Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2002, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2002, Síða 1
DAGBLAÐIÐ VÍSIR______________________________ 200. TBL. - 92. ÁRG. - ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 VERÐ í LAUSASÖLU KR. 200 M/VSK Skaut stærsta náhvalinn Sigurður „lsmaður“ Pétursson skipstjóri fangaði einn stærsta náhval sem sögum fer af í Kuummiit á Grænlandi. Bls. 4 DV-mynd Freyr Waage Baugsmenn funduðu um yfirtöku á Arcadia í alla nótt: Reynt aö tryggja Baugi hlið- arsamninga - yfirlýsing frá lögreglu til aö slá á tortryggni Tilraunir Baugs ura að ná samning- um vegna yfirtökutilboðs Philips Green í verslanakeðju Arcadia hafa staðið yfir í alla nótt. Ekki var búist við niðurstöðu fyrr en um hádegið en í morgun var talið ólíklegt að samn- ingar næðust um að Baugur yrði beinn þátttakandi í yfirtökutilboðinu. Philip Green fékk sólahringsfrest í gær frá stjómendum Arcadia til að meta hvort hann dragi tilboð sitt frá því í síðustu viku til baka eða gerði nýtt tilboð með eða án Baugs. Jón Ás- geir Jóhannesson, stjómarformaður Baugs, sat á stífum fundum um helg- ina og áfram í gær vegna samninga um fyrirhugað yfirtökutilboð. Sagði Jón Ásgeir í samtali við DV að reynt yrði til þrautar að ná samningum. Á fundum í nótt mun hafa verið tekist á um tryggingar vegna hliðarsamnings- tiiboðsins. Hann á að tryggja Baugi kauprétt á verslunum Topshop, Top Man og Miss Selfridge út úr Arcadia eftir að yfirtakan á sér stað. Fyrirhuguð yfirtaka Baugs i sam- starfi við Philip Green á Arcadia fór í uppnám vegna húsleitar lögreglu í höfuðstöðvum Baugs Group sl. mið- vikudag. Virðist sem Baugur hafi beð- ið mikinn álitshnekki erlendis, þrátt fyrir að forsvarsmenn Baugs hafi reynt að sannfæra aöila um að rann- sókninni væri ekki beint að fyrirtæk- inu sjálfu. Hreinn Loftsson, lögmaður Baugs, fékk síðdegis í gær yfirlýsingu frá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglu- stjóra í þessa veru þar sem tekið var fram að Baugur væri brotaþoli í mál- inu. Þessi yfirlýsing virðist þó ekki hafa dugað tii að slá á alla tortryggni gagnvart Baugsmönnum. Hefur Jón Ásgeir lýst því í samtali við DV að um milljarðatjón væri að ræða fyrir Baug vegna þessa. Breska blaðið Daily Telegraph greindi frá því í gærmorgun að Philip Green mundi gera Baugi tilboö um að kaupa 20% hlut í Arcadia íýrir 154 milljónir punda eða um 21 milljarð króna. Hefur hluturinn því tvöfaldast að verðmæti frá því Baugur keypti 20% í Arcadia fyrir rúmu ári á um 10 milljarða króna. TOboðið felur það í sér að Philip Green greiði Baugi 408 pens fyrir hvem hlut. Þá verði Baugi gefinn kostur á að kaupa verslanirnar Top Man, Topshop og Miss Selfridge út úr verslanakeðju Arcadia. Vandi Baugs er hins vegar sá að samkvæmt lögum þarf stjórn Arcadia að sam- þykkja alla hliðarsamninga yfir- tökutilboðsins og hefur verið talin mikil tregða við slíkt. Samningsstaða Baugs var því sögð veik er fundir hófust í gær. -HKr. ■ NÁNARI UMFJÖLLUN Á BLS. 4 írakar tilbúnir ef einhver hefur töfralausnina Tareq Aziz, aðstoðarforsætis- ráðherra íraks, sem nú er stadd- ur á ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna um sjálfbæra þróun í Jó- hannesarborg í Suður-Afríku, sagði í morgun eftir fund sinn með Kofi Annan, aðalfram- kvæmdastjóra SÞ, að írakar væru tilbúnir til samvinnu viö SÞ um að finna varanlega lausn í deilunni við Bandaríkjamenn. „Eins og ég sagði við Annan í morgun, þá erum við tilbúnir ef einhver hefur töfralausnina. Við viljum leysa deiluna í samvinnu allra sem að henni koma af sanngimi og skynsemi," sagði Aziz. ■ NÁNARI UMFJÖLLUN Á BLS. 12 SÍMADEILD KARLA í KNATTSPYRNU: MENNINGARNÓTT Á AKUREYRI: Fylkir aftur á toppinn Hraðamet á flutningi Hamlets 26 BÍLASPRAUTUN 0G RÉTTINGAR AUÐUNS Bílaréttingar Bílamálun Nýbýlavegi 10 og 32 200 Kópavogi S: 554 2510 ILjj^iSmáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.