Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2002, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002
r
Fréttir
DV
Skoðun á skoðun á skoðun:
Stuðningur við ESB sá
sami hjá Gallup og PWC
- þegar litið er til allra sem spurðir voru
Enn hefur skoöanakönnun um
stuðning þjóðarinnar við Evrópusam-
bandið valdið deilum. Könnun sem
PWC gerði nýverið fyrir Landssam-
band útvegsmanna virðist sýna fram
á að stuðningur við aðild að ESB hafi
snarminnkað frá því Gallup gerði
könnun fyrir Samtök iðnaðarins. Töl-
urnar sem bornar hafa verið saman
eru 51,7% stuðningur við aðild í
könnun Gallups en aðeins 36,6% hjá
PWC.
Leitað hefur verið skýringa á þess-
ari breytingu. Talsmenn Gallups telja
að hún liggi að stórum hluta i ólíku
orðalagi spurninganna. Gallup
spurði: „Ertu hlynntur eða andvígur
aðild Islands að ESB?“ PWC spurði:
„Viltu að ísland gangi í ESB?“
„Við hefðum aldrei spurt svona,"
segir Þóra Ásgeirsdóttir hjá Gallup.
„Rannsóknir benda til samþykkis-
hneigðar, þ.e. að fólk segir frekar, já“
þegar það er spurt ,já-nei“-spuming-
ar.“ í rannsóknum þar sem spurt er
um viðhorf þurfi báðir möguleikar að
vera nefndir í spurningunni, þ.e.:
„Ertu hlynntur eða andvígur aðild að
ESB?“ eða „Viltu ganga í ESB eða
viltu ekki ganga í ESB?“
En ef ,já-nei“-spumingar eru til
Skoðanakannanir Galllup og PWC um ESB.
Gallup PWC
Svarhlutfall 70% 52%
Spurðir 391 606
Hlynntur / Já 15S 222
Andvígur / Nei 74 228
Hvorki né / Hlutlaus 69 132
Tók ekki afstöðu / Velt ekki, neitar 95 24
Stuðningur við ESB miðað við öll svör 39.1% 36.6%
Andstaða við ESB mlðað við öll svör 18.9% 37.6%
Stuðningur við ESB af þeim sem tóku afstöðu 51.7% 38.1%
Andstaða við ESB af þeim sem tóku afstöðu 25.0% 39.2%
„hvorki né“ og „tek ekki afstöðu" er
vikið til hliðar þannig að eftir standi
aðeins þeir sem segjast annaðhvort
hlynntir eða andvígir aðild að ESB.
Hér hafa hlutfóllin breyst úr 67-33-
stuðningi við ESB í 49-51-andstöðu.
Misjafnar tölur
Taflan sýnir þann mun sem hefur veriö á nýlegum könnunum tveggja
fyrirtækja á fylgi landsmanna viö aöild og aöildarviðræður aö
Evrópusambandinu.
Olafur Teitur
Guðnasort
blaöamaöur
Fréttaljós
móti 391 hjá Gallup.
Skýringin er sú að Gallup spurði
bara helming þátttakenda um afstöðu
þeirra til aðildar að ESB. Hinn helm-
ingurinn var spurður um aðildarvið-
ræður og, eins og frægt varð, sögðust
ríflega 90% hlynnt því að taka upp að-
ildarviðræður.
PWC skýrir hið háa brottfall með
því að um það bil 20% þjóðarinnar
hafi látið skrá sig á bannlista Þjóð-
skrár til þess að losna undan síma-
áreiti og íjölmargir séu með óskráð
símanúmer. Þetta skekkir þó ekki
niðurstöðuna hvað aldur snertir, seg-
ir Sigurður Helgason - meðalaldur
svarenda í könnun PWC var 41 ár,
eða nokkurn veginn nákvæmlega sá
sami og meðalaldur allra íslendinga á
aldrinum 18-75 ára.
sem fram kemur í könnun PWC.
Það er því litill sem enginn munur
á niðurstöðunni hvað varðar fjölda
stuðningsmanna ESB af öllum sem
spurðir voru. Hann er raunar innan
skekkjumarka (sem eru um það bil
+/- 5% í könnun Gallups) og því ekki
hægt að segja að marktæk breyting
hafi orðið. Hins vegar er mikill mun-
ur á öðrum niðurstöðum.
I fyrsta lagi fjölgar andstæðingum
ESB-aðiIdar tii muna. I könnun PWC
eru andstæðingar aðildar 37,6% af öll-
um aðspurðum en í könnun Gallups
voru þeir aðeins 18,9%. Hópur and-
stæðinga ESB sem hlutfall af heild-
inni hefur því stækkað um 100%.
Að sama skapi hefur myndin
breyst ef bæði þeim sem svöruðu
þess fállnar að knýja fram íleiri ,já“
en „nei“ hlýtur það að benda til þess
að PWC hafi fremur ofmetið stuðning
við aðild að ESB en hitt. Þóra segir að
niðurstaðan bendi vissulega ekki til
að það hafi gerst. „Og við útilokum
auðvitað ekki að það hafi orðið breyt-
ing á viðhorfum fólks frá því við gerð-
um okkar könnun," segir Þóra.
„Ég trúi því ekki að munurinn á
orðalagi sé slíkur að það skýri alla
þessa breytingu," segir Sigurður
Helgason, ráðgjafi hjá PWC. „Ég heid
ekki að fólk hefði svarað öðruvísi ef
spumingin hefði verið orðuð öðru-
vísi.“
Deilt um aðferðir
Það er ekki bara orðalag spuming-
anna sem deilt er um. Bent hefur ver-
ið á að svarhlutfallið sé miklu hærra
hjá Gallup - tæp 70% á móti 52% hjá
PWC. Mikið brottfall getur skekkt
niðurstöðu könnunar umtalsvert ef
hópurinn sem dettur út er einsleitur
- ef til dæmis fólk á ákveðnum aldri
fellur út. Þeir sem eftir standa gefa þá
ekki lengur rétta mynd af vilja þjóð-
arinnar.
Hins vegar verður jafnframt að
benda á það að þrátt fyrir mikið
brottfall era miklu fleiri svör á bak
við niðurstöðuna hjá PWC - 606 á
Jafnmargir hlynntir ESB
Þegar rýnt er í niðurstöður þess-
ara tveggja kannana kemur hins
vegar í ljós að stuðningur við
aðild að ESB er nokkum veg-
inn sá sami þegar litið er á
alla sem svömðu. Tölurnar
51,7% og 36,6%, sem bornar
hafa verið saman, era ekki
sambærilegar.
Við útreikning á niður-
stöðunni tekur Gallup „út
fyrir sviga“ þá sem tóku ekki
afstöðu. (Þeir sem svara
„hvorki né“ teljast hafa tekið af-
stöðu, eins og vikið verður að á
eftir.) Þegar það er hins vegar
skoðað hve stór hluti allra
þeirra sem spurðir
vora sagðist
hlynntur
aðild
að
ESB
kem-
ur í
ljós að
þeir
vora
39,1%.
Þessi tala
er sambæri-
leg við 36,6%'
stuðninginn
„Hlutlaus" og „Veit ekki“
Af þessu mætti ráða að þeim sem
svara „hvorki né“ eða „hlutlaus" hafi
fækkað. Það er hins vegar ekki svo.
Þvert á móti segjast talsvert íleiri
hlutlausir í könnun PWC en í könnun
Gallups.
Hins vegar snarfækkar i þeim hópi
sem flokkaður er sem „tekur ekki af-
stöðu“ eða „veit ekki“. Þeir era fjór-
um sinnum færri í könnun PWC en
könnun Gallups.
Munurinn á því að svara „hvorki
né“ annars vegar og „veit ekki“ hins
vegar kann að vefjast fyrir fólki. Get-
ur ekki verið að það sé hrein tilviljun
hvort orðalagið fólk notar til þess að
gefa til kýnna að það hafi ekki skoð-
im á málinu?
Hugmyndin að baki þessari skipt-
ingu er hins vegar sú að þeir sem
svara „hlutlaus" eða „hvorki né“ séu
í raim að taka afstöðu. Þegar sérfræð-
ingar kynna tölur sem „hlutfall af
þeim sem tóku afstöðu" er þessi hóp-
ur ávallt hafður með. Hugsunin er sú
að þeir sem svara svona hafi hlustað
á rökin með og á móti og séu enn að
vega þau og meta.
Hins vegar er litið á þá sem svara
„veit ekki“ eða „tek ekki afstöðu"
sem einstaklinga sem hafa ekki kynnt
sér málið og hafa nákvæmlega ekkert
um það að segja.
Þegar þessi skipting er höfð
í huga virðist það koma
ágætlega heim og sam-
an að „hlutlaus-
um“ fjölgi á
meðan
þeim
fækkar
sem
„taka
ekki af-
stöðu".
Liklegt
virðist að
umræðan
um ESB und-
anfarnar vikur
hafi hreyft við
fólki - vakið það
til umhugsunar -
þannig að það svari
síður „veit ekki“ en
frekar „hlutlaus", sem
gefur til kynna að málið
sé „til skoðunar" þótt það
hafi ekki gert upp hug sinn.
Meginniðurstaðan af könn-
ununum tveimur virðist þá
vera þessi: Stuðningsmönnum
aðildar íslands að ESB hefur ekki
fækkað; andstæðingum hennar
hefur hins vegar fjölgað; og æ fleiri
hafa horfið frá þeirri stefnu að hafa
enga skoðun á málinu og era byijað-
ir að klóra sér i kollinum.
Menntamálaráðherra á ársfundi Rannís
Visindafrumvörpum frestað
Tómas Ingi Olrich menntamála-
ráðherra hefur ákveðið að fresta til
hausts afgreiðslu þriggja frumvarpa
um nýskipan vísindamála í landinu
og freista þess að ná i sumar um
þessi frumvörp breiöari sátt við vís-
indasamfélagið en nú er fyrir hendi.
Tómas Ingi ítrekar þó að hann telji
að þessi frumvörp verði góð mál og
vel unnin en þau séu hins vegar of
stór til að um þau ríki almenn sátt
og samstaða. Tómas Ingi lýsti þessu
yflr í ræðu á ársfundi Rannís í vik-
unni og var gerður góður
rómur að þessari ákvörðun
ráðherra. „Sumarið verður
nýtt til að skoða málið í
heild, m.a. í ljósi þess ágæta
starfs sem unnið hefur ver-
ið innan nefnda Alþingis,
og þess freistað renna
sterkari stoðum undir sam-
stöðu um það. Það er þá
jafnframt skref sem stigið
er í þá átt að rækta með
okkur öllum gagnkvæma
Tómas Ingi
Olrich.
virðingu og traust sem ríkja
þarf milli vísindaheims, at-
vinnulífs og stjómmála-
rnanna," sagði ráðherra í
ræðu sinni.
Frumvörpin sem hér um
ræðir hafa verið til með-
ferðar á Alþingi og voru
lögð þar fram af af forsætis-,
menntamála- og iðnaðarráð-
herra. Um er aö ræða frum-
varp til laga um Vísinda- og
tækniráð, frumvarp til laga
um opinberan stuðning við vísinda-
rannsóknir og frumvarp til laga um
opinberan stuðning við tækniþróun
og nýsköpun í þágu atvinnulíflsins.
Deilumar hafa einkum staðið um
fyrsta frumvarpið og þá það hvern-
ig skipað verði í Vísinda- og tækni-
ráð. Á ársfundinum fagnaði einmitt
formaður Rannís, Hafliði P. Gísla-
son prófessor, yflrlýsingu ráðherra
og taldi likur á að sátt næðist um
ágreiningsefni í sumar.
-BÞ
Bókasafnið í
nýtt húsnæði
Nýr forstjóri
hjá RF
Sjávarútvegsráðherra hefur skip-
að dr. Sjöfn Sigurgísladóttur for-
stjóra Rannsóknastofnunar fiskiðn-
aðarins til næstu flmm ára, frá og
með næstu mánaðamótum.
Sjöfn lauk B.Sc.-prófi í matvæla-
fræði frá Háskóla íslands 1986,
meistaranámi frá Technical Uni-
versity of Nova Scotia of Food Sci-
ence and Technology og doktors-
prófl frá háskólanum í Bergen árið
2001.
Sjöfn hefur starfað hjá Hollustu-
vemd ríkisins sem forstöðumaður
matvælasviðs frá ágúst 2000. Hún
hefur einnig stundað kennslu við
Háskóla íslands og Tækniskóla ís-
lands. Sjöfn er gift Stefáni Jökli
Sveinssyni lyfjafræðingi og eiga þau
tvö böm. -BG
DV-MYND SBS
Sléttbakur í baksýn
Fríörik Jóhannsson, stjórnarformaö-
ur ÚA, og Guöbrandur Sigurösson
forstjóri. Ánægöir meö Sléttbak.
Sléttbaki fagnað
Fjölmenni mætti á kajann á Ak-
ureyri í gær og tók þar á móti nýj-
um togara Útgerðarfélags Akureyr-
inga. Sléttbakur mun togarinn
heita, eins og eldra skip með sama
nafni sem félagið hefur gert út frá
árinu 1973 en hefur nú selt. Þetta
verður eitt öflugasta fiskiskip lands-
ins, en það er með frystingu um
borð og verður einkum gert út á
grálúðu og karfa. Skipið fer i sína
fyrstu veiðiferð á vegum nýrra eig-
enda strax á sunnudag. Skipstjórar
á skipinu verða Kristján Halldórs-
son og ívan Brynjarsson. -sbs
Nýtt og glæsilegt húsnæði Bóka-
safns Hafnarflarðar að Strandgötu 1
var tekið í notkun við formlega at-
höfn í gær. Nýja bókasafnið er á
flórum hæðum, alls um 1700 fer-
metrar, en í framtíðinni verður hús-
ið tengt öðru húsi að Austurgötu 4
og við það mun tónlistardeild safns-
ins stækka til muna. Þeir Knútur
Jeppesen arkitekt og Pétur Örn
Björnsson hönnuðu húsnæðið í
sameiningu en verkþjónusta Krist-
jáns ehf. hafði yfirumsjón með verk-
inu.
Mjög miklar breytingar verða á
starfsemi safnsins við flutninginn.
Rekið verður tölvuver fyrir notend-
ur safnsins á þriðju hæð og svokall-
að tölvukaffl á jarðhæð. Þá verður
Tónlistardeildin opin til jafns við
safnið en ekki 17 tíma á viku eins og
tíðkast hefur. Lesaðstaðan og að-
gengi fatlaðra hefur verið bætt til
muna auk þess sem góð aðstaða
verður fyrfr upplýsingaþjónustu á
annarri hæð og kafflaðstaða verður
einnig hin glæsOegasta.
Fyrir þá sem ■ vilja heimsækja
safnið verður það opið í dag á milli
kl. 13 og 17. -áb