Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2002, Blaðsíða 50
58
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002
Tilvera 33V
Kynlífiö ber árangur
- Sarah Jessica Parker með barn í maganum
Jarvis á
Gauknum
f kvöld kemur fram söngvari
hljómsveitarinnar Pulp, Jarvis
Cocker, sem plötusnúður á
skemmtistaðnum Gauki á Stöng.
Þar leikur hann þá tónlist sem
honum þykir hvað skemmtilegust
en hann hefur gott orð á sér fyrir
að láta meira að segja hörðustu
antidansara hreyfa á sér
lappirnar.
Krár
■ CLAPTON-KVÖIi) Á KRINGLU-
KRÁNNI PáU Rósinkranz og blús-
hljómsveitin Deadline standa fyrir
Eric Clapton-kvöldi á Kringlu-
kránni einmitt í kvöld. Einvalalið
tónlistarmanna flytur þar bestu lög
Claptons gegnum árin.
■ KÁTIR PILTAR Á GRANP ROKK Hin
stórkostlega hafnfirska hljómsveit,
Kátir piltar safnar liði og spilar á
Grand Rokk í kvöld. Tilefnið er út-
gáfa plötu þeirra pilta, Einstæðar
mæður, á geisladiski í fyrsta sinn.
■ KÚREKAKVÖU) Á VÍDALÍN í kvöld
verða hinir alrómuðu skífuþeytar-
ar, Gullfoss og Geysir, með svo-
kallað kúrekakvöld á Vídalín.
Pjass
■ PMSS 8 STÚPENTAKJALLARANUM í
kvöld, kl. 21.30, munu Eiríkur Orri
Ólafsson, Jóel Pálsson, Davið Þór
Jónsson, Valdimar Kolbeinn Sigur-
jónsson og Kristinn Agnarsson stíga
á stokk í Stúdentakjallaranum, en
hann hefur nýlega verið opnaður
aftur eftir gagngerar breytingar í
djassvænni átt. Á efnisskránni eru
lög eftir Eirík sjálfan, Monk, Dolphy
og fleiri. Húsið verður opnað klukk-
an 20 og aðgangur er aðeins 350
krónur.
Klassík
■ LÚPRASVEITIN SVANUR 71 ÁRS
Lúðrasveitin Svanur heldur tón-
leika í Salnum í dag og heíjast þeir
kl. 14. Miðaverð er 1000-kaÚ og eru
sem flestir hvattir til að láta sjá sig.
Leikhús
■ ANP BJÖRK. OF COURSE Nýtt ís
lenskt verk eftir Þorvald Þorsteins-
son verður sýnt í kvöld á Nýja sviði
Borgarleikhússins. Verkið kallast
And Björk, of course en það er
Benedikt Erlingsson sem leikstýrir
en með helstu hlutverk fara Hall-
dóra Geirharðsdóttir, Harpa Amar-
dóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir,
Sóley Elísdóttir og Þór Tulinius auk
þess sem Ragnar Kjartansson fer
með gjöming. Miða má nálgast í
síma 568 8000.
■ MEP FIILLA VASA AF GRJÖTI í
kvöld sýnir Þjóðleikhúsið verkið
Með fulla vasa af grjóti eftir
Marie Jones. Leikendur em Stefán
Karl Stefánsson og Hilmir Snær
Guðnason en leikritið er nýtt írskt
verðlaunaleikrit sem nú fer sigurför
um leikhúsheiminn. Sýningin hefst
í kvöld kl. 20.
Margir líta á kynlíf sem
skemmtilega tómstund og oft vill
upphaílegur tilgangur þess gleym-
ast. En sem betur fer ekki allir.
Sarah Jessica Parker er þekktust
fyrir að leika i þáttunum Beðmál í
borginni eða Sex and the City.
Hún og eiginmaður hennar, Matt-
hew Broderick, tilkynntu fyrir
skömmu að kynlíf þeirra hjóna
hefði borið árangur og hún væri
með bam i maganum. Þetta kom
nokkuð á óvart þar sem því hafði
verið spáð að hjónaband þeirra
væri á síðustu metmnum. Margir
muna eftir því að í kringum
Golden Globe-verðlaunin kom upp
kvittur um gliönandi samband
þeirra. Þá mætti Sarah Jessica í
fylgd Johns Corbett sem er með-
leikari hennar og ekki nóg með
það, heldur minntist hún ekkert á
Broderick í ræðu sinni.
Þegar farið var að spyrja parið
út í þessa uppákomu neituðu þau
að svara og sögumar urðu mun
háværari. Fólk var farið að gruna
það versta. Allar þessar sögur
féllu þegar þau tilkynntu um
fyrsta erfingjann við hátíðlega at-
höfn. Þegar Golden Globe-verð-
launin voru afhent var Sarah
Jessica nýbúin að uppgötva að
hún væri ófrísk. Barnið á að koma
í heiminn í haust.
Sarah Jessica Parker
Sarah Jessica Parker og Matthew
Broderick eiga von á barni.
Ert þú að tapa réttindum
Eftirtaldir lífeyrissjóðir hafa sent sjóðsfélögum
yfirlit um iðgjaldagreiðslur ó órinu 2001:
Lífeyrissjóður Austurlands
Jfl Lífeyrissjóður Bolungarvíkur
m Lífeyrissjóðurinn Framsýn
Lífeyrissjóðurinn Hlíf
Lífeyrissjóðurinn Lífiðn
Lífeyrissjóður Norðurlands
Lífeyrissjóður Rangæinga
Lífeyrissjóður sjómanna
Lífeyrissjóður Suðurlands
Lífeyrissjóður Suðurnesja
Lífeyrissjóður Vestfirðinga
^^^Lífeyrissjóður Vestmannaeyja
Lífeyrissjóður Vesturlands
iQfi Sameinaði lífeyrissjóðurinn
Fóir þú ekki yfirlit,
en dregið hefur verið af launum þínum í einn eða fleiri af ofangreindum lífeyrissjóSum, eSa ef launaseSlum ber
ekki saman viS yfirlitiS, skalt þú hafa samband viS viSkomandi lífeyrissjóS hiS allra fyrsta og eigi síSar en
1. maí n.k.
Við vanskil ó greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð er hætta ó að dýrmæt réttindi tapist. Þar ó meðal mó nefna:
Ellilífeyri
Makolífeyri
Barnolífeyri
Örorkulífeyri
Gættu réttar þíns
Til þess að iðgjöld launþega rijóti óbyrgóar óbyrgoasjóðs launa vegno gjoldþrota,
skulu launþegar innari 60 daga fró dagsefningu yfirlits ganga úr skugga urn skil vinnu-
veitenda til viðkomandi lifeyrissjóðs. Séu vanskil ó iðgjöldum skal launþegi innan sömu
tímamarka leggja lífeyrissjóði til ofrit launaseola fyiir þoð tímabil sem er í vanskílum.
Komí othugasemd ekki fram fró launþega er viðkomandi lífeyrissjóour einungis óbyrgur
fyrir rétfindum ó grundvelli iðgjalda þessara að því markí sem þau fóst greídd, enda hafi
lífeyríssjóönum ekkí veríð kunnugt um íðgjaldakröfuna.
Sjá nánar: Líflð eftlr vlnnu á strik.is