Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2002, Side 47
55
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002
DV_______________________________________________________________________________________________íslendingaþættir
Fimmtugur
Vilhjálmur Bjarnason
kennari og rekstrarhagfræöingur
ertug
■ké
Kristín G. Björk Reynisdóttir
hársnyrtimeistari í Garðabæ
Vilhjálmur Bjamason, kennari
viö viðskiptafræðideild HÍ og
rekstrarhagfræðingur hjá Þjóðhags-
stofhun, Hlíðarbyggð 18, Garðabæ,
er fimmtugur i dag.
Starfsferill
Vilhjálmur fæddist í Reykjavík
20.4.1952 og ólst þar upp. Hann lauk
stúdentsprófl frá MH 1972, við-
skiptafræðiprófi frá HÍ, þjóðhags-
kjama og hagrannsóknasviði 1977,
sótti námskeið á vegum IBM 1972,
hefur löggildingu til verðbréfamiðl-
unar frá 1988 og stundaði fram-
haldsnám við Rutgers University,
The State University og New Jersey,
Gratuate School of Management
1995-97.
Vilhjálmur var forritari reikni-
stofu Raunvísindastofnunar HÍ
1972-73, bankaritari i Seðlabanka ís-
lands, lánadeild og bókhaldi, sumr-
in 1974-76, fulltrúi í hagdeild Ot-
vegsbanka íslands 1977-79, eftirlits-
maður útibúa bankans 1979, útibús-
stjóri útibús Útvegsbankans í Vest-
mannaeyjum 1980-87, deildarstjóri
hjá Kaupþingi hf. 1987-88, verð-
bréfamiðlari meö eigin rekstur
1988-90 og frá 1993, kennari við Iðn-
skólann í Reykjavík 1989-95, verð-
bréfamiðlari hjá Fjárfestingarfélagi
íslands hf. 1991-92, starfaði í banka-
eftirliti Seðlabanka íslands á sumr-
in 1995 og 1996, er kennari við við-
skiptafræðideild HÍ frá 1998, og hef-
ur verið rekstrarhagfræðingur hjá
Þjóðhagsstofnun frá 2000.
Vilhjálmur sat í kjaranefnd Fé-
lags viðskiptafræðinga og hagfræð-
inga 1978-81 og í fulltrúaráði Bruna-
bótafélags Islands frá 1993 og er nú
formaður Samtaka fjárfesta frá 2000.
Hann hefur skrifað reglulega pistla
í Viðskiptablaðið sl. fimm ár.
Fjölskylda
Vilhjálmur kvæntist 26.7. 1980
Auði Maríu Aðalsteinsdóttur, f.
19.12. 1951, guðfræðingi. Hún er
dóttir Aðalsteins Jóhannssonar, f.
6.8. 1913, stórkaupmanns í Reykja-
vík, og k.h., Huldu Óskarsdóttur, f.
5.9. 1919, húsmóður.
Dætur Vilhjálms og Auðar Mariu
em Hulda Guðný, f. 16.11. 1981;
Kristín Martha, f. 16.11. 1981.
Systkini Vilhjálms eru Kristín, f.
20.9.1943, áfangastjóri við FG; Elisa-
bet, f. 19.11.1944, bókari hjá Héðni í
Reykjavík; Eiríkur, f. 6.2. 1947, bæj-
arverkfræðingur í Kópavogi.
Foreldrar Vilhjálms: Bjami Vil-
hjálmsson, f. 12.6. 1915, d. 2.3. 1987,
cand. mag., kennari og þjóðskjala-
vörður, og Jóna Kristín Eiríksdótt-
ir, f. 15.3. 1916, húsmóðir.
Ætt
Bjámi var sonur Vilhjálms, út-
vegsb. á Nesi í Norðfirði, Stefáns-
sonar, b. í Skálateigi, bróður Ingi-
bjargar, langömmu Gunnars, foður
Kjartans, framkvæmdastjóra Sjálf-
stæðisflokksins. Stefán var sonur
Odds, b. á Grænavatni, Sveinsson-
ar, og Valgerðar Stefánsdóttur.
Móðir Vilhjálms var Halldóra
Ófeigsdóttir.
Móðir Bjarna var Kristín, systir
Valgerðar, ömmu Unnars Stefáns-
sonar ritstjóra, foður Kristjáns Más
fréttamanns. Kristín var dóttir
Áma, b. í Grænanesi, bróður Jóns,
skálds í Grænanesi, langafa Eyþórs
Einarssonar grasafræðings. Ámi
var sonur Davíðs, b. í Grænanesi,
hálfbróður, sammæðra, Bjama Sveins-
sonar I Viðfirði, fóður dr. Bjöms
magisters og Halldórs búfræðings, foð-
ur Halldórs prófessors, fóður Halldórs
blaðamanns. Davíð var sonur Jóns, b. í
Viðfirði, Sveinssonar, og Sigríðar Dav-
íðsdóttur, b. í Hellisfirði, Jónssonar.
Móðir Kristínar var Guðríður, systir
Þorleifs, afa Þorsteins frá Hamri. Guð-
ríður var dóttir Torfa, í Skuggahlíð
Jónssonar, og Valgerðar Stefánsdóttur.
Jóna Kristín er dóttir Eiríks, út-
vegsb. á Hesteyri, bróður Ólafs, afa
Sonju Zorrilla kaupsýslukonu. Eiríkur
var sonur Benjamíns, b. á Marðareyri -
Einarssonar, í Bolungarvík, Snorra-
sonar. Móðir Benjamíns var María
Ólafsdóttir. Móðir Eiríks var Hansína
Elísabet, systir Jakobs, langafa Ásgeirs
Ragnars Þorsteinssonar rithöfundar og
Kristjáns Ragnarssonar, framkvæmda-
stjóra LÍÚ. Annar bróðir Hansínu El-
ísabetar var Tómas, afi Hjálmars R.
Bárðarsonar, fyrrv. siglingamála-
stjóra. Hansína var dóttir Tómasar, b.
í Nesi í Grunnavíkurhreppi, Ásgrims-
sonar og Rebekku Jónsdóttur.
Móðir Jónu Kristínar var Elísabet
Anna Halldórsdóttir.
Það er alls óvíst hvað Vilhjálmur
gerir af sér í dag.
Kristín G. Björk Reynisdóttir hár-
snyrtimeistari, Steinási 12, Garða-
bæ, er fertug i dag.
Starfsferill
Kristín fæddist i Borgamesi og
ólst þar upp. Hún lauk gmnnskóla-
prófi frá Hólabrekkuskóla, hóf síðar
nám í hársnyrtiiðn 1988 og öðlaðist
meistararéttindi í þeirri grein 1996.
Kristín stundaði verslunarstörf í
Borgamesi til 1982. Þá flutti hún í
Búðardal og stundaði verslunar-
störf hjá Kaupfélagi Hvammsfjarð-
ar. Þau hjónin fluttu síðan í Garða-
bæ 1991 og hafa verið þar búsett síð-
an.
Kristín hefur starfað við hár-
snyrtingu frá því hún hóf nám í
greininni. Hún er nú eigandi og
starfrækir hársnyrtistofúna Aidu í
Blönduhlíð 35 í Reykjavík.
Kristín starfaði i Starfsmannafé-
lagi Kaupfélags Hvammsfjarðar er
hún var búsett í Búðardal, sat í
stjóm Tvíburafélagsins i fjögur ár
og var formaður þess í fjögur ár.
Fjölskylda
Kristín giftist 17.7. 1982 Kristó-
bert Óla Heiðarssyni, f. 31.3. 1958,
rafiðnaðarfræðingi. Hann er sonur
Heiðars Pálmasonar, sem lést 1980,
bankastarfsmanns, og Vívíar
Kristóbertsdóttur, læknafulltrúa í
Búðardal.
Böm Kristínar og Kristóberts em
Vívi Kristóbertsdóttir, f. 16.5. 1983,
nemi við FG; Tanja Kristóbertsdótt-
ir, f. 8.3. 1992, nemi;Telma Kristó-
bertsdóttir, f. 8.3.1992, nemi; Heiðar
Kristóbertsson, f. 31.1.1997.
Systkini Kristínar era Kristján
Ásberg Reynisson, f. 28.2. 1955, bú-
settur í Hafharfirði, í sambúð með
Sigríði Júlíusdótttur; Þórdís Mjöll
Reynisdóttir, f. 26.12. 1960, búsett í
Stykkishólmi, í sambúð með Jó-
mundi Ólasyni og eiga þau þrjú
böm; Sigurlaug Reynisdóttir, f. 6.7.
1964, búsett í Njarðvík, gift Sturlu
G. Eðvaldssyni og eiga þau saman
eina dóttur auk þess sem Sigurlaug
á dóttur frá því áður; Þorleifur J.
Ásberg Reynisson, f. 29.9. 1971, bú-
settur í Borgamesi, í sambúð með
Guðbjörgu Hjaltadóttur og eiga þau
tvö böm; Karl L. Ásberg Reynisson,
f. 1.10.1975, búsettur í Noregi, í sam-
búð með Ainu Irenu Röben.
Foreldrar Kristinar; Reynir Ás-
berg Níelsson, rafvirkjameistari í
Þorlákshöfn, og Karólína Rut Valdi-
marsdóttir, húsfreyja í Laugagerði í
Biskupstungum.
Sambýliskona Reynis Ásbergs er
Fríður Pétursdóttir en sambýlis-
maður Karólínu er Lýður Svein-
bjamarson.
Kristín og Kristóbert Óli verða,
ásamt bömum sínum á faraldsfæti
um bemskulóðir á afmælisdaginn.
GERÐU ÓTRÚLEG KAUP - GÆÐAVÖRUR Á GÓÐU VERÐI!!!
wp
Borð og 6 stólar
kr.09.9UU
Tvær stækkanir fylgja
Dalvegi 18 • Sími 554 0655
0pið:Virka daga 12-19
Lau. 12-18 • Sun. 12-16