Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Page 35
t- r LAUGARDAGUR I. JÚNf 2002 Helgo rblctö H> V 35 Kínakálið er gott sem grund- vallarkál í salat. Það er bragð- milt en tekur auðveldlega keini af kryddi og öðrum tegundum grænmetis. DV-myndir E.Ól. Ostur er upplagður með í salöt. Hann er prótínríkur og eykur því næringargildið á diskinum svo um munar. Fátt er lystugra en ferskt og brakandi grænmcti í öllum lit- um. Hér er Ingvar að skera niður hráefni í létta máltíð. Rautt og hvítt á ljúfum nótum frá JP Chenet - er val Ómars S. Gíslasonar hjá Rafkóp-Samvirki Salat er ekki bara salat og þvi ekki jafn einfalt að velja með því vín og virst gæti i fyrstu. Ómar S. Gíslason i víndeUd Rafkóps-Samvirkis ákvað hins vegar að halda sig við frönsk vín, hvítt og rautt frá sama framleiðanda. Hvort vin um sig er þægUegt tU drykkjar, getur gengið með margs konar salötum og ætti yfirleitt að henta flestum sem á annað borð líkar að drekka vín. Og ekki spUlir verðið, 1000 krónur fyrir rautt og 930 fyrir hvítt. JP Chenet býður annars heUa fjölskyldu af vínum - rautt, hvítt og rósavín í tveimur stærð- um, 750 ml og 250 ml flöskum. Þarna er á ferð fyr- irtaks hversdagsvín sem getur auðveldlega sett punktinn yfir i-ið við salatgerðina sem hér er á ferð. Með bragðmiklu sumarsalati valdi Ómar JP Chenet Merlot sem fæst í ÁTVR í Heiðrúnu og Kringlunni. JP Chenet Merlot er framleitt af Les Grands Chase de France og er eitt mest selda vínið frá Frakklandi. Það hefur verið afar vinsælt og er auðþekkt á sérstökum flöskum með haUandi hálsi. Hafa flöskumar verið verðlaunaðar fyrir sérstaka hönnun. JP Chenet Merlot er með meðaldjúpan plómurauðan lit. Ilmurinn er sætur og þroskaður og minnir á kirsuber. í munni finnur maður fyr- ir mjúku tannín og yfirleitt þægUegu bragði. Salat með reyktum laxi kallar síðan á hvítvín frá JP Chenet, Blanc MoeUeux. Það fæst einnig í ÁTVR í Heiðrúnu og í Kringlunni og kostar 930 krónur. JP Chenet Blanc Moelleux er hálfsætt vín, fölgult að lit. Ilmurinn er meðalopinn og upp í hugann kemur gul melóna, rautt greipaldin og blóm. Þetta er hálfsætt vin eins og áður sagði, með góða sýru - , minnir á sítrónu, rautt greipaldin og appelsínu. Góð ending er í bragðinu og | gott eftirbragð. Með BBQ-salati mætti síðan prófa argentinskt rauðvin, Alta Vista Cosecha, frá Mendoza-héraðinu - meðalbragðmikið vin með smásætum keim en yfirleitt mjög aðgengilegt. Salöt geta verið dýrindismáltíð ein og sér og ekki sakar að hafa vínglas aö dreypa á. Hóflega drukkið vin gleöur mannsins hjarta í bókstaflegum skUningi og grænmeti er afar æskilegt sem fastur gestur á matar- diskum landsmanna. Salat og víntár hefja því hvort annað upp i æðra veldi í tvenn- um skilningi, bæði sem hrein nautn og ekki síður sem heilsusamlegur kostur. Umsjón Haukur Lárus Ilauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.