Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2002, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2002, Page 23
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 23 DV Helgarblað . DV-MYND ÞÖK Páll Halldórsson og Greta Onundardóttlr Saman betjast þau fyrir líft 32 ára gamals sonar Páls sem er langt leiddur sprautufíkill. Baráttan hefur staöiö í 16 ár en árangur þessa björgunarleiöangurs er enn óljós. til þess sem ávísaði lyfinu. Það hafði engin sérstök áhrif og þótt við séum viss um að landlæknir vilji gjaman gera eitthvað í þessu þá virðist hann ekki hafa völd til þess,“ segir Greta. „Það er erfitt að ímynda sér að landlæknir vilji að læknar, sem fóðra fíkla á töflum, starfi. í mínu gamla starfi giltu alveg skýrar regl- ur um það hvenær menn máttu fljúga og hvenær ekki. Það gildir greinilega ekki sama um allar stétt- ir. Svo er reynt að halda því fram að ef þessir menn séu ekki fóðraðir á dópi þá leggist þeir bara í afbrot og allt verði vitlaust. Þetta er ekki nógu góð afsökun og málið getur ekki verið svona einfalt," segir Páll. „Maður getur ekki annað en fyllst reiði út í heilbrigðiskerfið og þá lækna sem skrifa upp á örorku fyr- ir fiklana en eru kannski að fjölga viðskiptavinum hjá sér í leiðinni. Þetta er endalaus martröð." - Þau hjónin segjast aldrei hafa reynt að ræða þetta mál við þá lækna sem í hlut eiga fyrr en í umræddu bréfi. En hvað vilja þau sjá að gerist í framhaldi af þeirri umræðu sem nú er farin af staö? Sennilega gerist ekkert „Auðvitað vonum við að opin um- ræða hafi loksins einhver áhrif en sennilega gerist ekki neitt,“ segir Greta og Páll kinkar kolli til sam- þykkis. - En hvað mynduð þið vilja sjá gerast? „Það væri stórt skref fram á við að skrúfa fyrir læknadópið. Við vit- um ekkert um það hve margir fikl- ar eru háðir því en þeir skipta áreiðanlega tugum. Fólk sem hefur sótt í læknadóp hefur sagt frá því opinberlega að því hafi liðið eins og í reykstofunni á Vogi þegar það sit- ur í biðstofu læknisins. Þar eru að- eins fiklar." - Að undanfómu hafa birst fréttir í blöðum um fimm dauðsfoll langt genginna fikla, þar af tvö á síðustu þremur vikum. Þótt ekkert hafi ver- ið staðfest um það opinberlega heyr- ast sögur um að morfintöflur ávís- aðar af læknum hafi komið við sögu einhverra þessara dauðsfalla. Urðu þær fréttir til þess að þið ákváðuð að fara út í þessa baráttu? í biðsal dauðans „Okkur hefur lengi langað til að láta rödd okkar heyrast en þegar við heyrðum fréttimar af stóra skammtinum, 900 töflum frá sama lækni til sama fikils á skömmum tíma, þá var það dropinn sem fyllti mælinn. Það er alltaf talað um þetta sem vandamál þeirra einstaklinga sem eru háðir eiturlyfjum en sjón- armiö hins stóra hóps aðstandenda heyrist alltof sjaldan. Þetta fólk er allt i heljargreipum allan daginn og það tók mjög á að hlusta á símtöl sumra þeirra örvæntingarfullu að- standenda sem hingaö hringdu. Þetta var sú rödd sem við vildum að heyrðist í umræðunni. En fyrst og fremst eru það læknamir sem við viljum reyna að stöðva, þessa lækna sem drepa I stað þess að lækna. Þeg- ar við heyrum þessar fréttir um dauðsfoll af of stórum skammti þá verðum við hrædd um líf sonar okk- ar. Hann er kannski kominn í bið- sal dauðans þama úti þar sem hver sprauta getur orðið sú síðasta." Flugstjórinn er lentur - Páll vill ekki að menn kalli hann þjóðhetju eftir ferilinn í starfi sínu hjá Landhelgisgæslunni. Hann er sextugur síðan í febrúar á þessu ári en fyrir einu og hálfu ári missti hann flugréttindin af heilsufarsástæðum. Hann segir að lengi vel hafi hann litið á þennan tíma sem biðtíma eftir rétt- indunum á ný en sé að sætta sig við að líklega sé þetta endanlegt. Flugmenn mega almennt starfa til 65 ára aldurs. „Ég var ekkert á leiðinni að hætta. Mér fannst þetta svolítið erfitt hlut- skipti en það er ekkert að gera annað en að sætta sig við þetta og fmna bara eitthvað annað skemmtilegt að gera.“ -PÁÁ boðið ijiltlii Iiíí 2l).til 30. apríl 2UU2. áleggstegundir: ostur, sósa, sveppir, laukur, paprika, svartar ólífur, tómatar og grænmetiskrydd. 1 ÞÚ SÆKIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.