Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2002, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2002, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 23 DV Helgarblað . DV-MYND ÞÖK Páll Halldórsson og Greta Onundardóttlr Saman betjast þau fyrir líft 32 ára gamals sonar Páls sem er langt leiddur sprautufíkill. Baráttan hefur staöiö í 16 ár en árangur þessa björgunarleiöangurs er enn óljós. til þess sem ávísaði lyfinu. Það hafði engin sérstök áhrif og þótt við séum viss um að landlæknir vilji gjaman gera eitthvað í þessu þá virðist hann ekki hafa völd til þess,“ segir Greta. „Það er erfitt að ímynda sér að landlæknir vilji að læknar, sem fóðra fíkla á töflum, starfi. í mínu gamla starfi giltu alveg skýrar regl- ur um það hvenær menn máttu fljúga og hvenær ekki. Það gildir greinilega ekki sama um allar stétt- ir. Svo er reynt að halda því fram að ef þessir menn séu ekki fóðraðir á dópi þá leggist þeir bara í afbrot og allt verði vitlaust. Þetta er ekki nógu góð afsökun og málið getur ekki verið svona einfalt," segir Páll. „Maður getur ekki annað en fyllst reiði út í heilbrigðiskerfið og þá lækna sem skrifa upp á örorku fyr- ir fiklana en eru kannski að fjölga viðskiptavinum hjá sér í leiðinni. Þetta er endalaus martröð." - Þau hjónin segjast aldrei hafa reynt að ræða þetta mál við þá lækna sem í hlut eiga fyrr en í umræddu bréfi. En hvað vilja þau sjá að gerist í framhaldi af þeirri umræðu sem nú er farin af staö? Sennilega gerist ekkert „Auðvitað vonum við að opin um- ræða hafi loksins einhver áhrif en sennilega gerist ekki neitt,“ segir Greta og Páll kinkar kolli til sam- þykkis. - En hvað mynduð þið vilja sjá gerast? „Það væri stórt skref fram á við að skrúfa fyrir læknadópið. Við vit- um ekkert um það hve margir fikl- ar eru háðir því en þeir skipta áreiðanlega tugum. Fólk sem hefur sótt í læknadóp hefur sagt frá því opinberlega að því hafi liðið eins og í reykstofunni á Vogi þegar það sit- ur í biðstofu læknisins. Þar eru að- eins fiklar." - Að undanfómu hafa birst fréttir í blöðum um fimm dauðsfoll langt genginna fikla, þar af tvö á síðustu þremur vikum. Þótt ekkert hafi ver- ið staðfest um það opinberlega heyr- ast sögur um að morfintöflur ávís- aðar af læknum hafi komið við sögu einhverra þessara dauðsfalla. Urðu þær fréttir til þess að þið ákváðuð að fara út í þessa baráttu? í biðsal dauðans „Okkur hefur lengi langað til að láta rödd okkar heyrast en þegar við heyrðum fréttimar af stóra skammtinum, 900 töflum frá sama lækni til sama fikils á skömmum tíma, þá var það dropinn sem fyllti mælinn. Það er alltaf talað um þetta sem vandamál þeirra einstaklinga sem eru háðir eiturlyfjum en sjón- armiö hins stóra hóps aðstandenda heyrist alltof sjaldan. Þetta fólk er allt i heljargreipum allan daginn og það tók mjög á að hlusta á símtöl sumra þeirra örvæntingarfullu að- standenda sem hingaö hringdu. Þetta var sú rödd sem við vildum að heyrðist í umræðunni. En fyrst og fremst eru það læknamir sem við viljum reyna að stöðva, þessa lækna sem drepa I stað þess að lækna. Þeg- ar við heyrum þessar fréttir um dauðsfoll af of stórum skammti þá verðum við hrædd um líf sonar okk- ar. Hann er kannski kominn í bið- sal dauðans þama úti þar sem hver sprauta getur orðið sú síðasta." Flugstjórinn er lentur - Páll vill ekki að menn kalli hann þjóðhetju eftir ferilinn í starfi sínu hjá Landhelgisgæslunni. Hann er sextugur síðan í febrúar á þessu ári en fyrir einu og hálfu ári missti hann flugréttindin af heilsufarsástæðum. Hann segir að lengi vel hafi hann litið á þennan tíma sem biðtíma eftir rétt- indunum á ný en sé að sætta sig við að líklega sé þetta endanlegt. Flugmenn mega almennt starfa til 65 ára aldurs. „Ég var ekkert á leiðinni að hætta. Mér fannst þetta svolítið erfitt hlut- skipti en það er ekkert að gera annað en að sætta sig við þetta og fmna bara eitthvað annað skemmtilegt að gera.“ -PÁÁ boðið ijiltlii Iiíí 2l).til 30. apríl 2UU2. áleggstegundir: ostur, sósa, sveppir, laukur, paprika, svartar ólífur, tómatar og grænmetiskrydd. 1 ÞÚ SÆKIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.