Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2002, Page 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002
Fréttir
DV
Vestfirðingar vilja rannsókn á fiskveiðikerfinu:
Þýðir ekki að væla
- en endurskoðun á ráðgjöf brýn að mati bæjarstjórans á ísafirði
Fjórðungsþing Vestfirðinga krefst
tafarlausrar rannsóknar á því hvað
hafi farið úrskeiðis eða hvort niður-
stöður fiskifræð-
inga um ástand
helstu fiskistofna
séu rangar. Fjórð-
ungsþingið telur
að 18 ára reynsla
kerfisins sýni að
meginmarkmið
laga um stjórn
fiskveiða hafi eng-
an veginn náðst,
þ.e. að stuðla að
verndun og hagkvæmri nýtingu fiski-
stofnanna og tryggja með því trausta
atvinnu og byggð í landinu, eins og
segir í 1. grein laganna.
„Vemdun fiskistofna hefur alger-
lega mistekist ef marka má niðurstöð-
ur fiskifræðinga og árangursleysi
fiskveiðistjómunarinnar hefur dregið
máttinn úr sjávarbyggðum landsins.
Fólk flosnar upp, missir atvinnu sína,
eignir verða verðlausar og fyrirtækin
gjaldþrota. íbúaþróun á Vestfjörðum
hefur verið í beinu samhengi við þró-
Halldór
Halldórsson.
standast illa vind
Ýmislegt varð undan að láta í
veðurhamnum á sunnudaginn.
Sextán metra hátt tré í garði á Sel-
fossi rifnaði upp með rótum og lá
þversum í garðinum þegar heimilis-
fólk kom heim á sunnudagskvöldið.
Magnús Hlynur Hreiðarsson
garðyrkjufræðingur sagði að veður
eins og á sunnudaginn reyndi mikið
á tré þegar þau væru í fullum lauf-
skrúða. „Þau taka á sig geysimikinn
vind og eru því mun viðkvæmari en
í vetrarveðrum þegar þau standa
berstripuð gegn vindinum,“ sagði
Magnús Hlynur. -NH
Jö^sverðar gervihnattarannsóknir hjá NASA:
Isinn á suðurpóln
um hefur aukist
Höfnin á Isafiröi.
Bæjarstjórinn telur brýnt að endur-
skoða hvort núverandi ráðgjöf við
fiskveiðistjómunarkerfið sé í lagi;
hvort forsendur séu viðunandi. „Við
getum endalaust rifist við aðra lands-
menn um að við viljum fá kvótann
okkar til baka en það þýðir ekkert að
tala um það. Ef við hins vegar getum
veitt meira þá yrðu allir landsmenn í
betri málum.“
Halldór segist þó ekki hafa neitt í
höndunum sem styðji að fiskistofnar sé
vannýttir við strendur landsins en það
sKjóti skökku við að íslendingar veiði
alltaf minna þrátt fyrir meinta vemdar-
stefnu gagnvart stofnunum. -BÞ
unina í sjávarútvegi," segir m.a. í
ályktun þingsins.
Eitthvað er að
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á
ísafirði, neitar því aðspurður að hvat-
inn að ályktuninni sé nýleg úthlutun
aflaheimilda. „Sveitarstjórnarmenn-
imir sem töluðu um þessi mál á þing-
inu voru einfaldlega langflestir sam-
mála um að markmiðið með friðun-
inni og fiskveiðistjórnuninni hefði
ekki náðst. Við veiddum 350.000 tonn
af þorski fyrir kvótann fyrir átján
árum en erum að veiða núna 170.000
til 180.000 tonn,“ segir bæjarstjórinn.
Halldór beitti sér fyrir málamiðlun
hvað varðaði ályktunina um sjávarút-
vegsmál, þar sem hann segist ekki sjá
að orðalag sem hægt sé að túlka sem
„væl“ geti hjálpað Vestfirðingum.
Upprunalegri tillögu var því breytt
enda segist Halldór ekki allt of hrifinn
af orðalagi líkt og að fólk flosni upp,
missi atvinnu sína, eignir falli í verði
og svo framvegis. „Það er hins vesar
eitthvað að og sveitars
eru
á sama tíma og ísinn minnkar á norðurpólnum
Nýlegar rannsóknir Claire Park-
inson í Goddard-geimflugstöðinni
hjá NASA sýna að hafís á suður-
heimskautinu hefur aukist á síð-
astliðnu 21 ári, á sama tíma og ís
hefur minnkað á norðurheim-
skautinu. Fljótt á litið virðist þetta
ekki koma alveg heim og saman
við kenningar um bráðnun heim-
skautaíss vegna margumtalaðra
gróðurhúsaáhrifa.
í heild hefur hafisinn á suður-
pólnum aukist síðan á seinni hluta
áttunda áratugarins (1979-1999),
samkvæmt upplýsingum frá gervi-
hnöttum, á meðan ís hefur minnkað
á norðurpólnum. Þau svæði á suö-
urheimskautinu þar sem ístímabilið
hefur lengst um meira en einn dag
á ári þetta tímabil er tvisvar sinn-
um stærra en þau svæði þar sem ís-
tímabilið hefur styst um meira en
einn dag á ári. Einn dagur á ári
samsvarar því 21 degi á því tímabili
sem rannsóknirnar ná til. Þau
svæði á suðurheimskautinu þar
sem ístímabilið hefur lengst er um
5,6 milljón ferkílómetrar að stærð,
eða sem svarar til um 60% af flatar-
máli Bandaríkjanna. Þau svæði þar
sem ístímabilið er styttra er hins
vegar um 3 milljónir ferkilómetrar
að stærð. Er þetta þveröfugt við það
sem gerst hefur á norðurheimskaut-
inu. Talið er að þetta geti haft veiga-
miklar afleiðingar á-loftslagið þar
sem aukinn ís á suðurheimskautinu
eykur útgeislun og leiðir til kólnun-
ar en minnkandi ís á norðurheim-
skautinu dregur úr útgeislun sólar-
innar og leiðir því væntanlega til
hlýnunar. -HKr.
Rúmlega sjö þúsund manns stunda nám við HÍ:
Konur í meirihluta í öllum
deildum utan verkfræðideild
Háskóil íslands
Árið 1987 urðu konur í fyrsta skipti fieiri en karlar í hópi innritaöra stúdenta
viö Háskólann og hafa síðan veriö meirihluti nemenda.
Við upphaf skólaárs nú eru nemend-
ur við Háskóla íslands 7.135 talsins og
þar af eru konur 4.450, eöa 62,4% nem-
enda, og karlar 2.685 eða 37,6%. Konur
eru í meirihluta í öllum deildum skól-
ans nema verkfræðideild, þar sem hlut-
ur þeirra er 26%, þar af aðeins 12% í
rafmagns- og tölvuverkfræði. Árið 1987
urðu konur í fyrsta skipti fleiri en karl-
ar í hópi innritaðra stúdenta við Há-
skóla íslands og hafa þær síðan verið
meirihluti nemenda.
Frá árinu 1984 hafa konur verið fjöl-
mennari en karlar í hópi nemenda á
sérskóla- og háskólastigi á íslandi en
haustið 2000 stunduðu um 10.500 nem-
endur nám á því skólastigi. Þessi fjöldi
nemenda skiptist á átta háskóla og
þrjá sérskóla á háskólastigi. Lang-
flestir nemenda á háskólastigi voru í
Háskóla íslands, eða 63% af heildar-
fjöldanum. Konur eru meirihluti
nemenda í fimm skólum en hæst er
hlutfall þeirra í Kennaraháskóla ís-
lands, eða 84%.
Samkvæmt tölum úr nemendaskrá
Hagstofu íslands hefur nemendafjöld-
inn tvöfaldast frá árinu 1990 (5.296)
og næstum þrefaldast frá árinu 1980
(3.689). Árið 2000 voru konur 62%
nemenda en sambærilegt hlutfall
þeirra á sérskóla- og háskólastigi var
58% árið 1990, 50% árið 1984 og 44%
árið 1980. Konur voru 60% af þeim
2100 nemendum sem útskrifuðust af
sérskóla- og háskólastigi árið 2001
sem er svipað hlutfalli kvenna meðal
nemenda. Þessa þróun má rekja til
breytinga á menntun þjóðarinnar á
síðustu árum með vaxandi náms-
framboði og aukinni skólasókn.
Brottfail kvenna er meira en karla
og eru konur t.d. aðeins fjórðungur
þeirra sem útskrifast hafa með doktors-
próf síðasta áratug. Fyrst kvenna til að
ljúka doktorsprófi frá Háskóla íslands
var Selma Jónsdóttir en hún lauk prófi
árið 1960. Árið 1997 luku fjórar konur
doktorsprófi frá Háskólanum, þrjár
árið 2000 og ein árið 2001. Á tímabilinu
1919-2001 hafa alls 96 einstaklingar lok-
ið doktorsprófi fr á Háskóla Islands. Þar
af eru aðeins 9 konur en athyglisvert er
að síðastliðin fimm ár hefur fjöldi
kvendoktora næstum verið sá sami ög
hjá körlum, eða 8 konur og 9 karlar.
í Háskólanum í Reykjavík voru
haustið 2000 tvær deildir, tölvunar-
fræðideild og viðskiptafræðideild. Á
fyrsta ári í tölvunarfræði voru konur
35% nemenda, á öðru ári 23% en að-
eins 15% á þriðja ári. 1 viðskiptadeild
var hlutfall þeirra hins vegar mim
hærra, eða 53-58%.
Við Háskóla íslands eru karlmenn
fámennir í hjúkrunarfræðideild en við
deildina stunda nú 8 karlmenn og 423
konur nám. í félagsvísindadeild eru
karlmenn eingöngu 25% og þeir eru
33% nemenda í heimspekideild. Konur
eru fáar í verk- og tæknigreinum og í
náms- og starfsgreinum sem tengjast
hinni nýju upplýsingatækni. Karlar
eru á hinn bóginn afar fámennir í flest-
um fógum á heilbrigðissviði, í
kennslu-, menntunar- og uppeldisfræð-
um og starfsnámi, tengdu náms- og fé-
lagsráðgjöf. -GG
Sólargangui
t u-£ sgiya/jSJJ
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólariag í kvöld 20.37 20.22
Sólarupprás á morgun 06.18 06.03
Síödegisflóð 15.42 20.15
Árdegisflóö á morgun 04.14 08.33
vmmmui
Suðlæg átt, víða 5-10 m/s en
10-15 m/s síðdegis. Rigning með
köflum, en þurrt fram eftir degi á
norð-austanverðu landinu. Hiti 5 til
12 stig aö deginum.
Austlæg átt, 5-10 m/s en 10-15
síðdegis. Rigning, einkum sunnan-
og vestanlands. Hiti 5-12 stig.
1 Véðriðn íis£!Ep-ií
í Fimmtudagur Föstudagur
Hrtl 5” Hiti 5°
til 12° tíi 12°
VinduR 13-18'»/» Vindur: 13-18 "V*
! Norðaustanátt. víöa 13-18 m/s og rignlng. Rigning, dregur úr vindi síðdegis.
Laugardagur
Logn
Andvari
Kul
Gola
Stinnlngsgola
Kaldi
Stinningskaldi
Allhvasst
Hvassviðri
Stormur
Rok
Ofsaveöur
Fárviöri
Hiti T
til 12°
Vindur:
5-12'»/»
Hæg breytileg
átt og vtfca
léttskýjaö. Hitl 7
tll 12 stlg 06
deginum.
m/s
0-0,2
0,3-1,5
1,6-3,3
3.4- 5,4
5.5- 7,9
8,0-10,7
10.8- 13,8
13.9- 17,1
17,2-20,7
20,8-24,4
24.5- 28,4
28.5- 32,6
>= 32,7
Veðríð
AKUREYRI
BERGSSTAÐIR
BOLUNGARVÍK
EGILSSTAÐIR
KIRKJUBÆJARKL.
KEFLAVÍK
RAUFARHÖFN
REYKJAVÍK
STÓRHÖFÐI
BERGEN
HELSINKI
KAUPMANNAHÖFN
ÓSLÓ
STOKKHÓLMUR
alskýjað
léttskýjaö
léttskýjað
hálfskýjað
alskýjaö
rigning
alskýjað
rigning
rigning
skýjað
léttskýjað
léttskýjað
léttskýjaö
3
1
5
4
6
7
3
6
8
15
18
16
15
13
ÞRANDHEIMUR ALGARVE rigning alskýjaö 11 18 14
AMSTERDAM skýjað
BARCELONA þokumóöa 19
BERLÍN léttskýjað 14
CHICAGO skýjað 25
DUBLIN skýjað 10
HALIFAX alskýjaö 15
FRANKFURT léttskýjaö 13
HAMBORG léttskýjað 13
JAN MAYEN skýjaö 4
LONDON skýjaö 15
LÚXEMBORG léttskýjað 12
MALLORCA léttskýjað 27
MONTREAL heiðskírt 18
NARSSARSSUAQ skýjað 5
NEW YORK hálfskýjaö 18
ORLANDO skýjað 25
PARÍS 20
VÍN skýjað 13
WASHINGTON hálfskýjaö 15
WINNIPEG heiöskírt 15