Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2002, Blaðsíða 29
37
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002
PV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað
hafa ekki látið hann hafa blýant
til að teikna því hann var góður
teiknari. Það var hugsunarleysi
hjá mér að gera það ekki. Ég gætti
hans í átta ár áður en hann fór á
Reykjalund. Þar var vel hugsað
um hann. Ég heimsótti hann á
hverjum degi og hann var alltaf
glaður.“
Eðlilegt að skipta um
skoðun
- Lestu bækurnar hans enn
þá?
„Já, það geri ég. Reyndar er ég
núna að lesa bók um hann á
þýsku eftir Halldór Guðmunds-
son. Hún er góð og skemmtileg."
- Áttu þér uppáhaldsbók eftir
Halldór?
„Ég er afskaplega hrifln af Ljós-
víkingnum, ætli ég sé ekki bara
hrifnust af henni.“
- Er einhver bók eftir Hall-
dór sem þér leiðist?
„Ekki man ég eftir því, en núna
er ég svo sem ekkert að lesa Vef-
arann mörgum sinnum."
- Fyrir síðustu jól og fram á
þetta ár voru miklar umræður
um pólitík Halldórs. Fylgdistu
með þeim?
„Nokkuð og ég tók þær ekkert
nærri mér. Menn voru að ræða
það að hann hefði verið mikill
kommi. Hann var það á tímabili.
Það er ekkert ljótt við það. Hall-
dór skipti oft um skoðanir og
fannst það normalt, eins og það
er. Maður getur haft mikla skoð-
un á einhverju en svo missir mað-
ur eftir það. Þetta voru endur-
fundir sem okkur þótti öllum svo
skemmtilegir."
Vélritaði Gerplu
sex sinnum
- Hafði HaUdór fastar vinnu-
venjur?
„Hann fór snemma á fætur,
borðaði og leit i blöðin og um
hálfníu var hann farinn að vinna.
Hann var að til klukkan eitt og
fór þá út að ganga í klukkutíma.
Það skipti engu máli hvemig
veðrið var, alltaf fór hamn út að
ganga. Hann undi sér vel hér úti i
náttúrunni og var ekta dýravinur
og viðþolslaus ef hann varð var
við að farið væri illa með dýr.
Fólk hér í sveitinni var með hross
og hann fylgdist vel með þvi að
vel væri hugsað um hrossin og ef
það var ekki gert þá kærði hann
undir eins. Hann var hrifinn af
fuglum og hermdi svo listavel eft-
ir þeim að þeir eltu hann. I þess-
um daglegu gönguferðum sínum
hafði hann alltaf með sér blað og
blýant og skrifaði hjá sér. Þegar
hann kom heim borðuðum við
klukkan tvö. Stundum hélt hann
áfram að vinna eftir matinn en oft
fór hann í bæinn til að sinna er-
indum í sambandi við prófarkir
eða hitta fólk.“
Halldór fékk nóbelsverðlaunin
árið 1955 og hafði þá verið sjö ár
á tilnefningarlistanum. Halldór
var staddur í Gautaborg hjá vini
sinum Peter Hallberg þegar einn
af fulltrúum akademíunnar
hringdi í hann og sagði honum
tiðindin. Auður var á Gljúfra-
steini: „Ég var með breska út-
varpið I gangi en var ekkert sér-
staklega að hlusta. Allt í einu
heyrði ég þulinn segja „Laxness".
Mér brá nokkuð og reyndi að
hringja í Halldór en náði ekki í
hann. Örstuttu seinna hringdi
síminn og það var Hersteinn Páls-
son sem sagði mér að Halldór
hefði fengið nóbelsverðlaunin. Ég
man að ég ætlaði að skipta um
kjól en komst ekki til þess því
síminn hringdi stanslaust í fjóra
klukkutíma. Vinur minn, Stefán á
bamum, kallaður svo vegna þess
að hann vann á bamum á Gull-
fossi, kom með nóg af vini og við
slógum upp veislu sem hundrað
manns mættu í. Það var óskap-
lega gaman þótt Halldór væri víðs
fjarri. Nokkru fyrir verðlaunaaf-
hendinguna fór ég til Kaup-
mannahafnar og keypti mér fimm
kjóla. Athöfnin í Stokkhólmi var
mjög hátíðleg og kvöldið eftir var
veisla í konungshöllinni. Þar sat
ég við hlið Bertils prins og ég
man að við töluðum um mat og ég
sagði honum hvernig ég steikti
rjúpur. Hann var mjög geðugur
maður og ég hitti hann oftar og
það fór vel á með okkur. Þetta var
ákaflega skemmtilegur tími, ég
hitti margt fólk og allir tóku mér
vel.“
f hjónabandi þeirra Halldórs
vélritaði Auður handrit að bókum
hans. „Hann handskrifaði með
blýantsstubbum og ég vélritaði og
stundum sat hann í stól og las
mér fyrir. Ég vélritaði stundum
mörgum sinnum sömu bókina. Ég
held ég hafl vélritað Gerplu sex
sinnum. Ég gerði eiginlega aldrei
athugasemdir við það sem hann
skrifaði nema á seinni árum þeg-
ar fór að bera á villum og endur-
tekningum."
- Var ekki erfitt að sjá hann
tapa andlegum þrótti?
„Það gerðist smám saman. Mað-
ur tók þvi og fann að það var ekk-
ert við því að gera. Ég man að
Halldór sagði einu sinni við mig:
„Hvað get ég gert?“ Ég spurði
hann hvort hann vildi spila á
pínaóið en það vildi hann ekki.
Ég sá dálítið eftir því seinna að
„Okkur kom vel saman.
Þad var gaman hjá okk-
ur, enda höfðum við svip■
aða kímnigáfu. Halldór
var mér alltaf óskaplega
góður en hann vildi ráða.
Ég skipti mér ekkert af
því sem hann vildi gera.
Aldrei. Hann réði sér al-
vegsjálfur.“
ur áhugann og snýr sér að öðru.
Það er ekkert óeðlilegt við það.“
- Umræðurnar kviknuðu eft-
ir útkomu skáldsögu Hallgríms
Helgasonar, Höfundur íslands?
Lastu þá bók?
„Ég er ekki búin að þvi en ætla
að gera það.“
- Það hafa ekki verið nein
sárindi í þinni fjölskyldu út af
þeirri bók?
„Nei, alls engin. Er þetta góð
bók?“
- Mér finnst hún ansi góð, já.
„Það hef ég heyrt og ætla að
lesa hana. Mér finnst Hallgrímur
skemmtilegur. Þetta er sá timi
þegar ég les mest en nú er ég svo
upptekin af öllu sem fylgir afmæli
Halldórs. Bráðum er það búið og
þá fer ég að lesa.“
Dreymir Halldór
Auður segir það koma sér á
óvart hversu mikið sé við haft
vegna hundrað ára afmælis Hall-
dórs. Sýningar eru í gangi, mara-
þonupplestur á dagskrá og þriggja
daga Laxnessþing og tilheyrandi
móttökur og veislur. „Þetta er
óvænt,“ segir Auður. „Ég átti
ekki von á að það yrði svona mik-
ið um veislustand. Ég er undrandi
á hvað búið er að gera mikið. Ég
er reyndar ekki mikið fyrir
veisluhöld lengur, en ég var ansi
mikil skvísa héma áður fyrr.“
í tilefni af hundrað ára afmæl-
inu sýnir Þjóðleikhúsið Stromp-
leik, leikrit Halldórs frá árinu
1961 og talið berst að þeirri sýn-
ingu. „Mér fannst gaman en samt
svolítið skrýtið," segir Auður.
- En var Halldór ekki líka dá-
litið skrýtið leikritaskáld?
„Kannski, en mér fannst mörg
leikritin hans betri en fólki al-
mennt fannst, og ég stend alveg
við þá skoðun mína að þau séu
góð.“
- Þú varst gift Halldóri í rúm
fimmtíu ár og í hugum fólks
ertu ekkja Halldórs Laxness.
Það er eiginlega eins og að hafa
titil, finnst þér það ekkert ein-
kennilegt?
„Veistu, ég hugsa aldrei um
mig þannig. Það getur vel verið
að einhverjir líti svo á að ég hafi
fómað mér fyrir Halldór. Ég lít
ekki á það þannig. Mér fannst ég
aldrei glata sjálfstæði mínu. En
það er skrýtið að allt umtalið um
Halldór undanfarið hefur leitt til
þess að nú er mig farið að dreyma
hann. Áður dreymdi mig hann lít-
ið. Ég man ekki þessa drauma ná-
kvæmlega, man bara að hann er í
þeim.“
Ekkja skáldsins
Hann gat rokiö upp og svo var
paö bara búiö. Ég var rólegri
en ef ég reiddist sat þaö ieng-
ur í mér. En þetta voru aldrei
deilur sem orö var á gerandi.
Okkur kom vel saman. Þaö var
gaman hjá okkur, enda höfö-
um viö svipaöa kímnigáfu.