Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2002, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 Helgarblað ________________________________________________________________________________________PV Iris Murdoch. Ein þekktasta skáldkona Breta á 20. öld. Kvlkmynd um hana er nú sýnd í kvikmynda- húsum hér á landl, byggð á elnstakri mlnnlngarbók sem elginmaður hennar skrifaöl. Sögur um Iris Irls Murdoch telst í hópi frægustu rithöfunda Breta á 20. öld. Hún lést úr alzheimer áriö 1999. Eiginmaöur hennar hefur hlotiö gríöarlegt lof fyrir tvær minningar- bækur um líf þeirra saman. John Bayley hefiir skrifað tvær bækur um eigin- konu sína, Iris Murdoch, samband þeirra og alzheimer-veikindi hennar. Fyrri bókin heitir Ms og á henni er samnefnd kvikmynd byggð. Seinni bókin heitir Ms and Her Friends en þar leyfir Bayley sér að líta aftur til eigin æsku, tímans áður en hann kynnt- ist Ms, þótt samband þeirra sé einnig veigamikill þáttur bókarinnar. Báðar þessar bækur hafa fengið glitrandi dóma enda einkennast þær af einlægum til- finningum Bayleys til konu sinnar og þótt sagan sé á köflum æði dapurleg kemur kímnigáfa Bayleys í veg fyrir að hún verði drungaleg. Öðruvísi kona Iris fæddist árið 1919 og var hamingjusamt bam. Foreldrar hennar voru írskir en fluttu til Englands með Iris sem var einkadóttir þeirra. Faðir Iris var op- inber starfsmaður og lagði mikið á sig til að styrkja hana til náms. Iris átti alla tíð afar náið samband við foreldra sína, en móðir hennar lést úr alzheimer, sama sjúkdómi og átti eftir að draga Iris til dauða. Bayley sá Ms fyrst þegar hann var aðstoðarkenn- ari við St Antonys College í Oxford. Honum varð lit- ið út um gluggann og sá konu á hjóli. Hún vakti at- hygli hans og honum fannst hún öðruvísi en aðrar konur. Hann hitti hana í boði örstuttu síðar og gat þá vM hana nánar fyrir sér. Honum fannst hún ekki kvenleg og það hvarflaði ekki að honum að aðrir en hann sjálfur gætu hrifist af henni kynferðislega. Þar brást dómgreindin honum því konur jafiit sem karl- menn heilluðust af Iris. Iris sagði Bayley að hún væri að skrifa fyrstu skáldsögu sína, en það væri leyndar- mál sem mætti ekki vitnast. Hann var upp með sér vegna þess trúnaðar sem hún sýndi honum en áttaði sig seinna á því að hún hafði sagt allnokkrum vinum sínum þetta sama leyndarmál. Iris hafði verið ástfangin af ungum manni sem var skáld en hann hafði látist úr hjartabilun ári áður en Bayley kynntist henni. Þegar Bayley hitti hana var hún ástfangin af Elias Canetti. Þegar Canetti frétti af því að góð kynni hefðu tekist með Iris og Bayley bannaði hann henni að hitta hann. Hún tók ekki mark á því. Þremur árum eftir að þau kynntust gift- ust þau. Hann var þrjátíu og eins árs, hún þijátfu og sjö ára, sex árum eldri. Þau eignuðust ekki böm og hvomgt þeirra hafði áhuga á því. Þau vom ekki hús- leg og heimili þeirra var óreiða. Þau áttu ekki sjón- varp fyrr en síðustu árin sem þau vom saman, en þá stytti það Iris stundimar í veikindunum. Hógvær skáldkona Þau bjuggu í Oxford þar sem Bayley kenndi ensku og skrifaði bækur, þar á meðal um Tolstoy, Pushkin og Shakespeare. Iris kenndi heimspeki og sinnti skrif- um. Á ferlinum skrifaði hún alls tuttugu og sjö skáld- sögur og varð einn þekktasti rithöfundur Breta. Hún var mjög hógvær, talaði ekki um verk sín, las ekki gagnrýni og virtist ekki hafa sérstakan áhuga á að frétta af henni. Hún svaraði hins vegar öllum bréfum frá aðdáendum sínum. Ólíkt mörgum rithöfundum hafði hún ekki þörf fyr- ir stöðuga uppörvun frá vinum og lesendum. Hún tal- aði varla um skáldsöguna sem hún var að vinna að þá stundina. Bayley aðstoðaði hana nær aldrei við skrfit- imar en þegar hún var að skrifa The Sea The Sea hafði Bayley mikla ánægju af að koma með hugmynd- ir að ólíldegasta fæði sem aðalpersónan átti að nær- ast á. Margar hugmynda hans í þá átt rötuðu í bók- ina. Þegar bókin fékk Booker-verðlaunin sagði einn dómnefiidarmanna í ræðu að hann hefði haft mikla ánægju af öllu í bókinni nema matarköflunum. Iris las varla samtímaskáldsögu nema hún væri beðin um yfirlestur en þá sinnti hún honum af mik- illi nákvæmni. Hún las höfunda á borð við Dickens og Dostojevskí og svo var hún mikill aðdáandi teikni- myndasagnanna um Tinna. Hún hafði verið ungkommúnisti í Oxford en síigði sig úr kommúnistaflokknum fýrir stríð. Hún var trú- uð en ekki kirkjurækin. Þegar var í tísku að trúa á fljúgandi furðuhluti sagðist hún trúa á þá. Hún var einnig sannfærð um tilvist Loch Ness skrímslisins og þegar þau hjónin fóru til Skotlands sat hún tímunum saman á hæðunum yfir Loch Ness og horfði út á vatn- ið í von um að Nessí léti á sér kræla. Fangi alzheimers Árið 1994 þáðu hjónin boð frá háskóla í ísrael um að mæta á alþjóðlega samkomu um bókmenntir. Iris átti þar að svara spumingum um skáldsögur sínar og skrif sín um heimspeki. Hún mætti ekki með tilbúna ræðu heldur talaði sundurlaust og illskiljanlega. Nokkrir gestir misstu þolinmæði, stóðu upp og gengu út af samkomunni. Á þessum tíma átti hún í vandræöum með skáld- sögu sína, Jackson’s Dilemma. Hún sagði eiginmanni sínum að hún vissi ekki hver aðalpersónan væri og hvað hún væri að gera. Hann hló og sagði að hún hlyti að komast að því. Þegar bókin kom út fékk hún afar góða dóma. Bayley las dómana fyrir Iris en það hafði hann aldrei gert áður því hún hafði ekki viljað vita af þeim. Nú hlustaði hún kurteislega en virtist ekki skilja þá. Henni bárust bréf frá aðdáendum sem bentu á villur og þversagnir f bókinni. Næstu átján mánuði hrakaði andlegri heilsu Irisar. Bayley vakti yfir henni og smám saman hvarf hún inn í eigin heim. Hún barði í gluggarúðuna til að vekja athygli vegfarenda, fiktaði endalaust við úti- dyrahuröina og bar fót og dót um íbúðina. Þegar þau voru úti á göngu tók hún upp hluti; sígarettustubba, eldspýtur, gömul sælgætisbréf. Hún átti erfitt með að koma frá sér skiljanlegum setningum og vissi ekki lengur hver hún var. Hún gerði þarfir sínar þar sem henni sýndist og átti til að ata saur upp um veggi. Bayley vildi ekki láta hana frá sér en á verstu stund- unum hvarflaði að honum að drepa bæði hana og sjálfa sig. Hann elskaði hana takmarkalaust en átti til að missa þolinmæði og sagði þá við hana setningar eins og: „Ég veit ekki hvað ég á að gera við þig. Þú gerir mig örmagna" eða: „Hefurðu hugmynd um hvað ég hata þig mikið?“ Þegar hann talaði á þennan hátt brosti hún stundum til hans því henni fannst radd- blærinn fyndinn. Sjálfur vissi hann að þessi orð væru einungis útrás, hann myndi aldrei hætta að elska hana. Þegar Iris hætti að nærast var hún flutt á fijúkrun- arheimili og lést þar 8. febrúar 1999. Bækur Bayleys um Iris eru minnisvarði um þá miklu ást sem hann bar til eiginkonu sinnar. Ævisagnaperlur, segja gagn- rýnendur og viðtökur lesenda benda til að þeir séu sammála. Ljóð vikunnar Strax eða aldrei - eftir Jóhann Sigurjónsson Ég vildl sem fálkinn um loftgelma líða, mér lelðlst sem ormur í duftinu aö skríða. ég aldrei í moldlnnl fullnœglng fann. Úr glófögrum marmara vlldi ég vlnna á vetfangi líkneskju hugmynda minna. Sá skapandl vilji er það vald, sem ég ann. Með stjórnlausum ákafa ég áfram vll þjóta. á örskammri stund vll ég lifa og njóta, ég get ekkl mjakað mér fet fyrir fet. Ég vil ekkl lœra að bíða og bíða, betra er að stökkva og falla en að skríða, því gullroðna líkklstu lítlls ég met. Jóhann Sigurjónsson var bóndasonur frá Laxamýri í Þingeyjarsýslu. Hann fæddist árið 1880, flutti til Kaupmannahafnar árið 1899 þar sem hann stundaði nám í dýralækningum en sneri sér síðan að skáldskap. Hann lést langt um aldur fram áriö 1919. Jóhann var þekktur um Evrópu fyrir leikrit sin en þau frægustu eru Fjalla-Eyvindur og Galdra-Loftur. Á sínum tíma naut hann ekki sannmælis sem ljóðskáld og hafði verið látinn í áratugi áður en heildar- safn ljóða hans komst á prent. Nú telst hann í hópi bestu ljóðskálda íslandssögunnar. Skaldskapur frá afa og ömmu Dagur B. Eggertsson, lœknir og frambjóðandi R-listans, segir frá uppá- haldsbókunum sínum. „Foreldrar mínir lásu iöulega fyrir okkur Gauta bróður minn áður en viö fórum að sofa. Við kunnum öll að meta þessa sérstöku samverustund. Líklega höföu þau metnað til að við töluðum góða is- lensku þrátt fyrir uppeldi erlendis en foreldrar mínir voru bæði við háskólanám í Ósló. Ótal skemmti- legar bækur koma upp í hugann. Ég held þó að engin hafi snortið okkur bræður jafndjúpt og Bróðir minn Ijónshjarta eftir Astrid Lind- gren. Þjóðsögumar sem amma Heiða sagði okkur þegar hún var í heimsókn eða við hjá henni voru fyrstu kynnin af þjóðararfinum. Ég hef aldrei fundiö Gilitrutt og Kirkjusmiðinn á Rein í jafnskemmtilegum útgáfum og þær komu úr munni ömmu. Fyrsta bókin sem ég stautaöi mig sjálfur fram úr var Gúmmí Tarsan eftir Ole Lund Kirkegaard. Hann var uppáhaldshöfundur minn til margra ára. Af íslenskum bamabókum las ég langoftast bækur Guðrúnar Helgadóttur eða þar til fótboltabækumar tóku við. Afí Gunnar kenndi mér aö meta skáldskap. Hann fann leiðina með aö byrja á skemmtikvæðum Steins Steinars. Við afi höfðum báðir sérstakar mætur á ljóðum Hannesar Péturs- sonar. Á menntaskólaárunum áttu skáldsögur þó hug minn allan. Ég las allt sem að kjafti kom og hef aldrei fylgst jafn vel með því sem er að gerast í menningarlífmu. Ég var svo heppinn að fá heildarsafn Lax- ness í verðlaun í smásagnasam- keppni og fáar bækur hef ég lesið hægar en Sjálfstætt fólk. Ég vildi fresta því í lengstu lög að klára. Eft- ir að ég byrjaði í læknisffæöinni breyttust lesvenjumar verulega. Þegar ég var ekki að glugga í hana lagði ég mig eftir vísindaheimspeki, sögu og stjómmálaritum af ýmsu tagi. Ef ég á að nefna eina bók frá háskólaárunum þá væri það Öld öfganna, söguskýring Erics Hobsbawn um 20. öld- ina. Hún hafði mikil áhrif á mig. Síðustu misser- in er þaö hins vegar stjómspekingurinn Norberto Bobbio sem ég sæki mestan innblástur til. í skrif- um sínum sameinar hann lýðræðisást og stjóm- festu, frjálslyndi og félagshyggju." Grimmd sálarlífsins ltllM\HH,M«NNJiR HI» ONlttKUtiAUAi 1EKYLLS ’ ogHYDES Sagan af Jekyll og Hyde eftir Robert Lou- is Stevenson kom út árið 1886. Hryllingur og spenna sem allir veröa að kynn- ast. Margar kvik- myndaútgáfur eru til af sögunni en þótt einhverj- ar þeirra teljist góðar er bókin samt betri. Tvær aðrar sögur eru í þess- ari íslensku útgáfu sem kom út árið 1994; Markheim, sem er einnig frá- bær saga um tvíeðli sálarlífsins, og ævintýrasagan Sumarskálinn í sandmóunum sem er hin ágætasta skemmtilesning. Sönn vinátta er ein sál í tveimur likömum. Arístóteles Allar bækur 1. HÖND I HÖND. Hreinn S. Hákonarson ritstyrði 2. SÁLMABÓK. Ýmsir höfundar 3. ÍSLENSK ORÐABÓK. Árni Böðvarsson ritstyrði 4. HÁLENDISHANDBÓKIN. Páll Ásqeir Ásqeirsson 5. ISLENSK MÁLSAGA. Sölvi Sveinsson 6. BÓKIN MED SVÖRIN. Carol Bolt 7. MOLDVARPAN SEM VILDI VITA HVER SKEIT ... Þórarinn Eldjárn íslenskaði 8. ENSK-ISL. / ISL.-ENSK ORÐABÓK. Orðabókaútqáfan 9. JÓN ODDUR OG JÓN BJARNI. Guðrún Helqadóttir 10. MÝRIN. Arnaldur Indriðason Skáldverk 1. SÁLMABÓK. Ýmsir hófundar 2. MÝRIN. Arnaldur Indriðason 3. HOBBITINN. J.R.R. Tolkien 4. SMÁSAGNASAFN Halldórs Laxness. Halldór Laxness 5. DAUÐARÓSIR. Arnaldur Indriðason 6. NAPÓLEONSSKJÖLIN. Arnaldur Indriðason 7. MORÐ I ÞREM ÞÁTTUM. Aqatha Christie 8. HRINGADRÓTTINSSAGA III. J.R.R. Tolkien 9. ANNA, HANNA OG JÓHANNA. Marianne Fredriksson 10. HÖFÐINGJAHÓTELIÐ. Aqatha Christie Metsölulistí Eymundsson 11. aprH-17. apnl Erlendar kiljur 1. THE VILLA eftir Noru Roberts 2. DUST TO DUST eftir Tami Hoaq 3. ON THE STREET WHERE YOU LIVE eftir Mary Hiqqins Clark 4. A PAINTED HOUSE eftir John Grisham 5. FALL ON YOUR KNEES eftir Ann-Marie MacDonald Listínn er frá New York Times
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.