Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2002, Blaðsíða 10
10 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aftalritstjóri: Óli Bjórn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðsto&arritstjóri: Jónas Haraldsson Fréttastjórí: Birgir Guömundsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíö 24, 105 Rvík, siml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fýrir viötöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Ákall foreldra Það sér hver maður sig í þeirri angist foreldra sem eru búnir að missa bam sitt í beittar og rífandi klær eitur- lyfja. Hlutskipti þessara foreldra er hræðilegt og verður varla líkt við annað en verstu martröð. í þessum harða veruleika takast á margvíslegar tilfinningar. Sjálfsásök- un er þar á meðal og sömuleiðis heiftarleg reiði. Og hræðsla, nagandi óvissa, og hún getur ein og sér rifið niður sjálfsmyndina á skömmum tíma. Eftir sitja foreldr- ar og bíða þess eins að síminn hringi. Hjónin Páll Halldórsson og Greta Önundardóttir segja sögu sína á síðum DV í dag. Það er harmsaga, enda er sonur Páls af fyrra hjónabandi í hópi margra sprautu- fíkla sem ráfa um götur landsins og eiga sér litla von um björgun. Páll, sem á að baki fjölda leiðangra með þyrlu Landhelgisgæslunnar, veit af reynslu sinni að vonin skiptir miklu á vettvangi. Og hefur mörgum bjargað. Um son sinn segir hann hins vegar í áhrifamiklu viðtali í dag: „Ég er svolítið búinn að gefa upp alla von.“ Það þarf óbilandi kjark til að koma fram á síðum dag- blaðs og segja sögu á borð við þá sem Páll og Greta færa lesendum í dag. Þau eru menn að meiri. Saga sonarins ristir djúpt og hreyfir við hverjum þeim sem henni kynn- ist. Og til þess er lagt af stað í þennan leiðangur. Hann er farinn til að hjálpa öðrum og bjarga lífi. Það er löngu orðið nauðsynlegt að hreyfa hraustlega við fólki og fé- lagslegu kerfi landsmanna og kalla eftir aðgerðum. Ákall Páls og Gretu á brýnt erindi við alla. Sonur Páls er 32 ára og hefur hálfa ævina barist við flkn sína i eiturlyf. í þeirri baráttu hefur sonurinn jafn- an verið undir. Nú er svo komið að hann á engan sama- stað, hann er meira og minna á götunni að því er faðir hans segir. Hann fær örorkubætur um hver mánaðamót og þær eru, að sögn Páls, aðeins ávísun á meiri neyslu. Þegar peningarnir eru búnir liggur leiðin gjarna í göt- una. Þessi barátta hefur kostað sitt og lagt þungar byrð- ar á herðar fjölskyldunni. Og þær þyngjast enn. Sonurinn er langt leiddur sprautufíkill og sækir með- al annars efni til neyslu sinnar til lækna. Faðir hans hef- ur fylgst með þeim ósköpum af lyfjum sem læknar geta útvegað langt leiddum sjúklingum, eins og syni sinum. Og honum ofbýður. Honum misbýður stórlega. Þjóðarat- hygli vakti bréf Páls til íslenskra lækna í Morgunblaðinu á dögunum. Hann spyr þá lækna sem útvega manna mest af þessu dópi hvort þeir átti sig ekki á þvi að þeir eru að drepa fólk en ekki að lækna það. Það er ekki nema von að spurt sé. Og það var tími til kominn að foreldri berði hastarlega í borðið. Þögn hefur allt of lengi umlukið þá myrku starfsemi margra lækna á íslandi sem beinlínis dæla eiturefnum í aðframkomna eiturlyfjasjúklinga. Sú þögn hefur engum greiða gert. Og allra síst villuráfandi vímuþrælum. Læknasamfélagið á að skammast sín fyrir þá starfsbræður sína sem hafa með þessum hætti kastað rýrð á mikilvægi læknastarfs- ins. Og það á að taka til hendi. Ánægjulegt er að sjá þau viðbrögð sem orðið hafa við ákalli Páls og Gretu. Heilbrigðisráðherra kvaðst á Al- þingi í gær ætla að ganga hratt fram í þessu alvörumáli sem snertir langtum fleiri íslendinga en svo að því verði stungið ofan i skúffu ráðuneytisins. Og eins telur stjórn Læknafélagsins að grípa þurfí til aðgerða til að herða eft- irlit með því að lyfjum sé ekki ávísað til fíkla. Það þarf að herða eftirlit og helst jafn rækilega og Páll og Greta hafa hert upp hugann. Og hreyft við þjóð sinni. Sigmundur Ernir -________LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 DV Þaö sem vantaði í vorið Björn Þorláksson blaðamaöur Blaðamaðurinn lá uppi í sófa með fjarstýringu í báðum höndum. Fann hvernig sjónvarpsværðin kom yflr hann og leit á klukkuna á textavarpinu. Hana vantaði korter í sex og hæfilegur tími fyrir kríu- blund fram að kvöldmat ef guð lof- aði. En guð lofaði engu þennan dag- inn. - Farðu út með ruslið, skipaði konan þegar hann var hársbreidd frá öðrum og betri heimi. Hún stóð á miðju stofugólfinu í gúmmí- hönskum og með garðhrifu að vopni en maðurinn kipptist við í sófahrúgaldinu og varð svo mikið um að báðar fjarstýringarnar duttu á gólfið. Skjáifhentur fálmaði hann niður á parketið til að kanna hvort þær væru heilar og reyndist svo blessunarlega vera. Fjarstýringam- ar voru húsbóndanum afar kærar. Hann skjögraði fram í eld- hús og tók við ruslapokanum úr hendi húsfreyjunnar sem horfði á hann með „djöfull er ömur- legt að maður þurfi alltaf að segja þér hvað þú átt að gera héma heima“-svipnum. - Á ég að fara út í sjoppu fyrir okkur og kaupa kók og flögur með sjónvarpinu í kvöld? spurði hann vongóður og brosti fallega. Hún leit niður á ístruna á honum og svaraði snöggt: - Kók og flögur fyrir þig, mein- arðu? Hann var óviðbúinn svona fjand- samlegu tilsvari og var að spá í hvort tilefnið væri nægjanlegt til að þykjast móðgaður en þá mildað- ist svipur konunnar eitt andartak. Reyndar vantaði dós af gulum baunum. Ástín og vorið Hann gekk út með pokann sinn og lét detta í ruslatunnuna stóm sem konan var nýbúin að mála. Vorið var í andrúmsloftinu þrátt fyrir allt. Sunnanvindurinn blés og snjórinn í fjöllunum var á hægu en ömggu undanhaldi. Hann hóf ferð sína í átt að búðinni og fann hvem- ig göturykið þyrlaöist upp þegar bíiamir óku fram hjá. Hlandlyktin af túnunum var líka þama. Óræk sönnun þess að sumarið væri í nánd. flmur vorsins er af hlandi á ís- landi, hugsaði hann spekingsleg- ur og ákvað að skrifa frasann niður í litla minnisbók sem hann bar innan klæöa. Blaðamanninn hafði nefni- lega lengi dreymt að verða skáld en út- gefendur vom á öðra máli - sérstaklega eftir uppkastið aö leikritinu þar sem fjórar per- sónur af fjórum létust á kvalafullan hátt fyrir hlé. Táningar óku fram hjá blaða- manninum og skutu olnbogum út um gluggann. Þeir voru á rúntin- um og óku alltaf sama hringinn. Hver ferð var samt fufl fyrirheita um blíðu augun hér eða sæta bros- ið þar. Þeir vora ástfangnir eins og endumar sem svömluöu á Poflin- um. Þar döðraðu steggir við koflur og hvísluðu ástarorðum sem fengu líkama kvenfuglanna til að titra. Blaðamaðurinn heyrði hins vegar aðeins garg og staldraði því ekki lengi við þar. Húsbóndinn labbaði fram hjá sundlauginni og sá í gegnum rifu á veggnum að nokkrir lágu í sólbaði. Hitamælirinn sýndi tvær gráður og auk þess var sólarlaust. Útlending- ur starði furðu lostinn á ísfólkið sem lá og reyndi aö taka lit nálægt frostmarkinu undir alskýjuðum himni. Úllinn hafði naumlega lifað af ferðina úr bún- ingsklefanum að heita pottimun og hafði ákveð- ið að láta fyrir- berast þar uns veðrið skánaði. Það var ekki fyrr en glæsileg ljóska gekk fram hjá sem hann fann fyrir yl í tánum og ákvað að garga eins og endumar undir fyrirsögninni: Do you know the hottest bar around here, babe? Blaöamaðurinn sagði skilið við sundlaugarfólkið og hlakkaði til frí- daganna sem vora á næsta leiti: sumardagurinn fyrsti, rauði maí- dagurinn, uppstigning og hvíta- Fyrir frægðina Sjálfsagt hafa flestir staðið í þeirri meiningu að súlumar í Ráð- húsinu í Reykjavík væra tilfallandi arkitektískt stílbragö sem þótti smart á þessum stað á sínum tíma og hefði ekki neina sérstaka póli- tiska skírskotun. Annað virðist vera að koma á daginn. Súlur af þessu tagi eru sem kunnugt er meg- ineinkenni í hinum rómanska byggingarstíl. í Róm til foma vora hallir og hús, þinghús og hof, jafnt sem heimahús öldunganna, skreytt súlum af þessu tagi. Þau umskipti í Reykjavík að færa mnræöur um borgarmál og stjóm borgarinnar inn í þetta rómverska ráðhús virð- ast hafa haft meiri áhrif en menn áttu von á þvi borgarstjómarpóli- tíkin virðist nú í vaxandi mæli far- in að minna á rómversk stjómmál - með tilheyrandi baktjaldamakki annars vegar og svo innihaldslitl- um leiksýningum sem settar era á svið fyrir borgarbúa hins vegar. Et tu, Björn „Et tu, Brate“ era fræg orö úr rómverskri pólitík. „Et tu, Bjöm“ gætu auðveldlega hafa verið dramatísk orð í reykvískri pólitík þegar Ingu Jónu Þórðardóttur var stjakað úr leiðtogasætinu í aðdrag- anda uppstiflingarinnar á D-list- ann. Inga Jóna hafði hins vegar, eins og allir góðir sagnfræðingar, lært af sögunni og tókst að snúa stöðunni úr tapstöðu í þokkalega vinningsstöðu. Svipaðar uppákom- ur áttu sér vissulega stað í hinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.