Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2002, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2002, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 DV Helgarblað Endalaus martröð - Páll Halldórsson, fyrrverandi flugstjóri, og Greta Önundardóttir beina spjótum sínum að læknum sem sjá 32 ára gömlum syni þeirra fyrir eitri. Pau segja DV sögu sína og hans Meðan Páll HaUdórsson hafði réttindi til þess að fljúga var hann þyrluflugmaður og lengi yfirflug- stjóri hjá Landhelgisgæslunni. Hann lagði sig alian fram við upp- byggingu þyrludeildar Landhelgis- gæslunnar og læknavaktarinnar í tengslum við hana. Páll bjargaði ásamt félögum sínum i áhöfn þyrl- unnar ótal mannslífum og flaug marga hættufor við erfiðar og jafn- vel lífshættulegar aðstæður. Páll er hættur að fljúga en hann er enn í björgunarleiðangri. Sá leið- angur hefur staðið í nærri 16 ár og stendur enn. Það er tvísýnt um hvort björgun tekst en leiðangurinn er farinn upp á líf og dauöa. Páll er ekki einn í þessum leiðangri frekar en fyrri daginn því Greta Önundar- dóttir eiginkona hans stendur þétt við hlið hans og leggur sitt af mörk- um. Þrjátíu og tveggja ára sonur Páls af fyrra hjónabandi er langt leiddur sprautufíkill og sækir meðal annars efni til neyslu sinnar til lækna í formi hins svokallaða „læknadóps“. Baráttan sem aðstandendur hans hafa háð til að halda honum frá neyslu vímuefna og aðstoða hann þegar það er hægt hefur lagt þungar byrðar á herðar fjölskyldunni. Páll skrifaði þeim læknum sem sjá syni hans fyrir eitri skorinort opið bréf í Morgunblaðinu á dögunum þar sem hann sagðist; grátbiðja þá um að hætta þvi. „Við höfum alltaf álitiö að til- gangurinn með læknanámi sé sá að lækna fólk, getur verið að þú hafir farið einhvers staðar út af sporinu. Áttar þú þig ekki á því að þú ert að drepa fólk en ekki lækna?“ segir á einum stað í umræddri grein. Búinn að gefa upp alla von „Þetta er löng saga,“ segir Páll ró- legri djúpri röddu þegar hann segir sögu sína og sonar síns í samtali við DV. „Greta hefur verið þátttakandi í þessu máli í tíu ár rétt eins og hún ætti hann og barist jafnvel meira en ég. Ég er svolitið búinn að gefa upp alla von. Líf sonar míns er þannig í dag að hann er meira og minna á götunni, á engan fastan samastað. Hann fær örorkubætumar um hver mánaðamót og þær eru bara ávísun á meiri neyslu, Þegar peningamir eru búnir þá er það eitthvert með- ferðarheimilið, gistiheimilið við Þingholtsstræti eða gatan.“ Þessi ungi maður var einu sinni efnilegur unglingur, gott barn, en að sögn Páls komst hann alltof ung- ur í kynni við vímuefni. „Það er sagt að sumir verði fíklar í fyrsta skoti og það á við hann. Hann byrjaði mjög ungur, í kring- um fermingu á neyslu áfengis en leitaði fljótt í aðra vímugjafa, sniff og ýmsilegt annað. Hann fór mjög hratt niður og fór mjög ungur í með- ferð í fyrsta sinn og við höfum fyrir löngu misst töluna á þeim meðferð- um og úrræðum sem hafa verið reynd á Islandi. Hann var aldrei móttækilegur og ástandið versnaði alltaf jafnt og þétt,“ segir Páll. „Ég er sprautufíkill“ „Ég hafði alltaf á tilfinningunni: að hann langaði út úr þessu en l smám saman verða efnin harðari og;; heilsan gefur sig þótt þetta séu ung-l \ ir menn. Hann sekkur alllaf hraöar í og hraðar og i dag er hann mjög illa farinn, veikur af lifrarbólgu og það leynist engum sem sér hann hver hans lífsstm er. Það stendur skrifað framan á hann: Ég er sprautufikill." Þannig er líf aðstandenda fikla, þeir sveiflast milli vonar og ótta. Vonarinnar þegar fikminn sam- þykkir að fara í meðferð og ótta og vonleysis þegar fikminn fellur á ný. Þannig er líf aðstandendanna og fíkilsins röð brotlendinga og brost- inna vona. Endalaus þjáning „Óttinn er alltaf til staðar. Vonin blossar upp á milli. Ég held að það sé betra að horfa á eftir baminu sínu í gröfma en í þetta víti,“ segir Greta. „Dauöinn er endalok, sorg og eft- irsjá, gröf sem hægt er að heim- sækja og rifja upp fallegar minning- ar. Þessi þjáning er endalaus." Síðasta bjartsýnistímabilið í lífi Páls og Gretu hófst síðastliðið sum- ar þegar syni Páls var komið í með- ferð í Svíþjóð undir handarjaðri Martin Tausen Götuskeggja, vinar þeirra sem starfar í meðferðargeir- anum og hefur þekkt umræddan fikil í 12-14 ár en starfar nú í Sví- þjóð. Sú meðferð varaði í sex mán- uði. „Við bundum miklar vonir við þetta,“ segja Páll og Greta. „Þama átti að taka hann í lang- tímameðferð í nýju umhverfi og við vorum mjög bjartsýn. Þetta endaði allt með skelfingu og hann fór inn á Vog í desember á síðasta ári, fór þaðan út fyrir jól og hefur verið í mikilli neyslu síðan og við höfum Páll Halldórsson. „Maður getur ekki annað en fyllst reiði út í heil- brigðiskerfið og þá lœkna sem skrifa upp á örorku fyrir fíklana en eru kannski að fjölga við- skiptavinum hjá sér í leiðinni. Þetta er enda- laus martröð. “ ekki haft samband beint við hann þótt við vitum af honum.“ - Deyr vonin um bata einhvem tímann? Hér verða Páll og Greta ekki al- veg sammála. Greta segir að vonin slokkni aldrei alveg en Páll segir að eftir að síðasta meðferö sonar hans mistókst hafi hann misst vonina. - Skyldu aðstandendur fikla vera þátttakendur í meðferð þeirra? „Það er alltof lítið samband við aðstandendur," segir Greta. „Það er fjöldi fólks um allt þjóðfé- lagið sem er sjálft orðið sjúkt af því að eiga fikil að. ! Al-anon færöu enga meðferð. Þar ertu bara að reyna aö halda sönsum. Aðstand- endur þurfa líka á meðferð að halda." - Greinin sem þau Páll og Greta skrifuðu hefur vakið gríðarlega at- hygli og meðan blaðamaður DV staldrar við hringir ritari heilbrigð- isráðherra og spyr hvort þau hjónin vilji hitta ráðherra og ræða þessi mál. „Það hefur ekki stoppað síminn héma og margir sem hringja em að- standendur fikla sem vilja deila reynslu sinni með okkur. Það stað- festir hve gríðarlega margir em í þessum sporum. Það þekkja allir einhvem fikil annaöhvort í sinni eigin fjölskyldu eða mjög nálægt." Fíknin er feimnismál - Er fiknin feimnismál í einhverj- um fjölskyldum? „Sjálfsagt byrjar það oft þannig. Fólk vonar að þetta lagist og ekki verði nauðsynlegt að segja frá því. Margir byrja að berjast en ganga á veggi og gefast síðan upp og loka sig einfaldlega inni. Þetta er gríðarlegt álag og það era dæmi um að fólk fái hreinlega fikniefnaheiminn inn á gafl hjá sér. Við höfum sloppið blessunarlega við það en móðir hans og eiginmaður hennar, sem hafa barist fyrir hann enn meira en við, hafa fengið sinn skammt," seg- ir Páll. - Aðstandendur fikla hljóta allir fyrr eða síðar að kenna sjálfum sér um hvemig baminu þeirra hefur famast. Er það rétt? Sorg og vorkunnsemi „Það er stór hluti af vanlíðan manns,“ segir Páll. „Það ásækir mann efi og sektar- kennd. Sorg og vorkunnsemi eru stór þáttur í líðan minni. Þegar ég horfi á það hvar drengurinn minn er staddur í lífinu og sé síðan jafn- aldra hans sem eru komnir með fjöl- skyldu og lifa eðlilegu og skemmti- legu lífi þá finn ég til gífurlegrar vorkunnsemi. Hann er að missa af lífinu. Maður kemst ekki hjá því að hugsa um allt það sem maður kannski gerði eða gerði ekki. Var það ég sem brást? Viö leitum stöðugt að skýringu. Ég á tvær dætur sem eiga börn og þetta hefur áhrif á þær eins og alla Qölskylduna. Þótt hann sé ekki með okkur grúfir fjarvera hans eins og skuggi yfir fjölskyldunni." Með höfðínu en ekki hjartanu - Margir meðferðaraðilar ráð- leggja foreldram að loka hurðinni á fikilinn og setja honum stólinn fyr- ir dymar og eiginlega reka hann á dyr. Þessa aðferðafræði kannast Páll og Greta vel við og hafa reynt á sjálfum sér. „En þótt þú lokir hurðinni á við- komandi þá getur þú ekki lokað á tUfinningamar. Það er óbærilega erfitt fyrir foreldra að fara eftir þessum ráðum. Þótt þetta geti verið nauðsynlegt þá getum við aðeins skilið þetta með höfðinu en aldrei meö hjartanu," segir Greta. - Þau Páll og Greta beina spjótum sínum fyrst og fremst að læknum sem útvega fiklum dóp af margvís- legu tagi. Sonur Páls stundar heim- sóknir til nokkurra lækna sem skrifa út ávísanir á lyf sem hann notar. Hér era á ferðinni töflur af margvíslegu tagi allt frá amfetamini yfir i sterk verkjalyf og morfintöfl- ur. Hér geta veriö miklir peningar á ferð þvi DV er kunnugt um fikil sem fékk 100 amfetamíntöflur í einu lagi hjá lækninum sínum og leysti út í apótekinu. Hann gat síðan selt hverja töflu á 2000 krónur stykkið. Gegn læknum sem drepa „Við vitum vel að það verður aldrei hægt að koma í veg fyrir inn- flutning eiturlyfja en mér blöskrar algerlega að ekki skuli vera hægt að loka fyrir læknadópið. Að enginn skuli hafa vald til þess að svipta þá leyfrnu og stöðva þannig framboðið er okkur óskiljanlegt með öllu. Þetta bréf var ekki stílað á neinn einn ákveðinn lækni. Viö erum ein- faldlega að biðja þá um að sjá að sér og hætta þessu og viljum þess vegna ekki nafngreina neinn einstakan þótt við gætum það vel.“ - En hvers vegna skyldu læknar vera að þessu? „Ég veit það ekki,“ segir Páll. „Án þess að við vitum það fyrir víst þá kosta slíkir lyfseðlar auka- lega. Það era vafasamir einstakling- ar í öllum stéttum og eflaust eru dæmi um lækna sem láta blekkjast eða era jafnvel sjálfir í neyslu. En stór hópur þeirra sem lifir á lækna- dópi gæti eins verið með spjald um hálsinn þar sem stendur: ég er sprautufíkill.“ Er landlæknir valdalaus? - Þau hjónin segjast fyrst og fremst vera að berjast gegn því heil- brigðiskerfi sem veitir mönnum ör- orkuvottorð og sér þeim síðan fyrir læknadópi til þess að nota þessar sömu örorkubætur í. Barátta þeirra er ekki nýhafin því fyrir tveimur árum settu þau sig í samband við embætti landlæknis. „Þá færðum við aðstoðarland- lækni stóran skammt af læknadópi sem varð innlyksa hér og var með áfestu númeri læknisins svo það hefði átt að vera hægt að rekja það 10 OAGJX TSLBOÐ LiTTLE CJKES/kRS ÞÚ HRINGIR • VID BÖKUNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.