureyrarbær taki yfir og sjái um all- an rekstur og þjónustu við fatlaða. Einnig verði urrnið gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi meðal annars með því að „stöðva kynlífssölu á opin- berum og óopinberum markaði" eins og það er orðað i drögum að stefnuskrá framboðsins. VG-framboðið vill einnig efla málm- og skipasmíðaiðnað í bæjar- félaginu og gera Akureyri að eftirsótt- um samkomu-, funda- og ráðstefnuvett- vangi innlendra sem erlendra hópa. Þá sé brýnt að byggja menningarhús í samstarfi við ríkið en að öðrum kosti verði Akureyrarbær að leita annarra leiða til að leysa aðkallandi húsnæðis- vanda leiklistar, tónleikahalds og tón- listarskóla. Valgerður Bjarnadóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, leið- ir listann á Akureyri. -BÞ Valgeröur Bjamadóttir. Skagafjörður: Nýtt fólk leið- ir framboðið Framboðshsti Framsóknarflokksins í sveitarfélaginu Skagafirði var sam- þykktur í gærkvöld. Sex efstu sætin skipa: 1. Gunnar Bragi Sveinsson versl- unarmaður, 2. Þórdís Friðbjömsdóttir kennari, 3. Einar Einarsson ráðunaut- ur, 4. Sigurður Ámason skrifstofiimað- ur, 5. Elínborg Hilmarsdóttir bóndi, 6. Einar Gíslason tæknifræðingur. Nýtt fólk skipar fjögur efstu sæti list- ans, en Elínborg og Einar sitja í núver- andi sveitarstjóm. Herdís Sæmundar- dóttir sem leiddi listann fyrir fiórum árum hættir í sveitarstjóm. -ÖÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.