Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Blaðsíða 32
44
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002
DV
Helgarblað
Það hefur aldrei verið löglegt að
stunda vændi á íslandi né heldur
hafa tekjur af vændi annarra. Án efa
hefur vændi í einhverri mynd verið
stundað hérlendis frá landnámi þótt
það hafi afar sjaldan komið til kasta
yfirvalda.
Dómar fyrir vændi eða starfsemi
sem tengist vændi eru ekki margir en
í hæstaréttardómum er þó að finna
nokkrar frásagnir af slíku framtaki.
Sú saga sem hér verður rakin gerðist
í Reykjavík sumarið 1952. Þetta ár
ríkti enn það ástand á íslandi að segja
má að flest sem ekki var sérstaklega
leyft með þar til gerðri löggjöf var
bannað. Það var til dæmis bannað að
auglýsa danssamkomur í útvarpinu
sem leiddi til undarlegs duimáls í
auglýsingum.
Sumarið 1952, í júli eða ágústmán-
uði, tók ungur sjómaður á leigu eitt
herbergi í bakhúsi við Leifsgötu og
greiddi fyrir fram húsaleigu til ára-
móta. Sjómaðurinn var 21 árs þegar
hér var komið sögu en haíði samt
komist einum átta sinnum í kast við
lögin fyrir smávægileg afbrot, í flest-
um tilvikum aðallega fengið sektir
fyrir að brjóta ýmis ákvæði bifreiða-
laga.
Hvaða hávaði er þetta?
Fljótlega eftir að sjómaðurinn tók
herbergið á leigu fór að bera á ónæði
og háreysti, sérstaklega um helgar og
á miðvikudagskvöldum en þau kvöld
höfðu vamarliðsmenn leyfi til þess að
fara í bæinn og hafa samskipti við
innfædda. 28 ára gömul siðprúð
stúlka, sem leigði einnig herbergi í
húsinu, kvartaði viö húseigandann
og sagði að til sjómannsins vendu
komur sínar hópar vamarliðsmanna
og stúlkna í vafasömum erindagjörö-
um og hefði hún þráfaldlega horft upp
á faðmlög hermanna og stúlkna í
skotum í gangi hússins og hefði hún
ekki komist hjá því að heyra samtöl
milli hermanna og stúlkna og komist
á snoðir um að sjómaðurinn ungi og
félagi hans stunduðu það að útvega
hermönnunum stúlkur til náinna
samskipta og til samkvæmishalda í
tengslum við þessi viðskipti væri her-
bergið notað.
Lauslæti er tekjulind
Húseigandinn kærði sig ekki um
að leigja ólöglegu vændishúsi hús-
næði og sagði sjóaranum unga þegar
i stað upp samningi um húsnæðið og
var hann á bak og burt á aðventu
þetta sama ár.
Málið var hins vegar sent lögregl-
unni til rannsóknar og var sjóarinn
ungi kærður ásamt aðstoðarmanni
sínum og kunningja fyrir að gera sér
„lauslæti annarra að tekjulind" og
brjóta þannig 206. grein almennra
hegning£u:laga. Þeim var einnig gefið
að sök að koma karlmönnum, aðal-
lega erlendum hermönnum og sjó-
mönnum, í kynni við stúlkur og láta
þeim í té húsnæði til „holdlegs sam-
ræðis og annarra kynferðismaka" og
fá greitt fyrir í peningum, áfengi og
tóbaki.
í ljós kom að sjóarinn framtaks-
sami hafði fljótlega fengið sér til að-
stoðar 19 ára Keflvíking sem annaðist
sérstaklega sölumennsku fyrir þetta
sameiginlega gleðihús þeirra á Leifs-
götunni sem þó samanstóð aðeins af
einu herbergi.
Stúlkan sem upphaflega kvartaði
við húseigandann kom fyrir rétt og bar
að hún hefði oftsinnis heyrt hermenn
sem biðu í ganginum tala opinskátt um
samfarir sem þeir ættu við stúlkur í
herberginu og lýst fyrir þeim ákærðu
hvemig þeim hefði likað. Hún bar fyr-
ir réttinum að samtöl hermannanna og
hinna ákærðu hefðu eingöngu snúist
um samfarir hermanna og stúlkna og
hefði allur þessi ólifnaður og hávaði og
vökur hennar sjálfrar þessu samfara
knúið hana til að kvarta undan þessu
ósiðlega framferði.
Og salernið líka
Tvær aðrar stúlkur sem bjuggu í
bakhúsinu þessa umræddu mánuði
komu einnig fyrir réttinn og staðfestu
í meginatriðum frásögn þeirrar
fyrstu. Af vitnaleiðslum þeirra má
ráða að á miðvikudögum og um helg-
ar hafi varla verið svefnsamt á Leifs-
götunni fyrir stöðugum gestagangi,
áfengisdrykkju og háværum samræð-
Leifsgatan á sín leyndarmál
I þessu húsi við Leifsgötuna var rekið vændishús um tíma sumarið og haustið 1952. Það gekk alveg prýðilega
þangað til nágrannar fóru að kvarta og yfirvöld komust í málið.
Vændishús á
Leifsgötunni
- athafnamenn stöðvaðir haustið 1952
um hermanna sem biðu í ganginum
meðan herbergið var upptekið. Allar
þessar þrjár stúikur báru og fyrir
réttinum aö fyrir hefði komiö að sal-
emi sem leigjendur höfðu aðgang að
hefði verið notað sem afdrep fyrir
náin kynni hermannanna við stúlk-
umar.
Svo virðist sem nokkur fjöldi
stúlkna hafi vanið komur sínar í bak-
húsið í þessum erindagjörðum og við-
urkenndu tiu stúlkur að þær hefðu
verið gestkomandi á Leifsgötunni í
íslensk sakamál
„partíum". Einungis þrjár þeirra við-
urkenndu fyrir réttinum að hafa haft
samfarir við hermenn eða aðra
ókunnuga menn á Leifsgötunni í
þessum samkvæmum. Engin þeirra
kannaðist við að þeir félagar sem
ákærðir vora hefðu fengið pening hjá
hermönnunum fyrir að útvega stúlk-
ur í gleðskapinn en töldu að stundum
hefðu hermennimir látið þá hafa pen-
ing til áfengiskaupa en í öllum sam-
kvæmum á Leifsgötunni var áfengi
haft um hönd og sögðu stúlkumar að
stundum hefðu gestir kysst hvor ann-
an í hita leiksins.
Austurstræti 14 fundarstaður
Tvær stúlkur sem unnu við af-
greiðslu í veitingastofu í Austur-
stræti 14 komu fyrir réttinn og báru
að annar eða báðir hinna ákærðu
hefðu nær daglega komið í téða veit-
ingastofu og nær undantekningai’-
laust hefðu nokkrar islenskar stúlkur
og hermenn verið í fylgd með þeim.
Þær bára og að sá sem var nokkurs
konar sölumaður fyrir leigjandann
hefði sagt þeim frá umræddum
„partýum" og gortað af því að þar
hefðu hermenn samfarir við stúlkur
gegn greiðslu og hann fengi persónu-
lega 150-300 krónur fyrir hvert slikt
samkvæmi. Til samanburðar má geta
þess að hvem mánuð greiddi sjómað-
urinn 300 krónur í leigu fyrir her-
bergið svo augljóst má vera að nokk-
ur hagnaður hefur verið af umræddri
starfsemi.
A piece of ass for 10 kronur
Tveir hermenn komu fyrir dóminn
og játuðu báðir að hafa nokkmm
sinnum komið í „partí" á Leifsgöt-
unni og annar þeirra viðurkenndi að
hafa haft samfarir þar við stúlku sem
annar hinna ákærðu kynnti hann fyr-
ir. Hann sagðist ekki hafa greitt fyrir
það beinlínis en látið ákærða hafa
peninga fyrir áfengi og sígarettum.
Lesa má i dómnum orðréttan vitn-
isburð hermannsins um það hvemig
slíkum viðskiptum var komið á:
„Vitnið hefúr skýrt frá því að einu
sinni hafi ákærði komið tii þess þar
sém það var að tala við nokkra her-
menn hjá Reykjavíkurapóteki. Hafi
ákærði þá spurt einn sjóliða sem þar
var: „You want to fuck?“
Sjóliðinn hafi þá svarað: „No,
why?“ Ákærði hafi þá sagt: „I know
where you can get a piece of ass for 10
krónur." Vitnið kveðst nokkmm
sinnum eftir þetta hafa heyrt ákærða
spyija hermenn sömu spumingar og
hafi nokkrir þeirra farið með honum
i hvert skipti.
Kannast ekki við neitt
Hinir ákærðu mættu fyrir réttin-
um og samkvæmt framburði þeirra
var allur þessi málatilbúnaður þeim
nokkuð framandi. Sjómaðurinn sagð-
ist vera háseti á togurum og vera all-
mikið fjarverandi en kvaðst leyfa hin-
um unga Keflvíkingi að nota herberg-
ið á meðan hann væri sjálfur í burtu.
Hann sagði það koma fyrir að þeir
héldu samkvæmi með hermönnum en
tilgangur þeirra væri að fá ókeypis
áfengi og skemmtun og vera með
skemmtilegu fólki og vera í gleðskap.
Keflvíkingurinn ungi sagðist ekki
vera mikill vínmaður en kvaðst
sækja umrædd hermannapartí á
Leifsgötunni til þess að læra ensku.
Hann sagði og að þeir sjómaðurinn
byðu stundum stúlkum sem þeir
þekktu í umrædd parti en sumar
þeirra hefðu komið sjálfkrafa.
Ákærðu vom sammála í framburði
sínum um að hermennimir greiddu
áfengi, tóbak, bifreiðakostnað og mat
fyrir að vera boðið í samkvæmin.
Þeir sögðu að fyrir hefði komið að
þeir sjálfir væra ekki gestir í um-
ræddum samkvæmum heldur eftir-
létu hermönnum lykil að herberginu.
Skipt um skoðun
Hvoragur þeirra kannaðist við að
nokkur kynferðismök ættu sér stað í
þessum partíum en eftir að þeim var
kynntur framburður stúlknanna sem
leigðu á Leifsgötunni breyttu þeir
framburði sínum og viðurkenndu nú
báðir að í þessum samkvæmum hefðu
stúlkumar og hermennirnir „parað“
sig saman að eigin geðþótta. Stöku
sinnum hafi samskiptin endað í sam-
fórum og tekið er sérstaklega fram í
málsskjölum að á meðan hcifi aðrir
gestir ekki farið fram né heldur ljós
verið slökkt.
Þá vekur nokkra athygli að við yf-
irheyrslur er þess sérstaklega getið
að meðal hermannanna sem sóttu
þessi samkvæmi hafi verið blökku-
menn og þegar hinir ákærðu tíunda
við hve marga hermenn nokkrar
áminnstar stúlkur hafi haft samfarir
við í herberginu er það tekið sérstak-
lega fram að ein þeirra hafi notið
tveggja blökkumanna með skömmu
millibili.
Hinir ákærðu könnuðust alls ekki
við þann framburð vitna að þeir
hefðu rætt um þessa starfsemi við
hermennina í áheym annarra leigj-
enda í gangi bakhússins. Þeir sögðust
báðir búa yfir það lítilli enskukunn-
áttu að slíkar samræður væru alger-
lega óhugsandi og Keflvíkingurinn
ungi taldi af-og frá að hann hefði stað-
ið í sölumennsku við Reykjavíkur-
apótek eins og hermaður lýsti fyrir
dómnum.
Hinir ungu og framtakssömu menn
töldust hafa brotið 206. grein hegning-
arlaganna sem fjallar um að gera
lauslæti annarra sér að féþúfu. Þeir
vora dæmdir í fangelsi, annar í fjóra
mánuði og hinn í þrjá og fengu hálfs-
mánaðar gæsluvarðhald ekki dregið
frá þeim dómi. Þeir greiddu samtals
4.300 krónur í sektir og málskostnað
og má ætla að það hafi gengið all-
nærri fjárhag þeirra en það er um
það bil þrefóld sú upphæð sem sjó-
maðurinn greiddi í leigu fyrir her-
bergið á Leifsgötu þá fáu mánuði sem
rekstur þeirra stóð með blóma.
Það hefur áreiðanlega verið glatt á
hjalla í bakhúsinu við Leifsgötu
seinnihluta sumarsins 1952 og fram á
aðventuna. Þar er ljóst að frjálsar ást-
ir hafa blómstrað og mikil gleði verið
við völd. Það var truflun á svefnfriði
annarra leigjenda og siðavendni
þeirra sem batt enda á gleðina.
-PÁÁ
Erlendar truflanir
í Mbl. í nóv-
ember 1964 er
hógvær frétt
eða kvörtunar-
bréf frá Sigur-
vin, fréttarit-
ara blaðsins í
Axarfirði. Þar
kemur fram
að um þær mundir sé varla nokkur
leið að horfa á sjónvarp eða hlusta
á hljóðvarp á Norðausturlandi
vegna illvígra erlendra truflana.
Að sögn Sigurvins hefjast ósköp-
in strax eftir fréttir í sjónvarpinu
þegar rákir og rendur líða um skjá-
inn og annað veifið birtast drauga-
legar myndir af prúðmannlegu
fólki sem situr og talar. Þetta hafa
heimamenn fyrir satt að séu vísir
menn í útlöndum. íslenska dag-
skráin þurrkast algerlega af skján-
um meðan á þessu stendur.
Þetta segir Sigurvin að sé leiðin-
legt þvi margir á landsbyggðinni
hafi skemmtun af sjónvarpi, ekki
síst þegar vetrar.
Aftcins heyrist óm-
ur af tali og tónum
Fyrsti togarinn í brotajárn
1 Mbl. í
byrjun nóv-
ember 1974 er
lítil frétt á
baksíðu þar
sem sagt er
frá þvi að Út-
gerðarráð
Reykjavíkur-
borgar hafi
ákveðið að
selja togar-
ann Hjörleif
til niðurrifs á Spáni. Þarna lauk
ferli eins af merkari skipum í sögu
íslenskrai togaraútgerðar því þetta
var fyrsti nýsköpunartogarinn sem
kom til íslands í febrúar 1947 og hét
þá Ingólfur Arnarson. Skipið var
talið eitt fullkomnasta fiskiskip
heimsins á sínum tíma og var far-
sælt aflaskip og einstök happafleyta
við strendur landsins í 27 ár.
Fyrsti nýsköp-
unartogarínn
í brotajárn
Krikj»tfk«
Uorgar Í fumit U*
om »i »*U» XitoMf
tii nitorrtfv- Var u«i* vi* tyrtr-
iteU i Sfiai. ef .«la»*r*í tm
1.5 mitlíóuir. ««*arri« KUt
muuP> kkt vóiuaa.
iUórirtfur hét iBgótfw
ArMtvMi tm '•» fjr*»*
Uiu>rtúK«n Kmn t>*>*
ttl Urulwn. IM7. Hv-fur vi.pió
aila tíó t«-hA feajipafkyu,
ttkietia farwrtJ»t» .ktp W*mí*
logiraflouiw Sfetptð w*»
vamuafrcaafbvtu i utrXuom.
13. nóvem-
ber 1974 birti
Mbl. andláts-
frétt á for-
síðu með
stórri mynd
undir fyrir-
sögninni
Meistari Þór-
bergur lát-
inn. Hér var
að sjálfsögðu
átt við Þórberg Þórðarson rithöfund
sem lést á Landspítalanum á 86. ald-
ursári. Mbl. segir í forsíðugrein
sinni að hann hafi verið með af-
brigðum frumlegur stílisti og sér-
kennilegur húmoristi og hafi skop-
skyn hans átt drjúgan þátt í vin-
sældum hans. „Má fullyrða að áhrif
hans á ritað mál á íslandi hafi í
senn verið óvenju mikil og heilla-
drjúg fyrir íslenskar bókmenntir."
Meistarinn látinn
Seölar án númera og
undirskrifta i umferÖ
Ónúmeraðir seðlar í umferð
í Mbl. í
ioo lok nóvem-
ber 1974 er
sagt frá
því undar-
lega fyrir-
bæri að
vegna mis-
taka í
seðla-
prentun
hafi kom-
ist í umferð 101 seðill án númers og
undirskriftar. Þetta mun hafa gerst
í prentsmiðju þeirri sem Seðlabank-
inn skiptir við í Bretlandi og þegar
fréttin er skrifuð era þrír seðlar
þegar komnir í leitimar. Forsvars-
maður Seðlabankans sagði að seðl-
arnir væru í raun einskis virði
nema fyrir safnara. Mbl hefur fyrir
satt að safnarar séu þegar famir að
hugsa sér gott til glóðarinnar að
leggja hald á seðlana ef þeir komist
í þeirra hendur.