Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2002, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2002, Blaðsíða 47
55 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 DV_______________________________________________________________________________________________íslendingaþættir Fimmtugur Vilhjálmur Bjarnason kennari og rekstrarhagfræöingur ertug ■ké Kristín G. Björk Reynisdóttir hársnyrtimeistari í Garðabæ Vilhjálmur Bjamason, kennari viö viðskiptafræðideild HÍ og rekstrarhagfræðingur hjá Þjóðhags- stofhun, Hlíðarbyggð 18, Garðabæ, er fimmtugur i dag. Starfsferill Vilhjálmur fæddist í Reykjavík 20.4.1952 og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófl frá MH 1972, við- skiptafræðiprófi frá HÍ, þjóðhags- kjama og hagrannsóknasviði 1977, sótti námskeið á vegum IBM 1972, hefur löggildingu til verðbréfamiðl- unar frá 1988 og stundaði fram- haldsnám við Rutgers University, The State University og New Jersey, Gratuate School of Management 1995-97. Vilhjálmur var forritari reikni- stofu Raunvísindastofnunar HÍ 1972-73, bankaritari i Seðlabanka ís- lands, lánadeild og bókhaldi, sumr- in 1974-76, fulltrúi í hagdeild Ot- vegsbanka íslands 1977-79, eftirlits- maður útibúa bankans 1979, útibús- stjóri útibús Útvegsbankans í Vest- mannaeyjum 1980-87, deildarstjóri hjá Kaupþingi hf. 1987-88, verð- bréfamiðlari meö eigin rekstur 1988-90 og frá 1993, kennari við Iðn- skólann í Reykjavík 1989-95, verð- bréfamiðlari hjá Fjárfestingarfélagi íslands hf. 1991-92, starfaði í banka- eftirliti Seðlabanka íslands á sumr- in 1995 og 1996, er kennari við við- skiptafræðideild HÍ frá 1998, og hef- ur verið rekstrarhagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun frá 2000. Vilhjálmur sat í kjaranefnd Fé- lags viðskiptafræðinga og hagfræð- inga 1978-81 og í fulltrúaráði Bruna- bótafélags Islands frá 1993 og er nú formaður Samtaka fjárfesta frá 2000. Hann hefur skrifað reglulega pistla í Viðskiptablaðið sl. fimm ár. Fjölskylda Vilhjálmur kvæntist 26.7. 1980 Auði Maríu Aðalsteinsdóttur, f. 19.12. 1951, guðfræðingi. Hún er dóttir Aðalsteins Jóhannssonar, f. 6.8. 1913, stórkaupmanns í Reykja- vík, og k.h., Huldu Óskarsdóttur, f. 5.9. 1919, húsmóður. Dætur Vilhjálms og Auðar Mariu em Hulda Guðný, f. 16.11. 1981; Kristín Martha, f. 16.11. 1981. Systkini Vilhjálms eru Kristín, f. 20.9.1943, áfangastjóri við FG; Elisa- bet, f. 19.11.1944, bókari hjá Héðni í Reykjavík; Eiríkur, f. 6.2. 1947, bæj- arverkfræðingur í Kópavogi. Foreldrar Vilhjálms: Bjami Vil- hjálmsson, f. 12.6. 1915, d. 2.3. 1987, cand. mag., kennari og þjóðskjala- vörður, og Jóna Kristín Eiríksdótt- ir, f. 15.3. 1916, húsmóðir. Ætt Bjámi var sonur Vilhjálms, út- vegsb. á Nesi í Norðfirði, Stefáns- sonar, b. í Skálateigi, bróður Ingi- bjargar, langömmu Gunnars, foður Kjartans, framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins. Stefán var sonur Odds, b. á Grænavatni, Sveinsson- ar, og Valgerðar Stefánsdóttur. Móðir Vilhjálms var Halldóra Ófeigsdóttir. Móðir Bjarna var Kristín, systir Valgerðar, ömmu Unnars Stefáns- sonar ritstjóra, foður Kristjáns Más fréttamanns. Kristín var dóttir Áma, b. í Grænanesi, bróður Jóns, skálds í Grænanesi, langafa Eyþórs Einarssonar grasafræðings. Ámi var sonur Davíðs, b. í Grænanesi, hálfbróður, sammæðra, Bjama Sveins- sonar I Viðfirði, fóður dr. Bjöms magisters og Halldórs búfræðings, foð- ur Halldórs prófessors, fóður Halldórs blaðamanns. Davíð var sonur Jóns, b. í Viðfirði, Sveinssonar, og Sigríðar Dav- íðsdóttur, b. í Hellisfirði, Jónssonar. Móðir Kristínar var Guðríður, systir Þorleifs, afa Þorsteins frá Hamri. Guð- ríður var dóttir Torfa, í Skuggahlíð Jónssonar, og Valgerðar Stefánsdóttur. Jóna Kristín er dóttir Eiríks, út- vegsb. á Hesteyri, bróður Ólafs, afa Sonju Zorrilla kaupsýslukonu. Eiríkur var sonur Benjamíns, b. á Marðareyri - Einarssonar, í Bolungarvík, Snorra- sonar. Móðir Benjamíns var María Ólafsdóttir. Móðir Eiríks var Hansína Elísabet, systir Jakobs, langafa Ásgeirs Ragnars Þorsteinssonar rithöfundar og Kristjáns Ragnarssonar, framkvæmda- stjóra LÍÚ. Annar bróðir Hansínu El- ísabetar var Tómas, afi Hjálmars R. Bárðarsonar, fyrrv. siglingamála- stjóra. Hansína var dóttir Tómasar, b. í Nesi í Grunnavíkurhreppi, Ásgrims- sonar og Rebekku Jónsdóttur. Móðir Jónu Kristínar var Elísabet Anna Halldórsdóttir. Það er alls óvíst hvað Vilhjálmur gerir af sér í dag. Kristín G. Björk Reynisdóttir hár- snyrtimeistari, Steinási 12, Garða- bæ, er fertug i dag. Starfsferill Kristín fæddist i Borgamesi og ólst þar upp. Hún lauk gmnnskóla- prófi frá Hólabrekkuskóla, hóf síðar nám í hársnyrtiiðn 1988 og öðlaðist meistararéttindi í þeirri grein 1996. Kristín stundaði verslunarstörf í Borgamesi til 1982. Þá flutti hún í Búðardal og stundaði verslunar- störf hjá Kaupfélagi Hvammsfjarð- ar. Þau hjónin fluttu síðan í Garða- bæ 1991 og hafa verið þar búsett síð- an. Kristín hefur starfað við hár- snyrtingu frá því hún hóf nám í greininni. Hún er nú eigandi og starfrækir hársnyrtistofúna Aidu í Blönduhlíð 35 í Reykjavík. Kristín starfaði i Starfsmannafé- lagi Kaupfélags Hvammsfjarðar er hún var búsett í Búðardal, sat í stjóm Tvíburafélagsins i fjögur ár og var formaður þess í fjögur ár. Fjölskylda Kristín giftist 17.7. 1982 Kristó- bert Óla Heiðarssyni, f. 31.3. 1958, rafiðnaðarfræðingi. Hann er sonur Heiðars Pálmasonar, sem lést 1980, bankastarfsmanns, og Vívíar Kristóbertsdóttur, læknafulltrúa í Búðardal. Böm Kristínar og Kristóberts em Vívi Kristóbertsdóttir, f. 16.5. 1983, nemi við FG; Tanja Kristóbertsdótt- ir, f. 8.3. 1992, nemi;Telma Kristó- bertsdóttir, f. 8.3.1992, nemi; Heiðar Kristóbertsson, f. 31.1.1997. Systkini Kristínar era Kristján Ásberg Reynisson, f. 28.2. 1955, bú- settur í Hafharfirði, í sambúð með Sigríði Júlíusdótttur; Þórdís Mjöll Reynisdóttir, f. 26.12. 1960, búsett í Stykkishólmi, í sambúð með Jó- mundi Ólasyni og eiga þau þrjú böm; Sigurlaug Reynisdóttir, f. 6.7. 1964, búsett í Njarðvík, gift Sturlu G. Eðvaldssyni og eiga þau saman eina dóttur auk þess sem Sigurlaug á dóttur frá því áður; Þorleifur J. Ásberg Reynisson, f. 29.9. 1971, bú- settur í Borgamesi, í sambúð með Guðbjörgu Hjaltadóttur og eiga þau tvö böm; Karl L. Ásberg Reynisson, f. 1.10.1975, búsettur í Noregi, í sam- búð með Ainu Irenu Röben. Foreldrar Kristinar; Reynir Ás- berg Níelsson, rafvirkjameistari í Þorlákshöfn, og Karólína Rut Valdi- marsdóttir, húsfreyja í Laugagerði í Biskupstungum. Sambýliskona Reynis Ásbergs er Fríður Pétursdóttir en sambýlis- maður Karólínu er Lýður Svein- bjamarson. Kristín og Kristóbert Óli verða, ásamt bömum sínum á faraldsfæti um bemskulóðir á afmælisdaginn. GERÐU ÓTRÚLEG KAUP - GÆÐAVÖRUR Á GÓÐU VERÐI!!! wp Borð og 6 stólar kr.09.9UU Tvær stækkanir fylgja Dalvegi 18 • Sími 554 0655 0pið:Virka daga 12-19 Lau. 12-18 • Sun. 12-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.