Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2002, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2002, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 DV Fréttir Takmarkaður aðgangur Húseigendafélagsins að lögregluskýrslum: Kæra frá íbúum er nauðsynleg - til að unnt sé að styðjast við úrræði laga um fjöleignarhús tilkynningar frá hinum brotlega. Þar með hefur Húseigendafélagið ekki aðgang að skýrslunum, sam- kvæmt gildandi reglugerð um með- ferð persónuupplýsinga hjá lög- reglu. „Þeir sem skráðir eru og þeir sem lögreglan hefur afskipti af hafa rétt líka, á sama hátt og hinir sem vilja búa við frið,“ sagði Ingimund- ur við DV. „Heimildir lögreglunnar til þess að láta gögn af hendi sem heyra undir lög mn persónuvemd eru skýrar. Það er afskaplega tak- markaður aðgangur sem er heimil- aður að lögregluskýrslum." Ingimundur sagði að lögmenn fólks sem yrði fyrir síendurteknu ónæði af völdum nágranna hefðu Oft bent því á að leggja inn form- lega kæru hjá lögreglu. Það fólk gæti fengið afrit af sínum kærum og stuðst við þau í baráttu sinni fyrir húsfriði. -JSS Ibúar í fjöleignarhúsum, sem verða fyrir síendurteknu ónæði af völdum annarra íbúa hússins, þurfa að kalla til lögreglu eða kæra formlega til hennar, hyggist þeir leita úrræða á forsendum fjöleign- arhússlaganna, aö sögn Ingimund- ar Einarssonar, varalögreglustjóra i Reykjavík. DV greindi frá því í gær að íbú- ar í fjöleignarhúsi í Reykjavík standa ráðþrota vegna óreglufólks sem býr í stigaganginum. Þeir verða fyrir miklu ónæði af völdum fólksins. íkveikjur hafa verið tíðar, lyf og lyfjaglös eru algeng sjón á göngum sameignar og svo mætti áfram telja. íbúamir hafa leitað að- stoðar Húseigendafélagsins, sem unnið hefur að málinu á grundvelli laga um fjöleignarhús, þar sem kveðið er á um að unnt sé að banna hinum brotlegu búsetu í húsinu. Aðgerðir sínar af þessum toga hef- ur Húseigendafélagið í gegnum tíð- Reykjavík Húseigendafélagiö hefur ekki aðgang að lögregluskýrslum samkvæmt gildandi reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu. ina byggt á lögregluskýrslum. í umræddu máli liggur ekki fyrir nein beiðni né formleg kæra til lög- reglu frá íbúunum heldur einungis Rausnarleg gjöf Barnaspítalasjóður Hringsins af- henti i gær 150 milljóna króna gjafa- bréf til nýbyggingar bamaspitalans á Landspítalalóðinni. Yfirskrift bréfsins er „Til barna á íslandi". Afhendingin fór fram við athöfn í anddyri nýbygg- ingarinnar en þríburamir Sara, Guð- jón og Sif Ólafsböm tóku við gjafabréf- inu fyrir hönd bama á íslandi. Þau fæddust 24. desember 1989 mikið fyrir tímann og voru nokkrar vikur á vöku- deild Barnaspítala Hringsins. í maí 1994 undirrituðu heUbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, Ríkis- spítalar og Kvenfélagið Hringurinn rammasamning um byggingu nýs barnaspítala. Skuldbatt Hringurinn sig tU að leggja fram 100 miUjónir króna úr Bamaspítalasjóðnum. Hringskonur eru nú að efna þennan samning og vel það. Þær hafa staðið fyrir fjáröflunum en auk þess safnað- ist í sjóðinn með gjöfum, áheitum og góðri ávöxtun söfnunarfjárins. Fyrr á árinu afhenti Hringurinn 50 mUljónir króna tU kaupa á rúmum og búnaði i spítalann. -hlh Til barna á íslandi Þríburarnir Sara, Guðjón og Sif Ólafsbörn taka við 150 milljóna króna gjafabréfi til byggingar barnaspítalans. Elísabet Hermannsdóttir, fyrrverandi formaður Hringsins, t.v., er með þeim ásamt Ásgeiri Haraldssyni yfirlækni. Segir efni úr blómakirtli baldursbrár lækna blóðkrabba: Landlæknir og grasalæknir í rimmu - embættið hótar málsókn á hendur grasalækninum „Það veður aUt uppi af ýmsu í þessa veruna," sagði aðstoð- arlandlæknir, Haukur Valdimars- son, i gær þegar borin var undir hann auglýsing þar sem maður nokkur segist geta „hjálpað öllum sem þjást af blóðkrabbameini og veikindum vegna veiru“. Auglýsandinn, Eggert Amórsson, fullyrðir að vísindalegar rann- sóknir sanni lækningamátt blómakirtla úr baldursbrám. Efnin séu notuð í lyijaiðnaði og svo hafi verið gert í tvær aldir. Landlæknir hefur hótað málsókn á hendur Eggerti. Haukur Valdimarsson segir að einkum séu það fjögur atriði sem landlæknisembættið kanni í þess- um málaflokki. í fyrsta lagi menn sem villa á sér heimildir, segja fólki til dæmis að þeir séu læknar þrátt fyrir að þeir séu það ekki. Núna í vikunni hafx birst blaðaviðtal við hómópata sem sagðist vera heimilislæknir og væri að opna læknastofu. í öðru lagi er kannað hvort verið sé að féfletta saklaust fólk, sem grípur ef til vill síðasta hálmstráið til að fá lækningu, stundum sé þar ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. í þriðja lagi nefndi Haukur lækningatilburði sem augljóslega hafa skaðað heilsu fólks og í fjórða lagi eru það vísbendingar um að sjúklingum sé haldið burtu frá viðurkenndum lækningaaðferðum. „Heilbrigðisstarfsfólki finnst stundum að við mættum stöðva meira af kuklinu, sem er allt frá því að vera skaðlaust upp i það að vera hættulegt,“ sagði Haukur. „Þeir sem stunda óhefðbundnar lækningar þurfa að sanna sig á vísindalegan hátt, en það hefur ekki verið gert, meðan nútíma læknisfræði byggist á viðurkenndum vísindum." Lækningamáttur Auglýsandinn, Eggert Arnórs- son, er á öðru máli. Hann segir að Óheföbundin lækning eöa kukl Eggert Arnórsson er einn þeirra sem stundar óheföbundnar lækningar. Starfsemin er kukl aö mati Landlæknisembættisins og á Eggert yfir höfði sér kæru. sænsk rannsókn á vegum opinberra aðila hafi sýnt fram á lækningamátt efnisins. Hann telur að landlækni sé skylt að skoða þessa rannsókn og taka mark á henni í stað þess að kalla þetta skottulækningu. „Þetta er blómakirtlaefni sem ég nota, það verður til í vissum kirtli blómsins á vissum tíma, að- eins einu sinni. Það er fullt af fólki sem þaif á þessu efni að halda og það hefur sannað sig. Niðurstaða rannsókna sanna lækningamáttinn," sagði Eggert. Hann segir það sérkennilegt að ekki skuli tekið mark á virtum sænskum stofnunum en aðeins því sem er að gerast hjá Háskóla íslands. Sjálfur kveðst hann hafa numið fræðin í þýskum skóla. Lækningaraðferðina hafi hann kynnt bæði ráðuneyti og landlækni í fyrra. Síðan hafi gengið á með bréfaskriftum. -JBP Arnaldur á ensku Sakamálasögur Amalds Indriða- sonar eru ekki aðeins eftirsótt lesefni á íslandi. Þegar hefur útgáfuréttur verið seldur á bókxim hans til Þýskalands, Hollands, Dan- merkur, Svíþjóðar og Finnlands. Nú hefur England bæst í hópinn og hefur Edda, útgefandi bóka Arnalds, samið við Random House um útgáfu á Mýrinni og Grafarþögn, sem eru nýjustu skáldsögur Amalds. Þetta er stór áfangi þar sem Random House er stærsti bókaútgefandi í heimi um þessar mundir. Einnig er það merkur áfangi að fá gefið út á Bretlandseyjum þar sem minna er um þýddar skáldsögur en annars staðar. Ekki er ákveðið hvenær bækurnar koma út á ensku. Að sögn forráðamanna hjá Eddu hefur það gengið hratt fyrir sig að selja bækur Amalds til útlanda og má þar að hluta til þakka að Amaldur fékk Glerlykilinn, norrænu glæpasagna- verðlaunin, á þessu ári fyrir Mýrina. -HK Jafnréttisstofa á hringferð Jafnréttisstofa mun í næsta mán- uði fara hringferð um landið með námskeiðin Jafnt er meira - nám- skeið um jafnréttis- starf fyrirtækja og stofnana og Jafnt er betra - nám- skeiðumjafnréttis- starf sveitarfélaga. Samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla ber sveitar- félögum að skipa jafnréttisnefndir og setja sér jafnréttisáætlanir. Sömuleiðis ber fyrirtækjum og stofnunum þar sem starfa fleirí en 25 starfsmenn að setja sér jafnréttisáætlanir, virma markvisst að því að jafha stöðu kynjanna og stuðla að því að störf flokkist ekki í kvenna- og karlastörf. Til þess að aðstoða sveitarfélög, fyrir- tæki og stofnanir við þessi verkefni býður Jafnréttisstofa upp á námskeið víða um land dagana 7.-23. október nk. Helstu efnisþættir era hugmynda- og aðferðafræði samþættingar kynja- og jafnréttissjónarmiða, staðreyndir og töl- ur um kynjamun og gerð jafhréttisáætl- ana að sögn Valgerðar Bjamadóttur, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Námskeiöahrinan hefst á Húsavík 7. október nk. og verður í kjölfarið boðið upp á námskeið á Egilsstöðum, Höfh, Hvolsvelli, Sauðárkróki, Borgamesi, Reykjanesbæ, Reykjavik, ísafirði og Ak- ureyri. -BÞ Fallegt handbragö Benedikt Gunnarsson, listmálari frá Súgandafirði, hannaði listaverkin í gluggum Suðureyrarkirkju og hefur tekist vel til eins og vænta mátti. Steindir gluggar vígðir Næstkomandi sunnudag klukkan 14 verður hátíðleg stund í Suðureyr- arkirkju. Vígðir verða 8 steindir gluggar í kór og framkirkju, sem Benedikt Gunnarsson, listmálari og Súgfirðingur, hefur unnið. Eru nú allir gluggar í kirkjunni prýddir ste- indu gleri með myndum eftir Benedikt. Sr. Kristinn Ágúst Friðfmnsson, prestur i Hraungerði, sem þjónaði Staðarprestakaili, mun heimsækja Súgfirðinga og prédika við athöfnina. Sóknamefnd býður til kirkjukaffis að gömlum sið í Verkalýðshúsinu Bjarnaborg. -JBP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.