Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2002, Blaðsíða 6
G LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 Fréttir I>V Hjúkrunarfræðingur fer ófögrum orðum um hvernig læknar hafa ávísað lyfjum til fíkla: Tími til kominn að herða eftirlit og reglur - segir landlækni sitja í súpunni vegna aðgerðaleysis undanfarna áratugi „Læknadóp hefur verið lengi við lýði hér á landi og timi kominn til að herða reglur og eftirlit þar að lútandi," segir hjúkrunarfræðingur sem unnið heftir áratugi í heilbrigðiskerfmu og með skjólstæðingum borgarinnar sem margir hverjir voru háðir fikniefnum. „Þótt umræðan sé að koma upp núna hefur ásókn fíkla í lyfseðilsskyld lyf alltaf verið fyrir hendi, sem og viiji hjá ákveðnum læknum til að skrifa lyf- seðla fyrir þeim.“ Fyrir um þremur áratugmn voru það svefnlyfið Mebumalnatrí og Mepro- mat, sem er róandi og kvíðastiflandi, sem fíklar sóttu helst eftir að komast í en þau lyf eru því sem næst horfín af markaðnum. Mesta umræðan núna er um Contalgín sem er morfínlyf og er því ávísað i 30-100 mg töflum. Þetta leysa fíklamir upp og sprauta í sig í einum skammti. Til samanburðar bendir hjúkrunarfræðingurinn á að á spítölunum sé fólki sem er með mjög slæma verki, t.d krabbameinssjúkling- um, gefm 10 mg af morfíni sem bland- aö er sterílu vatni og látið drjúpa hægt í æð. En fiklamir sprauta sig með allt að tífóldum slikum skammti á mun skemmri tíma. Því sé ekki skrýtið að einstaklingar sem það geri fari yfir í eilífðina. Viðmælandi blaðsins segir að ákveðnir læknar hafi ávísað ótæpilegu magni af lyfjum til „sjúklinga" sinna, það hafí hann séð t.d. meðal skjólstæð- inga borgarinnar. Þrátt fýrir að starf- andi landlæknar hafi verið látnir vita af þessari hegðun læknanna hafi ekki verið gripið til aðgerða sér vitandi. „Svona er þetta búið að ganga í gegn- um árin. Hvers vegna er aldrei upplýst hversu margir læknar hafa misst leyfi til að ávísa tilteknum lyfjum eða lyfía- tegundum eða hreinlega misst starfs- leyfi sín?“ Hann gagnrýnir einnig það fyrir- komulag að þegar læknar gerast brot- legir fari mál þeirra eingöngu til land- læknis en ekki til saksóknara. Land- læknir sé ekki í stakk búinn til að taka á saknæmu athæfi, sérstaklega ekki þegar þeir sem gerast brotlegir em flestir kunningjar hans og kollegar. „Ég er þá að meina landlækna sem verið hafa í embætti undanfama ára- tugi, en ekki sérstaklega núverandi landlækni, Sigurð Guðmundsson. Hann lendir því miður í þessari um- ræðu og verður að taka á sig hitann og þungann af því sem gerst hefúr á und- anfomum áratugum." Að lokum spyr hjúkrunarfræðingur- inn hvað það sé sem fái lækna til að sýna þvílíkt ábyrgðarleysi og hvort verið geti að þeir séu sjálfir á einhveiju eða hvort þeim sé hótað? „Hvemig get- ur annars staðið á því að þeir ávísa þessum lyfium svona hömlulaust?" -ÓSB Fjórir læknar misst leyfið vegna læknadóps sl. tvö ár: Ráðherra telur refsi- rammann fullnægjandi - hefur óskað eftir tillögum frá landlækni og Lyfjastofnun Erfitt að meta þörf á Stóra bróður Lúðvík Bergvins- son, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði á þingi í gær hvað réttlæti sjón- varpsvöktun á vinnustöðum. Hann velti upp spuming- um um hvað hefði breyst í samfélag- inu sem kallaði á slíka vöktun. Ummæli Lúðvíks féllu í 2. umræðu um frumvarp til laga um Persónuvemd og meðferð persónu- upplýsinga. Frumvarpið er samið í dómsmálaráðuneytinu að frumkvæði Persónuvemdar og er þar lagt til að lög- fest verði ákvæði sem kveði skýrt á um í hvaða tilvikum megi safna efni með viðkvæmum persónuupplýsingum og hvemig skuli fara með slíkt efni. Notk- un einkaaðila á búnaði til sjónvarps- vöktunar hefur aukist verulega á und- anfómum árum. Samkvæmt frumvarp- inu verður heimilt að safna hljóð- og myndefni sem verður til við rafræna vöktun, að ákveðnum skilyrðum upp- fylltum. I fyrsta lagi þarf vöktunin að vera „nauðsynleg og fara fram í öryggis- og eignavörsluskyni". Erfitt er hins veg- ar að meta hvað þyki nauðsynlegt í þessum efiium, að mati Lúðviks og fleiri þingmanna. -BÞ Stjórn Læknafélags íslands telur að grípa þurfi til aðgerða til að herða eftirlit með því að lyfjum sé ekki ávísað til fikla og læknisstarf- ið þannig misnotað. Meðal þess sem Læknafélagið vill gera er að koma á fót sérstakri afeitrunar- miðstöð í landinu, efla eftirlit land- læknisembættisins og eftirlit með lyfseðlum. Þá er stjóm Læknafé- lagsins hlynnt þvi að tekin verði upp svokölluð lyfjakort. Þetta kom fram í máli Katrínar Fjeldsted í ut- andagskrárumræðum á þingi í gær um lyfjaávísanir lækna sem hófust að fmmkvæði Margrétar Frí- mannsdóttur. í umræðunum kom fram að Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra telur einnig nauðsynlegt að efla mjög landlæknisembættið til að það geti sinnt þessu eftirliti betur og hann telur einn lið í viðbrögð- unum einmitt vera að taka upp lyfjakortin á ný. í svari ráðherra við spurningum Margrétar Frí- mannsdóttur kom fram að land- læknisembættiö hefur haft afskipti af 10 læknum á síðustu 2 árum vegna lyfseðilsmála. Á þessum tíma hafa fjórir læknar verið svipt- ir læknaleyfum og þar af hafa 2 mál verið meðhöndluð sem saka- mál en í báðum þeim tilfellum voru læknamir sjálfir fiklar. Margrét Frimannsdóttir gerði að umtalsefni dæmi frá 1999 um það að læknir hefði ávísað 920 töflum af morfini til eins og sama sjúklings- ins, eða fíkilsins, á þriggja mánaða timabili, án þess að kerfið hefði á einn eða annan hátt gert athuga- semdir. Þó mætti ljóst vera að slík ávísun væri ekki i neinu samræmi við það sem eðlilegt væri og augljóst að viðkomandi læknir vissi að þama væri ekki verið að ávísa í lækningaskyni. Þetta væri vítavert athæfi, sagði Margrét, og því miður ekki einsdæmi. Vitað væri að ein- staka læknar skrifuðu út lyfseðla, dagsetta fram í tímann, og mæltust jafnvel til að sjúklingar leystu þá ekki út. Margrét benti á að hér væri um að ræða vítavert saknæmt at- ferli og taldi eðlilegt aö málin yrðu meðhöndluð sem slík. Þá gagnrýndi Margrét að landlæknisembætið hefði ekki nægjanlega rúmar heim- ildir til að skoða þessi mál aftur í tímann en takmörk era á slíku vegna sjónarmiða um persónu- vemd. Heilbrigðisráðherra sagðist telja í þessu samhengi að refsiramminn og úrræði læknalaga væru fullnægj- andi en taldi hins vegar eðlilegt að landlæknisembættiö hefði tækifæri og rýmri heimildir til að skoða þessi mál og hefur hann þegar ósk- að eftir því að kannað verði hvort slíkt náist ekki í gegn. Hins vegar telur ráðherra einsýnt að efla þurfi allt eftirlit og hefur hann í þvi skyni skrifað til bæði landlæknisembætt- isins og lyfjastofnunar og óskaö eft- ir tillögum um hvemig því verði best við komið. Hefur hann gefiö þessum stofnunum frest til 26. april til aö koma með tillögur í þeim efn- um. -BG ^ Landsvirkjun og VSÓ Ráðgjöf: Omálefnalegt upphlaup Gísla Landsvirkjun og VSÓ Ráðgjöf hafa gefið út sameiginlega yfirlýs- ingu í tilefni af yfirlýsingum Gísla Más Gíslasonar, prófessors og for- manns Þjórsárvemdamefndar, þess efnis að verið sé að halda leyndum upplýsingum eða setja fram viUandi upplýsingar og hálfsannleik í drög- um að matsskýrslu vegna Norð- lingaölduveitu. Af þessu tilefni taka fyrirtækin fram að „sérfræðiskýrsl- ur sem snerta mat á umhverflsá- hrifum Norðlingaölduveitu eru op- inber gögn og aðgengUeg hverjum þeim sem vUl kynna sér þau, m.a. á slóðinni nordlingaalda.is. Þetta á Gísla Má Gíslasyni aö vera fuU- kunnugt. Það er því með ólíkindum Ómálefnalegt upphlaup Landsvirkjun og VSÓ telja yfirlýsingar Gísla Más Gíslasonar ómálefnalegar. að hann skuli gefa það í skyn við Skipulagsstofnun og í fjölmiðlun að hann telji að Landsvirkjun hyggist halda leyndum upplýsingum sem þar koma fram ... FuUbúin verður skýrslan lögð fram tU umfjöllunar með opnum og lýðræðislegum hætti eins og lög gera ráð fyrir. Þar gefst öUum færi á að koma fram með athugasemdir og ábendingar. Landsvirkjun og VSÓ Ráðgjöf telja upphlaup Gísla Más Gíslasonar ómálefnalegt og spegla andstöðu hans við Norðlinga- ölduveitu," segir í yfirlýsingu Landsvirkjunar og VSÓ. 1 tUefni þessarar yfirlýsingar hef- ur Glsli Már svarað og endurtekur þær áviröingar sem hann setti m.a. fram í DV í gær, enda hafi þeim ekki verið svarað efnislega. Hann segir m.a.: „Staðreyndin er sú að við lestur matsskýrsludraga VSÓ- Ráðgjafar var notað orðalag sem benti tU annarra áhrifa fram- kvæmdarinnar en raunverulega verða, hvort sem upplýsingar vom teknar úr mínum skýrslum eða úr um 40 öðrum skýrslum vísinda- manna, og sniðgengnar vom upp- lýsingar sem lýstu neikvæðum áhrifum framkvæmdarinnar. Auk þess hef ég ekki lýst yfir að ég sé andsnúinn Norðlingaölduveitu eða öörum virkjunum og virkjanaá- formum Landsvirkjunar, en vU engu að síður að tekin sé upplýst ákvörðun um þessa framkvæmd eins og aðrar.“ -BG íjÍJVil/ýiJJ REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 21.17 21.02 Sólarupprás á morgun 04.37 04.22 Síödegisflóö 24.26 04.59 Árdegisflóö á morgun 00.26 04.49 V'eöKfá ií Suðlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s, og rigning eða skúrir sunnan og vestan til en annars úrkomulítið. Hiti verður á bilinu 5-11 stig,, hlýjast á Noröurlandi en kólnar þó er á líöur kvöldið. Skúrir eða rigning Suðaustanátt með rigingu og skúrum víða um land. Vindhraöi verður 5-15 m/s og hiti á bilinu 7-15 stig, hlýjast á Norðurlandi. Miðvikudagur til 12° Víndur: 5-15 m/s Hæg breytileg átt og rigning austan til en skýjaö meö köflum og skúrir annars staöar. Suövestlæg og breytileg átt og skúrir eöa Suölæg átt og áfram nokkuö vott veöur um rigning um land mestallt landiö. allt Kólnar í Hlýnar l'itllega er veöri. á fi&ur daginn. * t m/s Logn 0-0,2 Andvarl 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stlnnlngsgola 5,5-7,9 Kaldl 8,0-10,7 Stinnlngskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviöri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárvlöri >= 32,7 Vednö kli. 11 AKUREYRI hálfskýjaö 8 BERGSSTAÐIR skýjaö 5 BOLUNGARVÍK hálfskýjaö 5 EGILSSTAÐIR skýjaö 4 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 10 KEFLAVÍK rigning 9 RAUFARHÓFN skýjaö 5 REYKJAVÍK súld 11 STÓRHÖFÐI rigning 10 BERGEN rigning 9 HELSINKI léttskýjaö 4 KAUPMANNAHÖFN alskýjaö 7 ÓSLÓ skýjaö 8 STOKKHÓLMUR þokumóða 4 ÞÓRSHÖFN þoka 7 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 6 ALGARVE léttskýjaö 17 AMSTERDAM BARCELONA skýjaö 8 BERUN skýjaö 11 CHICAGO skýjaö 23 DUBUN léttskýjaö 7 HAUFAX súld 4 FRANKFURT þokumóða 7 HAMBORG súld 12 JAN MAYEN þoka 2 LONDON hálfskýjaö 9 LÚXEMBORG MALLORCA skúrir 5 M0NTREAL NARSSARSSUAQ heiöskírt 14 NEW YORK léttskýjaö 8 ORLANDO léttskýjaö 24 PARÍS léttskýjaö 9 VÍN léttskýjaö 18 WASHINGTON hálfskýjaö 17 WINNIPEG heiöskírt -2 air iii1 ihiii i ín'ijp/íiilifr'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.