Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2002, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2002, Qupperneq 18
18__________________________________________________________________________________________________FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 Tilvera DV 'ndbandagagnrýni Jacques Loussier með tónleika í Háskólabíói í kvöld: Black Point ★★ í felum Það hefur heldur legið niður á við hjá David Caruso undan- farin ár. Hann sló í gegn i NYPD Blue, lék þar í fyrstu tveimur seríunum og átti mestan þátt í að gera þær jafnvinsæl- ar og raun ber vitni. Hann hætti á toppnum og fékk aðalhlutverk í dýrum kvikmyndum sem náðu —* engum vinsældum. Caruso hefur átt erfitt uppdráttar síðan, vekur þó yfirleitt athygli i þeim myndum sem hann leikur í, enda ágætur leikari sem hefur það fram yfir marga jafningja að geta haldið uppi kvikmynd. Þetta sést vel í Black Point, með- algóðri sakamálamynd, sem væri mun síðri nyti hún ekki góðs af nærveru Caruso. Leikur hann fyrr- um foringja í hernum sem farið hefur í felur í smábænum Black Point eftir að dóttir hans hafði ver- ið drepin. Hann er nýbúinn að ná sér upp úr mikilli lægð þegar dul- arfullt fólk flyst í bæinn. Vinskap- ur tekst á milli hans og einnar konu úr hópnum sem leiðir síðan “** til örlagaríks ástarsambands. Þeg- ar í ljós kemur að allur hópurinn er harðsvírað gengi glæpamanna verður skálmöld í bænum sem eng- inn ræður við. Black Point er ágæt sakamála- mynd á köflum. Leikstjórinn Dav- id Makay er útsjónarsamur og virkar myndin mun stærri en hún er. Helsti galli myndarinnar er að- alleikkonan Susan Haskell sem á að leika „femme fatale" en hefur enga hæfileika til þess. -HK Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: David Mackay, Bandaríkin 2001. Lengd: 108 mín. Leikarar: David Caruso, Thomas lan Griffith og Susan Haskell. Bönnuð börn- um innan 16 ára. Dead Simple ★ Óheppinn kántrísöngvari Það er ekki fyrir hvern sem er að gera svarta kómedíu og leikstjóri Dead Simple (hét mun betra nafni, Viva Las Nowhere, þegar hún var sýnd í kvik- myndahúsum), Jason Bloom, hefur ekki þá hæfileika. Og þegar vantar húmor í kómedíu þar sem verið er að fela lík þriggja einstaklinga sem koma mikið við sögu þá er fátt sem gleður auga og eyru. Aðalpersóna myndarinnar er Frank Jacobs sem ásamt eigin- konu sinni rekur mótelið Middle of America. Enginn gestur hefur dvalið þar í nokkrar vikur, eigand- anum er nokk sama, enda snýr áhugi hans að kúrekasöng. Þegar hann tekur þátt í áhugamanna- keppni byrja hjólin að snúast hon- um í óhag. Á vegi hans verður drykkfelld ung söngkona sem vef- ur honum um flngur sér og áður jfe. en aumingja Frank getur snúið sér við er hann með þrjú lík sem hann þarf að fela f garðinum hjá sér... Ágætum leikarahópi, sem oftast hefur gert betur, er skartað í Dead Simple. Daniel Stern (Home Alone) er ekki rétti leikarinn í hlutverk Franks Jakobs. Þama hefði þurft leikara með hæflleika Bens Stillers til að gera persónuna aumkunar- verða. Öðrum leikurum famast lít- ið betur. Tvær þekktar sjónvarps- leikkonur, Patricia Richardson (Handlaginn heimilisfaðir) og Sherry Stringfield (ER), koma mik- ★ ið við sögu en bjarga engu, ekki frekar en gamli harðjaxlinn James Caan. -HK Útgefandi: Myndform. Lelkstjóri: Jason Bloom. Bandaríkin 2000. Lengd: 100 mín. Leikarar: Daniel Stern, Patricia Ric- hardson, James Caan og Sherry Stringfi- eld. Bönnuð börnum innan 12 ára. Glímt við gömlu meistarana Merkilegur tónlistarmaður er kominn til íslands og heldur tón- leika i Háskólabíói í kvöld. Er það Frakkinn Jacques Loussier, sem fyrir fjörutíu ámm tók upp á því að útsetja klassísk verk Bach fyrir djasstríó, píanó,. bassa og trommur. Heimurinn gleypti við þessum kokkteil og seldust plötur Loussiers í milljónaupplagi og hleypti tónlist hans í fólk almennan áhuga bæði á klassík og djassi. I meira en áratug var hann kóngurinn í þessum geira tónlistar, en hætti svo með tríóið í byrjun áttunda áratugarins. Þegar haldið var upp á þrjú hundruð ára afmæli Johannesar Sebastians Bach árið 1985 kom hann aftur fram á sjónarsviðið og hefur síðan verið með trió sitt á ferð og flugi og gefið út hljómplötur þar sem hann glimir við gömlu meistarana með misjöfn- um árangri. Það er sama hvað hann leitar í smiðjur meistaranna, það eru alltaf prelódiur, fúgur og önnur verk Bachs sem henta honum best og eru vinsælust á efnisskrá hans. Byrjaði í klassíkinni Jacques Loussier fæddist í norð- urhluta Frakklands 26. október 1934. Hann var tíu ára gamall þegar hann hóf píanónám og þótti strax mjög efnilegur. Þegar hann var sext- án ára var honum hleypt inn í hinn virta tónlistarskóla Conservatoire National de Musique í París þar sem hann dvaldi næstu árin. Loussier var stjörnunemandinn við skólann og þegar hann hóf feril sinn sem klassískur píanóleikari var hann ekki í vandræðum með að fá vinnu. Hugur hans stóð samt ekki eingöngu til klassíkurinnar. Hann hafði einnig áhuga á léttari tónlist og lék meðal annars með Charles Aznavour um tíma. Djassinn átti þó meira og meira hug hans og eftir að hafa hlustað á The Modem Jazz Quartett, þar sem píanistinn John Lewis gerði ýmsar tilraunir í tónlistinni sem ekki voru þekktar, datt hann inn á þá hug- mynd að gera plötu með verkum Bachs þar sem hann notfærði sér melódísku kaflana í verkum Bachs Jacques Loussier viö píanóiö Sameinaði áhuga á djassi og ást hans á klassískri tónlist. og spann síðan út frá þeim. Grunn- ur Loussiers í klassikinni og virð- ing hans fyrir tónlistinni gerði það að verkum að hann fór aldrei út í tilraunir með verkin, gerði hana að- eins aðgengilegri fyrir hinn al- menna hlustanda. Þetta hefði samt ekki getað orðið farsælt hjá hvaða píanóleikara sem er. Það þurfti snilling á píanóið til að koma klassíkinni í þessum útsetningum frá sér svo vel færi og Jacques Loussier var slíkur snillingur. Hvíld eftir fimmtán ár Fyrsta platan, Play Bach, með Jacques Loussier trio kom út 1960. árin var Jacques Loussier með tríó sitt í klassíkinni auk þess sem hann lék inn á plötur með hljómsveitum verk i eigin út- setningum. Hann leitaði víða eftir efniviði og meðal höfunda sem hann komst vel frá í tilraunaspila- mennsku sinni voru Eric Satie og Vivaldi. Árið 1980 dró hann sig í hlé, sett- ist að í Province til að semja tónlist og kom ekki fram á tónleikum næstu árum, en hélt áfram að gera hljómplötur. Þá hóf hann rannsókn- arvinnu á tónlist sem hann gaf út á bók. Með þessu samdi hann ballett og kvikmyndatónlist, setti á fót upp- tökustúdíó sem þótti fullkomið og þar tóku upp plötur, Pink Floyd (The Wall), Elton John, Yes og Sting svo einhverjir séu nefndir. Tónlist- in sem Loussier samdi á þessum árum var mjög ólík því sem hann er frægur fyrir. Hann nýtti sér raf- hljóðfæri og fór að semja fyrir fusion-hljómsveit. Hann sneri sér þó aftur að Bach og öðrum meisturum og stofnaði tríó númer tvö sem starfar enn i dag og er víst að allir aðdáendur hans eiga ekki eftir að verða fyrir vonbrigðum í kvöld þeg- ar hann stígur á svið og leiðir sal- inn í ljúfa tónlist Bachs sem fáir hafa kryddað jafn vel og hann. -HK Tröllabörn flýja Sigríður sýnir hér hvernig tröllabörn flýja skelfingu lostin þegar eldgos hefst í fjallinu þeirra. ingjum. Sigríður hefur búið á Lága- núpi í 49 ár. Eiginmaður hennar var Össur Guðbjartsson sem látinn er fyrir nokkrum árum eftir erfið veik- indi og á hún fimm syni sem nú eru allir búsettir utan heimahaganna. Það fer fyrir Sigríði eins og mörg- um sem búa á stöðum sem ekki eru í alfaraleið að verða að yfirgefa sitt býli og fiytja á mölina til að geta notið þess öryggis og þeirrar þjón- ustu sem allir eiga rétt á en fá ekki verði þeir um kyrrt, kostnaðurinn er of mikill, að mati ráðamanna bæja og sveita. „Ég ætla að vera á Patreksfirði í vetur því sonur minn sem bjó hér rétt hjá var núna um daginn að flytja með fjölskylduna til Reykjavíkur svo ég er orðin ein hér í Kollsvíkinni og ekki er vænlegt að vera hér ein yfir veturinn því oft er þá erfið leið yfir fjallið til næstu byggðar, en um leið og vorar vonast ég til að komast hingað aftur,“ segir Sigriður og hún ætlar að gefa sér góðan tíma til að mála myndir í vet- ur enda er mikil eftirspum eftir myndunum hennar. Málar á steina og sker í tré Þegar komið er að bænum Lága- núpi í Kollsvík vekja strax athygli listilega vel gerðar myndir málaðar á stein. Höfundur þessara listaverka er Sigríður Guðbjartsdóttir hús- freyja og eini ábúandinn á Lága- núpi. Sigríður hefur einnig fengist við að skera út i tré en segist að mestu vera hætt því síðan hún komst í grjótið eins og hún orðar það. „Pabbi minn var smiður og smíð- aði hvort sem var úr tré eða járni og ég var öllum stundum úti í skemmu hjá honum með hnífkuta og tálgaði spýtur og í þá daga þótti ekkert sjálfsagðara en börn fengju að nota hnífa en nú er öldin önnur. Mér fannst ósköp notalegt að sitja og tálga við kertaljós eða lampa þvi þá var ekkert rafmagn á Rauðasandi þar sem ég ólst upp,“ segir Sigríður. Myndefnið sem Sigríður velur á steinana er nánast hvað sem er úr umhverfinu ásamt ýmsum kynja- verum og þjóðsagnapersónum. Mest málar hún á flata steina, hellur og steinflögur og þarf hún oft að leita efnis utan heimahaganna og líka fær hún steina frá vinum og kunn- Listamaöurinn Sigríöur við nokkrar myndir sínar. DV-MYNDIR JULÍA IMSLAND Júlía Imsland

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.