Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 Sport Sterkur í lokin Kobe Bryant reyndist sínum mönn- um í Los Angeles Lakers enn og aft- ur bjargvættur þegar hann vann nánast upp á eigin spýtur upp 10 stiga forskot San Antonio Spurs á síöustu sex mínútum leiksins og tryggöi tveggja stiga sigur, 85-87. Liöin halda nú til Los Angeles þar sem heimamenn geta tryggt sér sæti í úrslitum vesturdeildarinnar meö sigri. Úrslitakeppni NBA í fullum gangi: Lakers og Kings í góðum málum Kvennahandbolti: Hrafnhildur til Danmerkur Landsliðs- konan Hrafn- hildur Skúla- dóttir mun að öllum likind- um skrifa undir samn- ing við danska úr- valsdeildarfé- lagið Tvis Holsterbro í sumar en Hrafnhild- ur hyggst þó ekki gera neitt í málinu fyrr en verkefnum landsliðsins lýkur í júní. Danska liðið vann sér sæti i dönsku úrvalsdeildinni í vetur en þetta mun vera sama lið og Haukamaöurinn Sigurður Þórð- arson lék með í fyrravetur. Það er ljóst að kvennalið Vals hefur hér orðið fyrir miklum missi því Hrafnhildur var annar markahæsti leikmaður Esso- deildar kvenna í vetur og skor- aði þar 109 mörk í leikjunum 16 eða 6,8 mörk í leik. -BB Það lítur út fyrir að Los Angeles Lakers mæti Sacramento Kings í úr- slitum vesturstrandarinnar en það síðamefnda bar sigurorð af Dallas Mavericks í nótt, 114-101, og þar með 4-1 í einvíginu öllu. Lakers standa vel að vígi þegar iiðið heldur aftur á heimavöll eftir tvo leiki í San Antonio með 3-1 for- ystu. Ástandið var ekki jafn gott eft- ir fyrstu tvo leikina sem báðir voru í Los Angeles en þá vann hvort lið sinn sigurinn. Lakers spýttu hins vegar í lófana og gerðu sér lítið fyr- ir og unnu báða leikina á útivelli. Sem fyrr voru það Shaquille O’Neal og Kobe Bryant sem voru í aðalhlut- verki og ljóst að smámeiðsli hamla þeim ekki. Tim Duncan fór fyrir sínum mönnum á sunnudag og gekk vel framan af, þegar rúmar 6 mínútur vom eftir leiddu San Antonio með 10 stigum en þá tók Kobe sig til og skoraði 10 af 13 stigum liðsins síns gegn aðeins 1 frá heimamönnum og tryggði tveggja stiga sigur. Úrslit á sunnudagskvöld: Charlotte-New Jersey . . 79-89 (1-3) Davis 20, Lynch 19, Wesley 15 - Kidd 24 (11 frák.), Kittles 20, Van Hom 16 (11 frák.). Boston-Detroit........ 90-79 (3-1) Walkers 30, Pierce 25 (17 frák.), Delk 16 - Robinson 24, Stackhouse 16, Williamson 12. San Antonio-LA Lakers . 85-87 (1-3) Duncan 30 (11 frák.), Parker 15, Robinson 12 (11 frák.) - Bryant 28, O'Neal 22 (11 frák.), Horry 13. Úrslit í nótt: Sacramento-DaUas ... 114-101 (4-1) Webber 23, Bibby 23, Turkoglu 20 (13 frák.) - Nowitzki 32 (12 frák.), Finley 26, Grifiin 14 Ferrari-liðið sætir afar harðri gagnrýni: Formúlunni til há- borinnar skammar Svo gæti farið að Michael Schumacher gæti tapað stigunum 10 sem hann vann sér inn með „sigrinum“ í Al-kappakstrinum í Austurriki á sunnudag. Eins og kunnugt er leiddi félagi Schumachers, Brasilíumaðurinn Rubens Barrichello, kappakstur- inn af mikilli reisn og hefði auð- veldlega unnið sigur ef ekki hefði verið fyrir tilmæli yfirmanna Ferrari að afhenda Schumacher, sem var skamman spöl á eftir Barrichello, sigurinn á síðustu metrunum. Þessi ákvörðun hefur dregið ansi mikinn dilk á eftir sér því úr öllum heimshornum berast harkaleg mótmæli vegna atviks- ins þar sem inntakið er að það sé íþróttinni til háborinnar skamm- ar. Schumacher hefur unnið 5 af 6 keppnum tímabilsins til þessa en Barrichello aðeins einu sinni á öllum sinum ferli. En Ferrari barst stuðningur úr ólíklegustu átt, frá Skotanum David Coulthard. „Ég held ekki að þetta sé íþróttinni til skammar þar sem hún sé bundin viðskipta- legum samningum. Hin virkilega spuming er sú hvort þetta hafi verið „áhorfendavæn“ ákvörðun. Viðbrögð þeirra á Al-brautinni voru bersýnileg. Við stólum á áhorfendur og án þeirra liggur leiðin niður á við, og það hratt," sagði Coulthard. Téður Skoti skapaði svipaðan usla þegar hann hleypti þáver- andi félaga sínum hjá McLaren fram úr sér í Ástralíu árið 1999. En eins og áður segir gæti Schumacher tapað stigunum eftir allt saman. Ferrari hefur verið stefnt fyrir Alþjóða aksturs- íþróttasambandið þann 26. júní vegna atviksins en þó svo að Ferrari-liðið hafi tæknilega séð ekki brotið neinar reglur er talið að það sé kallað á teppið einfald- lega vegna „óiþróttamannslegrar" framkomu. -esá „Faröu bara fram úr, vinur.“ - Rubens afhenti Michael stigin 10. •• Sundmót í Esbjerg: Orn setti tvö íslandsmet Örn Amarson, sundmaður úr SH, setti tvö Islandsmet á opnu sund- móti í Esbjerg í Danmörku. Fyrra mettið setti Öm 1 100 metra fjór- sundi, synti á 55,38 sekúndum, og það síðara í 50 metra flugsundi en þá vegalengd synti hann á 24,40 sek- úndum. Árangur Amars í 100 metra fjór- sundi er sérlega góður en gamla metið hans var 56,05 sekúndur. Þetta afrek gaf honum að verða þriðji stigahæsti sundmaður móts- ins. Örn keppti í átta sundgreinum, vann sex og varð í öðm sæti í tveimur. Hann hélt að mótinu loknu til Óðinsvéa þar sem hann mun æfa næstu tvær vikurnar með Anders Bo Pedersen, einum sterkasta sund- manni Dana í dag. Næsta stórmót Amars verður þátt- taka í Evrópu- meistaramótinu sem haldið verður í Berlín í lok júli. -JKS Landslið karla í handknattleik: Undirbúningur hafinn fyrir alvöru Undirbúningur íslenska A- landsliðs karla í handknattleik fyrir leikina gegn Makedóníu í forkeppni heimsmeistaramótsins hófst í gær. í hópinn vantar þá leikmenn sem leika í þýsku úr- valsdeildinni og í Frakklandi. Þessir leikmenn koma til móts við liðið eftir fjögurra landa mótið í Antwerpen um aðra helgi. Þaðan heldur fullskipað lið til Grikk- lands þar sem leikið verður við heimamenn áður en haldið verður til Skopje í Makedóníu. Það má því ljóst vera að undirbúningur með fullskipað lið verður stuttur en atvinnumenn era bundnir sín- um félögum þangað til tímabilinu lýkur. Fyrri leikurinn við Makedóníu verður 2. júní en síðari viðureign- in verður 9. júní í Laugardalshöll- inni. Baráttan stendur um það hvor þjóðin tryggir sér sæti í loka- keppni heimsmeistaramótsins sem verður í Portúgal í janúar nk. Landsliðið æfir daglega þessa viku fram helgi og kemur síðan saman aftur á mánudag og æfir fram að brottfór til Antwerpen. Auk íslendinga á mótinu þar keppa Danir, Sviar og Júgóslavar. Þar fá yngri leikmenn tækifæri til að sýna hvað I þeim býr en ljóst er að allar þátttökuþjóðir verða án sinna manna sem leika í efstu deildum í Evrópu en deildar- keppnum lýkur víðast hvar ekki fyrr en 25. maí. -JKS -esá/ek

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.