Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2002, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2002, Blaðsíða 42
50 Helgarblað LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 DV Einar Ben Veitingastaðurinn Einar Ben í Veltusundi 1 var opnaður 1998. Hann er i einu elsta verslunarhús- næði Reykjavíkur. Nýir eigendur tóku við staðnum á síðastliðnu hausti, þeir Sigurður R. Sveinmars- son og Hákon B. Óttarsson. Einar Ben er nefndur eftir einum fram- sæknasta íslendingi siðari tíma og að sögn eigenda staðarins er það þeim kappsmál að vera þeim manni til sóma. Meðal annars með því aö veita góöan mat úr islensku gæða- hráefni þar sem áhersla er lögð á ferskleikann. Veitingahúsið hefur yfir sex sölum að ráða sem taka frá 8 til 40 manns. Hægt er líka að opna milli þeirra og gefur það möguleika á allt að 100 manna hópum. Rauði barinn á efri hæð rúmar 100 manns. Þar er gott að setjast niður fyrir eða eftir mat. Hann er opinn til kl. 3 um helgar. Hér kemur svo ein uppskrift frá matreiðslumeistara Einars Ben, Brandi Brandssyni. Hún er ætluð tveimur. Grillaður steinbítur á mangó, með tómat og chilisultu 340 g steinbítur (roðlaus, beinlaus og snyrtur) 1 stk. mangó (þroskað) 1 dl ólífuolía, Extra Virgin 1 msk. saxað ferskt kóríander 6 stk. tómatar (þroskaðir meðalstórir) 1/2 stk. chili (rauður stór fræhreinsaður) 1 dl hvítvínsedik 2 msk. sykur 1 dl hvítvín salt Mangóið er skrælt og kjötið tekið af steininum og skoriö í teninga Tómatsulta: Hvítvínsedikið og sykurinn er soðið niður til helm- inga ásamt finsöxuðu chilíinu Tómatamir eru skomir í átta báta hver og kjarnhreinsaðir og settir í edikssoðið. Hvítvíninu er síðan bætt i og látið hægsjóða i ca þrjár mínútur. Síðan sett í sigti og vökvann sem sígur af má nota sem sósu. Steinbíturinn er penslaður með ólífuolíunni og léttsaltaður - kórí- ander sáldrað yfir hann. Síðan er hann grillaður annað- hvort á grillpönnu eða grilli. Mangóið er léttsteikt á pönnu. Útfærslan er i ykkar höndum, kæru lesendur, og endilega bætið við rétt- inn grænmeti sem ykkur finnst spennandi, til þess er leikurinn geröur. Veitlngahúsið Einar Ben Veltusundi 1, 101 Reykjavík Sími: 511 5090 Netfang: einarben@einarben.is Veffang: www.einarben.is Yflrmatrelöslumabur: Brandur Brandsson. Oplð: virka daga 17.30-22 og um helgar 17.30-23. Rauðspretta Rauðspretta eða skarkoli er sá flatfiskur við íslandsstrendur sem mest er veiddur, enda eru heimkynni hans á grunnsævi í norðanverðu Atlantshafi. Rauðsprettan er brún- eða gráleit, með kringlótta gul- eða rauðleita bletti á hægri hliðinni sem yfirleitt snýr upp. Reyndar tekur liturinn breytingum eftir því hvernig sjávarbotninn er. Hin hlið fisksins er hvít. Rauðsprettan er af kolaættkvísl og fleiri tegundir kola veiðast við landið, t.d. sandkoli. Rauðsprettan er fremur smár fiskur og fer yfirleitt ekki yfir 50 cm á lengd. Hún er gjarnan borðuð með roðinu. Oftast Vinsæl á borð- er hún flökuð og steikt í raspi en nýtur sín líka vel heil- steikt, þá jafnvel fyllt. Hana má einnig gufusjóða, ofn- baka og grilla. Fyrrum var hún oft þurrkuð og hert en síðan steikt m og borðuð með smjöri. w Rauðsprettunafnið er komið úr dönsku og þykir lystugra en íslenska nafnið, skarkoli. Þessi fisk- tegund er í miklum metum víðast á Norðurlöndum. Fylltur fiskur um veitingastaða Ofninn er settur á 200 gráða hita. 100 g af sveppum, fjórir tómatar og hálfur laukur er skorið smátt og steikt létt. Látið kólna aðeins. Hálft knippi af dilli er saxað út í. Fyllingin er sett inn í rauðsprettuna, hiin sett í ofnfast fat og smurð með smjöri eða olíu. Sett inn í heitan ofninn og höfð þar í 15-20 mín- útur. Borðuð með kartöflum eða hýðishrísgrjónum og grófu brauði. Kolaævintýri Um 800 g af rauðsprettu eru sett á smurt eldfast fat og stung- ið í 200 gráða heitan ofn. Takið tvo lauka, sneiðið þá þunnt, steikið létt á pönnunni og setjið í hrauk á fiskfatið. Ein matskeið karrí og hálf teskeið garam ma- sala er steikt á pönnunni og tvö epli, skorin í báta, steikt í karrí- feitinri þar til þau eru farin að mýkjast. Eplin eru líka sett í hrauk á fiskfatið i ofninum. Einn stór banani er klofinn að endilöngu og skorinn í 3-4 bita sem steiktir eru stundarkom. Þeir em settir síðastir á fatið, um það bil sem fiskurinn er gegnsoðinn. Borðað með hris- grjónum, ristuðu kókosmjöli og mango chutney. Kókosmjölið er ristað með því að setja það á þurran bakka og inn í heitan ofn eða á þurra, heita pönnu, en gæta þarf þess að það brenni ekki. Rauðspretta með rækjum Leggið eitt kíló af rauð- sprettuflökum í eldfast fat og setjið 500 g af rækjum inn á milli. Blandið saman fimm dl af fiskisoði, tveimur og hálfum dl af hvitvíni, þremur skalotlaukum og 4 matsk. af sítrónusafa. Hellið þessu yfir fiskinn og krydd- ið með salti og pipar. Setjið smjörpappir yfir og gufusteikið í ofni við 150’ C í 20 min. Takið fiskinn úr ofninum og haldið honum heitum. Setjið sveppina ofan á. Bætið 1 og 1/4 dl af rjóma saman við fisksoðið úr forminu og sjóðið niður um helming, þykkið það og látið malla í 5 mín. Athugið að sósan á að vera þunn. Bætið smjörinu að siðustu út í og passiö að sósan sjóði ekki eftir það. Hellið sósiumi yfir fiskinn og berið fram. - segir Benedikt Jónsson matreiðslumaöur „Rauðspretta er vinsæl á borðum veitingastaða," segir Benedikt Jóns- son matreiðslumaður, sem starfar í Landsbankanum nú um stundir en mun verða á Hótel Skaftafelli í sum- ar. „Rauðsprettan er feitust á haustin en sjálfum finnst mér hún betri á vorin,“ segir hann og bætir við: „Hún er fremur bragðdaufur fiskur og því er gott að krydda hana vel eða bera fram með henni eitt- hvað sem rífur aðeins í.“ Hann gef- ur hér uppskrift, ætlaða fjórum. Pönnusteikt rauöspretta í kornflögum, með steiktu risotto og salsa 8 meðalstór rauðsprettuflök 50 ml ólífuolía Hveiti, egg og muldar Kellogg's kornflögur Sjárvarsalt og hvítur nýmulinn pipar Flakaðu fiskinn og skerðu í jafna skammta. Roðiö má vera á. Hitaðu pönnuna. Veltu rauðsprettunni upp úr hveitinu, síðan eggjunum og síðast komflögunum. Steiktu bitana í olí- unni við vægan hita og passaðu að komflögumar brenni ekki. Krydd- aðu meö salti og pipar. Risotto 200 g Arborio risotto grjón 1 skalotlaukur, fínt saxaður 20 ml ólífuolía 500 ml kjúklingasoð, má nota kraft og vatn 200 ml tómatsósa (maukaðir niður- soðnir tómatar) 2 msk. saxað ferskt kóríander Skerðu mango, avokado og an- anas í teninga og blandaðu saman 50 ml rjómi 20 g ferskur parmesanostur 2 msk. gróft saxaðar ferskar kryddjurtir, t.d basil, kóríander og estragon Hitaðu olíuna varlega í potti bættu í skalot- lauk og grjón- um. Steiktu grjónin við lágan hita þar til þau verða gegnsæ. Bættu svolitlu af kjúkinga- soðinu í og láttu vökvann sjóða alveg nið- ur. Bættu þá að- eins meira í og endurtaktu þar til grjónin eru soðin. Hrærðu stöðugt í á meðan. Bættu rjómanum í að lokum, parmesanostinum og kryddjurtun- um. Helltu risottoinu í form, jafn- aðu það út þannig að það sé ca 2 cm þykkt og kældu. Skerðu grjónin út með útstungujárni og steiktu í olíu eða smjöri á pönnu. 2 msk. ólífuolía 1 tsk. rauðvínsedik tómatpuré DV-MYND HILMAR ÞÓR Benedikt í elgin eldhúsi Finnst rauösprettan best á vorin. Salsa 1 stk. mango 1 stk. avokado 3 plómutómatar 1 lítill ferskur ananas 1 laukur 3 hvítlauks- geirar 1 stk. graent chili ásamt kóríander. Af- hýddu og hreinsaöu kjamann úr tómötunum og skerðu þá í teninga. Saxaðu lauk, hvítlauk og chili. Hit- aðu olíuna og steiktu lauk og chili við lágan hita, bættu ediki í og láttu sjóða. Helltu tómatsósunni og tómatpuré í og láttu sjóða í tvær mínútur. Bættu ávöxtunum og tómötunum í og sjóddu í hálfa min- útu. -Gun. Næringargildi Koli er, eins og annar fiskur, auöugur af eggjahvítu. Efnainnihald í hundraö grömmum er: Hitaeinlngar 100 Fita 3,3 g Kalk 45 mg Prótín 17,3 g B1 vítamín 0,21 mg Jám 0,10 mg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.